Vísir - 01.09.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 01.09.1945, Blaðsíða 2
V I S I R Laugardaginn 1. september 1945 ^tiíÍLlTi vantar nú þegar í eldhúsið á EIli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Upplýsingar gefur ráðskonan. / ALI EK AUSTURSTRÆTl allskonar ALiGLÝSINGA rEIKNlNGAR VÖRUUMBLOIR VÖRUMIÐA BÓKAKÁPUR BRÉFHAUSA VÖRUMERKI VERZLUNAR- MERKI, SIGLL IZ. GÆFAN FYLGIR hringunum frá SIGURÞOR Hafnarst.rætj t Beztu úrin frá BARTELS, Veltusundi. Sími 6419. látið ekki flöskurnar liggja hjá yður ónotaðar. Sendið þær í næstu búð, sem greiðir 25 aura fyrir hverja flösku. COCA COLA. Hann laug sig inn á þann fyrsta, sem lét hann fá hlutverk. SkewBimiileg frtisögn ssns Bsvertsicj \ ssss Jnhnsen kasnst í kviknssjBSílirssaa*. Kvikmyndaleikarinn Van Johnson er einn af „eftirsótt- ustu“ karlmönnunum í Hollywood. Jafnvel Frank Sinalra, sem allar 10—15 ára stúlkur i Bandaríkjunum dást að, kemst ekki i hálfkvist við hann. Eitt aðaláhyggjuefni flestra stúlkna á þessum aldri, er að þær óttast að hann verði kvæntur þegar þær verða komnar á gifting- araldurinn og geti því ekki gifzt honum sjálfar. Van Johnson ec fæddur i Newport í Bandaríkjunum árið 1917 og er liann því 28 ára núna. Þegar liann var drengsnáði slitu foreldrar lians samvistum og liefir hann síðan dvalið lijá föður sinum og ömmu. Faðir hans er mikilsvirtur fasteignasali í Newport og í góðum efnum. Þegar Van var í barnaskóla sóltist hann mest eftir kunn- ingsskap við þá sti'áka, sem höfðu greiðan aðgang að bún- ingsklefum á baðslaðnum skammt frá skólanum, en með því gat liann verið ó- keypis á baðstaðnum allt sumarið. „Það er svo lómlegt núna, þegar allir sumargest- irnir eru farnir,“ sagði hann þegar sumarið var búið og skólinn um jiað bil að hefjast aftur. Hún vildi ekki sjá hann. Þegar hann var búinn í barnaskólanum, var hann settur í gagnfræðaskóla. Þeg- ar liann liafði lokið prófi frá honum, hóf hann að vinna lijá föður sínum, bæði sem einkaritari og bókhaldari, en lionum leiddist sú vinna fram úr hófi. Þetta sumar, sem hann losnaði úr gagn- fræðaskólanum, kynntist hann ungri stúlku, sem hann varð ástfanginn af. Stúlkan, sem yar þá nýkomin heim úr ferðalagi um Evrópu, vildi hvorki sjá hann né heyra, en hafði þó gefið honum eitt- hvað lítilsháttar undir fót- inn áður. Þar sem þetla ástaræfin- lýri lians fór út um þúfur, lagði liann land undir fót og hélt lil New York með þann ásetning að gerast leikari. Haíin var með aleiguna utan á sér og m. a. fimm dollara í vasanum. Leitar sér atvinnu. „Þegar eg kom til New York,“ segir Yap í blaðavið- tali, „var það fyrsta verk mitt að rífa úr simaskrám nöfn allra leikhússtjóra og yfirleitt allra jieirra, sem ein- hver afskipti höfðu af leik- húsum. Eg byrjaði á A-inu og liélt síðan niður eftir staf- rófinu, þar til eg var búinn að fá geysilega mikið af lieim- ilisföngum slírka manna. Eitt kvöld er eg var á leið lieim til mín, þreyttur og vonsvik- inn, sá eg að ljós var í skrif- stofu eins leikhússtjórans, sem var á „skránni“ lijá mér. Eg hugsaði sem svo, að liika er sama og tapa, og fór þvi rakleitt upp í skrifstofu hans. Er eg kom inn í biðstofuna, var konan hans þar fyrir. Eg hrosti mínu fegursta brosi (eg er viss um að hún hefir séð allar 32 tennurnar upp í mér) og spurði eftir luis- bóndanum. Hún lileypti mér orðalaust inn á einkaskrif- stofu hans. Hann var fyrsti maðurinn i New York, sem eg kom til i atvinnuleit og fékk að tala við. Þóttist alvanur. Hann spurði strax hvar eg hafði leikið áður og eg svar- aði lionum því til, að eg hefði leikið mörg stór hlutverk heima í Newport, sem var þó hrein lygi. Ennfremur skrökvaði eg því að eg hefði numið inikið í leiklist og væri sem sagt, fær í flestan sjó. En „sá gamli“ var enginn „sveitamaður“. Það varð þó úr að eg átti að koma næsta inorgun í leikhús lians, til þess að hægt væri að reyna mig. Eg æfði mig í að syngja alla guðslanga nóttina og kom svo eldsnemma í leikhúsið, skjálfandi á bein- unum, Mér var skipað að syngja eitt lag. Til allrar hamingju var svo skuggsýnt í leikhúsinu, að ekki sást á mér livað taugaóstyrkur eg var. Þegar eg þafði lokið söng mínum var sem þung- um steini væri af mér létt, er eg heyrði að einhver sagði: „Þú ert ráðinn“. Þessi revya sem eg lék i, „gekk“ ekki nema i tvær eða þrjár vikur, svo að eg varð atvinnlaus eins skyndilega og eg hafði fengið atvinnu. Tilviljun. Það var hrein tilviljun, sem réð því, að eg fékk lilut- verk skömmu seinna. Eg hafði hitt kunningja minn, sem hafði hlutverk í leiknum ,,Ný andlit“, og fór með hon- um á æfingu í leikhúsinu. Af einskærri tilviljun var eg á dansslcónum, svo að leik- stjórinn hefir álitið mig vera einn af leikendunUm, því að skömmu eftir að eg var sezt- ur á áliorfendabekkmn, kall- aði hann: „Þú þarna, ætlar þú elcki að æfa líka ?“ Mér rann kalt .vahi milli skinns og liörunds. Eins og örskot þaut sú hugsun í gegn- um huga minn, að nú hefði eg dottið í lukkupottinn. Eg greip því tækifærið fegins hendi og fór upp á „s°.nuna“, Mr&ssgátss mr. 33 SKÝRINGAR: p Lárétt: 1. SamaH verð. 8. Hljóða. 10. Á fæti. 12. Hlemmur. MBr 14. Tvíhljóði. 15. Tit--|BH- ill. 16. Orðanna. 17. 'Upphafsstafir. 18. Glima. 19. Rifrildi. 21. Önd. 22. óðan. 25. í eldhúsi. Lóðrétt: 2. Vann. 3. Bókstafa. 4. Þraut. 5. Kaupmaður. 6. Fiskur (danska). 7. Rangt. 9. óvinur. 11. Ungi. 13. Eldstæði. 2Ö. Fugl. 21. Hægt. 23. Upphafsstafir. 24. Kennari. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 34. Lárétt: 1. Álft. 4. ólst. 8. fár. 9. api.: 10. Isar. 12. ógát. 13. gedda. 15. fræ. 17. Víóla. 20. Skor. 22. tunna. 24. lóð. 25. soð. 26. arin. 27. raða. Lóðrétt: 1. Áfir. 2. lás. 3. frag. 5. laga. 6. spá. 7. Tito. 11. refir. 12. ódæll. 14. dró. 16. ösla. 17. voði. 18. ausa. 19. baða. 21., kór. 23. moð. BRIDGE-ÞRAUT. 9-8-5 Á-9-7-5 D-10-6-2 8-3 A V ♦ * D-G-7-6-3 10-6 9-7 K-G-10-4 A V ♦ * K-2 G-8-4-3 -G-8-4-3 9-6-5 Suður gaf grörtd. Vestur A Á-10-4 V K-D-2 ♦ Á-K-5 * Á-D-7-2 og sagði tvöbætir við þriðja grandinu og pass. Norðurþað er spilað. spunnið, Er Iéjkstjórinn hafði séð mig dansa var hann á- nægður með mig og þá út- skýrði eg fyrir honum mis- tökin. Hann sagði að það væri allt í lagi og spurði hvort eg gerði mig ánægðan með 20 dollara á viku. Eg tók því tilboði fegins hendi. Seinna þegar leikflokkurinn kom til Boston voru launin hækkuð upp í 30 dollara um vikuna. Harðnar í ári. „ En aftur harðnaði í ári hjá mér. Nú vann eg ýmist sem lcórdrengur eða lék i smáhlutverkum í ýmsum leikjum og voru launin eftir þvi. Næsta hlulverkið, sem eg fékk og orð er á gerandi, var i Buffalo. Þar lék eg í leik með Mary Martin, sem hét „Átta men’n frá Manhattan“. Þar var eg að nokkru leyti sjáfs mín herra og mér leið vel, því að við skiptum tekj- unum af leiknum, á milli okkar 8 leikendanna. Nú bötnuðu kjör mín,“ segir Van. „Nú fór eg að fá veigameiri hlutverk og ferð- aðist víða. Síðasta leikritið, sem eg lék í „gekk“ í 9 mán- uði. Þegar sýningum á því var lokið, fór eg heim til þess að heimsækja föður minn, en þá skeði það, sem skapaði tímamót í lífi mínu. Mér vai'u boðin staða hjá Warner-bræðrunum og laun mín ákveðin ,300 dóllarar á viku. Rekinn frá Warners aftur. Eg flýtti mér því til Los Angeles, en það var eins og ólánið elti mig. Þegar kynnti þeim, að eg væri kom- inn, var mér þvi einu svarað til að eg yrði látinn vila, þeg- ar hægt væri að nota mig! Skömmu siðar fékk eg híut- verk í glæpamjmdinni „Morð- ið í stóra liúsinu“ og er töku þeirrar myndar var lokið, var samningi mínum við Warners riftað og eg at- vinnulaus enn einu sinni. Eg fór þvi hið bráðasta til New York aftur. Þar hitti'eg kunn- ingja minn, sem var i miklu áliti hjá Metro-Goldwyn- Mayer kvikmyndafélaginu. Kynnti hann ýmsar stjörnur fyrir mér, sem störfuðu hjá félaginu. Viðskiptum okkar lauk þannig að eg var ráðinn hjá M.G.M. Fyrsta myndin sem eg lék í hét „Glæpir borga sig ekki“ og sú næsta hét „Stríðið við frú IIudley“ og eftir tölcu þeirrar kvik- myndar fór mér að líka lífið í kvikmyndunum“, segir Van að lokum. Síðan þetta skeði hefir hróður Van Johnsons sem kvikmyndaleikara vaxið stöðugt og nú er hann einn af vinsælustu leikurum í Bandaríkjunum. Nýlega var sýnd hér á Gamla Bíó kvik- myndin „Systurnar og sjólið- inn“. Hann fór þar með eitt aðalhlutvei’kið. Seljum næstu daga ódýrt kvenskótan í litlum stærðum. til að sýna livað í nng værihringdi til Warners og til- ,%%85.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.