Vísir - 19.06.1945, Blaðsíða 2
2
VISIR
STRÍÐIÐ XI:
Lattdganga bandamanna í Túnis
var ndMli hemaðariegur ósignr
iyris öxnlrildiL
jj^ókn Bernard L. Montgo-:
mery’s til vesturs frá E1
Alamein í október 1942
var aðeins emn þáttur af
þeirri ráðagerð banda- J
manna, að hrekja öxulrík-
in út úr Afríku og ná yfir-
ráðunum yfir Miðjarðar-
hafinu.
Annar þáttur var saminn
í „Hvíta húsinu" fimm mán-
uðum áður. Brezkir og
Landariskir herforingjar úr
herráðinu undirbjuggu áætl-
unina út i yztu æsar með
jafnmikilli leynd og væru
þeir flokkur samsæris-
manna. Smiðshöggið var svo
rekið á undirbúninginn af
Lt. Gen. Mark W. Clark, sem
fór í kafhát á hættulegan
leynifund á afskekktum stað
á strönd Norður-Afríku.
Sóknaráætlunin var i að-
alatriðum mjög einföld. Með
nýrri iandgöngu á norðvest-
ursfrönd Afríku átti nefni-
iega að neyða liinn slægvitra
marskálk, Erwin Ronnnel, í
gildru milli tveggja herja.
Áttunda, nóvember, tveim-
ur vikum eftir að Montgom-
ery hóf sókn sína til vesturs
frá Egiptalandi, reið svo
höggið af. Fjölskipaðri floti
en nokkurn tíma iiafði áður
sézt, — í honum voru alls 850
skip, — flutti brezka og am-
eriska hermenn, og setti á
land skammt frá Casablanca
á strönd Atlantshafs í
franska Marokko og við Or-
an og Algiersborg í Algier á
suðurströnd Miðjarðarh.afs.
í kappi við tímann.
Yörnin var liörð, en
skammvinn. Algier félí eftir
nokkra klukkutíma, Casa-
blanca hin undurfagra borg
skjallhvítra bygginga og Or-
an, flotahöfnin nýja, gáfust
upp eftir fjögra daga all-
barða bardaga. Því næst var
öll1 Marokkó og Algier i
Iiöndum bandamanna. Eis-
enhower hershöfðingi, for-
ingi hers bandamanna, skip-
aði Darlan aðmirál pólitísk-
an leiðtoga „um slundar sak-
ir“, j’fir hertekna land-
svæðinu og hélt síðan áfram,
án þess að staldra neitt við,
til þess að styrkja aðstöðu
sína. Því verkið, sem hann
átti að vinna, þoldi enga bið.
Hersveitir Bandarikja-
manna og frjálsra Frakka
streymdu frá Algier í austur-
átt, eftir djúpum skorning-
uni og fjaliaskörðum Atlas-
fjalla til Túnis, og takmark-
ið var Bizerta, flotastöðin
mikla. Þjóðverjar höfðu
borgina á valdi sínu og réðu
því j’fir sundinu milli Sikil-
eyjar og Túnis. Sveitir úr
fyrsta her Breta gengu á land
hjá Böne og Philippeville
og slógust í förina ó miðri
leið. Tækist þessi herferð,
var komið í veg fyrir að
Þjóðverjum hærisl liðs-
styrkur, og sókninni myndi
Ijúka með skjótum sigri.
Þjóðverjar vinna
í fyrstu lotu.
En Þjóðverjar brugðust
skjótt við. Varálið var sent
í stríðum straumum til Túnis
frá Sikiley og ítaliu, bæði
með skipum og flugvélum.
í nokkra daga mátti ekki á
milli sjá hvor vnni í kapp-
ldaupinu ,en loks kom það
á daginn, að Eisenhower
hafði verið aðeins of seinn.
Herirnir mættust i fj'rsta
skipti 17. nóv., rúmlega 50
km. fyrir vestan Bizerta.
Hinir herskáu Þjóðverjar
stóðu fast fyrir og framsókn
bandamanna fjaraði út um
liaustið í Norður-Afríku-
aurnum.
Vegna færðarinnar og
einnig vegna skorts á elds-
nej'ti og birgðum, ákvað Eis-
enhower að setjast þar að,
sem hann var kominn, um
veturinn, og safna kröftum
í loka-orustuna við Rommel.
Frakkar sökkva flotanum.
Meðan á þessu liléi stóð,
rak, hver atburðurinn annan
á öðrum vígslöðvum við
austanvert Miðjarðarhaf.
Hitler, sem hafði fyrirskip-
að hernám þess hluta Frakk-
lands er Vichy réð, þegar
handamenn gengu á land i
Afríku, fyrirskipaði nú töku
flotahafnarinnar Toulon,
sem hingað til liafði fengið
að vera í friði, og skipaði
hermönnum sínum aö ná
franska flotanum í sínar
liendur.
Þetta var reyndar ágæt
hugmynd, en hún rættist
eklci. Frönsku sjómennirnir
tóku til sinna eigin ráða og
sökktu öllum skipunum, og
meira að segja sumum með-
an þýzku skriðdrekarnir
þustu inn í borgina. Nazist-
arnir, sem fyrstir komu,
fundu hafnarmannvirkin i
rústum og þrjú orustuskip,
5 beitiskip og26 tundurspilla
ýmist gereyðilagða af eldi
eða á liafsbotni.
Darlan myrtur.
Tveiin dögum fyrir jól
skeði í Algier sá atburður,
sem átti sinn þátt í því, að
ringulreiðin í frönskum
stjórnmálum jókst um allan
helmingi, og hafði þó aldrei
verið friðsamlegt á þeim
vettvangi. Ungur Frakki,
Boniner de la Chapelle að
nafni, skaut tveimur byssu-
kúlum á Darlan aðmírál,
sem lengi hafði verið grun-
aður um að vera Vichysinni,
og varð það hans bani. MorS-
inginn reyndist síðar vera
æstur andstæðingur Vichy-
stjórnarinnar, og var hann
tekinn af lífi næsta dag.
Francois Giraud hershöfð-
ingi, sem að vísu var ekki
meðlftnur hreyfingar
frjálsra Frakka en yfirlýst-
ur mótstöðumaður Þjóð-
verja, var kosinn í stað Dar-
lan.
í lok janúar mánaðar bár-
uzt hersveitum bandamanna
i Tunis þau gleðitíðindi, að
Churchill og Roosevelt hefðu
setið á 10 daga ráðstefnu í
Casablanca. Giraud og for-
ingi frjálsra Frakka de
Gaulle sátu fundinn, auk
herráðsferingja banda-
manna. Fréttir frá íundin-
um hermdu að alger eining
hefði ríkt og sanlkomulag
náðzt um hernaðarrekstur-
inn í framtíðinni.
Meðan á þessu stóð hafði
Montgomery það verkefni,
að reka flótta Afriku-her-
sveitanna og var sóknar-
hraðinn að meðaltali 20 km.
á dag. Tobruk og Bengliasi
féllu seint í nóVember og
Bretar voru í þriðja skipti i
stríðinu komnir til E1 Ageil-
ha þann 15. desember, 800
km. fyrir vestan egipzku
landamærin.
Bretar taka Tripoli.
Fimm vikum síðar þrömm-
uðu hersveitir Montgomery
inn í Tripoli og tóku þar
með leifarnar af hinu
dreifða nýlenduveldi ítala. I
næstu viku fóru brezkir
skriðdrekar yfir landamæri
Tunis og þar með var síð-
asti kapítuli ic Afrikustyrj-
öldinni hafinn. Allt virtist
vera undirbúið til þess að
loka hringnum um her Rom.
mels fyrir fullt og allt.
En ráðagerð bandamanna
strandaði enn einu sinni á
rcynslu Þjóðverja í liernaði.
Á meðan Bandaríkja-
menn bjuggu sig undir árás
úr vestri á víglínu 100 km.
fjæir sunnan Tunis gerði ein
þýzk herdeild blekkingar-
árás á svæðinu kringum
Ousseltia og Pont du Fahs
um 50 km. norðar. Banda-
menn flýttu sér að loka
skarði þessu, en þá gerði 21.
vélahersveit Rommels ó-
vænt og snöggt áhlaup á
Faid skarð, 35 km. fyrir
sunnan hinar upprunalegu
slöðvar bandamanna.
Bandaríkjamenn hörfuðu
undan og Þjóðverjar fylgdu
fast eftir sigrinum. Eftir
harðvítuga hardaga lókst
þessu nazista-herfylki að
brjótast fram um 50 km.
gegnum liið blóðidrifna
Kasserine-skarð og framhjá
Gafsa, þaðan streymdi her-
inn niður á sléttuna, sem
liggur að landamærum
Algier.
Á meðan á þessu stóð, liag-
nýttu aðrar hersveitir Rom-
mels sér undanhald banda-
manna og styrktu varnir sín-
ar meðfram Mareth-línunni,
sem var suðurveggur Tunis-
Bizerta varnarbeltisins og
kallaður „líkkistan“. Her
Montgomerys: nam algerlega
staðar við varnir þessar, sem
voru allstferkar virkjaraðir,
sem Frakkar byggðu til
varnar gegn Itölum snemma
í febrúar það ár.
Bandaríkjamenn
snúast gegn nazistum.
í ellefu daga héldu Banda-
ríkjamenn stöðugt undan.
Ætlun nazista var að stía
Bandaríkjamönnum og 1.
her Breta í sundur og gjör-
eyða þeim síðan hvorum í
sínu lagi, áður en hrezki átt-
undi herinn gæti komið til
hjálpar.
Bandaríkjamenn gerðu
hvað eftir annað harðar
gagnárásir, en vegna skorts
á reynslu voru þeir látlaust
gabbaðir í gildrur, sem kost-
uðu þá miklar blóðfórnir.
Það voru þessir bj'rjunar.
örðugleikar, en ekki skortur
á hugrekki né bardagaþoli,
sem alltaf slóðu árásartil-
raunum Bandaríkjamanna
fyrir þrifum. Þeir fengu að
lokum tækifæri til þess að
sanna það dyggilega hjá
Thala, skammt frá landa-
mærum Algier. Þar unnu
þeir stórfellt hernaðarlegt
afrek. Þeir lilóðu beinlinis
upp vegg af skriðdrekum og
fallbyssum og snérust gegn
óvinunum og stöðvuðu þá og
síðan, með því að safna öll-
áttu yfir að ráða, snéru þeir
áttu yfir að ráða snéru þeir
framsókn nazista i undan-
hald.
Nazistar hraktir til baka.
Þegar gagnálaupið loks
tókst varð rás viðburðanna
hröð. Bandaríkjamenn tóku
Kasserine-skarð aftur seint í
febrúar og viku síðar voru
þeir komnir til Gafsa. í lok
marz voru Bandaríkjamenn,
Bretar og Frakkar til-
búnir undir lokaáhlaupið.
Nyrzt voru Bretar í þéttum
fylkingum, á mið-vígstöðv-
unum Bandaríkjamenn og
Frakkar á liðlega 200 km.
víglínu, 150 km. suðvestur
frá landamærum Tunis.
Hinn voldugi áttundi her
Breta bjó sig undir fram-
soKnina syðst á víglínunni.
Og nú þurfti aðeins að
loka Tunis-Bizerta gildrunni
aftur.
í þctla skipti gekk allt að
óskum. Montgomery lióf
tangarsókn sína að Mareth-
linunni. Hann vissi reyndar
að Rommel bjóst við( þessari
sókn hins margumtalaða
áttunda hers, en um leið
sendi liann þrjú beztu her-
fylki sín yfir margra milna
salteyðimörk í boga kring-
um vestari fylkingararm
Þjóðverja.
Lokaárásin liófst þann 26.
marz og flóðbylgja hersveit-
anna var svo mikil að ekk-
ert gat stöðvað hana og þeg-
ar nóttin skall á, hafði átt-
undi herinn sótt fram um
16 km.
Komið í veg fyrir
undanhald.
Sveitir úr öðrum lier
Bandaríkjamanna studdu
framsóknina með þvi að
brjótast áfram frá E1 Gu-
ettar, rétt fyrir sunnan Gafsa
og sóttu þær til austurs, en
fyrsti lierinn brezki þjarm-
aði að hersveitum von Arn-
ims norður frá. Rommel
hélt nú hratt undan til norð-
urs milli olíutrjálundanna
og þremur dögum síðar
reyndi liann að koma sér
UPP nýjum varnarstöðvum
við Gabes, 80 km. fyrir norð-
an Mareth-linuna.
Þungi framsóknarinnar
jókst stöðugt og hver hæðin
annarri mikilvægari féll nú
í hendur harðskeyttum sveit-
um Bgndaríkjamanna og þar
á meðal „Djöflahæð“ eins
og Bandaríkjamenn kölluðu
hæð eina sem nazistar vörðu
af mikilli þrautseigju, en
hún var mjög torsótt kletta-
‘belti skammt frá Mateur.
Sundursprengd borgin Sfax,
200 kfn. fyrir sunnan Tunis,
féll 10. apríl og Sousse, sem
er nokkuru norðar, tveim
dögum síðar. Hersveitir öx-
ulríkjanna sem sviftar höfðu
verið stuðningi flugvéla
tvistruðust allsstaðar undan
eyðileggjandi eldi sprengju-
og árásarvéla bandamanna.
Þýzkir hermenn sem teknir
voru til fanga sögðu að fall-
byssuskothríð Bandaríkja-
hers hefði farið fram úr öllu
því, sem þeir höfðu áður
reynt.
Þann 3. maí streymdu
Bandarikamenn inn í Mate-
ur og jafnskjótt fram lijá
henni áleiðis til Bizerta en
þangað eru 25 km. Á liægri
liönd þeirra sóttu Bret,ar
fram íil Tunis framhjá En-
fidaville, Mjédjez-el-Bab og
Tebourba. Skriðdrekar
bandamanna geystust glamr-
andi inn í bæði þessi varn-
arvirki öxulríkjanna, fjór-
um dögum. síðar. Þjóðverjar
gerðu þá tilraun til þess, að
komast undan frá Bon-
Þriðjudaginn 19. júní 1945
höfða til norðurs en sveitir
úr her bandamanna héldu
yfir höfðann til þess að
koma í veg fyrir það. Þanu
12. maí, 185 dögum éftir
innrásina í Afríku var sein-
asta mótstaða nazista brotin
á bak aftur.
Herfangi bandamanna var
geisilegt. Átján hershöfð-
ingjar ásamt von Arnhim,
250 þúsund hermenn, 8 þús-
und flugvélar og nálega
240 þúsund smál. skipastóls.
En frá hernaðrlegu sjón-
armiði var sigur þessi jafn-
vel ennþá meiri. Eftir
þriggja ára erfiða styrjöld i
Afríku voru öxulríkin búin
að missa öll yfirráð á Mið-
jarðarliafi og stytti það sigl-
ingaleið skipa bandamanna
til Austurlanda um 12 þús-
und mílur. Þar að auki fengu
herir bandamanna öruggt
stökkbretti til hinnar lang-
þráðu innrásar á meginland-
ið, Evrópuvirki Hitlers.
Næsta grein:
SEINASTA VARNAR-
VIRKIÐ Á LEIÐINNI
TIL ITALÍU HRUNDI
MEÐ TÖKU SIKILEYJ-
AR. —
Kaupum
allar bækur, hvort heldur
eru heil söfn eða einstakar
bækur. Eimiig tímarit og
blöð.
Bókaverzlun
Guðm. Gamalíelssonar
Lækjargötu 6.
Sími 3263.
löggiltur skjalaþýðari
(enska).
Suðurgötu 16. Sími 5828.
Heima kl. 6—7 e. h.
H á 11 i t u n.
Heitt og kalt
permanent.
með útlendri olíu.
Hárgreiðslustofan Perla
HiðBPilkur
GÆFAN FYLGIR
hringunum frá
SIGURÞðR
Hafnarstræti 4.