Vísir - 14.04.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 14.04.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Laugardaginn 14. apríl 1945. VlSIR DAGBLAÐ Ltgcfandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F Rftstjórar: Kristján Guðláugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1 6 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Siglfirðingar deila enn nnt Rauðku- verksntiðjuna. „Klögumálin ganga á víxl.“ Skarð fyrir sldldi. jþví var spáð fyrir Roosevelt forseta, að um hann myndu standa meiri stormar en aðra menn. Reyndist það sannspá, en alla stormana stóð hann af sér og reyndist þjóð sinni ein- Iiver glæsilegasti foringi, sem hún hefir átt, að öllum öðrum aferksmönnum hennar ólöst- uðum. Hið óvænta fráfall forsetans líktist vá- hresti, sem heyrðist um heim allan og óhætt er að fullyrða, að hver einstaklingur utan öx- ulríkjanna hafi verið sleginn harmi. Menn væntu þess, að eins og forsetanum lókst að leggja lóð sitt á metaskólarnar í ófriðinum og réði þar með úrslitum, cins myndi honum einnig takast að vinna friðinn og byggja upp nýjan og betra heim. Forsetinn sýndi það ávallt, að hann var víðsýnn gáfumaður, góð- viljaður og traustur foringi og einhver glæsi- lcgasti persónuleiki, sem veraldarsagan kann að skýra frá. Það er óvenjulegur viðburður, að fánar Idakti hér í hálfa stöng um bæinn allan, þótt afreksmenn annarra þjóða falli í valinn, en svo var þetta í gær. Fullyrða má, að enginn þjóðhöfðingi liefir verið ástsælli hér á landi en einmitt Roosevelt forseti. Hann kom þegar Fróni reið allra mest ó og rétti hlut þess á þann hátt, að ekki verður betur gert eða betra kosið. Forsetinn virti rétt smáþjóðarinnar 1 norðurhöfum, viðurkcnndi menningu hennar og staðfesti það mcð því að beita sér beinlínis fyrir að sjálfstæði okkar var viðurkennt nú meðan ófriðurinn stóð sem hæst. Var þetta í rauninni boðskapur til allra kúgaðra og undir- okaðra þjóða um það, að sjálfsákvörðunarrétt- ur ])eirra myndi verða virtur og sjálfstæði þeirra tryggt að ófriðnum loknum. Þetta varð því ekki einvörðungu ])ýðingarmikill atburður fyrir okkur, heldur fyrir heim allan, með þvi nð í viðurkenningunni fólst fyrirheit til allra ])jóða um bættan hag, þótt jxcr ættu þá um skeið við kröpp kjör að búa. Nafns Roosevelts forseta verður ávallt minnst er Islandssaga verður skráð og aðeins ú jeinn vcg. Honum persónulega eigum við allra manna mest að þakka og slíkt má ekki gleym- ast. Við hörmum að Bandaríkjaþjóðin skuli þurfa að sjá á bak foringja sínum, áður en Mutverki hans var í rauninni að fullu lokið og hann gat séð endanlegan árangur verka sinna. Hitt er víst, að ókomni tíminn mun bera merki forsetans að því leyti, sem hann hefir mótið framtíðina með teknum ákvörðunum, þannig að forsetinn lifir í vcrki þótt hann deyi. Merki hans verður vafalaust ekki látið niður falla, þótt vandskipaður sé virðingarsess forsétans. Verður ekki betri ósk fram færð Bandaríkja- þjóðinni til handa, cn að merkisberar •hennar verði forsetanum líkir að glæsilcik og mann- Jmstum. Líf Roosevelt forseta var stormasamt, og það svo mjög, að ekki hefir meir mætt á Bandaríkjaforseta öðrum. Starf hans og líf Verður góðum foringjum fordæmi. Einnig í því munu allar þjóðir veraldar af lionum bless- lin hljóta. Svo hefir vcrið um l'lesta foringja, öð þeir hafa vart notið fulls sannmælis fyrr en eftir dauðann, en enginn mun hafa notið meira trausts né viðurkenningar í lifanda lífi en forsetinn. Frá fréttaritara Vísis. Siglufirði í gær. Á bæjarstjórnarfundinum á mánudag var lagt fram svo- hljóðandi skeyti: „Bæjarstjórnarfulltrúarnir Egill Stefánsson, Kristján Sigurðsson, Ólafur Guð- mundsson og Axel Jóhanns- son hafa óskað úrskurðar ráðuneytis um nýja kosningu stjórnarnefndar Síldarverk- smiðjunnar „Rauðku“. Þangað til sá úrskurður er faHinn, gildir kosning sii í stjórn Rauðku, sem fór fram 1. jan. síðastliðinn. Ráðuneytið væntar grein- argerðar bæjarstjórnar fyrir hinni nýju kosningu, sem kærendur telja ólöglega. — Félagsmálaráðuneytið.“ - Skeyti þetta barst 6. apríl. Á fundinum flutti Þórodd- ur Guðmundsson og Otto Jörgensen svohljóðandi til- lögu: „I tilefni af skeyti félags- málaráðuneytisins dags. 6. apríl s.L, lýsir bæjarstjórn Sigluf jarða.r yfir því hér með, að hún svifti fyrrverandi stjórn Rauðku umhoði sínu, er hún kaus nýja stjórn á fundi sínum 4. apríl s.l. Ráðstafanir þessar voru gerðar með samþykki meiri- hluta atkvæða á löglegum fundi í bæjarstjórn Siglu- fjarðar og heyra á engan.hátt undir úrskurð Félagsmála- ráðuneytisins. Bæjarsíjórnin sér sér því ekld fært að verða við fyrirmælum Félagsmála- ráðuneytisins um að hin frá- farna stjórn Rauðku skuli gegna störfum. Þetta tilkynnist hinu háa l'Félagsmálaráðuneyti hér j með.“ Ef-tir miklar umræður báru 1 ])eir Ólafur, Egill, Kristjón 1 og Axel fram dagskrártillögu I um að fresta fundi. Var til- lagan samþykkt með atkvæð- um þeirra og Ole Hertervig bæjarstjóra. Til glöggvunar á fyrri fregnum um þetta ei'ni skal upplýst ennfremur: I fundarbyrjun 4. apríl kom fram fyrirspurn til for- seta frá Kristjáni Sigurðs- syni þess efnis, hvort ekki þyrfti afbrigði frá fundar- sköpum til að kjósa nefndir, ])ar eð þær hefði átt að kjósa 1. fehrúar s.l. Forseti svaraði á þá leið, að 4 bæjarfulltrú- ar hafi verið f jarverandi í cr- indum hæjarins —1 þó sér- staklega bæjarstjóri —* eða frá því í byrjun janúar og til marzloka. Þess vegna drógst að kjósa nefndir, þar til að allir hæjarfidltrúar voru við- staddir, þeim sem hægt var að búast við að mættu, en það varð ekki fyrr en nú. Þess vegna úrskurðaði forseti: „Fundurinn var löglega boðaður og skal því k.jósa forseta og nefndir samkvæmt dagskrá, án aflnágða frá fundarsköpum.“ Þessa úrskurður var sam- ])ykktur af fundarmönnum með 5 atkvæðum á móti 4. Þormóður Eyjólfsson var kosinn forseti hæjarstjórnar mcð 4 atkvæðum eftir þriðju atkvæðagreiðslu. Að loknum ÚFsklirði for- seta, viðkomandi stjórn Rauðku, óskuðu ])eir Egill, Ólafur, Kristján og Axel að fá bókað: „Undirritaðir höfum — áð- ur en úrskurður forseta um að neita að leita afbrigða frá fundarsköpum um fyrirtekt ó kosningu í nefndir og stjórn Rauðku féll -— mótmælt fyr- irtekt forseta afbrigðalaust um að kjósa í nefndir og Rauðkustjórn. Við mótmælum gengnum úrskurði og teljum hann ó- löglegan. I öðru lagi af því, að lög- mæti eða ólögmæti kosningu stjórnar Rauðku er lögskýr- ing á reglugerðum Stjórnar- ráðsins um kosningu í stjórn Rauðku, sem forsetiá engan úrskurðarrétt um. I þriðja lagi af þvi að sjálf fyrirtckt á kosningu í stjórn Rauðku þurfti afbrigða frá fundarsköpum bæjarstjórnar ])ótt kosning í stjórn Rauðku hefði verið lögleg. Að öðru leyti áfrýjum vér hér með úrskurði forseta til F élagsmálaráðuney tisins og skorum á forseta og aðra í stjórn bæjarins að fylgja fast fram, nð ráðherra felli *úr- skurð sinn sem fyrst. Ef ekki fæst úrskurður Stjórnarráðs- ins, skorum við ó bæjarstjórn að höfða mál gegn Rauðku- stjórn, til viðurkenningar að úrskurður forseta sé réttur. Síðan á að kjóst stjórn Raúðku cins og áður er get- ið.“ — Ólafur og Kristján óska bókað, að þeir taki ekki þátt í atkvæðagreiðslunni, vegna sinna fyrri bókana. Axel ósk- aði bókað, að hann liafi ekki tekið þátt í uppstillingu A- lista, eða kosningu í stjórn Rauðku 4. apríl 1945. BJE. Minxiingarguðsþ j ón- usta um Roosevelt forseta. Kl. -2 í dag hefst í Ðóm- kirkjunni hér minningarat- höfn í tilefni af láti Roose- velts forseta. Fer athöfn þessi fram að tilhlutan herstjórnarinnar hér og sendiherra Bandaríkj- anna og verður henni útvarp- að. Biskupinn yfir Islandi, dr. Sigurgeir Sigurðsson, mun flytja minningarræðu, svo og yíirpresturinn i setuliði Bandaríkjanna. Guðmn Símonar hélt 5 söngskemmtanir. Guðrún Á. Símonar heldur ekki fleiri hljómleika að sinni. Hefur hún haldið fimm söngskemmtanir að undan- förnu, allar við mikla aðsókn og ágætar undirteldir. Barst henni fjöldi blóma á síðustu söngskemmtun sinni í Gamla Bíó í fyrrakveld. A mánudag heldur Karla- kór Rcykjavíkur hljómleika og vcrður Guðrún A. Símon- ar einsöngvari 'hjá kórlnim. Leikfélag Reykjavíkur sýnir ganianlcikinn „Kaup- maðurinn i Feneyjpm“ eftir William Shakespeare annað kvöld kl. 8. Leikfélag Templara sýnir skopleikinn „Sundgarp- urinn“ í Hafnarfirði í kvöld kl. 8,30. Roosevelt Eg sat og lilustaði á Lundúnaiitvarp- forseti. ið í fyrrakveld, er fréttir áttu að liefjast þaðan kl. 10. Þulurinn tók til máls eins og vera bar, en rödd hans var með öðrum blæ en venjulega, þegar hann sagði, að brezka útvarpið hefði þá harmafregn að flytja, að Roosevelt Bandaríkjaforscti hefði orðið bráðkvaddur seint þá um daginn. Nán- ari fregnir hefðu ekki borizt um fráfall for- setans. * Mikilmenni. Það þarf engum blöðum um það að fletta, að þegar sagan kveður upp dóm sinn um störf Itoosevelts forseta, þá mun hún skipa honum á bekk með mestu mönn- um allra tíma. Honum tókst ekki einungis að sameinaf þjóð sína til meiri átaka en dæmi eru til i annálum nokkurrar þjóðar — eftir árásina á Pearl Harbor — heldur hafði hann fyrir þann tíma unnið að margvíslegum fram- faramálum almennings í Bandaríkjunum. Að visu tókst ekki að vinna bug á kreppunni, sem' skollin var á nokkurum árum áður en Roose- velt tók við forsetadæmi, en undir handleiðslu hans voru unnin mörg þau verk, sem sköp- uðu grundvöllinn að þróun frá örbirgð til vel- megunar á komandi tímum. Góðir gránnar. Nágrannaríki Bandarikjanna hafa oft verið mjög tortrygg- in í garð þessa mesta ríkis á meginlandi Ame- riku. Það er ef til vill ekki að ástæðulausu, því að þau gerðust stundum afskiptasöm um málefni annarra ríkja nærlendis. En Roosevélt tók aðra stefnu, þegar hann tók við stjórnar- taumunum. Hann tók upp utanríkisstefnu, sem miðaði að þvi að hafa sem bezta og einlæg- asta sambúð við öll ríki, hvort sem þau voru stór eða smá. Þessi stefna bar líka þann árang- ur, að vinsældir Bandaríkjanna og ekki sizt forsela þeirra, fóru fljótlega vaxandi i rikj- um Ameriku. * Hann sá frarn Roosevelt forseti sá snenmia, á styrjöld. að til stórtíðinda dró i heim- inum, Hann varaði möndul- veldin hvað eftir annað við þvi að hálda svo áfram, sem þau byrjuðu, en það bar ekki árangur. Hann átti líka í baráttu við einangr- unarsinna heima fyrir, sem reyndu á allan hátt að koma í vég fyrir að liann gæti búið þjóð- ina undir þá atburði, sem hann þóttist sjá fram á. Var það honum til mikils trafala, þótt honum tækist jafnan að fá því framgengt, sem þeim kom að beztum notum, er börðust fj'rir lýðræðinu, svo sem láns- og leigufyrirkomu- laginu, sem hefir orðið bandamönnum hin mesta hjálp. * Þegar brezki herinn hafði ver- ið sigraður við Dunkirk og hermennirnir fluttir heim slyppir og snauðir, virtist ekkert geta komið í veg fyrir það, að Hitler sendi herskara sína norður yfir Ermarsund. Bretar áttu varla nokkura by'ssu til að verja land’ sitt. Roose- velt tók þá ákvörðun um að senda þeim halfa aðra milljón af gömlum hermannabyssum, sem lil voru frá því í stríðinu 1914—18. Það köm ekki til þess, að nota þyrfti byssurnar til varn- ar innrás í Bretland, en þetta sýndi, ásamt öðru, að Roosevelt mundi leggja Bretum allt það lið, scm hann mótti. * Einstakur Það fer ekki hjá því, að Roosevelt þrekmaður. hafi ’verið búinn óvenjulegu and- legu atgervi. Síðuslu tutlugu ár ævi sinnar var liann fatlaður maður — lam- aöur. í hans sporum mundi margur maður- inn hafa látið hugfallast og hætt að hugsa um að koma framar fram í opinberu lífi. Það hefði lika verið auðveldasta leiðin fyrir Roosevelt fo-rscta, því að hann hefði ekki þurft að liafa áhyggjur af því, að liann mundi ekki hafa nóg fyi ir sig að leggja, þvi að (ætt hans er góðum el’num búin og áhrilamikil. En liann kaus að berjast við sjúkdóminn og afleiðingar hans. * Fánar í Reykvikingar eru ekki vanir að hálfa stöng. draga fána sína í hálfa stöng, þótt erlendir þjóðhöfðingjar and- ist, en i gær brugðu þeir út af þessari venju. Eg átti leið um ýmsa hluta bæjarins í gær og við sumar götur var fáni í hálfa stöng við hvert hús, sem stöng hafði. Það var eins og mönnum væri Ijóst, að það væru ekki Banda- rikin ein, sem hefðu misst við fráfall Roose- velts forseta, heldur allur heimurinn og þá ekki sízt smáþjóð eins og Islendingar. Sendi Brelum byssur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.