Vísir


Vísir - 03.10.1945, Qupperneq 3

Vísir - 03.10.1945, Qupperneq 3
Miðvikudaginn 3. október 1945. V I S I R Verið að framkvæma fjár- skiptin austan Skjálfanda- fljóts. Frá fréttaritara Vísis á Húsavík. Eins og Vísir hefir áður skýrt frá fara á þessu hausti fram fjárskipti í Mývatns- sveit og Bárðardal — austan Skjálfandafljóts — til útrým- ingar mæðiveiki. Áður hafði verið skipt um fé í öllum öðrum sveitum, ;sem eru á svæðinu milli stór- án.na Jökulsár á Fjöllum og iSkjálfandafljóts. Vegna fjárskiptanna hóf- ust leitir á Mývatns- og Bárð- ardalsafréttum 10 dögum fyrr en venjulega. Slátrun fjárins byrjaði 12. september. t r Bárðardal er allt féð bil- flutt til Akureyrar og slátrað þar. Cr Mývatnssveit eru -dilkar fluttir til Húsavíkur til slátrunar, en l'ullorðnu fé lógað i bráðabirgðaslátur- búsi, sem útbúið var að Skútustöðum í Mývatnssveit, •en afurðirnar fluttar þaðan til Húsavikur. Er þessi hátt- mr hafður végna sóttvarna í útsveitum sýslunnar. Margt fé komst ekki lieim úr afréttinum vegna vcik- inda og var skotið þar. En það fé, sem ósjúkt var, reynist óvenjulega vænt til ifrálags. Má til dæmis nefna úr Mývatnssveit, að allmarg- :ar dilksugur gera yfir 30 kg. .skrokkþunga. Fleiri en éin veturgömul ær hefir gért ■42Yo kg. skrokkjjunga. Vct- urgamall hrútur úr Baldurs- heimi óg að kjöti 49 kg. Þyngsti dilksskrokkur var 28 kg. Hann var úr Syðri-Nes- löndum, Þctta er sönnun [)ess, hve Mývatnssveit er vcl fallin til sauðfjárræktar, hve sjálfsagt er að halda þar við sauðfjár- rækt, -r- og j)ar af leiðandi réttmætt að kosta þar til fjárskipta og koma í veg fyr- ir að sveitin fari í auðn af völdum fjárpestarinnar. Mývetningar og Bárðdælir <eru nú að kaupa'sér nýtt fé austan Jökulsár: í Axarl'irði, Núpasveit og Sléttu. Kelduneshreppur, Tjörnes- hrcppur, Húsavíkurhreppur, Reykjahreppur og Aðaldæla- hreppur, sem allir skiptu um fé í fyrra, kauþa einnig nokk- ur hundruð i'jár austan yfir Jökulsá til viðbótar því, sem þeir keyptu þá. En þeir sækja j)að íe aðallegá í Þistilfjörð og á Hólsfjöll. Þó að ekki sé farið lengra til fjárkaupanna en að fram- an scgir, taka fjárkaupaferð- irnar, þegar féð er rekið en ekki bílflutt, allt að tíu dög- um, og má samt ekki út af bera með vcður og færi, enda yfir heiðar að í'ara. Mikinn mannafla þarf lil fjárflutn- inganna. Of lífil mjólk. Um þefesar mundir minnk- ar mjólkurmagn það sem flyzt til til bæjarins nokkuð frá því sem verið hefir og mun svo verða nokkuð fram eftir mánuðinum. Er mjólkurmagnið að jafn- pði íninnst fyrri líluta októ- l)ermánaðar, sem stafar af þvi að kýr geldast, einkum þær sem komnar eru að bprði. Siðari hlúta mánaðar- ins eru margar kýr bornar og eykst 'pá mjólkurmagnið a'ftur. 1 gær var ekki unnt að full- nægja mjólkurþörf bæjar- búa, og má búast við að það vrði ekki heldur liægt næstu daga. Þetta stafar m. a. af j)vi að mikill fjöldi fólks streymir nú til bæjarins, að- allega skólafólk, svo að mjólkurþörfin vex um allt að 10% eða um 3000 litra á dag. X ám§tyrkir fíFá MeitBRtn- málaráði. Nýlega hefir Menntamála- ráð úthlutað fjögurra ára styrkjum til þessara stúdenta oið nám við erlenda háskóta: Agnari Norland til náms i skipaverkfræði við Stokk- hólmsháskóia, Bjarna Bene- diktssyni til náms í bók- menntum og sálarfræði að Uppsölum, Guðm. Björns- sýni lil nám's i vélaverk- fræði, Magnúsi Magnússyni til náms i vélaverkfræði við Cambridge-háskóla, Sigurði Helgasyni, til eðlisfræði- náms i Kaupmananhöfn og Sveini Ásgeirssyni til náms í hagfræði í Stokkhólmi. drengjamet í stangarstökki Nýll drengjamet í stangar- stökki var sett hér á íþrólla- vellinum í gærkveldi. Kolbeinn Iíristinsson úr Umf. Selfossi selti nýtt, frækilegt drengjamet í stang- arstökki á iþróttavellinum í gærkveldi. Stökk bann ‘3.58 m., sem er 2 cm. betra en fvrra mel hans frá 8. sept. Að þessu sinni niunaði afar litlu, að. Kolbeinn stvkki einhig næstu hæð — 3.70 m., — sem hefði þá verið nýtt íslandsmet, en það er 3.67 m. — Þetta nýja drengjamet Kolbeins er mjög gott, á okk- ar mælikvarða, gefur 725 slig og er næstbezta afrek í stangarstökki hér á íslandi. I gærkveldi var enn frem- ur sett nýtt met í kúluvarpi fyrir B-júníora (16 ára og yngri). Varpaði Vilhjálmur Aöhnundarson, K.R., 4 kg- kúlunni 17,10 m., sem er 13 cm. betra en fyrra metið,. er Gunnar Huseby setti 1939. Til sölu: ljósbleikir armstólar, ný- legir, mjög þægilegir skrifstofustólar. — Nokk- ur góð borð með skúfl'u á sama stað. Vesturgötu 10 uppi. Ljósatími bifreiða og lijóta kl. 19.35 til kl. 7 ár- fiegis. 25 ára afmæli Guðspekiféð. Aðalfundur Guðspekifélags- ins var haldinn á sunnudag og mánudag hér í bænum. Á sunnudaginn fóru fram venjuleg aðalfundárstörf og var öll stjórnin endurkosin, cn forseti félagsins cr Grétar Ó. Fells. Rætt var um að taka’Uipp að njrju sumarskólastarfsemi þá, sem félágið hafði með1 h'öndum fyrir stríð. Starfaði skólinn þá vikutíma í hvert sinn, og var aðalkennari hans enskur maður, Edwin Bolt að nafni. Hefur Bolt margsinnis komið lil Islands og starfað m. a. á öllum umarskólum Guðsjiekideild- arinnar hér. Síðasti sumar- 'skólinn var haldinn á Þing- völlum. 1. þ. mán. var 25 ára af- imæli Guðspekideildarinnar iininnst með kaffidrykkju,' ræðuhöldum og söng. Þar töluðu Þorlákur Ófeigsson byggingameistari, Hallgrím- ur Jónsson.fyrrv. skólastjóri, Grétar Ó. Fells forseli deild- arinnar, frú Guðrún Indriða- dóttir og Páll Einarssón yrrv. hæstaréttardómari. Ungfrú Kristín Einarsdóttir söng einsöng. Hófið var prýðilega sótt. Víðtæk leit árangurslaus. Eins og skýrt var frá i Vísi j fyrir nokkuru, hvarf ungur maður héðan úr bænum laugardaginn 15. f. m. Slrax og lögreglunni hafði verið gert aðvarl um hvarf mannsins, hóf hún ásamtj skátum mjög viðtæka leil að lionum. Var leitað á öllum hugsanlegum stöðum i Reykjavík og nágrenni borg- arinnar, en árangurslaust. Hefir leitinni verið liælt fyr- ir nokkru. BEZT AÐ AUGLYSA1 VlSl Ungur, ábyggiíegur með gagnfræðaprófi óskar eftir skrifstofu- eða búð- arstörfum nú þegar. Uppl. í síma 5752. HÚ SG AGNABÓLSTRUN Sigurbjörns E.Einarssonar Bergstaðastræti 41. framleiðir allskonarbólstr- uð húsgögn. Chevzolet fólksbifreiS, model ’29, í sæmilegu standi, hent- ugur sem sendiferSabíll eSa til aS breyta í pall- bíl, er til sölu mjög ódýrt á Laugavegi 54, frá kl. 6/2-9. ¥gezS. Eegio, Laugaveg 11. UNGCINGA vantar þegar í staS til aS bera út blaSiS um RAUÐARÁRH0LT TaliS strax viS afgreiSslu blaSsins. Sími 1ÓÖ0. Dagblaðið Vísir. VAR FUM Fundur iferðiir haldinn í Landsmálafélaginu ¥erðl fimmindaginn 4. olsféfeer í Sýningarskálanum við lirkjusfræfi og hefst kL 3,30 e. li. Fundarefni: GUNNAR THOROÐDSEN, prófessor, segir frá ferSalagi í útlöndum. OLAFUR THORS, forsætisráðherra, flytur ræðu um þingmál o. fl. Frjálsar umræður. Öllum Sjálfstæðismönnum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. ‘ ! c: í' tí(v> v i i. , ■) ‘i(c' •)>) )]!:•! .. J. i 1» ’. lí • ■ ■'íí "f r. . :Tf\ . VARÐARFÉLAGAR! Mætið vel og takið með ykkur Jkunningja ykkar til þess að kynna þeim félagsstarfsemina og auka útbreiðslu félagsins. 1 < JK s-f! ííi.'U aibx ti-t tr. íbi !f b i .o ■ V j HÍ b ;i,; xpav) { ic luvw / !!••);! i f i; g výxvrú 114 . li íf ru-'tpg icu'-íll ))cp. ? n )v íIb4 if gi r $í-i+h fioi -il n :d i L 'j: i< >1 j- ; xi )H ,'i Ti h >.[ riK-i ö'i. lxj'j h >[■> iiU Vt n '6"o ft,; ,:v [ i; it; | ••i ;ÓM ‘.n /x iigT ■lís. JJl/jít) á’’ í ú i. v. g'-I,IX'4. rí ö v t H‘m. • 1 . -•■ 5Utii' Tcv >kxi ru*} ; , ,Stjórn >Varðar. i; t. •Biíf' fTÍ.'JíJÖ/ I ji> í í^ÍLfi -7V 1 T’1 T.’1 r7r^»‘T.'",V-.• ..

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.