Vísir - 14.06.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 14.06.1945, Blaðsíða 4
4 VISIR Fimmtudaginn 14. júní 1945 DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐADTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Flngierðir. pyrsta farþegaflugvélin, sem komið liefir frá Sviþjóð, lenti á Keflavíkurflugvellinum í gær, en með henni komu þrír opinberir sænskir erindrekar. Er þar með hafið flug milli þesasra tveggja landa og, um leið til Vesturlieims, samkvæmt samningum, sem um þetta hafa verið gerðir. Er hér um hinn merkilegasta viðburð að ræða, sem markar tímamöt i samgöngumálunum og rýfur um leið einangrun íslands frá umheiminum, sem oft hefir verið tilfinnanlega bagaleg. Verður fyrst um sinn farið í nokkur reýnzlu- ílug, aðallega hingað til lands, en siðar liefj- ast svo fastar flugferðir, er unnt er að hyggja á nokkurri reynzlu í þessum efnum. Það mun eT;ert launungarmál vera lengur að um land þetta hafa legið leiðir flugflota Bandaríkjanna, þahnig að feng'in er æðimik- il reynzla um flugleiðina milli Vesturheims og meginlands Evrópu. Er lítill vafi á að alíkar flugferðir leggjast ekki niður, enda er mmt að stunda flug á þessari leið að stað- aldri. Áfangarnir eru styztir á þessari leið milli álfanna, en þótt gera megi ráð fyrir að flogið verði einnig yfir Allantshaf sunn- anvert, verður að teljast vafalaust að norð- urleiðin þyki fyrir ýmsra hluta sakir hent- ugri og mun öruggari. Um þetta hefir all- mikið verið rætt á undanförnum árum, og skoðanir flugfróðra manna verið allskiptar, ■en reynzlan hefir skorið úr og sannað hein- línis, að þeir sem töldu norðurleiðina heppi- Jega, liafa liaft á réttu að standa. Þegar slík millilandaflug hefjast á friðar- fímum, er full ástæða til að gefa því gaum, og gott er einnig að athugað sé hvern þátl við getum átt í slíkum samgöngum. Eim- skipafélag íslands liefir tekið þá ákvörðun að taka flugvélar í þjónustu sína og hefir fc- Jagið því gerst stærsti hlutliafinn í Flugfé- Jagi íslands. Leikur ekki vafi á að félagið Jiefir farið hér rétla leið, og að það á eftir að vinna glæsilegt hlutverk einnig á þessu sviði. Flugsamgöngurnar þarf að efla svo sem verða má, en það verður aldrei gert nema með því aðeins að verulegt fjármagn sé lagt að mörkum, enda ætti fullkomin samvinna að verða upp tekin milli þeirra félaga, sem nú liafa flugstarfsémi með hönd- mn. Flug er orðið svo öruggt að óveruleg áhætta er því samfara, en nútíma tækni eyk- ur slöðugt á öryggið. Reynzlutíminn er að Jiaki, en þróunin mun enn verða mikil þótt mikið Iiafi áunnist. Við íslendingar verð- um að taka flugtæknina íþjónustu okkar og' gera allt, sem gert verður til þess að greiða fyrir örum samgöngum milli meginlanda Ameríku og Evrópu, livern þátt sem við jgetum átt að öðru leyti í lausn þessara máía. Þess er að vænla að hið opinbera sýni full- íin skilning á viðleitni Eimskipafélagsins og -amiarra þeirra aðila, sem beila sér fyrir Æiuknum flugsamgöngum í framtíðinni. Með- an verið er að efla slíka starfsemi, væri .eðlilegt, að hún nyti forréttinda og íviln- ana frá opinberri liálfu, þannig að menn Jiikuðu ekki við að leggja fram fé eftir þörf- um til flugmálanna, í fullu trausti þess að jslík viðleitni verði réttilega metin Sextíu og fimma ára í dag: Magnns Signiðsson bankastjóri. í dag er Magnús Sigurðs- son, hankastjóri, sextíu og fimm ára. IJann er fæddur i Reykjavík, sonur merkis- hjómn.i.t Sigurðar Magnús- sonar, kaupmanns í Bráð- ræði og Bergljótar Árnadólt- ur. Hann er borinn Reykvik- ingur og liefir alið allan ald- ur 'sinn hér í hæ. Magnús lauk stúdentsprófi við Lat- inuskólann 1901. Áð því loknu lagði liann stund á lögfræðinám og lauk iprófi i því árið 1906. Siðan hefir hann gegnt mörgum ábvrgð- .arstöðum í þjóðfélagi voru og leyst þær af hendi mcð hinni mestu prýði. Bankastjóri Landsbankans var hann skipáður 1919 og liefir gegnt þvi starfi siðan með mesta sóma. Eins.og áð- ur er getið, hefir hann skip- að eitt vandamesta sæti i stofnun þeirri, sem fyrrum var kQlluð „dvergl;anki“, en liefir vaxið og dafnað undir stjórn hans og er nú orðin veigamesta fjármála.stofnun íslendinga. Það er óþarfi að orðlengja um vanda þann, sem á honum hcfir livílt, sem manna lengst liefir stýrt með skörungsskap og prýði þ.jóð- hanka íslendinga á mestu framfaratimum landsins. Auk hankastjórastarfsins hefir Magnús átt sæti í flest- um nefndum, sem farið liafa utan til að annast viðskipti og fjármál íslands, og þar liefir hann komið fram sem öruggur fulltrúi þjóðar sinn- ar, henni lil sóma. Ástæðulaust er a'ð rekja frekar hin margvislegu slörf Iians í þágu islenzku þjöðar- innar, því að Magnús Sig- urðsson er fyrir löngu orðinn þjóðkunnur maður. Vonandi fær íslenza þjóðin að njóta síarfskrafta lians sem lengst. Fimmtugur: DANILÍUS SIGUÐSSON, formaður, Hellissandi. - óvíða húa sjómenn vorir við krappari kjör og frum- stæðari lifsskilyrði en á ul- anverðu Snæfellsnesi. Enn í dag er litlum fleytum ýtt úr grýttri vör, jiegar út verður komist. Auðug fiskimið, skammt frá landi freista vaskra sjómanra til þess að tefla djarft við storma, hrim og liafrót. Sú harátta verður til að bjarga fimm riiönnum úr sjó á miðum úti,‘er háti þeirra hvolfdi. Ef að fært er á sjó frá Hellissandi i dag mun Dani- lius Sigurðsson draga lóð siðua á Svöðufossmiðum, op, renna báti sínum í vör með góðan afla. Vafalaust munu margir minnast haris á fimm- lugs afmælinu, en sú afmæl- isóskin mun lionum kærust, að hin grýttá vör mætti sem fyrst þoka fyrir hafnarmann- virki við hæfi hinna dug- miklu snæfellsku sjómanna. Þá afmælisósk vil cg bera fram. . A. A. aldrei skráð. Ilvert lilið fley og skipshöfn þess á sína eigin sögu um höpp og æfintýri, sigra og ósigra. ■Það er alkunn saga að ver- stöðvar á Snæfellsnesi byggja vaskir sjómenn. Danilíus Sigurðsson er þar frairarlega í flokki. Hann hóf ungur sjó- mennsku á árabátum og tví- tugur að aldri tekur hann við stjórn á þilskipum er gerð voru út frú Stykkisliólmi og Vestfjörðúm. Hanri rcynist aflasæll og Iieppinn stjórn- andi á þessum útvegi og slundar kann við góðan orð- lí unz skútuöldínni tekur að lialla. Honuni fylgir sú gæfa að ‘sigla jafnan heilum segl- um til liafnar og flytja niikla björg í hú. Er útvegi þessum lauk hóf Danilíus for- mennsku á róðrarskipiun og dekkbátuni frá Hellissandi, með sama orðstí og skip- stjórnina áður. Hann reynd- ist einnig aflasæll og heppinn formaður og hann ber gæfu Kveðjur frá Truman F réttatilkynning frá ríkisstjórninni. Forseti Bandaríkjanna hef- ir senl forseta íslands þettu samfagnaðarskeyti úl al kjöri hans. „Mér er ]iað mikil ánægja að færa yður árnaðaróskir vegna kjörs yðar sem forseta lýðveldisins íslands. Vil eg votta vður virðingu mína, svo sem íslenzka þjóðin liefir gert með því að sýna yður það mikla traust að gera vð- ur sjálfkjörinn til að skipa áfram ]iá stöðu, er þér liafið gengt.frá stofnun lýðveldis- ins. Af liálfu Bandaríkja- manna vil eg láta þá ósk i 1 jós, að þcr megið framvegis njóta góðrar Iieilsu og hain- ingju og að íslenzka þjóðin megi um langan aldur eiga við frið og farsæld að húa. Harry S. Truman.“ Forseti liefir svarað og þakkað skeytið. Erinfremur hefir sendifull- trúi Svía í dag persónulega flutt forseta íslands árnaðar- óskir sínar og ríkisstjórnar Svía vegna endurkjörs hans. Berg-málað Þa'ð er víst venjan, að bergmálið fyrirfram. heyrist ekki fyrr en eftir á, fyrst þurfi menn að tala eða gera ein- hvern hávaða eðá skarkala, til þess að mynda bergmálið. En þetta er ekki náuðsynlegt. Það er eg búinn að sjá af skrifum blaðanna síð- ustu dagana. Fyrir um það bil hálfum man- uði sagði eg frá! því, að „víðlesnast /a og óvin- sælasta“ bókin væri væntanleg innan skamms — það er skattskráin. Nú er hún komin, sá „andsins forni fjandi“ og þá snýst bergmálið við, menn íaka undir með bergmálinu í stað þess, að það ætti að vera öfugt. * Ánægja cða Blöðin tala um það, hvort menn óánægja. geti verið ánægðir eða óánægðir með skatta þá, sem þeim er gert að greiða að þessu sinni. Það er eins og geng- ur, að þau túlka ekki álagninguna öll á sama veg, enda ekki við þvi að búast, þar sem uin blöð með ólíkúm sjónarmiðum er að ræða. Sumt af því, sem þau segja, miðar að því að gera menn ánægða með álagninguna, en annað ekki. En þó mun sannleikurinn sá, að únægja manna fer ekki eflir þeim fortölum, heldui’ Cftir upphæðunum, sem standa fýrir aft- an nafri þeirra í skattskránni. * Úthlutun Það leit inn í mín í gær aldráður lóða. maður og bað mig um að bergmála tiltekið erindi fyrir sig, og svo hátt, að þeir, sem ættu að heyra, hlytu að vakna, þótt þær væru í fasta svefni. Ilonum finnst það ganga dæmalaust seint, að koma þvi í kring, að menn fái byggingarlóðir sinar afhentar. Bær- inn s éað vísu búinn að senda mönnum bréf um að þeir eigi að fá lóð, en á þvi standi að fá þær mældar út, og meðan þáð sé ekki gert, sé auðvifað ekki hægt að liefjast handa um að byggja ú þeim, eins og ætlað er. * Fljótari Þetta mál þarfnast skjótrar af- afgreiðslu. greiðslu, þvi að sá timi er ekki of langur á liverju ári, sem hægt er að nota til óslitinnar byggingarvinnu. Nú er talsver liðið á þennan tima og hver dágur sem líður, án þess að hægt sé að liefjast handa 1 um nýbyggingar, eykur á erfiðleika þeirra, sem 1 hafa orðið fyrir barðinu á húsnæðiseklunni. 1 Þegar menn fá lóðir, verða þeir að hefjást handa innan tiltekins tíma, að öðrum kosti verða lóðirnar teknar af þeim aflur. En þeir fá engar bætur, sem verða fyrir tjóni af þvi að þeir bíða eflir því, að lóðir, sem þeir eiga at fá, sé mældar út fyrir þá. * Fiugferðir. Þá eru nú flugferðirnar vestur og austur um haf að hefjast með reglu- bundnum hætti. Það eru bæði Svíar og Banda- ríkjamenn, sem sjá um flugferðirnar og verða 'farnar tvær ferðir í viku hvorá leið, að minnsta kosti til að byrja með. Það þarf ekki að taka það fram, hversu mikilvægt skref hér er um að ræða, ekki síðúr fyrir okkur Islendinga en Svía og Bandaríkjamenn. * Þjóðbrautin. Við erum alit í einu komnfr í þjóðbraut milli gamla og nýja. heimsins. Þótt endastöðvar slíkra þjóðbraula sé alltaf mikilvægar, þá má ekki gera of lítið úr gildi viðkomustaðarins á henni. Á gömlum dög- um var 'reiðskjótunum brynnt á viðkomustöð- urium og riddararnir slökkl einnig þorstann og fengu sér matarbita. Nú eru flugvélarnar komn- ar í stað hesla, og þær þurfa benzín í stað vátns, en, þarfir ferðalangsins eru óbreyttar. * Skáldalaun. Guðmundur G. Hagalín hefir nú gengið fram fyrir .skjöldu fyrir liönd þeirra rithöfunda, sem telja að úihlutun skáldalaunanna í höndum úthlutunanief n«lar Rithöfundafélagsins sé i lillu samræmi við verðleika njótendanna. Ritar Guðmundur um Jietta í Alþýðublaðið og gerir þar samanburð á styrkjum, afköstum og verðh;:-óum manna. Það befir löngum heyrzt manria á meðal, að styrk- úthlutanir hafa þótt heldur kynlegar og fara eftir einkenilegum reglum, en enginn hefir þó kveðið upp úr um það eins og Guðmundur nú. * Víða pottur En þuð er víðar pöllur brotinn brotinn. þarna, þótt ekki liafi komið fram opiriberlega að neinu ráði og er vis't óhætt um það, að i engu félagi listamanna liafi menn verið ánægðir tneð styrkjaúthlutun- ina, flciri óánægðir en ánægðir. Þótt óánægjan hafi ef til vill cinnig verið talsverð, áður en listamennirnir fóru sjálfir að deila gullinu, þá mun hún þó ekki hafa verið eins almenn og nú.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.