Vísir - 20.06.1945, Síða 6

Vísir - 20.06.1945, Síða 6
6 VISIR Miðvikudaginn 20. júní 1945- =víðsjá = Um fjörutíu þúsund að- fluttir franskir Gijðingar eru komnir aftur til Parísar eft- ir fjögurra ára útlegð. Þessir menn gera nú kröf- ur til þess að fá aftur í hend- ur eignir þær, sem af þeim voru teknar, er þeir voru 'reknir í útlegðina. Þeim til mikilla vonbrigða og undrunar virðast þeir hvorki geta fengið húsa-skjól né mat, eftir því sem Arthur Greenleigh framkvæmdar- stjóri úthlutunarnefndar Bandaríkjanna segir. Hann segir, að franska stjórnin hafi álmeðið, að all- ir sem hafi eignir Gyðinga undir höndum beri að skila þeim aftur, en þó með þrem- ur mikiluægum undantekn-l ingum. Undanþegnar eru fjölskyldur þeirra, sem flutt ir hafa verið úr landi, striðs- fanga og þeirra sem settir voru í nauðungarvinnu. En fólk sem svo er ástatt um sil- ur nú i a. m. k. helmingi húsnæðis þess, sem Gyðingar áttu í Paris. Greenleigh segir ennfrem- ur að hinn helmingurinn séu Frakkar, sem af einhverjum orsökum neiti að láta þessar eignir af hendi og eigi að ná eignunum úr vörzlu þeirra, verði löglegir eigendur að fara í mál og sé það bæði dýri og tímafrekt, taki allt að tveimur árum. Franska stjórnin hefir í ráði laga- setníngu, sem flýti slíkum málum og hefir nefndin, sem líthlutar. peningagjöfum í Paris, lagt að stjórninni að gera það eða á einhvern hátt ráða bót á þessu. Samt sem áður verður erf- itt að eiga við þessi mál, því mörg dæmi eru þéss, að fólk- ið segi að Þjóðverjar hafi stolið húsmunum og ýmsum ' verðmætum jafnvel þótt við- komandi eigendur þekki þá í fórum fólksins, sem svo kennir Þjóðverjum um. Gyð- ingar sam eru biínir að vera , f jögur ár í útlegð eru tregir á að fara að gera reki-stefnu út af slikum málum. Fimm Gyðingar búa oft saman í einu herbergi. Vegna þcss að það er auðveldara að draga fram lifið í sveitum, hafa nefndirnar í smábæj- unum varað Gyðinga við að flytja þangað fyrst í stað. Þeir 20 þúsund Gyðingar sem í París eru, eiga miklu erf- iðara með að litvega sér mat- væli en Frakkar sjálfir, því þeir eiga enga ættingja, sem senda þeim matarböggla of- an úr sveit, sem títt er með aðra Frakka. Nefndin rekur þrjú gisti- hús og 15 matsöluhús fyrir | heimilislausa Gyðinga, og " þár að aúki styrkir hún j fjölda þeirra, sem ekki hafa getað fengið vinnu ennþá. Nefndin hefir einnig stofn- sett skóla fyrir áhugaflokka í ýmsum iðngreinum og rek- ur sömuleiðis hvíldarheim- ili fyrir Gyðinga. . Greenleigh segir að áirið 1930 hafi verið 300 þúsund Gyðingar i Frakklandi. Síð- an fluttú 50 þúsund til við- bótar til Frakklands frá nær- liggjandi löndum, fyrsta ár stríðsins. Þjóðverjar fluttu burt nímlega 127 þúsund, af þeim voru skotnir eða dóu í fangabúðum um 10 þús. Kringum 50 þúsund telur hann að hafi fluttzt til ann- <7rra landa. 500,000 Japanar í úlfakreppu. Rúmlega hálf milljón jap- anskra hermanna á sér ekki undankomu auðið frá Java, Súmalra, Malakka-skaga og fleiri Iöndum þar um slóðir. Með þvi að bandamenn hafa náð öruggri bækistöð á norðvesturströnd Borneo er siglingaleiðin frá Japan til Austur-Indía Hollendinga rofin raunverulega, þótt ein- staka hraðskreitt skip kunni ef til vill að geta komizt leið þessa, þegar veður eru svo slæm, að flugvélar geta ekki haldið vörð. Talsamband opnað við Daiunörku. Talsímasamband var opn- að í fyrradag við Danmörku, og fór fyrsta samtalið fram milli Ólafs Thors forsætis- ráðherra og Jóns Krabhe sendifullltrúa. Ráðherrann hóf samtalið með því að segja að íslend- ingum væri það gleðiefni að kringumstæðurnar væru nú orðnar svo breyttar í Dan- mörku, að bægt væri að tala í síma milli landanna. Þá bað hann sendifulltrúann skila kveðju til allra íslend- inga í Danmörku frá forseta ísland og ríkisstjórninni, enn- fremur að flytja konungi Dana, rikisstjórn, og dönsku þjóðinni samskonar kveðjur. Jón Krabbe kvað öllum ís- lendingum líða vel og bað forsætisráðherra fyrir kveðj- ur sínar og allra íslendinga í Danmörku til fósturjarðar- innar. Samtalinu lauk með þvi að ráðherrann þakkaði Krabbe fyrir störf hans í þágu íslands nú á stríðsárun- um, en Krabbe kváð sér það jafnan hafa verið mikil á- nægja að starfa að málefnum íslands. (Frá ríkisstjórninni). Reykjavíkur-mótið. Valur vann Fram með 1:0. Þriðji leikur Reykjavíkur- mótsins fór fram í gærkveldi á íþróttavellinúm. Fram og Valur kepptu. Veður var óhagstæt, all- hvass á suðaustan og dálitil rigning öðru hverju. Valur lék fyrst undan vindinum, sem að visu var aðeins skáhallt með. Setti Guðbrandur (Val) mark, er 16 mín. voru af fyrri hálf- leik, en annars gerðist lítið markvert. Enda þótt almennt væri bú- izt við að Fram myndi jafna í siðari hálfleik, þar sem þeir höfðu vindinn með sér, kom allt fyrir ekki og tókst hvor- ugum að skora. Skorti þó ekki tækifæri á báða bóga. í heild sinni var leikurinn mjög jafn, en langt frá því að vera vel leikinn. Mun veðrið liafa valdið þar miklu um. Dómari var Sigurjón Jóns- son. Næsti leikur mótsins er í kvöld. Keppa þá IvR. og Vík- ingur. SlMA í tvö ár getur sá fengið, sem getur leigt tvö her- bergi og eldhús, helzt í austurbænum. Fyrirfram- greiðsla. Tilboð, merkt: „Sími“ sendist afgr. Vísis fyrir 23. þ. m. Údýrt leirtau. Stakir diskar, djúpir og grunnir, desertdiskar og bollapör. Pétur Pétursson, Hafnarstræti 7. Sími 1219. Vantai vélviikja og menn vana véla og mótor-viðgerðum. Hamai h/f. Yfir sumar- mánuðina er skrifstoíum vorum lokað kl. 5 e. h. alla daga nema íaugardaga, bá kl. 12 á hádegi. Kolavezzlanir í Reykjavík. SJÖMENN! Matsvein og nokkra vana liáseta vantar á síldveiði- skip. Upplýsingar í símum 5580 og 1324 eftir kl. 6 í kvöld og næstu kvöld. VÖRUBIRGÐIR til sölu: Vörubirgðir verzlunarinnar á Grettisgötu 74 eru til sölu: Matvara, Þurrkaðir ávextir, Niðursuðuvörur, Nærfatnaður og Silkisokkar, Smávara, ýmiskonar o. m. fl. Vörurnar eru til sýnis í verzluninni í kvöld og næstu kvöld eftir kl. 8. — Tilboð afhendist á sama stað. Tjöld, Sólskýli, Svefnpokar, Bakpokar, Sport- og ferða- fatnaður, allsk. „GEYSIR'h/i Fatadeildin. BÆJAEFRÉTTIR Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, símL 5030. Næturvörður er í Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast B. S. R., sími 1720. Skipafréttir. í gær kom leiguskip Eimskipa-- félagsins, Eastern Guide. Þá koni Lagarfoss frá Halifax. Hafði hann verið 9 daga á leiðinni að vest-- an. Sala togaranna í s.l. viku: Kópanes 103 smál. fyrir 9.626 stpd. Drangey 166 smál. fyrir 9.571 stpd. Geir 154 smál. fyrir 9.048 stpd. Ilaukanes 185 smál. fyrir 10.709 stpd. Belgaum 187 smál. fyrir 10.496 stpd. óli Garða 182 smál. fyrir 11.131 stpd. Kári 185 smál. fyrir 10.504 stpd. Bán 124 smál. fyrir 7.268 stpd. Þór- ólfur 212 smál. fyrir 12.164 stpd. Venus 233 smál. fyrir 13.318 stpd. M.s. Esja var í morgun kl. 10 stödd 120 mílur suðaústur af Portlandi. Hjónaefni. Þann 17. júní opinberuðu trú- lofun sína ungfrú Áslaug Sigurz (Sig. Sigurz), skifstofumær, Ás- vallagötu 31 og Árni Jónasson (Ben. Jónasonar verkfr.), teikn- ari hjá Hamri h.f. Kveðjur milli þing- forseta. Forseti sameinaðs Alþing- is, Gísli Sveinsson, sendi stór- þingi Noregs, þegar það kom saman 14. þ. m., svo látandi kveðjuskeyti: Eg óska liinu frjálsa norska stórþingi heilla og blessunar. íslendingar fagna því, aö samvinna geti bafizt milli frændþjóðanna beggja, sem nú njóta fulls frelsis. Þessu skeyti svöruðu for- setar stórþingsins, Hambro og Monsen, hinn 17. júní, á þessa leið: Stórþing Noregs sendir Al- þingi kveðju á frelsisdegi ís- lands, með þöklc fvrir ó- gleymanlega hjálpsemi og ör- læti og fagnar hinni bróður legu samvinnu, sem fram undan er, í fullu trausti þess,. að aldrei týnist vegur milli vina. KROSSGATA m. 74. Skýringar: Lárétt: 1 Fugl, 3 lindýr„. 5 drykkur, 6 skip, 7 húsdýr, 8 ending, 10 sögn í spilum, 12 efni, 14 fæðu, 15 rúmlega, 17 tveir eins, 18 drýpur. Lóðrétt: 1 Vökvi, 2 band, 3 í perum, 4 töpuðu, 6 drekk, 9 deigla, 11 Óhreinindi, 13 klæði, 16 tveir eins. Ráðning á krossgátu nr. 73: Lárétt: 1 Væl, 3 ham, 5 of, 6. N.E., 7 mey, 8 gá, 10 frek, 12 aða, 14 afi, 15 urr, 17 L.N., 18 hramma. Lóðrétt: 1 Volga, 2 æf, 3 heyra, 4 merkin, 6 nef, 9- áður, 11 efla, 13 Ara, 16 R.M.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.