Vísir - 15.05.1945, Page 2

Vísir - 15.05.1945, Page 2
2 V ISI R Stofnuðu sjóð til styrktar íslenzkum námsmönnum í Þýzkalandi — en naúsfar hirtu sjóðinn. Kroners-hjónin farin fil Ameríku eifir nærri sjö ára dvöl hér. 1$að mun vekja söknuð margra íslendmga, að hin miklu ágætishjón og íslandsvmir Irmgard og Dr. Karl Kroner eru nú farin héðan af landi burt. Fóru þau ásamt sym sínum vestur um haf og setjast að í St. Louis í Bandaríkjunum. Það má fullyrða, að fáir útlendingar hafa reynzt Islend- ingum betur erlendis, sýnt þeim meiri hjálpfýsi og gest- risni en Kronershjónin. Meðan þau áttu heima í Berlín, var heimili þeirra einskonar íslendinganýlendh, þar sem öllum löndum var fagnað eins og á þeirra eigin heimili. Eins og kunnugt er, varð <lr. Kroner að flýja land und- an ofsóknum nazista, og var bi'iið að setja hann í fanga- búðir, er hann fékk landvist- arleyfi hér.heima á Isiandi, nokkrú fyrir stríðsbyrjun. Hér hafa þau hjón dvalið síð- an, ásamt syni þeirra hjóna, Klaus að nafni. Nú hafa þau fengið landvistarleyfi í Bandarikjunum og eru farin þangað vestur. Tíðindamaður Vísis fór á fund Kronershjónanna fyrir skemmstu og innti þau eftir tildrögunum til fyrstu kynna þeii’ra af Islandi og Islend ingurn og um ferðir þeirra hingað til lands. „Það vai* áð 'nokkru lcyti tilviljunum undírorpið“, sagði dr. Krdner. „Konan mín hafði frá öndverðu mik- inn áhuga fyrir Norðurlönd- um, hún hafði lerðast tals- vert um þau og kunni hæði dönsku og sænsku. Og einu sinni barst það í tal meðal kunningja okkar, að konuna mina langaði til Islands, en vildi helzt kynna sér áður citthvað íslenzka tungu. En það gat hún ekki, hæði af því að kennslubók í íslenzku var ]xá- ckki til, og svo af því að íiún þckkti engan, sein kunni íslenzku. Prófessor einn við Berlínarháskóla var meðal viðstaddi’a. Hann skýrði okk- ur þá frá því, að meðal læri- sveina sinna væri einn Islend- ingur. Þessi Islendingur varð síðar góðkunningi okkar, ■— það var Stefán Pétursson, rit- stjóri. Nú eru rétt 20 ár síð- an fundum okkar bar saman við fyrsta íslendirfginn.“ „Og svo komuð þið lil Is- londs.“ „Já, sumarið 1926 í fyrsta skipti. Stefán var þá búinn að skrifa heim og tilkynna konm okkar. Þegar við kom- um til Reykjavíkur, komu ]xeir Einar Olgeirsson alþm. og Lúðvíg Guðmundsson skólastjóri á móti okkur við skipsfjöl. Þessi kynni mynd- uðu síðan heila keðju af vin- um og vináttusambönclum hér heima. Siðan komum við til Islands 1929 og 1933 og loks varð það að heimili okk- ar 1938 og lxefir verið það til Jxessa dags.“ „Og heimili ykkar í Berlín varð að lslendinganýlendu.“ „Já, það komu margir ís- lendingar til okkar, bæði þeir, sem dvöldu við nám í Berlín og eins þeir, sem áttu þar leið um. Við reyndum ævin- lcga að ná til okkar eins mörgum Islendingum og við gátum. Við fengum mörg ís- íenzk blöð að staðaldri og lét- um þau liggja frammi á bið- stofunni okkar. Þangað komu Smsir Islendingar til að lesa Jjlöðin, alltaf þegar vitað var iim fcrðir héðan.“ oft "'i fjölmennt „Var ekki bjá ykkur?“ „Stundum. Við héldum upp á 1000 ára afmæli Al- þingis í sumarbústað okkar utan við Berlín, og þá var fjölmennt hjá okkur. Stórir hópar íslendinga komu til okkar 1929, þegar glímu- flokkur Ai'manns ferðaðist um Þýzkalánd og 1936, þegar Olympiufararnir heimsóttu okkur. Auk þess voru séi’stak- ir lálendingadagar hjá okkur á jólaföstunni, gamlárskvöldi og einhverntima að sumr- inu.“ „Fenguð þið nokkurntima islenzkan mat?“ „Oft. Við höfðum skyr mjög oft, líka harðfisk og liangikjöt. En yið úrðum allt- af að gæta vel að hai’ðfiskin- um í hver skipti sem við fengum nýjar þjónustustúlk- ur. ’ Þeim geðjaðist ekki að harðfiskinuni, kölluðu ‘bann „timbur með grútax3ykí“ og bentu honum í öskutunnuna án frekari umsvifa,;,ef ekki voru gerðar sérstakar ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir það. Ánnars vöndum við þjón- ustustúlkui-nar á að taka á móti Islendingum í fjarveru okkar hjónanna. Ef þær sáu fcimna menn, sem konm sér ekki til þess að tala þýzku, drifu þær þá inn, gáfu þeim kaffi og létu þá bíða þangað til við hjónin komum heim. Einu sinni þegar við komum heim sat ungur, hávaxinn og Ijóshærður maður viðborðið í borðstolunni og sötraði 1 sig kaffi. „Kann ekki stakt orð i Jiýzku þcssi Islendingur,“ sagði vinnukonan. En þegar við fórum að tala við „Is- lcndinginn“, kom það upp úr kafinu, að hann kunni elcki srakt orð í íslenzku, heldur var þetta þýzkur betlari, sem talaði annarlega mállýzku. En þjónustustúlkan, sem skildi ekki mál mannsins, taldi víst að þetla væri Is- lendingur, dreif hann inn, gaf honum kaffi og harðbannaði honum að fara fyrr en við kæmum heim.“ „En livað segið þér svo um síðustu för ykkar til Is- Iands?“ „Tihlrögin til hennar voru önnur en við ætluðumst til,“ sagði dr. Kroner. „Það var ekki svo að skilja, að ég var farinn að búast við liinu versta, eftir hinum ofstækis- fullu ofsóknum nazistanna gegn Gyðingúm að dæma. En eg var þátttakandi í fyrri heimsstyrjöldinni, og af þeim ástæðum hafði eg fyrirheit um ]iað frá stjórnarvöldiun nazista, að eg liéldi stöðu minni áfram. Við hjónin trúðum samt ekki meira en svo á þessi gefnu loforð og þessvcgna ánöfnuðum við ís- lenzkum námsmönnum í Berlín vissa úpphæð lil stofn- unar stvrktarsjóðs þeim til handa. Þetta var einskonar „erfðaskrá“ okkar hjóna, en þessi sjóður varð aldrei stofn- aður, því að nazistar hirtu eignir okkar eins og þær lögðu sig. Svo rann hin örlagaríka stund upp, þegar Herr von Ratli var myrtur í París 1938. Það var útlendur Gyðingur, sem drap hann, en samt sem áður varð það til ]iess, að ijöldahandtökur fóru íram.á Gyðingum í Þýzkalandi. 1 Bei’lin einni voru 5000 Gyð- ingár handteknir og varpað í fangahúðir, sein einskonar gisl,um og um leið voru þeir krafðir um einn milljarð rík- ismárka i einskonar „sára- bætur“ fyrir þctta Parísar- morð. Við vitúm að margir af þessum Gyðingum hafa dá- ið í fangabúðunum, og eg tel að Islendingar hafi bjargað lífi míiiu, er þeir leyfðu okk- ur hjónunum landvist hér á landi. Eini möguleikinn til þcss að komast úr fangabúð- nnum var að fá einhvcrsstað- ar landvistarleyfi, en það varð að l'ást þegar í stað. Konan mín sendi skeyti til Is- lands og bað um leyfi fyrir okkur hjónin og son okkar að flytjast hingað. Leyfið iékkst innan hálfs annars sól- arhrings og minnist eg ekki að liafa orðið í ánnaii stað fcgnari.“ „Fenguð þið að liafa nokk- uð meðferðis?“ „Það mátti iivert okkar hafa 10 mörk með sér, þó með harðneskju að Kurt son- ur okkar fengi að liafa nema 5 mörk, vegna þess hvað liann var ungur. Svo fengúrn við að hafa það nanðsynleg- asia með okkur af fa ..iaði. en annað ekki. Við höfum ekk- crt fengið né frétt af eignum Kroners-hjónin og Kurt sonur þeirra. okkar og höfum orðið að bjargast við þessi íitlu efni þau sex ár, sem við höfum dvalið á lslandi.“ „Hefir það ekki gengið erfiðlega?“ „Læt eg allt vera. Fólkið var séi’staklega gotl og hjálp- saint við okkur, fyllii búrið okkar aí mat og gerði allt scm það mcgnaði i vináttu- skyni við okkur. Eflir hcr- námið fór eg í svokallaða „Bretávinnu“, en það var Iiálf erilssamt, vegna þess að þá áttum við heima úli á Sel- tjarnarnesi, en eg vurð að ganga á hverjum morgni í bæinn, vegna þess að vinnan iiófst áður cn strætisvagnar byrjuðu að ganga. Mér var einnig boðið að skipulcggja og skrásetja bókasöfn lækna- deildar Háskólans og Rann- sóknarstofu Háskólans.“ „En stunduðuð þér ekki einnig læknastörf ?“ „Aivinnuréttindi fvlgdu ckki dvalarleyfinu og eg hafði ekki neina löngun til að vanþakka liina miklu gest- nsni, sem mér var sýnd. Eg var að vísu þráfaldlega beð- inn að vitja sjúklinga, en eg neitaði því æfinlega, nema cftir beiðni læknis. Ilinsveg- ar iekk eg í rnína eigin þágu að skoða og kynna mér ýms erfið sjúkdómstilfelli á tauga. veikluðu fólki á Landsspítal- anum. 1 vetur fékk eg svo iækningaleyfi samkvæmt sér- stakri lagasamþykkt Aljiing- is, og síðan hefi eg ekki séð framúr því, sem eg liefi þurft að gera.“ „Og konan yðar?“ ,Vann fyrst fyrir sér með vefnaði, en nú síðustú árin hcl’ir hún kennt þýzku við Háskóla Islands. Ilefir einnig kennt þýzku í einkatímum.“ ,Og nú eruð þið á förum. ,Já, vestur til St. Louis í BandáWkiunum. Þar á eg lrændfólk, scm hefir sótt um dvalarleyfi fyrir ‘ okkur. Eg var kominn á biðlista þcg- ar við kornurn hiiigað til landsins 1938, en það var fyrst í vetur, að leyl'ið fékkst •endanlega. Okkur hjónunum hefir dottið i hua hvort við gætum ekki setzt að í Seattíe, því þar dvelja maruir Islending- ar 0« við viljiun helzt vera innan um Ká.“ „Haldið ' ér að þið saknið íslands?“ „Alvcg tvímælalaust. Við íiöfum strengt Jiess lieit, að koma hingað al'tur, lielzt oft og mörgum sinnum, því að ’við getum aldrei gleymt í hve mikilli þakkarskuld við stöndum við ]iesa þjóð. Við erinn samgróin þessari ís- Jenzku jörð og söknum þess að fara, — en þess ber að geta, að dvalarleyfi okkar liér lékst aðeins til þess tíma, er við mættum korna til Amer- iku. Og nú er það l'cngið. En við minnumst íslands þrátt fyrir allt á margan hátt. Eitt herbergíð á heimili okk- ar verður hclgað Islandi. Konan mín liefir unnið í það úr handsþunninni ull — að nokkru leyti úr hagalögðum — gólfteppi, gluggatjöld, dyrátjöld, veggteppi, liús- gagnaábreiður o. s. frv. Þetta er allt unnið úr íslenzkum lit- iim. Svo höfum við rokk og ullarkamba meðferðis.og ým- isiegt fleira, scm minnir á Is- land. M, a. eigum við „Is- lendingabók H“, það eru nöfn og rithandir þeirra Islend- inga, sem heimsótt hafa okk- ur hjónin bæði hér heima og crlendis — aðallega erlendis. — En nú er nóg komið, við Þriðjudaginn 15,.maí 1945 getum orðið að fara á hverri stundú úr þessu og þurfum að fara að taka saman pjönk- ur okkar. Skilið þér svo kveðju okkar til allra íslend- inga, þessarar indælu þjóðar, sem liefir reynzt okkur svo fádæma vel.“ Smásagnasafn: Mw.t-.-a-------*^rw>r r „Á ég að segja þer sogu. Á eg’ að segja þér sögu? Smásögur. Bókaútgáf- an Norðri h.f. Þetta er safn smásagna eft- ir ýmsa fræga höfunda. Má geta Somerset Maughams, sem mun einna kunnastur höfundanna, sem ciga sögur í bókinni. Hala sögur hans og kvikmyndir eftir þeim náð mikilli hylli hér á landi og það að makleikum. Hér á landi hafa ekki ver- ið gefin út smásagnasöfn, síðan „Sögur frá ýmsum löndum“ komu út hér á árun- um. Síðan liafa bókaútgef- endur hneigzt meira að því, að gefa út skáldsögur eða ævisögur, sem fyllt háfa heila bók, stóra eða litla. Þessi bók kemur því i góðar þarfir að Jiessu leyti og er óhætt að scgja, að val sagnanna í bók- ina hafi tekizt vcl. STÚLKA óskast. Heitt & Kalt. Nýkomið: Einhólfa olíuvélar. Stálull. Verzl. Ingólfur, Hringbraut 38. Sími 3247. Brandur Brynjólfsson lögfræðingur Bankastræti 7 Viðtalstimi kl. 1.30—3.30. Sími 5743 Kaupum allar bækur, hvort heldur eru lieil söfn eða eiiistakar bækur. Einnig timarit og blöð. Bókaverzlun Guðm. Gamalíelssonar Lækjargötu 6. Sími 3263. d3jami (jud dá. mundíion, löggiltur skjalaþýðari (enska). Suðurgötu 16. Sími 5828. Heima kl. 6—7 e. h.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.