Vísir - 18.09.1945, Blaðsíða 4
4
V I S I R
Þriðjudaginn 18. september 1945
VtSIB
DAGBLAÐ
Ctgefandi:
BLAÐACTGÁFAN VISIR H/F
Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson,
Hersteinn Pálsson.
Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni.
Afgreiðsla: Hverfisgötú 12.
Símar 16 6 0 (fimm línur).
Verð kr. 5,00 á mánuði.
Lausasala 40 aurar.
Félagsprentsmiðjan h/f.
Landsbanki Islands.
Uú í dag eru sextíu ár liðin frá því er sett
voru lög um Laridsbanka Islands. Höfðu
staðið’ nokkrar deilur um stofnun þessa inn-
an Alþingis á árunum næslu á undan, svo
sem verða vill, þegar mikið er í ráðizt. Á
íslenzkan mælikvarða var fyrsti vísirinn að
banka allmyndarlegur. Laridsjóður lagði hon-
um til tíu þúsundir króna, en gaf auk þcss
út seðla sem námu samtals hálfri milljón
og lét bankanum scðla þessa í té eftir þörl'um.
Peningaekla hafði mjög háð öilum viðskipt-
um í landinu, enda munu greiðslur hafa far-
ið fram í fríðu að mestu, allt til þes's er bank-
inn var stofnaður. Bankinn byrjaði smátt, en
mjór er mikils vísir og sannaðist það hér.
Nú skiptir velta bankans hundruðum
milljóna og innistæður hans erlendis einnig,
en á ýmsu hefur oltið um reksturinn, eins
og hlaut að verða á umróts og liyltingatím-
um. Þrátl fyrir margskyns truflanir i l'jár-
hagslífi þessa lands og arinara, hefur stjórn
bankans verið í senn örugg og farsæl.
Eftir að Landsbankinn tók til starfa tók
atvinnulíf landsmanna mjög að glæðast, enda
má segja að tiltölulega hafi stórvægilegar
framfaíir átt sér stað um aldamótin í skjóli
stofnunarinar. Farið var varlega í alla láns-
starfsemi, enda einkum lánað út á fasteignir
í fyrstu, en víxillán voru aftur á móti fágæt
og valt á smáum fjárhæðum að svo miklu
leyti, sem þau komu til greina. En fljótlega
sótti reksturinn í það horf að hankinn varð
almennur viðskiptabanki, sem hefur allt til
])CSSU gegnt veigamestu hlutverki í fjárhags-
lífi og atvinnulífi Iandsmanna. Nú hefur
bankinn l'ast samband við banka í flestum
. löndum Evrópu og Ameríku, þeim sem við-
skiptum þjóðarinnar er beint til.
Um 1880 ríkti hið mesta harðæri hér í
landi, enda streymdi fólk þá unnvörpum til
annarra heimsálfa. Fátækt og vesaldómur
ríkti í rauninni í algleymingi, þannig að
þjóðin fékk ekki staðist harðærin, fénaður
hrundi niður, menn stóðu uppi eignalausir
og áttu margir hvcrjir það eitt athvarf að
ilýja land. Allt frá stofnun bankans hcfur
hagur ])jóðarinnar og raunar hvcrs einstakl-
ings farið síbatnandi, og mun þar ráða mestu
iiuv hve fjárveltan hefur aukizt og greiðari
aðgangur er að peningum. Áður þurftu menn
að taka út laun sín í vörum, þörfum eða
óþörfum, og voru þannig gersamlega háðir
þeim, sem vinnuna veiltu eða vöruna seldu,
on nú er beinlínis lögákveðið að laun skulu
grciðast i peningum, og éru menn þannig
ekki lengrir ofurseldir misjafnlega samvizku-
sömum vinnuveitendum cða verzlunarfyrir-
tækjum. Mun nú að mestu óþekkt að launa-
greiðslur séu inntar af hendi á annan hátt
<?n með ,,beinhörðum“ peningum.
Landsbanki Islands stendur nú föstum l'ót-
xim, og raunar má segja að víða standi bú
hans á fótum. Þessi stofnun hefur sigrast á
ollum erfiðleikum til þessa, en ’mun eflast
mjög um ókomin ár og -á að gera það. Hún
hefur innt þjóðnýtasta starfið af hendi, sem
unnið hefur verið í landinu, en þótt nokk-
nrrar gagnrýni hafi gætt á vaxtakjörum og
ntlánsháttum, en með því einu móti heftir
iverið unnt að tryggja reksturinn.
Enn um húsaleigulögin
Fyrstu dýrtiðarráðstafanir
stjórriarinnar 'hér á landi
síðan Slríðið skall á, var að
banna að hækka húsaleig-
una. Við þessu var elckert að
segja, ef samtímis liefði ver-
ið bönnuð hækkun á lcaupi
og verði á hverskonar innl.
framleiðslu, en svo var ekki,
en aftur á móti var litlu síð-
ar skellt á hinum mjög svo
óviðeigandi og harkalégu
húsaleigulögum. Eg tel lík-
legt að þau hafi verið sctt
með þeirri sannfæringu, að
þau væru lil bóta fvrir kauj>
staðarbúa, en það kom fljótt
i ljós að svo var ekki, en aft-
ur á móti liefir leitl af þeinr
ærin og margháttuð spilling.
Verkun laganna til þessa
tima:
Það var strax ljóst, að hús-
næði jókst ekki þótt fólk væri
með lögum í raun réttri
kyrrsetl í húsum og er enn.
En vegna þeirrar skerðingar
á rélti húseigenda, mun það
1 vera alltítt, að þeir liúseig-
(endur, sem hafa góðar al-
j vinnutekjur, leigja ógjarnan
ja’ftur, ef eiltlyvað losnar hjá
þeim, stofa eða íbúð, og er
I það að vonum, að þeir vilji
! komast hjá að eiga það und-
ir úrskurði einliverrar sam-
settrar nefndar, hvort þeir
megi liýsa börn sín eða for-
eldra.-Þetta er ein afleiðing
húsaleigulaganria-
Þessi skerðing á rétti hús-
eiganda virðist verka svo á
suma leigjendur, að þeir við-
jhafa gagnvart luiseig. hæg-
' lætisyítirgang, Mtilsvirðingu
og jafnvel frekju, sem leið-
jir af sér sundurþykkju og
, ófrið. Það getur líka komið
lóþægiléga við leigjanda, að
verða silja kyrr ár eftir ár,
þótt honum henti ekki ibúð-
1 in, liún sé of lítil eða of stór,
! eða fvrir sundurþykkju við
, húseiganda eða annað sam-
i býlisfólk. En liann þorir
ekki að segja lausri ibúðinni.
I Fær kannske ekkert i stað-
linn. Alll stendur fast.
| Það er kunnugt að margs-
konar spilling og Inisaleigu-
okur hefir orðið til og þró-
azt, siðan húsaleigulögin
voru sett og seni var eklci
þekkt áður.
Kosti húsaleigulaganna er
erfitt að finna. Og er eg ekki
þar með að ásaka þá, sem
setlu þau, en það varð nú
svo, að aðalstvrkur þeirra
er að ráðast á eignar- og um-
ráðarétt húseiganda, og ken>
! ur það harkalega niður a
þeim, sem eiga gömul lnis,
I sem er aðallega g.imalt fólk.
’ Slík hús þurfa árlega mikið
I viðliald, en ])að er með öllu
l útilokað að halda þeim við
af húsaleigunni. Smáaðgerð-
ir kosta kannske árshúsa-
leigu eð.a meii’a.
Afleiðingin verður því, að
hús þeirra, senx ekki hafa
góðar atvinnutekjur, grotna
niður og þeir neyðast til þess
að selja þau, enda mun hér
vera allmikið um húsasölur,
því hér eru við höndina fjár-
sterkir einstakling.ar og fé-
lög, sem eru tilbúin að
kaupa.
Þella er kannske sú jafn-
aðai’stefna, sem koma skal,
að húseignir -— aðallega hér
í bæ—, komist að verulegu
leyti undir yfirráð stórríkr.a
manna liér og utanbæjar-
manna.
Þeir, sem byggja ný hús,
munu fá að taka húsaleigu
í sami-æmi við byggingar-
kostnað, og er það réttmætt.
Sumii’, einkuin leigjendnr,
eru að gefa frá sér þá speki,
að gömul hús, er byggð voru
fyrir 30—40 árum, hafi orð-
i'ð miklu ódýrari. Þetta er
mikil fáfræði eða blekking.
Kaupmáttur gjaldeyris vár
miklu meiri á þeim tima.
Þá kostaði t. d. æiin að
vori 12 kr., kjötið 30 aura
kgT, smjör 1.20 kg., mjolk
10 aura lítri, egg 5 aura stk.
o. s. frv.
Hinn rétti mælikvarði á
húsaverði, fyrr og nú, er,
hvað xnörg dagsverk þurfti
til þess að koma upp sam-
bærjlegu Iiúsi þá og nú.
Eg liygg, að færri dags-
verk þurfi til þéss nú, þvi að
ýúisar fljótvirkari aðferðir
lil bygginga liafa verið tekn-J
ar upp.
Ennfremur er samanburð-
ur á kaupi þannig, að til þess
að fá kaupupphæð þá, sem
verkamenn fá nú fvrir vinnu
siua á dag (8 tíma) þurfti
að vinna fvrir 30—40 árum
5—6 daga með 10 tím.a1
vinnudag.
Þarna er að finna lxinn
rétta mælikvarða til saman-
burðar á húsverðinu. Eg er
einn þeirra fjölda irianna,
sem get ekki séð að hús.a-
leigulögin séu til nokkurra
bóta, miklu fremur mjög
várhugaverð.
Er það að jafna fjárhags-
afkomu manna að leigjend-
ur með 30—40 þúsund króiía
laun geta nú setið eftir vild
í íbúðum i skjóli húsaleigu-
laganna fyrir mánaðarleigii
sem svarar 2 daga kaupi
þeirra, en annars vegar er
aldraður liúseigandi, karl
eða kona, sem allan bezta
tím.a ævi sinnar voru að
vinna og spara til þess að
eignast hús yfir sig og líka
í von um að geta haft af því
lífeyri? Þelta er gert að engu
með harkalegum kúgunar-
lögum.
Það er fögur lxugsjón að
segja: „Gjör rétt, þol eigi ó-
rétt“. En leilt, ef það er að
erigii liaft.
Það mun nú vera svo í
þessu lilfelli sem öðrum, að
þeir, sem ekki verðá fyrir
fjártjóni og réttindaskerð-
ingu vegna jfessara laga,
láta sér á sama standa um
lögin. Það er of .almenn sú
liugsun hjá okkur, að hirða
lítt um að ganga í lið nieð
þeirn, sem beittir eru órétti,
ef það ekki mrr til þeirra
sjálfra, og þar í liggur hætt-
an á viðum grundvelli fyrir
þjcðarheildina.
Allar stéttir hér liafa við-
urkenndan rétt yfir vinnu
sinni, framleiðslu og eignum
nema húseigendur.
Engin stétt manna hér
liefir sýnt shkt þollyndi sem
húseigendur gagnvart ^þess-
um einstæðu lógum, og má
vera, að það hafi verið með-
l'ram af því, að þetta voru
stríðsi’áðstafanir og menn
væntu, að þau stæðu ekki
lengi, erid.a gefið í skyn, og
talið víst, að lögin yrðu strax
afnumin að striðinu loknu
og vel hefði nxátt gjöra það
á síðasla Alþiugi, en svo var
nú ekki,
Sigurour alþm. Kristjáns-
son, sem hefir ávallt verið
andvígur þessu eindæma
ranglæti gagnvart liúseig-
endum, hreyfði þessu máíi
á síðasta þingi, en ]xað fékk
mjög kuldalega meðferð,
seiii 'gefur grún um að all-
Framh. á 6. síðu
Englands- Frá Snæbirni Jónssýhi bóksala hefi
póstur. eg fengið eftirfárandi bréf um hið
slæma póstsambands, sem nú er vi'ð
Bretland, þótt ritskoðun sé aflétt og tafir af
hennar völdum ekki lcngur. Snæbjörn segir:
„Það má heita nauðsynjamál, sem Vísir liefir
tekizt á hendur með því að víta ólag það, sem
nú um hríð hefir verið á póstsamgöngum milli
íslands og Bretlands. Umræður um málið mega
ekki niður falla, fyrr en ráðin hefir verið bót
á ólagi þessu. Ilér er sem sé um hneykslismái
að ræða.
*
Dæmi Væri vel, að sem ftestir vildu draga
um tafir. fram dæmi úr eigin reynslu, til þess
að ljóst verði, hve ófrægilegt ástand-
ið er. Þannig vil eg t. d. láta þess getið, að
eg hefi þrjá síðustu daga (en þetta skrifa cg
13. sept.) vcrið að fá enskan bréfapóst alla lcið
frá því í júlí. Eg á hér við póst sendan eftir
veiíjulegum leiðum, en um flugpóst virðist held-
ur ekki vera sem skyldi. Svo var talið i blaða-
fregnum, að það samband ætti að hefjast 13.
ágúst. Sunnudaginn 12. ágúst skilaði eg hér á
pósthúsinu nokkrum bréfum, sem sendast skyldu
til Englands með flugpósti.
/ *
Lítill í dag hefi eg.frétt um eitt þeirra (um
flughraði. hin er mér ókunnugt), að það hafi
komizt viðtykanda í nendur i London
25. ágúst, og hefði ekki ált að þurfa á flugi að
halda, til þess að ná þeim hraða. Og í dag fékk
eg frá London bréf scnt þaðan 29. ágúst, greini-
lcga merkt og fullkondega frímerkt til ílugsend-
ingar. Það hefir þvi verið fullan hálfan mánuð
á leiðinni, og mun hafa komið með Brúarfossi,
því að ekki er á því neinn Reykjavíkur-póst-
stimpill. Það er gagnslítið, að inenn séu að írí-
merkja b.réf sín lil flugsendingar, ef þau eru
svo ekki send loftleiðis, en á það má brsýni-
lega ekki treysta. Meðan svo er, liggur nærri
að lita á umtal um flugpóst á milli landa sem
ginningu, er vart má sæmileg heita.“
*
Illt ástand. Það eru mjög margir, sem hafa
nú þessa sögu að segja, þvi miður.
Þólt svo eigi að heita, að menn njóli þeirra
þæginda í póstsamgöngum, að flugvélar sé farn-
1 að flytja póst milli landanna, liefir það ekki
haft nein áhrif í þá átt, að póstur sé fljótari á
leiðjnni en áður. Áður fyrr, meðan striðið geis-
aði en nog gera varð ýmislegar varúðarráðstaf-
anir i stríðslöndunum, bjuggust menn ekki við
öðru en töfum í póstséiidingum, meðal annars
vegna ritskoðunarinnar. En nú er sú orsök taf-
anna úr sögunni og verður því að ætlast lil
þess, að réttir aðilar fái upplýst, hvað um.veld-
ur nú og fái þvi kippt í lag.
*
Mjólkin. Það heyrist viða kurr i mjólkurhúð-
um um þessar mundir. Og er það furða!
Mjólk og allar mjólkurafurðir komnar skyndi-
lega upp úr öllu valdi og visitalan á förum sömu
leið i næsta mánuði. Allt í einu er hætt að
borga niður dýrtíðina og margir sjá fram á
rekstursstöðvun á mörgum sviðum, ef nú verð-
ur ekki loksins látið til skarar skríða með rót-
rækum aðgerðum gegn dýrtiðinni. Og það heyr-
ist ekki aðeins kúrr meðal fólksins nú — þvi
að í fyrsta skipti heyri'st allt í einu, að nicnn
eru farnir almennt að óttast afleiðingar vill-
unnar á undanförnum árum.
*
Iíjötið. Fxaustverðið á kjöti á að gera heyrin-
kunnugt fyrir fimmtudaginn 20. þessa
mánaðar. En margt heyrist um það, hvernig haga
eigi verðinu að þessu sinni. Sagan, sem flestir
segja, er á þá leið, að verðbæta eigi 600 gr. af
kjöti handa hverjum manni á viku, eða rúmt
pund. Verður þetta kjöt þá selt við sama verði
og í fyrra. Það af kjöti, sem menn vilja siðan
fá umfram þenna litla skammt, en ehdisl vart
meira en í mál, verða menn að borga með tíu
krónum hvert kílógramm. Með öðrum orðum, að
mikill hluti kjötsins er tekinn út úr vísitölunni.
*
Leikslok. Eg hitti í gær gamlan bónda, traust-
an og greinagóðan mann, sem reif sig
upp úr fátækt með frábærri elju og atorku og
býr nú prýðilegu búi í einni af sýslunum í
grennd við Reykjavík. Dýrtíðin í landinu barst
i tal, eins og vænta mátti, cftir síðustu atburði.
Hann sagði eitthvað á þá leið, að það færi nú
að draga að leikslokum i verðlagsvitleysunni
hjá okkur. Eg held, að það sé elcki fjarri sanni
hjá honum. Við erum komnir syo langt, að við
hljótum að sökkva i kviksyndið, el' við gerum
ekki stórkostlegá tilraun iil að bjarga okkur
til lands.