Vísir - 28.09.1945, Blaðsíða 3
Föstudaginn 28. september 1945.
V I S I R
Yfirlitsrannsókn á
náttúru íslands.
MlerkiBeg tlEBaga Sfeinþórs
Sigurðssonar.
1 nýútkomnu hefti Nátt-
úrufræðingsins kemur Stein-
þór Sigurðsson mag. scient.
fram með þá athyglisvserðu
tillögu að gerðar verði rann-
sóknir á náttúru íslands,
jarðfræði, jurtalífi og dýra,
er verði sambærilegar við
landmælingarnar sem gerðar
hafa verið hér á undanförn-
um árum.
Greinarhöfundur telur það
sskyldu okkar sem menning-
arþjóðar, að við þekkjum
sem ítarlegast okkar eigið
land og möguleika þá, sern
það hefur upp á að hjóða.
Islenzka ríkið ætti að kosta
rannsóknir þessar, eins og
það hefur kostað landmæl-
ingarnar síðari árin.
hessar rannsóknir þurfa
: að vera svo umfangsmiklar
að þær bæti að verulegu
leyti við þá þekkingu, sem
nú er á landinu. Þetta mætti
takast á 30 árum með þrefallt
starf á við landmælinguna,
og á skemmri tíma ef mönn-
um yrði fjölgað, sem að
rannsóknunum ynnu.
Sex sérfræðingar ynnu að
rannsóknunum en hver sér-
fræðingur liefði aðstoðar-
menn. Rannsóknirnar miða
ekki að úrlausnum ákveðinna
verkefna, heldur söfnun á
staðreyndum. Rannsóknirnar
verða að vera eins ópersónu-
legar og unnt er, og sem
minnst byggðar á skoðunum
rannsakanda eða ríkjandi
: skoðunum vísindamanna,
sem eru breytingum undir-
orpnar. Á þann hátt einan
gcta rannsóknirnar fengið
varanlegt gildi.
Samhliða yfirlitsrannsókn-
Tinum, sem aðallega yrðu
söfnun sýnishorna, flokkun
landsvæða eftir gróðurfari,
dýralifi eða jarðfræðilegum
einkennum, ætti ávallt að
fara fram nákvæmari rann-
sókn á smásvæðum víðsveg-
ar um landið. Þessar ná-
kvæmari rannsóknir mynd-
uðu svo grundvöll fyrir flokk
unina.
Á veturna væri unnið úr
rannsóknunum, sýnishorn-
um raðað og gengið frá
skýrslum. Eðlilegt væri, að
starf þetta færi fram í sam-
handi við Náttúrugripasafn-
ið, sem að sjálfsögðu ætti að
geyma þá muni, sem safnað
yrði. Hið nýja Náttúrugripa-
safn þyrfti m. a. að miðast
við starfsemi þessa.
Heildarrannsókn á öllu
landinu, mundi kosta 20—25
miHjónir króna. Eðlilegt væri
að leggja allmikið í stofn-
kostnað, til kaupa á heppileg-
um útbúnaði, bílum, flytjan-
legum bækistöðvum o. s. frv.
1 niðurlagi greinar sinnar
segir Steinþór: „Að 30—50
árum liðnum, mun það þykja
jafn mikil óhæfa, að eiga ekki
sæmilega heildaryfirlit yfir
náttúru Jandsins, eins og það
nú mundi þykja, að hafa ekki
sæmilegan yfirlitsuppdrátt.
Vöntun á yfirlitsuppdráttum
nú, myndi gera ýmsar fram-
kvæmdir mun erfiðari, og
eins mun vöntun á heildar-
þekkingu á landinu stöðugt
verðá till'innanlegri, er tímar
líða.
En mál þetta er ekki ein-
göngu þekkingaratriði, það er
einnig menningaratriði. Hér
er verkefni, sem okkur ber
að leysa, sem menningax*þjóð
i frjálsu landi.“
Hús og íbúðir
í Kleppsholti til sölu.
Upplýsingar gefur
UJaitei^na & 'Uerklrépaialan
(Lárus Jóhannesson, hi*m.)
Suðurgötu 4. Símar 4314, 3294.
Lokað kl. 4
á enoryyn.
öllum verzlunum bæjarins
vcrður lokað kl. 4 eftir há-
degi á morgun.
Var þessi lokunartími sam-
þykktur af kaupmannasam-
tökunum fyrir skömmu, en á
fundi verzlurarmanna á
þriðjudaginn var samþykkt
áskorun þess efnis, að sölu-
búðum skyldi lokað kl. 12 á
hádegi allan ársins hring.
Nefnd sú, sem var skipuð um
malið, hefir ekki ennþá kom-
ið til viðræðna við Verzlun-
arráðið, svo að fvrst um sinn
verður verzlunum lokað kl.
4 á laugardögunx.
ftielchlor á ieio
tiS Ameríku.
Danski óperusöngvarinn
Lauritz Melchior mun koma
íil fslands á sunnudaginn
kemur kl. 18 flugleiðis frá
Danmörku. Ilann mun aðeins
koma tíl flughafnarinnar í
Eeflavík og stan.da þar við í
eina klukkusfund.
Eins og getið var um í
dagblöðunum fvrir nokkuru
síðan fór óperusöngvarinu
flugleiðis til Danmerkur frá
Bandaríkjunum, en þar hefir
hann dvalið mörg síðustu ár.
Hann er nú einhver frægasli
Wagner-söngvari veraldar-
innar. Meðan sörigvarinn
dvaldi í Danmörku söng hann
meðal annars á afmæli Dana-
konungs, sem haldið var há-
tíðlegt nýlega. Hann mun
syngja i Bandaríkjunum nú
strax cftir mánaðamótin.
Oöosk inálning
Getum útvegað margskonar tegundir af 1. flokks
danskri málningu til afgreiðslu mcð fyi’stu ferðum
frá Kaupmannahöl'n.
Heiltlver&ÍMM
*
ÆmtE
Aðalstræti 7. — Símar 5805 og 5524.
Tilboð ósknst
fyrir næstk. laugardag kl. 6 í húseignina nr. 13 við
Óðinsgötu.
1 kjallara hússins eru 3 herbergi og eldhús, auk
þvottahúss og miðstöðvar.
Á 1. hæð eru 4 herhergi og eldhús.
Á 2. hæð cru 5 herbergi og eldhús.
Otilnis fylgir eigninni, þar sem Prentsmiðjan Hól-
ar starfar.
Ilúsin standa á 395 fermetra eignarlóð og er hér
um framtíðar stað að x*æða fyrir verzlun eða iðnað.
1. hæð er laus til íbúðar 1. októþer næstk. — 2. hæð
ca. 1. nóvember næstk. — Bakhúsið ca. 14. maí 1946.
Frekari upplýsingar gefur Hafsteinn Guðmundsson,
prentsmiðjusfjóri, og
UUaiteic^na 'UerUoré^aiaían
(Lárus Jóhannesson hrl.).
Suðurgötu 4. Símar 4315, 3294.
krönuiii og sknrðgröfiim tll afgreii
daga frá Mucheye i M Bandaríkjunysn«
OllNAí;
. ííí
Ejindargötu 9 — Sinsi 9443