Vísir - 20.09.1945, Side 4

Vísir - 20.09.1945, Side 4
4 V I S I R Fimmtudaginn 20. september 1945 VlSIR DAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐADTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 16 6 0 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h/f. Á leiðarenda. Varla er hugsanlegt, að stjórnin liafi af á- settu ráði látið verð mjólkuraíurða hækka um 25% til almennings, ef hún hefur liaft einhver skynsamleg ráð til að afstýra þvi. Þessi hækkun hefur ill áhrif á fólkið, scm hlýtur að álykta, að dýrtíðin sé nú að sprengja af sér öll bönd, og ríkisstjórnin fái ekki við neitt ráðið. Svo mun þó ekki vcra enn sem komið er. Stjórnin ge,tur vafajaust haldið verðlaginu í skcfjum nokkra mánuði enn, þótt ekki sé það ncma gálgafrestur, cn liitt mun reynast erfiðara, að finna færa leið út úr erfiðleikunum, cins og málum er nú komið. Sýnilegt er nú, að það kostar ríkissjóð miklu mcira fé en áðnr, að halda i skefjum verði landhúnaðarvara. Sé það gert með sama hætti og áður, kostar það varla minna en 22—25 milljónir króna, að halda kjöt- og mjólkurafurðum næsta ór í sama útsöluverði og á þessu ári. En þótt þetta væri gert, þá ynnist aðeins það, að vísitalan mundi lítið hækka, eða að dýrtíðin rrtundi svo að segja standa í stað. Þrátt fyrir svo gífurlegar fjár- greiðslur á altari dýrtíðarinnar, miindum vér aðeins tjalda til cinnar nætur, aðeins kaupa oss stuttan gálgafrest, vegna þess að dýrtíð- in héfur ekkert minnkað. Við höfum aðeins komið i veg fyrir að hún gæti vaxið. Þó cr öllum ljóst, að mcð þeim tilkostnaði, sem nú er, með þeirri vísitölu, sem nú gildir, geta j atvinnuvegirnir ekki starfað nema nokkra mánuði ennþá. Ef haldið verður áfram nið- urgreiðslum nú, án þess jafnframt að gera gagngerar ráðstafanir til að lækka verð])ensl- una, verður árangurinn sá, að erfiðleikar ])jóðarinnar vaxa gífurlega og fénu er kast- uð á glæ. Það stöðvar ekki lengur skriðuna. Nú munu flestir fara að sjá, að leið sú, er fyrrverandi ríkisstjórn vildi fara, var hin eina rélta. Núverandi stjórnarflokkar vildu í fá- víslegu ofurkappi, við valdatöku sína, sýna ])jóðinni, að þeir gætu farið þveröfuga leið, með því að hækka kaup og vcrðlag um allt Jand. Þcir sögðu, að engin ástæða væri enn til að lækka vcrðlagið. Nú er árangurinn af þessari háskalegu stefnu að hirtast. Kaup- hækkanirnar hafa valdið 10% liækkun á allri lapdhúnaðarframleiðslu. Og nú, þcgar friður er á kominn í-heiminum og húizt er við læiík- ■andi verðlagr, standa Isíendingar andspænis meiri verðþenslu og dýrtíð cn nokkru sinni1 -áður. Sýnilegt er, að komið cr nú að leiðarcnda fyrir þeirri stefnu i dýrtíðarmálunum, sem núverandi ríkisstjórn cr málsvari fyrir. Sú .stéfna. var röng frá byrjun, þótt tekizt haí'i f eilt ár að halda áfram á óheillabrautinni ún verulegra áfalla. Nú er ekki lengur hægt nð telja fólkinu trú um að þetta sé rétt stefna, vegna þcss að stcfnan er þegíir farin að dæma sig sjálf, með því að allt hallast æ meira á ógæfuhlið. Það kostar tugi milljóna króna að sökkva enn dýpra í fenið. Allt kák er nú verra en ekki. Ef stjórnar- ílokkarnir viljíl ekki lciða algert atvinnu- og fjárhagshrun yfir þjóðina, verða ’þcir nú að , snúa inn á þá braut, sem jieir fordæmdu fyrir! einu ári. Ef þeir bera gæfu til að sjá, hvernig Jiorfir, og hafa þrck til að gera það, scm rétt er, þá geta þeir hjargað sér undan skriðunni. - Orðsending f r Á f.aBidsmálafélaginu VERÐI Stutt gaman. Þaö var stutt gaman en skemmti- legt, góða veðrið um helgina. Sól tvo daga eða svo og allir þóttust sannfærðir um að’sumarið væri nú loks að ganga i garð, en menn voru varla búnir að óska sjálfum sér til hamingju með þessa breytingu, þegar aftur hreytti um og flóðgáttir himinsins opnuðust enn einu sinni og mönnunum var sýnt og sannað eins og áður, að nóg er til að „híta og brenna“ af þcssu tagi þar uppi. Við hérna niðri viljum nú helzt að gæðunum sé réttar skipt, en því mið ur er ekki verið að spyrja um skoðun okkar á þessum ólátum náttúrunnar. Og af því að eg skrifaði þetta í rigningu í gær, þurfti auðvitað að verða gott veður í dag. * AHt geta Góðviðriskaflinn byrjaði á laugardag- þeir. inn, daginn, sem brezki flugherinn minntist þess, að hafa fyrir fimni ár- um sent hátt á annað hundrað af liinum ósigr- andi flugvélum Görings vængbrotnar og brenn- andi til jarðar á suðurhéruðum Englands. Mönn- um ber ekki saman um hvar Bretinn félck þetta veður, en svo er helzt að sjá, sem hann hafi geymt eitthvað af góða veðrinu, sem við áttum að fá i sumar, i pússi sínu og hleypt þvi út — í algeru heimildarleysi — þegar honum þótti bezt henta. En af því að hann heldur sunnu- daginn ailtaf svo skrambi heilagan, mátti hann ekki standa í veðurbreytingarffamkvæmdum fyrr en næsta virkan dag eftir „weekendinn4-. * Flug- . En nú kemur „næsta vers“, en það er sýningin. ekki alveg eins. Eg brá mér suður á flugvöllinn undir lok sýningarinnar á laugardaginn, gekk þar á meðal alþýðu manna, forðaðist heiðursgestina, og iagði við hlustirnar. llétt hjá mér voru tveir litlir snáðar að talast við um kosti ílugvélanna, sem þeir höfðu kom- izt upp i. „Eg sat við vélbyssurnar aftan i húdd- soninum, maður,“ sagðí annar, „og miðaði á fólkið, sem gekk frain hjá honum.“ „Það var nú ekki mikið," svaraði liinn, „eg fór upp í virki og sat við stýrið. Það kalla eg nú flugferð," * Það verður ekki annað sagt, en að iaugardagurinn hafi verið ævintýra- dagur fyrir reykvískan æskulýð. Hann hefir 'Jöngum mænt á eftir flugvélunum, sem sveim- að hafa yfir bænum eða brunað um flugvöllinn og átt þá ósk heitasta, að vera kominn upp i ■eitthvert ferlíkjanna, sem brunað hafa um „loft- in blá.“ En á hinn bóginn he'fir mér skilist, að fjöldi hinna fullorðnu, sem fór út á völl- inn, hafi búizt við meira en raun varð á, enda hafði verið svo frá þessu skýrt i blöðum, sem varð.* Undir beru En þótt menn telji sig hafa orðið lofti. fyrir einhverjum vonbrigðuin af sýningunni, þá urðu þeir þó ekki fyrir neinum vonbrigðum af veðrinu, og mé.r er nær að halda, að mikill hluti þess mannfjölda, sem var á og við flugvöllinn á laugardaginn, hefði aldrei farfð út í góða veðrið, ef sýning- in hefði ekki verið haldin. Það er orðið svo áliðið, að fólk er hætt að fara úr bænum um helgar, því að sveitirnar eru að fá ^ sig haust- svipinn. En þarna kontu þúsundir manna út undir bert loft, sem hefðu annars setið iuni. * Iír. 10.85 Jæja, þá er kjötverðið komið og miklu kílóið. hærra, en menn gerðu nokkru sinni ráð fyrir, jafnvel þeir svartsýnustu. Kr. 10.85 —- segi og skrifa tíu krónur áttatiu og fimm — átt þú að greiða fyrir hvert kílógramm, húsfréyja góð, þegar þig langar til að brcyta til, hætta við trosið einhvern daginn og gæða þér og þínum á gómsætu dilkakjöti. „Gjafir eru yður gefnar“, var sagt einu sinni til forna. Finnst yður það Okki vel viðeigandi nú? Eg held það sé orð að sönnu, þótt vart sé liægt að halda því fram, að kjötið sé gefið neyt- endum. * Fimmtíu Hvað skyldi vísitalan hækka mikið við stig. þcssar afurðahækkanir? Þannig spyr nú almenningur. Mér hefir sagt mað- ur, sein mun hafa vit á þessu, að mjólkin og kjötið muni hækka hapa að minnsta kosti um 50 stig, ef engar sjónhverfiftgar verða liafðar i frammi. Agætt, það táknar meiri penvnga lianda öllum, unz allt stöðvast einn góðan veðurdag, rétt eins og kjarnorkusprengja hefði fallið mitt á meðal vor. Kannske það væri bezt að fá cina eða tvær kjarnorkusprengjur — þá þyrftu menn ekki að vera með nein hcilabrot framar um framtíðina, allt nnindi vera klappað og klárt, þegar sprengjunar hæfu upp þrumuraust sína. Hlutaveíta félagsins verður næstkom- andi sunnudag. Allir velunnarar félags- ins, sem hafa hugsaS sér aS gefa mum á hlutaveltuna, eru vinsamlega beðnir að tilkynna það til Varðarskrifstofunn- ar, sími 2339. Hjálpumst öll til þess að gera hlutaveltu Varðar að störfeng- legustu, happasælustu og bezt sóttu hlutaveltu ársius. HLUTAVELTUNEFND VARÐAR. T ilk^nning frá verðlagsnefnd land- húnaðarafurða um verð- ákvörðun á kindakjöti. A. Heildsöluverð til smásala: I. verðflokkur kr. 9,32 kílóið. f þessum verðflokki sé I. og II. gæðaflokkur dilkakjöts og geld- fjárkjöts samkvæmt kjötflokkun- arreglunum. II. verðflokkur kr. 8,00 kílóið. I þessum flokki sé 3. gæðaflokkur dilkakjöts og G I. III. verðflokkur kr. 6,20 kílóið. f þessum flokki sé Æ I og H I IV. verðflokkur kr. 3,50 kílóið. I þessum flokki sé Æ II og H II. B. Heildsöluverð til annarra en smásala skal vera kr. 0,28 hærra hvert kíló. C. Smáscluverð: I. Dilka- og geldfjárkjöt (súpukjöt) kr. 10,85 kílóið. II. Ærkjöt fyrsta flokks (ÆI og H I) kr. 7,25 kílóið. Sláturleyfishöfum og kjötsölum um land allt er skylt að halda bækur yfir daglega kjötsölu þar til annað verður tilkynnt. Verð þetta gildir frá og með 20. þ. m. VERÐLAGSNEFNDIN. Vonbrigði meira mundi verða um að vera en

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.