Vísir - 30.05.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 30.05.1945, Blaðsíða 3
MiS-vikudagipn 30. mai 1945 VISIR 40 flugvellir og 5 flughafnir á íslandi. Hafnar framkvæmdir að ýmsum flugvöllum og dráttarbrautum flugvalla hér á landi. ViStal við Erling Ellingsen flugmálastjóra. Plugmálastjóri ríkisins, Erling Ellingsen, hefur tjáð Vísi, að nú sé verið að ljúka við uppdrátt að dráttarbraut fyrir Catalina flugbátinn og aðrar sjóvél- ar, sem lenda við Reykja- vík. Enn fremur er verið að leggja síðustu hönd á uppdrætti að dráttarbraut á fsafirði og flugvelli í Vest- mannaeyjum. Nýlega hefir flugmála- stjóri farið til ísafjarðar, Ak- ureyrar, Hornafjarðar og Fagurhólsmýrar og skoðað aðstöðu til flugvallagerðar á l).essum stöðum. Seinna í vor óg sumar mun hann svo fara víðsvegar um landið og skoða staði, sem til greina koma iyrir flugvelli. Á Akureýri er um þessar mundir verið að athuga livort ekki verði fundinn hetri og liagkvæmari staður fyrir flugvöll, en þar sem hann er nú. Vinnur flugmálastjóri að ]jessu í samráði við Flugfé- lagið og hæjaryfirvöldin á Akureyri. Á Fagurhólsmýri og í Vestmannaeyjum verður væntanlega unnið að flugvall- argerð í sumar svo, og að •dráttarbrautunum á fsafirði og hér. í lögum fra Alþingi í vetur er gert ráð fyrir flugvöllum og lendingarstöðum fyrir flugvélar á eftirtöldum stöð- um: 1 1. flokki: í Reykjavík, á Reykjanesi. í 2. flokki: 1 Eyjafirði, hjá Egilsstöð- nin á Völlum, á Melatanga i Hornafirði. í 3. flokki: í Borgarfirði, hjá Söndum í Miðfirði, hjá Blönduósi, hjá Sauðárkróki, í Vestmanna- eyjum, nálægt Siglufirði, hjá Flúsavík, hjá Kópaskeri. 1 4. flokki: A Akranesi, Snæfellsnesi, Ivamhsnesi við Búðardal í Dalasýslu, í Austur-Barða- sti’andarsýslu, Veslur-Barða- strandarsýslu, önundarfirði, á Melgraseyri við fsafjarðar- djúp, hjá Hólmavik, Rauf- arhöfn, Þórshöfn, í Vopna- firði, Borgarfirði eystra, við Seýðisfjörð, hjá Búðum í Fáskrúðsfirði, í Neskaupstað, lijá Djúpavogi, í Breiðdals- vik, Suðursveit, hjá Fagur- liólsmýri, á Síðu, við Mýr- dalssand að austan, i Mýrdal, á Skógasandi, í Landeyjum, á Rangárvöllum, í Árnessýslu (efra og neðra). Flugvélaskýli og dráttar- brautir fyrir sjóflugvé'ar skulu verá: í Reykjavik, ísafjarðar- kaupstað, á Akureyri, Aust- fjörðum, Vestfjörðum. Með lögum nr. 24 12/2 ’45, er gert ráð fyrir að flugvellir til almenningsnota verði eign ríkisins, enda kostaðir af því að öllu leyti, um gerð, rekstur og viðliald. Samkvæmt sömu Iögum er embælti flugmála- stjóra stofnað. Verkefni þessarar stofnun- ar er meðal annars að semja um kaup á lóðum og lóðarétt- indUm til fýrirhugaðra flugr valla, en ef ekki semst um, ev heimild í sömu lögum í 8.—ý 11. gr. er heimilar að taka eignarnámi eftir mati lönd lóðarréttindi og mannvirki ef með þarf fyrir flugvelli. Lögin gera ráð fyrir 40 flugvöllum ög 5 flughöfnum fyrir sjóflugvélar um land allt. Af þessum flugvöll- um eru tveir'þegar fullgerðir, og auk þess 4 flugvéllir í not- hæfu standi án þess þó að vera komnir í fullkomið lagl- Búið er að mæla fyrir fáf einum hinna 34 flugval’a er eftir eru. Sumum liinna er búið að finria stað í stórum dráttum, eritum flesta gildir þó að enn eii eftir að ákveða hvar í hinunt einstöku héruð- um þeim veifður valinn bezt- ur staður. Ilvað flughafnirnar snert- ir er yfirleitt eftir að mæla og gera kostnaðaráætlanir um þær. *Verksvið stofnunarinnar er ennfremur að ákveða, með hliðsjón af óskum og þörf- um hinna einstöku liéraða og samgönguþörf landsmanna yfirleitt, flugvallastæði skv. lögum þessum, ákveða um stærð þeirra og gerð, láta fara fram mælirigar og kostnað- aráætlanir er síðan verða lagðar fyrir stjórn og þing. í Reykjavik liefir flugmála- stjóri látið mæla fyrir drátt- arbraut, og búið er að gera ráðstafanir til að mælt verði fyrir flugvelli í Vestmanna- eyj um á stað sem flugmála- stjóri hefir athugað. Ennfremur verður það verkefni stofnunarinnar að sjá um viðhald, endurbætur og vörzlu íslenzku flugvall- anna, og starfrækslu liinna stærri. Stofnunin , hefir eftirlit með því að íslenzkar flugvél- ar fullnægi alþjóða öryggis- kröfum um flugferðir og að fullnægt sé kröfum um vá- tryggingar þeirra. Sömuleið- is liefir stofnunin eftirlit með þvi að starfandi flug- menn og flugnemar fullnægi- alþjóða skilyrðum til þess að öðlast skirteini. Til stofnunarinnar hafa þegar leitað margir ungir menn er ætla að hef ja nám i ýmsum greinum fhigsins, svo og ýmsir nánismenn er er- lendis dvelja við náni varð- andi flug en hafa hug á við- tækara námi. Stofnunin lelur það verksvið sitt að leið- beira þeim er leggja vilja út á þær brautir, jjannig að sem fyllst not megi verða af þeim fyrir þjóðfélagið. í þessu samhandi er verið að koma upp spjaldskrám um alla þá sem stundað hafa eða stunda nám viðkomandi flugi. Stofnunin hefir í undirhún- ingi drög að reglugerðum um allt er að flugi lýtur, svo sem almennar loftferða- reglur, flugvélar, flugmenn, vélamenn, flugnám, afnot og rekstur flugvaíla o. s. frv. Á fjárlögum fyrir árið 1945 voru veittar 700.000 kr. til flugmála almennt, þar af 300.000 kr. til flugvallagerð- ar í Vestmannaeyjum, og 100.000 kr. til byggingar dráttarbrautar og flugskýlis fyrir sjóflugvélar á ísafirði. Hafmn er undirbúningur til mælinga fyrir flugvelli í Vestmannaeyjum eins og tek- ið er fram hér að framan. Liggur þá næst fyrir að niæla og gera kostnaðaráætlun um dráttarbrautina og flugskýlið á ísafirði. Orkuver fyrir Vest- lirði við Dyxijanda. Frá fréttaritara Vísis. ísafirði, í gær. Á fulltrúafundi níu sveitar- félaga um j-aforkumál Vest- fjarða, sem haldinn var hér síðasliðinn laugardag og sunnudag, var samþvkkt að halda fram undirbúnings- framkvæmdum að virkjun Dynjanda og Mjólkuránna í Arnarfirði með þvi mark- miði að þar verði reist örku- ver fyrir flest byggðalög á Vestfjörðum. Arngrímur. Mvndin hér að ofan er tekin, þegar Meeks-flugvöllui-inn á Revkjanesi var vigður. Hann er einn stærsti flugvöllur heims. Þátttaka í síldveið- ■ ■ r r Byggt yfir sóknar- prest Hallgríms- safnaðar. Dóms- og kirkjumálaráðu- neytið hefir nýlega farið þess á leit við bæjarráð Reykja- víkur, að úthlutað verði láð undir annað íbúðarhús fyrir prest í Hallgrímssókn. Ilafði Reykjavikurbær áð- ur úthlutað lóð undir íbúðar- hús fvrir prest í Hallgríms- sókn, en varð seinna að taka lóðina til eigin afnota. Nú hefir bærinn orðið við beiðni kirkjumálaráðuneytisins og úthlutað nýrri lóð við Auðar- stræti í þessu skyni. Er þeg- ar búið að grafa fyrir grunni hússins og bygging þess hafin. Oislit 3. fl. móisins annað kvöld. Knattspyrnumót 3. flokks hélt áfram í gærkveldi. Þá gerðu K. R. og Valur jafn- tefli 2:2,.en Fram vann Vík- ing með 5:1. Stig félaganna standa nú þannig að Fram liefir flest stig 4, K. R. 3 stig, Valur 1 Um 6000 femplara? á Suðurlandi. Mótmæli gcgn stofnun nýrrar áfengisbúðar í Reykjavík. Vorþing Umdæmisstúk- unnar nr. í var háð hér í Reykjavík dagana 26. og 27. maí. Sátu það 111 fulltrúar úr Suðurlandsumdæminu, og voru þeir frá 2 þingstúkum, 1(5 undirstúkum og 5 ung- lingastúkum. , . / t Samkvæmt skýrslu um- dæmistemplars hefir félög- um í undirstúkum í umdæm- inu fjölgað um 500 á árinu sem leið, en alls munu nú vera um 6000 Templarar í Suðurlands-umdæminu. Tvær riýjár undirstúkur voru stofnaðar á árinu. önn- ur að Selfossi, hin í Hvera- gerði, og hafa þær slöðugt verið að auka félagatölu sína. Auk þess var stofnuð þingstúka fyrir Rangárþing. Af samþykktum þingsins má geta um þetta: 1. Áskorun til bæjarstjórn- ar Revkjavíkur, um að rannsaka hver áhrif, menningarleg og fjár- hagsleg, áfengisútsalan hefir á bæjarfélagið. 2. Áskorun til ríkisstjórnar- inar um að láta lögin um héraðahönn koma til framkyæmda nú þegar. 3. Mótmæli gegn stofnun nýrrar áfengisbúðar í Reykjavík. Framkvæmdanefnd Um- dæmisstúkunnar var að mestu endurkosin, og skipa hana nú: Jón Gunnlaugs- son stjórnarráðsfulltrúi, um- dæmistemplar. Þorsteinn Þorsteinsson kaupm. Sigríð- ur Halldórsdóllir frú. Þor- sleinn Sveinsson héraðs- dómslögm. Ingimar Jónsson skólastjóri. Kristinn Magn- ússon málarameistari. Guð- jón Magnússon málarameist-1 ari. Jón Hafliðason fulltrúi.l Krislin L. Sigurðardóttir frú, Pétur Zoijhoníasson ættfræð-1 ingur. Guðgeir Jónsson bók- bandsmeistari. um meiri i ar en 1S44. Þá vora nætarnar 126, nú allt að 140. Sennilegt er, að þátttaka í síldveiðunum í sumar verði heldur meiri en í fyrrasumai’. 1 fyrra voru veiðarnar stundaðar með samtals 126 nótum, en samkvæmt því er Sveinn Benediktsson, form. stjói’nar Síldarverksmiðj- anna, telur, mun þeim að öll- um líkindum fjölga um 10— 15 í sumar. Erfiðlega horfir eins og nú stendur um að fá kol og síld- armjölspoka, og verður ekki um það sagt að sinni, hvern- ig það mun takast, en von- andi rætist þó úr því, enda er unnið sleitulaust að lausn þess vandamáls. Síldarverðið hefir ekki ver- ið ákveðið ennþá. j Brezki flotinn þakkar íslendingum. Brezki sendiherrann í Reykjavík hefir fyrir hönd yfirmanns hrezka flotans við ísland borið fram þakkir til Einars Jónssonar, Raufar- liöfn, Helga Kristjánssonar og Kristins Kristjánssonar i Leirhöfn á Sléttu, Intlriða Einarssonar skipstjóra og Jóns Guðlaugssonar læknis fyrir aðstoð við handtöku þýzkra flugmanna. Tók Helgi vopn Þjóðverj- anna frá þeim, Kristinn skaut yfir þá skjólshúsi, hrepp- stjórinn gerði brezku flota- stöðinni aðvart, Indriði var að flytja lækninn lil Kópa- skers, en lagði lykkju á leið sír.a til Leirhafnar til að flytja þangað sjóliða. Lækn- irinn fór þangað einnig, ef aðstoðar hans kynni að vera þörf. (Frá rikisstjórninrii). Útgerðarfélag Akur- eyringa stofnað. Laugardagskvöldið var stofnað útgerðarfélag Akur- eyringa h.f. til skipakaupa og útgerðar. í bráðabirgða- stjórn voru kosnir Helgi Páls- son, Guðm. Guðmundsson, Jón E. Sigurðsson, Gunnar Larsen og Steingrímur Aðal- steinsson. Hlutafjársöfnun heldur áfram. Job. stig og Víkingur ekkert. Annað lcvöld fara síðustu leikir mótsins fram. Þá keppa fyrst Valur og Víking- ur, en síðan K. R. og Fram til úrslita. „Lokið hliðinu í Drottins nafni.” 1 síðasta Kirkjuriti er eft- irfarandi bréfkafli undir fyr- irsögninni „Dyggur þjónn“. „Mývetningar eru ekki trú- lausir, eins og þeim er boi’ið á brýn af mörgum. Þeir eru í eðli sínu mjög trúhneigðir. Til dæmis má benda á það, að á Mývatnshciði, hjá Más- vatni, er hlið á mæðiveiki- girðingu. Þegar hliðvörður- inn skreppur frá, þá festir hann spjald á liliðið, þar sem á stendur letrað: „Lokið hlið- inu í Drottins nafni. — Þor- geir.“ Það held eg að sé eins dæmi nú á tímum.“ Lúðrasveit Reykjavíkur, undir stjórn Alberts Klahn, leikur í Hljómskálagarðinum í kvöld kl. 9, ef veður leyfir. Við- fangsefni: Vínarljóð, mars eftir Schammel, Forleikur að óperunni Carmen eftir Bizct, Frægur menu- ett eftir Paderewsky, Tannhaus- er-mars eftir Richard Wagner, Militaire-Polonaise eftir Chopin, Syrpa úr óperettunni „Fuglasal- inn‘‘ eftir Zeller, Monte Christo, vals eflir Kotlar, Tveir islenzkir dansar eftir Jón Leifs, Aðmiráll Stosch, mars eftir Latann. — Breytingar á hljómleikaskránni geta átt sér stað.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.