Vísir - 25.06.1945, Side 3

Vísir - 25.06.1945, Side 3
VISIR 3 Mánudaginn 25. júní 1945 Héraðs- og gagníræðaskólastjórar vilja stofna menntaskóla í sveiL Vilja, aS útgáfa kennslubóka verði frjáls og að nem- endurnir eigi bækurnar sjálfir._________ ^ fundi skólastjóra héraðs- og gagnfræðaskóla, sem haldinn var hér í bænum dagana 11.—13. júní síð- asth, var rætt um frum- varp það um gagnfræða- nám, er milliþinganefnd í skólamálum hafði samið. Á fundinum voru m. a. samþykktar eftirfarandi til- lögur: „Fundur héraðs- og gagn- fræðaskólastjóra beinir þeim tilmælum til milliþinga- nefndar í skólamálum, að hún geri það að tillögu sinni, að menntaskóli verði stofn- aður í sveit liið fyrsta til þess að auðvelda æskumönnum sveitanna menntaskólanám“. „Fundurinn telur, að út- gáfa kennslubóka eigi að vera frjáls og öllum heimil, því að þann veg verði bezt tryggð eðlileg þróun i vali og útgáfu námshóka, enda verði fræðslumálastj. jafnan á verði um, að ekki skorti nauðsynl. kennslubækur. Þá telur fundurinn einnig rétt, að nemendur kaupi og eigi þær bælcur, er þeir nota við nám; einnig lítur hann svo á, að æskilegast sé, að fræðslumálastjóri annist út- vegun erlendra kennslu- tækja og kennslubóka“. „Fundurinn telur, að hér- aðs- og gagnfræðaskólar skuli ekki starfa lengur en 7*4 mánuð á ári hverju, til þess að æskumenn þeir, er skólana sækja, slitni ekki úr tengslum við lífrænt at- vinnulíf þjóðarinnar“. Svohljóðandi tillaga sam- þykkt með öllum atkv.: „Fundurinn samþykkir að kjósa þriggja manna nefnd, er vinni að þvi við fræðslu- málastjóra, kennslumálaráð- herra og Alþingi, að laun héraðs- og gagnfræðaskóla- kennara og kennara Eiða- skóla verði greidd eins og ákveðið er í 16. og 29. gr. launalaga, þótt kennslutími skólans sé styttri en 9 mán- uðir. Má henda á það, að skólarnir geta að öðrum kosti húizt við því, að beztu kennarar hverfi frá þessum skólum og leiti sér starfs, þar sem kennslutími er lengri og árslaun því hærri. Þá fel- ur fundurinn nefndinni að beita sér fyrir því, að héraðs- skólakennarar verði færðir í sama launaflokk og gagn- fræðaskólaeknnamr." í nefndina voru kjörnir samhlj.: Þórir Steinþórsson, Ilanníbal Valdimarsson og Sigfús Sigurhjartarson. „Fundur héraðs- og gagn- fræðaskólastjóra, haldinn í Rvk. dagana 11.—13. júní ár- ið 1945, leyfir sér að skora á Iiið háa Alþingi að sam- þykkja frumvarp það um gagnfræðanám, er millþing.a- nefnd í skólamálum hefir lagt fram.“ — Auk þessa, sem að framan gétur vpru samþvkktar nokkurar tillögur um breyt- ingar á frumvarpi milli- j)inganefndar. Blaðaummæli um Rögnvald Sigurjóns- son. Herloginn af Gloucester, landstjóri í Ástralíu, er far- inn í heimsókn til ástralskra Jiersveita á N.-Guineu. Undir fyrirsögninni „Píanóhljómleikar Rögn- valds Sigurjónssonar liljóta mikið lof“, skrifar dr. Glenn Dillard Gunn í „Times-Her- ald“ í Washington 11. júni.: „Tónlistarlíf íslands hlýt- ur að hafa náð talsvert háu stigi, úr því að þar hefir skap- azt annar eins meistari í tækni og tónlistartilþrifum og Rögnvaldur Sigurjóhsson, sem lék í gærkveldi i National Gallery. Þessi ungi píanóleikari hef- ir gifurlegt vald yfir nótna- borði slaghörpunnar. Hann hefir geysi-kraftmikinn tón og á samt yfir mikilli mýkt að búa. Hann þekkir margar listastefnur og virðist eink- um geðfellt að leika liina glæsilegu kafla Prokofieffs. Efnisskráin var samin ut- an um hina miklu H-moIl sónötu Liszts. Hver sá sem ræðst í að leika þetta steigur- mikla listaverk með þeim kjarki, skilningi og tðekni, sem það krefst, hlýtur að vekja virðingu kunnugra manna, enda þótt á kunni að greina um einstök atriði í meðferðinni. Þessi sónata hefir inni að lialda næstum hvert einasta af vandasömustu atriðum píanóleiks og virðist sjá fyr- ir flestum musikstefnur nú- timans. Um leið er liún há- markið í þeirri list að fara með stef og umhreyta þeim. Það er ekki hægt að fullyrða að Sigurjónsson hafi útskýrt fyllilega hinn mikla boðskap þessa verks. En hann hvikaði ekki frá neinu af erfiðleikum þess og birti niikið af hinni glóandi rómantík þess. Hinar háðslegu mótsagnir i skerz- óinu fóru heldur ekki fram- hjá honum. Næstur Liszt að háðslegri andagift er Prokofieff, og er hún áberandi í laginu „Sugg- estion Diabolique“, sem Sig- urjónsson lék af skapi og innblæstri. Á undan Proko- fieff lék hann tvær prelúdíur eftir Debussy, hina loft- kenndu „Bruyeres" og gam- ansömu „General Lavine“. Með Chopin sýndi Sigur- jónsson -æsku sína og þær takmarkanir, sem skólagang- an hefir sett. Hann lék F-dúr Nocturne með hlýju, syngj- andi tón og fallegum stil. En lionum tókst miður með mazúrkana op. 7 nr. 5, op 41 nr. 4 og op 63 nr. 5. Ef til vili hefir hann ekki heýrt hina slavnesku listamenn Rach- manioff og Horowitz leika þessa gimsteina slavnesks tónskáldskapar. Hann virtist taka pedala- hendingar hinna þýzku útgef- enda alvarlega, þótt þær séu í mótsögn við stíl Chopins í mazúrkum og völsum. Efnis- skránni lauk með tokkötu Schunvmns." Barn dettur í hver Síðastl. fimmtudag vildi það hörmulega slys tjl að þriggja ára gamalt stúlku- barn féll í hver á Reykja- völlum í Biskupstungum með þeim afleiðingum að það beið bana af. Slysið vildi til um kl. 2 um daginn og mun barnið hafa verið að leika sér skammt frá hver þeim er það féll í. Var brugðið fljótt við og náð í lækni á Eyrarbakka en barnið lézt skömmu eftir %ð hann kom. Svíai sigruðu Dani með 2:1. f gærdag fór fram milli- landakeppni í knattspymu milli Svia og Dana. Sigruðu Svíar með 2 mörkum gegn einu. Fyrra hálfleik lauk nieð sigri Dana, einu niarki gegn engu, en í seinna hálfleik tóku Svíarnir að spjara sig og tókst þeim að setja 2 niörk og vinna þannig leik- inn. Keppnin fór fram i Svi- þjóð og voru áhorfendur geysimargir. Leikn.um var útvarpað og var hann mjög skemmtilegur og spennandi. Neskirkju berst höíð- ingleg gjöf. Nýlega hefir sóknarprest- inum, sr. Jóni Thorarensen, verið afhent höfðingleg gjöf, að upphæð 2000 krónur — tvö þúsund krónur — lil minningar um lijónin Jón ölafsson og Sigríði Ólafs- dóttur, er bjuggu að Bústöð- uní í Seltjarnarneshreppi nær 50 ár. Var Sigriður fædd 20. sept. 1850, dó 20. nóv. 1931, en Jón var fæddur 24. júní 1845, d. 13. marz 1924 og þvi liðin 100 ár frá fæðingu hans, en i tilefni þessa aldarafmælis 1 færa börn hinna mætu hjóna Neskirkju þessa höfðinglegu gjöf til minningar um for- eldra sína, sem bjuggu svo lengi hér i Seltjarnarnes- hreppi i nágrenni Reykjavík- ur. Fyrir hönd kirkjunnar færi eg gefendunum heztu þakkir. Guðm. Ágústsson, (p.t. féhirðir). í „Evening Star“ skrifar Elena de 'S'ayn á þessa leið: .... „Leikur lians minnti á hin meistaralegu tilþrif (virtuosity) liðinna tíma. Framh. á 6. síðu Ærnar dóu ór hungri. Nýlega fundust nokkrar ær dauðar úr hungri skammt frá Útvarpsstöðinni. Menn, sem fór ofan í jarð- hús, sem herinn hafði haft þar, fundu ærnar. Virðast þær hafa leitað skjóls i jarð- húsjnu einhvern tímann, j)eg- ar veður var illt, en liurðin siðan fallið að stöfum, svo að kindurnar hafa ekki komizt út aftur og látið þarna lif sitt. Kappreiðar Fáks í gær: Kolbakur, eip Jéhanns Guðmunds sonar, setti nýtt, glæsilegt met 1350 metra stökki, Skemmdir á símahringmgaráhöldum Skeiðvallarins. & kappreiðum Fáks, sem fóru fram á Skeiðvellinum við Elliðaár í gærdag’ kepptu 19 hestar í fjórum flokk ujn, en úrslitasprettir voru þrír. Nýtt met var sett í 330 m. hlaupi. Einn aukasprettur varð að fara fram, vegna þess að ekki var hægt að taka tim- ann nákvælega. Höfðu ein- hverjir skemmdarvargar gert sér leik að því í fyrri- nótt að eyðileggja síma- hringingaráliöldin, sem cru þarna á staðnum og notuð eru við mælingu tima. Var strax tekið til við að lag- færa simann, en það tók nokkra stund og var ekki i lokið nógu tímanlega, til þess að hægt væri að notast við hann. Hér fer á eftir yfirlit yfir hlaupin. Skeið, 250 metra: Fjórir hestar tóku þátt í skeiðinu og fóru leikar þann- ig í fyrra hlaupinu: 1. Gletta (Vilborgar Guð- mundsd.) 24.7 sek. 2. Randver (Jóns í Varma- dal) 24.8 sek. 3. Þokki (Friðriks Hannes- sonar) 25.5 sek. Þessir þrír hestar kepptu svo til úrslita og lauk þeim þannig: 1. Randver á 24.2 sek., en það er mettimi. 2. Gletta á 24.3 sek. 3. Þokki á 25.0 sek. 300 m. stökk. Á 300 metra stökki voru reyndir 9 hestar og var keppt í tveim riðlum. i fyrra riðli varð fyrstur Hrímnir (Jóhanns Guðm.) á 24.8 sek., annar Freyfaxi (ól. Þórar- insson) á 24.8 og þriðji Geysis (Kristins Einarss.) á 24.9, en i seinna riðii varð fyrstur Sörli (Ásbjörns Sig- urjónssonar) á 22.5 sek., annar Hrimfaxi (Sig. Hall- bjarnarsonar) á 22.6 sek. og þriðji Jarpur (eign Happdr. Hestm.fél. Hafnarfj.) á 22.8. Úrslit á þessu sprettfæri urðu sem hér segir: 1. Freyfaxi 22.9 sek. 2. Geysir 23.0 — 3. Hrímnir 23.0 — 4. Jarpur 23.2 ~ 350 m. stökk. Revndir voru 5 hestar, þeir fljótustu, sem til munu vera hér á landi núna. Timi náðizt ekki í tveimur fvrstu sprettunum (annar aukasprettur), en þess má geta, að Hörður (Finnhoga Einarssonar) vann báða sprettina með sóma. Eins og fyrr gelur var það vegna skemmda á simahringingar- áhöldunum, að ekkFnáðizt tími á þessum sprettum, en úrslit urðu þessi: 1. Kolbakur (Jóh. Guð- mundssonar) á 25.5 sek., sem er nýlt met á þessu sprettfæri, en fyrra met- ið átli Drottning (Þor- geirs i Gufunesi) 25.6, sett þ. 6. júni 1938. 2. ör (eign h.f. Sprettur) 25.8 sek. 3. Kolbakur (Ásbj. Sigur- jónssonar) 26.2 sek. 4. Hörður (Finnboga Ein- arssonar) 26.0 sek. í öllum sprettunum,-sem að framan greinir tóku þátt. nokkrir nýir hestar og jók það á skemmtun áhorfenda, en jx'ir voru frekar fáir. Veðbankinn starfaði og gaf hann mest 25-faldan hagnað| á Kolbak (Jóh. Guð- mundssonar). Kappreiðarnar fóru vel fram og var veður mjög hag- stætt til keppninnar. Finnbjörn Þorvalds- son setur nýtt met í 200 m. hlaupi. Finnbjörn Þorvaldsson setti nýtt met i 200 metra hlaupi á Innanfélagsmóti 1R. s. 1. laugardag. Illjóp hann á 23.0 sek., sem er ein- um tiunda úr sek. betra met en Sveins Ingvarssonar, KR. frá 1938. Finnbjörn vann cinnig 60 mctra híaupið og hljóp þáð á nákvæmlega sama tima og metið — 7.1 sek., — en það var sett af Jóhanni Bcrnhard, KR. 1943. í gær liélt innanfélagsmót ÍR. áfram og var þá keppt i 4x100 m. boðhlaupi fyrir drcngi. Selti A-sveitin nýtt drengjamet á 47.9 sek. Gamla metið — 48.0 sek. — átti drengjasveti ÍR. frá 1943. Innanfélágsmót Ármanns hófst einnig á laugardag. Setl var eitt drengjamet i 110 metra grindahlaupi. Methaf- inn heitir Ólafur Nielsen, kornungur piltur og efnileg- ur. Hljóp hann á 17.5 sek., en gamla metið var 17.9 sek., sett af Finnbirni Þorvalds- syni, ÍR. 1943. Skýrt verður nánar frá mótinu á morgun. Ný símaskrá væntan- leg í ágúst. Eftir því sem ólafur Kvar- an, ritsímastjóri hefir tjáð Vísi, er nú unnið af miklu kappi að því að prenta nýju símaskrána. Sagði ritsimastjóri, að gera mætti ráð fyrir þvi, að síma- sktáin niúmli verða tilbúin seint í ágúst, ef ekki óviðráð- anlegar ástæður hömluðu. Sir Hugli Biniréy flötúför- ingi hefir verið útnefndur landstjóri í Tasmaniu við

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.