Vísir - 23.05.1945, Side 4

Vísir - 23.05.1945, Side 4
4 VISIR Miðvikudagmn 23. maí 1945 VÍSIR DAGBLAÐ tltgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Aínám styrjaldanáð- stafana. VJfér á landi haí'a niargvíslegar ráðstafanir verið gerðar vegna ófriðarástandsins. Nú, þegar stríðinu er lokið í Norðurálfu, og þjóð- irnar reyna smátt og smátt að taka upp fyrri lifnaðarhætli og viðskipti, ættum við að und- irbúa það nú þegar, að afnema styrjaldar- ráðstafanirnar svo fljótt sem þess er kostur. Að vísu er ekki við þvi að búast, að öllu sé liægt að létta af í einu. Fer það mikið cftir því, hversu fljótt aðrar þjóðir taka upp sína yenjulegc friðarstarfsemi og kippa burt hömlunam. Skeytaeftirlit er nú að hv'c.rfa og er það vel farið. Væntanlega verður nú fljótlega hægt að nota símnefni til útlanda og senda skeyti á venjulegu viðskipíadul- máli. Ennfremur er þess vænzt, að hægt verði hráðlega að opna aftur talsamband við útlönd. Skömmtun liefir verið liér á ýmsum vör- um öll stríðsárin. Sú stofnun, sem liefir um þau mál íjallað, þarf að hverfa sem fyrst. Að vísu getur hugsazt, að skammta verði nokkrar kornvörutegundir næstu tvö missiri vegna skorts á þeim vörum i heiminum. En aðrar vörur, svo sem kaffi, ætti ekki að þurfa að skammta meðan nóg er til af því á heimsmarkaðinum. Skömmtun á hjólhörð- um og gúmmíslígvélum ætli að vera hægt að afnema áður en langt uin líður. Mestar hömlur hefir stríðsástandið sett á ■verzlunina. Þessum hömlum þarf að kippa burtu, því að þær eru skaðlegar fyrir Iieil- brigð viðskipli. Athugun á þessu þarf að befja nú þegar. Takmarkið á að vera að gera verzlunina frjálsa og láta viðskiptin ná jafn- vægi án hafta og opinberrar þvingunar. Heil- brigð saniképpni í vöruverði og vörugæðum Verður að hefjast á ný. Það er óheilhrigt að verzlunin hafi hag af því að lcaupa dýrar vpr- ur eins og nú á sér slað í mörgum greinum. Yerðlagseftiflitinu verður að hrevta, gera það íáhrotnara, minnka skrifstofubáknið og fækka starfsliði þangað til hægt verður að afnema stofnunina. — Ef einhverjum verð- lagsráðstöfunum þarf að lialda í gildi um sinn, mætti vel láta viðskiptamálaráðuneyt- ið sjá um framkvæmdina. Innkaupadeild viðskiptaráðs ætti að af- nema nú þegar. Hún er óþörf. Ileyrst hefir að kommúnistar vilji halda henni, lil þess að jgét notað hana til undirbúnings landsverzlun. Yi- því að fyrrverandi stjórn tókst að halda niðri landsverzlunardraugnum þegar verst sióð með opinhera íhlutun á viðskiptum í lAmeríku, ætti nú að vera hægt að forðast slíka ifirru. Höft og hömlur er venjulega auðveldara á íað koma en af að laka. Þeim, sem um þessi niál fjalla, finnst oft erfitt að taka ákvarðan- 5r um að leysa upp hömlurnar af ótta við það, að allt keyri um þverbak ef einstaklingun- xim er veilt aukið athafnafrelsi. En það er fcínmitt það sem nú verður að stefna að. Verzl- únin verður að ná jafnvægi með því að gefa einstaklingunum frelsi til athafna innan skynsamlegra takmarka. Ilræðslan við ein- SÍaklingsfrelsið verður að hverfa — og hin ppinbera skriffinnska líka. Söngskemmtun Önnu Þórhallsdóftuí. Hún söng í Gamla Bió 2. hvítasunnudag, en félck minni aðsókn en liún átti skilið og mun veðurhlíðan hafa valdið. Hún er orðiij kunn fyrir útvarpssöng sinn. Er liún sjrstir Daníels Þór- liallssonar tenórsöngvara, sem er í röð heztu söng'- manna okkar i hópi þeirra, sem ekki hafa gert listina að ævistarfi sínu. Ungfrúin lief- ir sópranrödd, sem er þýð á veikum tónum. Er röddin hlýðin og' viðfelldin. Hún hélt sig við það svið, sem Ijóðsöngvurum er sérstak- lega afmarkað. Þótt söngur hennar komi ekki fram í slórbrotinni mynd, þá er hann innilegur og sannur. Hún lifir sig vel inn i lögin og leggur sig fram að skila þeim á sem fullkomnastan liátt. Með öðrum orðum: söngur hennar er persónu- legur og þess vegna er hragð að honum. Undirleik annaðist frú Guð- riður Guðmundsdóttir og gerði það með prvði. fí. A. Mandólínhl jómsveit Reykjavíkur. Iiljómsveitin hélt þrjá hljómleika nýlega í Tjarn- arhíó við góða aðsókn og á- gætar viðtökur. Er þetta 16 manna sveit og eru liíjóð- færin mandólín, gítarar, mandóla eða mandóra og bass-mandóla. Hljóðfæra- leikararnir eru allir nem- endur Sigurðar Briem, sem er kunnáttumaður á þessi hljóðfæri og sagður ágætur kennari. Uppskar hann nú ávöxt iðju sinnar með. því að hlýða á samleik nemenda sinna og sjá svo góðan á- rangur, að liann mótti vel við una. Mandólín og gítarinn eru gömul hljóðfæri, sem oft er getið í kveðskap. Ástaróður- inn, sem Don Juan syngur í óperunni frægu eftir Mozart er með mandólínundirleik. Einnig er til frægur ástar- söngur eftir Gretry fyrir þetta hljóðfæri og Beethov- en hefir einnig samið lag fyr- ir ])að, sennilega fyrir Krumpholz vin sinn, sem var snillingur á mandólín. Berliosz og Paganini voru snillingar á gitara og ritaði sá siðarnefndi lög fyrir þetla liljóðfæri. En eftirtektarvert er ]>að, að s])ánski tónsnill- ingurinn Faíla hefir samið alvarlegt og djúpt gítarverk, sem nefnist „Við g'röf Claude Debussy“. En svo eg víki aftur að þessum hljómleikum, þá voru leikin nær eingöngu lög, sem leljast til „salontón- Iistar“, þ. e. a. segja, lög sem ekki rista djúpt, en fólk- inu þykir samt að góð skemmtun. Voru þessi lög leikin hreinlega og með góð- Lögieglan íæi B íll B ffS|eep -mla. Bæjarráð hefir samþykkt að Iögreglan í Reykjavík selji ein.n af bílum sínum. Er hér um að ræða R- 2004, sex manna hifreið, sem lögreglan liefir átt um nokk- urt skeið. Fyrir andvirði þessarrar hifreiðar er ætlun- in að kaupa 2 „jeep“-bíla. um samtökum, en ekki gætti samt mikilla tilþrifa í með- ferðinni. Meiri músíkalskur árangur náðist hjá kvartett- inum, sem lék þrjú lög. — Stjórnandi liljómsveitar- innar er Haraldur Iv. Guð- mundsson og reyndist hann samvizkusamur og nákvæm- ur, hvað meðferðina snerti. fí. A. tsL ImattspyRittdóm- ttmm boðin þátttaka s alþjéðasambandi knattspymudómara^ Aðalfuridur Knattspyrnu- dómarafélags Reykjavíkur var haldinn 11. maí s. 1. Á fundinum var kjörinn ný stjórn og ýms mál samþykkt. Hin nýja stjórn, sem kjör- inn var er skipuð þessum mönnum: Formaður er Gunnar Akselsson og með- stjórnendur þeir Þráinn Sig- urðsson, Guðmundur Sig- urðsson, Hrólfur Benedikts- son og Sigurjón Jónsson. Várasfjórn var kjörin, og er liún skipuð Jóhannesi Berg- sveinssyni og Þórði Pálssyni. Þá var samþykkt að knatt- spyrnudómarar væru i sér- stökum búningi er þeir dæmdu leiki. Búningurinn var ákveðinn svartur jakki með merki félagsins og svart- ar stuttbuxur. Þá lá fyrir fundinum hréf frá Alþjóða- sambándi knattspyrnudóm- ara, og var félaginu hoðin þátttaka i því. Stofnfundur er ákveðinn í apríl 1946. Fund- urinn samþykkti að taka hoð- inu, og í haust mun verða á- kveðið, hvort eigi að senda mann á fundinn. Minnlngarorð. Pétur Sigurðsson, sem fórst með línuveiðaranum Fjölni, var aðeins 27 ára. Faðir hans var meðal þcirra, er fórust á Péturseynni fyrir fjórum árum. Var Pétur eizti sonurinn og styrkti heimili móður og yngri syst- kiná, eftir að faðir þeirra dó. Hann var vel til móður sinn- ar og styrkur í raunum henn- ar, því Pétur var einstaklega viðkvæmur unglingur og fann til með þeim, sem bágt áttu. En harih var dulur hversdagslega og kom hans iimri maður fyrst í ljós, þeg- ar hann sá einhvern sem bágt átíi. — Pétur var dágóður rímari og hefir sjálfsagt sótt skáldgáfu til Sighvatar Grímssonar fræðimanns, sem var langafi hans. Hann þótti ágætur verk- maður við hvaða vinnu sem var, en þó sérstaklega smíð- ar. Þar var hann jafningi margra faglærðra, þó aldrei hefði liann iðkað það fag eða numið. Við stöndum jafnan og horfum út í rúmið og sjáum að þar hefir stórt skarð verið höggvið þá góður drengur hverfur. En sæti hins farna verður jafnan autt. Pétur var góður unglingur og þeir, sem góðir eru, munu fá hlýjar móttökur í öðrum heimi. — Ileima situr sorgmædd móð- ir og systkini og bíða unga farmannsins, sem glaður og sæll gekk að heiman. En þau hafa fengið í stað hans sorg- arfregn. Leiðin lá lieim til æðri heima, en ekki til æsku- heimilisins. Far vel vinur og frændi. Þökk fyrir vinskap þinn og hlýjar endurminn- ingar, scm aldrei fyrnast. J. A. Fimm ára Innfæddur og vel nietinn Reykvík- afmæli. ingur á fimni ára afmæli um þess- ar mundir og heldur það hátíðlegt á laugardaginn. Það er nú yfirleitt ekki v.enja, að geta um slíka unglinga, þótt þeir eigi af- mæli, en að þessu sinni skal þó þeirri venju hrugðið, því að afmælisbarnið er sómafélagið Reykvíkingafélagið. Það er ungt að árum enn, en félagsmenn bæia það upp og vel það, með þvi að þeir verða að vera — að þvi er -mig minnir — hvorki meira né minna en fertugir, til að fá að ganga í þáð. Svo að þótt félagið sé enn á barnsaldri, hefir það frá upphafi bor- ið á sér virðuleik fullofðinsáranna. * Gamlir kunn- Eg er nú sjálfur mun yngri en ingjar hittast. Reykvíkingafélagið, en þekki þó marga af meðlimum félagsins, og ef dæma má af þvi, sem þeir segja, þá finnst þeim Reykvíkingafélagið eitthvað bezta félag, sem stofnað hefir verið. Því að það er oft eini vettvangurinn, sem gamlir Reykvíkingar hafa til að hitta gamla lcunningja, „strákana" og ,stelpurnar“ sem sátu með þeim á skólabekkj- unum í gamla daga, áður en lciðir skildu, er skyldur lífsins kölluðu með meiri alvöru en áð- ur fyrr. Og þá er márgs að minnast, margra skemmtilegra endurminninga frá liðnum tímurn. Héraðafélög. Eg veit ekki, hversu mörg þau eru orðin, héraðafélögin hér i bænum, sem sprottið hafa upp á síðustu árum. Mcrgum þykir nóg um, en eg held, að þau eigi menningarhlutverki að gegna að mörgu leyti, og líklega mundi ekki vera byrjað að semja hin- ar mörgu héraðalýsingar, sem nú eru i undir- búningi, ef þessi félög væri ekki til. Þar verð- ur margvíslegan fróðleik að finna, sem ella hefði varla:"\’erið færður í letur. Og stofnun héraðasafna er viða dugnaði þessara félaga ein- um að þakka. Með starfi sinu munu þau varð- veita frá glötun margvísleg menningarvcrðmæti. * Dýr maíiir. Kunningi minn, sem brá sér út úr bænum á hvítasunnudag, hefir beð- ið mig að koma eftirfarandi fyrirspurn áleiðis: ,.Er leyfilegt að selja máltíð, sem er aðeins heit- ur réttur, mjólkurglas, „kalt borð“ og kaffi, fyr- ir kr. 17.50? Þetta vorum við fjórir kunningj- ar Iátnir greiða, er við borðuðum hádegisverð á tiltölulega nýjum veitingastað. fyrir austan fjalt á hvitasunnudag.“ Mér þykir verðið svo hátt, að eg geri ráð fyrir því, að verðlagsstjóri mundi ckki fást til að samþykkja það, þvi að fyrir þetta verð er hægt að fá miklu veglegri máltíð hér i Reykjavík. * Tvær sögur. Eg fékk i gær þetta bréf frá „Tveimur systrum“: „Við viljum þakka þér, Vísir, fyrir „laugardagssöguna" þína. Okkur finnst það ágællega til fundið, að koma með svona smásögur um helgar. Að visu var þessi um striðið, en við treystum því, að þær verði það ekki framvegis. Getum við ekki feilg- ið ástarsögur? Svo viljum við líka þakka þér fyrir hina greinagóðu sögu um striðið, sem birt hefir verið við og við undanfarið. Hún segir frá gangi þess á allt annan hátt en gert er i fregnum, svo að þótt okkur þyki ekki stríðs- fréttir neinn skemmtilestur, þá er hægt að lesa stríðssöguna rélt eins og lcafla úr mannkyns- sögunni.“ * Áste.rsögur. Jú, sysfur góðar, þið skuluð áreið- anlega fá ástarsögur við og við frani- vegis og yfirleitt verður reynt að hafa efni þessara sagna eins fjölbreytt og unnt er. Ekki er ósennilegt, að laugardagssagan verði einhvern timann eftir innlendan höfund, því að ekki er rétl að setja skáldin okkar alveg hjá. Okkur þæfli yfirleitt vænt um að fólk léti okkur vita sem mest um það, hvað það langar til að lesa, og þá skal ekki standa á okkur að uþpfylla þær kröfur eftir því, sem hægt er. * Skeiðvöllurinn. Loks er svo þetta bréf frá „Hestvini": „Vill Bergmál koma því á framfæri fyrir mig, hvort ekki sé hægt að fá betf’i stað undir skerðvöll? Eg 'á við það, hvort ekki sé hægt að hafa hann nær bænum, svo að hægara sé að komast þangað? Hvernig væri að liafa hann í sambandi við íþróttasvæðið í Laugadalnum?“ Eg skal eklci segja, hýernig þcssari uppástungu verður tek- ið og liklega hafa bæði Fákur og íþróttafélögin sitt hvað út á hana að selja. Orðið er laust fyr- ir þá, sem vilja leggja eitthvað til málanna.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.