Vísir - 18.08.1945, Blaðsíða 4

Vísir - 18.08.1945, Blaðsíða 4
4 V I S í R Laugardaginn 18. ágúst 1945 VÍSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Aflabrestur Síldveiðin Iiefur brugðizt á þessu sumri. Al- gerlega er óheyrt að verulegar síldargöng- ur komi eftir þennan tíma, enda gerast veður rysjótt og því óhægara að stunda veiðarnar. Þó munu þess dæmi, að skip hafa sótt veiðar allt til miðs septembermánaðar, en þá hefur veiðin verið næg út ágústmánuð og sjómenn - unað vel sínum hlut. Nú, þegar alger afla- hrestur hefur á orðið, teljá útvegsmenn að sjómenn séu mjög tcknir að ókyrrast og hugsi til heimfarar. Þcirra hlu.tur verður rýr á sumr- inu, og svo verður hlutur alla útvegsmanmi, sem skaðazt hafa um milljónir króna að öllu samanlögðu. Heildarverð síldarafurða mun hafa nupiið xöskum 40 milljónum króna þegar bezt hefur látið, en líklegt var talið að þær afurðir yrði unnt að selja fyrir enn meira á þessu ári, ef veiði ekki brygðist. Einstaklingar og hið op- inbera munu beinlínis hafa miðað sumar ráð- stafanir sínar við sæmilega afkonni á síldveið- íunum, en sýnilegt er að nauðsyn ber til að gripið verði til þess varaforða, sem við eigum í erlendri mynt, til þess eins að afla okkur lífsnauðsynja, en síðan verða aðrar greiðsl- ur að ganga þar á eftir, jafnvel þólt hið opinbera kunni að eiga í hlut. Fisksölur hafa yfirleitt verið frekar lélegar í sumar á brézk- um markaði og bætir það á engan liátt horf- urnar. Hrvggilegt er hversu afkoman hefur verið léleg það sem af er árinu. Af því mættu menn þó læra margt, ef skilningur væri fyrir hendi, og er það þá fyrst augljóst, að þótt við höf- um aukið mjög á erlendar inpistæður þjóðar- ánnar erlendis yfir stríðstímann, eyðist sá sjóð- :ur fljótlega, þégar af er tekið, en lítið eða ekkert kemur í staðinn. Við verðum ennfrem- ur að horfast í augu við þá staðreynd, að all- ur fiskiskipaflotinn er nú verr undir húinn að mæta óhöppum en hann var fyrir ári, enda jafnvel líkindi lil að gera verði sérstakar ráð- stafanir til þess að bjarga þeim, sem eignazt liafa skip mcð afarkostum eða ekki í'engið færi á að greiða skipin niður, en öllu öðru síður geta útvegsmenn staðizt hallarekstur á komandi vetrarvertíð, eftir hinar algerlega misheppnuðu síldveiðar. Er ekki kominn tími til að menn athhugi sinn gang,' vilji þeir á annað borð tryggja hag sinn og þjóðarinnar? Sá tími virðist ekki fjarlaégur* sem l'jármála- ráðherra vék að í sumar að koma mundi, er almenningur yrði að horfast í augu við rót- tækar aðgerðir til þess að verjast að allt yrði að engu, sem aflazt hefur. Hvort vilja menn cnn lifa í stundarvímu, eða horfast í augu við þá staðreynd, að hér er aðeins forboði þess, æem verða vill? Þótt eríiðlega haf’i gengið á árinu, er eng- in ástæða til að örvænta. íslenzka þjóðin get- ur lifað góðu lífi og tryggt öllum börntlm sínum örugga framtíð, vilji þau sjálf eitthvað td þess gera. Engu þarf að fórna, en minnast jiess eins, að ekki er síður vandi að gæta feng- ins fjár en afla. Á næstu mánuðum verður k’erbreyting á afkomu atvinnuveganna, en á uæstu árum verðum við að standast eldraun- ina. Fyrsta gangan hefur mörgum reynzt happarýr. Vonandi verður svo ekki um hið Unga íslenzka lýðveldi. I Kvennágullið. Framh. af 2. síðu. sínum. Af þvi að eg sá mynd úr Ben Ilúr uppi á vegg, beindi eg talinu að þeirri kvikmynd. „Mussolini var heldur en ekki blekktur með þeirri mynd.* Við tókum hana á ítalíu og hann hélt að við ætluðum að sýna glæsileik Rómaveldis hins forna, svo að hann vildi allt fyrir okkur gera. En þegar við vorum kómin lieim og hann fékk að sjá kvikmyndina fullgerða, þá fékk hann næstum því slag. Iletjan var ungur Gyð- ingur, áhangandi Ivrists, en þorparinn Rómverji.“ Eg tók nú upp vasabók og fór að velta þvi fyrir mér, með hvaða spurriingu eg ætti að byrja sjálft viðtalið. En Bushman var gamalkunnur gestum eins og mér, svo að hann tók málið i sínar hend- ur. Framtíðar- fyrirætlanir. „Það liafa liklega ekki ver- ið birt fleiri viðtöl við nokk- urn annan mann en mig,“ tók hann til máls. „En þau liafa bara öll verið eins og eg vil liafa þetta dálítið öðru vísi. Eg fæddist í Baltimore. Pabbi vildi að eg yrði læknir, en mamma vildi láta riiíg verða prest. Þó vildi hún um fram allt, að eg yrði mikill maður — að mér yrði reist minnismerki í Washington. Eg vildi nú lilca vera mestur á öllum sviðum. Fyrsta ævintýri mitt var, að eg hljóp að heiman með hringleikahúsi. Eg fannst þó íljótlega aftur, en þá var eg orðinn staðráðinn í þvi að verða leikari. Eg taldi liraust- an líkama undirstöðu allrar velgengni í lífinu og byrjaði þvi á allskönar íþróttum. Þær leiddu ])ó ekki til annars en að eg fékk taugaáfall seytján ára gamall. Foreldrar minir voru mjög andvígir öllu leikhúslífi, svo að eg varð að stelast út á kveldin, til að kynria niér. það. Eg var notaður sem varaskeifa og fékk þannig smáhlutverk. Eg átti í alls- konar básli þá, því að eg kvæntist átján ára gamall og átti fyrir konu og börnum að sjá. Kvikmyndirnar koma. Svo komu kvikmyndirnar og þegar mér gafst tækifæri til að leika í þeim, fór að ganga vel. Eg varð frægur, en eg féklc aldrei neinn frið, hvar sem eg var staddur, heima eða erlendis. En svo kom straumrofið. Hjóna- skilnaður og sorg — og fóíkið snéri við mér bakinu. Eg varð aftur óþekktur og brautin varð þyrnum stráð. Lánið brosti aftur við mér andartak, þegar eg lék í Ben Húr. en svo var eg aftur út- skúfaður. Eg sá að eg yrði að .reyna nýjar leiðir og snéri mér að útvarpinu. Þar gekk mér vel. Svo hauðst mér hlutverk í myndinni Wilson — örlítið lilutverk — en síð- an liefir rriér elcki hoðizt annað. En það er kvikmyridá- félögunum, sem menn eiga að vorkenna, þvi að eg hefi komizt á þann hátind, sem cnginn mun ná eða kynnást.“ Það var ekkert h'tillæti til í þessum manni, fannst mér. Þetta var eins og stórkostleg leiksýning. Mig langaði til að klappa honum lof í lófa — en liann var ekki búinn að tala út. Ifann sagði mér frá vinnunni við kvikmyndirnar i ’gamla daga. I Auðvelt að verða forstjóri. Essanay, félagið, sem hann starfaði fyrir keypti handril að kvikmyndum fyrir tíu til fimmtán dollara. Ef maður gat selt því þrjú handrit, þá var hann gerður að forstjóra. Það var sama, þótt liann vissi ekkert um kvikmyndir. Ef hann gælti þess að eyða ekki meira en 2000 fetum af filmu, þá var hann ágætur. Tveggja þátta myndir voru teknar á hálfum öðrum degi og einu sinni var 3ja þátta mynd gerð á þrem dögum. Þá eyddi kvikmyndastjóriiin 200 fetum í óþarfa og var hótað uppsögn fyrir eyðsl- una! „í gamla daga varð maður að LEIIvA,“ segir Buslnnan. „Það varð að sýna áhorfend- um við hvað maður átti, þeg- ar maður skók Jinefann, brosli eða andvarpaði. Lát- bragðið var seperanto þeirra tíma. Nú er ftiinni hraði i öllu, en það er líka óþarfi að gera eins mildð úr lilutunum og áður. Sér ekki eftir neinu. Eg sé ekki eftir neinu og rriundi lifa lífinu alveg á sairia hált aftur, ef mér gæfist tækifæri til þess. Eg lifi ekki í gamla tímanum, eins og sumir, heldur skemmti mér við líðandi stund. Um daginn fór eg í kvikmyndahús, þar sem sýndar voru gamlar kvikmyndir. Eg sá sjálfan mig og fór að skellihljá. Við hliðina á mér sat gömul kona, sem sagði mér, að hafa ekki svona hátt. „Það skal enginn lilæja að honum, ef eg má ráða,“ sagði liún. Eg veit, hvernig gömlu konunni var innan hrjóst. Eg vil heldur ekki að neinn lilæji að honum. Jafnvel ekki hann sjálfur. Eg man vel eftir þvi, þegar eg ^ar að aura saman, til þess að geta séð liann í gamla daga. Baðmullariðnað^ ur Breta ekki < þ|óðnýttur. Baðmullariðnaður Breta mun ekki verða þjóðnýttur, segir Sir Stafford Cripps. Ilann er, sem kunnugt er, verzlunarmálaráðherra í hinni riýju stjórn Attlées og var nýlega á ferð í Lanca- shire, þar sem bómullariðn- aður Breta hefir aðsetur sitt. Kvað hann stjórnina mundu ! gera það, sem hún gæti, lil þess að treysta betur grund- völí þessa iðnaðar og muridi opinber nefnd skipuð í þeim tilgangi. Þá segir Cripps, að ef til vill mundi stjórnin verða að draga úr fatnaðar- skammti almennings. Forsætisráðherra lepp- stjórnarinnar í Indo-Kína, sem Japanar settu þar á stofn hefir hvatt alla íbúa landsins til þess að halda áfram bar- áttunni fýrir sjálfstæði sínu. Hann hélt ræðu og réðist í henni á Frakka og sagði að ekki kæmi lil mála að landið kæmist aflur undir áhrif ])eirra. Hann sagði, að það væri skylda hvers manns í kmdinu, að láta lieldur lífið í baráttunni gegn yfirráðum Frakka, en að komast aftur undir stjórn þeirra. Ræsi út „Annar einkabílstjóri“ hefir sent um sveitir. mér umkvörturiarhréf það, sem her fer' á eftir. Iiann segir: „Eg sé að einkabílstjóri (G-...) hefir sent berg- máli kvörtun um ófærð á veginum meðfram Hafnarfjalli og má segja, að hann liefir lög að mæla. En hann hcfði vel mátt bæta við kvört- uri urri fyrirkomulag á ræ’sum eða smábrúm víða út um sveitir^ en úr þvi að hann hefir ekki gert það, þá ætla eg að gera það. Eg vona, að þessi kvörtun beri árangur, því að mörg ræsa þeirra, sem mikil umferð er um, eru bókstaflega stór- hættuleg, þegar bílstjórar, sem eru óvanir veg- unuin, eru á ferð. * Ræsin eru Víða háttar svo til, að vegurinn er of mjó. breiðari en ræsið, sem í honum er. Hefir hann þá að líkindum verið breikkaður eftir að hann var lagður uppruna- lega, en ekki hirt um að breikka ræsin jafn- framl, svo að öðrum megin er skarð inn í veg- inn, mismunandi langt. Þess er rétt að geta, að sums staðar, þar sem svona háttar til, hefir grjót verið látið við ræsið, til að vara veg- farendur við hættunni, en því er bara ekki að heilsa, að þetta sé alltaf gert og skapar það talsverða hættu, þótt ekki hafi komið að sök, svo að menn viti. En hættan leynist þar samt * Ræsin nái út Það virðist ekki mundu vera svo fyrir veginn. ýkja kostnaðarsamt, að gera þa'ð að fastri reglu, að hafa ræsin alltaf breiðari en veginn, þegar vegir eru lagðir. Það vita allir, að vegirnir eru alltaf beikkaðir síðar meir og þá verður komizt hjá þeiiri snún- ingum, sem i því eru fólgnir að þurfa að breikka ræsin og þá verður lika bægt burtu liættunni, sem stafar af því^, að ræsin verða of irijó, þegar vegurinn er breikkaður. Skal eg svo ekki hafa þessi orð fleiri um ræsin, en snúa mér lítillega að útskotunujrf á vegunum. ' * Þu-rfa aði vera Sums staðar á landinu eru út- auðkennd. skot á vegum — staðirnir, þar sem vegir hafa veið breikkaðir lítið eitt, til þess að auðveldara sé að mætast —- véí'ið merkt, en þó vantar mjög á, að þetta sé- algengt. Eg hefi víða farið um landið og liefir mér allaf fundizt mikill hægðarauki að þvi að aka þá vegi, þegar jafnan er hægt að sjá, liVort maður sjálfur eða bíll, sem á móti kemur, er nær útskoti. Það kenntr lika í veg fyrir tafir, þégar engin liætta er á því, að bílar mætist mitt á milli útskota og annara verður að „bakka“ langar lei'ðir. Ætti að gera það að reglu, að auðkenna útskot á vegum hvarvetna, á land- inu.“ ' Gasið. Eg hefi ekki oft heyrt kvartað undari: gasleysi hér i bænum, en .þó lteld eg, að það sé nokkuð títt, að lieldur Íítill þrýstingur sé í gasæðunum. Að minnsta kosti verður maður stundum var við það hér í prentsmiðjunni, að illa gengur að halda blýinu nægilega heitu í þeini bræðslupottum setriingavélanna, scm hitaðir eru, rriéð gasi. Er það nijög bagalegt, þegar slíkt á sér slað, þvi að það veldur allskonar erfiðleikuni í prentsmiðjunni og vekur gremju hjá ölluni, seiii hlut eiga aS niáli. En sem betur fer, er það sjaldgæft, að gasskorlurinn sé svo mikill, að tafir verði af. * Gamalt Gasstöðin er nú orðin allgamalt fyr- fyrirtæki. irtæki og hefir reynzt prýðilega, siðan hún tók til starfa. En það ér ekki nema eðlilegt, að húp sé eitlhvað farin að ganga úr sér og bærinn er nú orðinn svo stór, að gasstöðin getur engan veginri fullnægt-þeim kröfum, sem til herinár erú gerðar, þegar raf- magnið bilar, en eins og allir vita, sér það nú milflum hluta bæjárbúa fyrir afli til matártil- húnings. Mun líka hafa verið gripið til þess ráðs, þegar svo hefir staðið á, að loka alveg fyrir gasið um tíma, en hleypa síðari' á með fullum krafti. * Aukning og Enda þótt gasstöðin sé ekki leng- endurbætur. ur eins mikilvægur þáttur í bæjar- lífinu og áður en rafmagnið komst í almætti sitt, kemúr þó auðvitað engum til hug- ar, að liún eigi ekki framtíð fyrir sér við hlið rafveitunnar. En það virðist líka jafn sjálfsagt, að aukning og endurbætur fari fam á gasstöðinni, svo að hún verði ávallt vandanum vaxin, ef raf- magnið bilar, eins og komið hefir fyrir.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.