Vísir - 29.11.1945, Blaðsíða 6

Vísir - 29.11.1945, Blaðsíða 6
G V T S I R Finimtudaginn 29. nóvcmber 1945 „Tengdapabbi ?! Leikfélag HafnarfjarSar sýndi í gærkveldi sjónleikinn Tengdapabba eftir Gustaf af Geijerstam í þýð. Andrés- ar heitins Björnssonar. Leikstjóri var Jón Aöils og fór hann einnig með hlut- verk Pumpendahls yfirdóm- ara, sein er eilt af aðalhlut- verkunum. Er þelta í fyrsta skipli, sem Jón Aðils hefir á hendi leikstjórn og er vel af stað farið. Leikur Jóns var með ágætum og skapaði thann með gervi sínu og leik mjög eftirmínnilega persónu. Sveinn V. SteFánjsson lék Klint prófessor og gerði margt vel, en á köflum virt- ist hann ekki kunna hlutverk sitt nægjanlega. Konu hans, Cecilíu, lék frú Jensína Egils- dóttir hressilega og sópaði KXSöíiöCSööööööööeööi ii mjög að henni. Dóttur þeirra hjóna, Elísabetu, lék ungfrú Hrefna Sigurleifsdóttir. Hún hefir áður leikið liér í Reykjavík, enda augljóst að hún er ekki byrjandi. Yar hún mj.ög eðlileg í hlutverki sinu. Sólveig Guðnumdsdótt- ir lék gomlu frú Engström og gerði það eftir atvikum vel. Rafn Hafnfjörð lék laulinant Fálerström. útlit Pafns var gott, en hann er byrjandi á leiksviðinu. Ár- sæll Pálsson lék Norstedt list- málara. Hann sagði margt sæmilega, en þegar tekið er tillit til að hann er ekki hyrj- andi hefði a. m. k. mátt búast við því af honum að liann tæki einhverntima hendurn- ar úr vösunum. Ásta Rald- vinsdóttir lék Amöndu og Inga Dóra Iluberslþernuna og fóru þær sæmilega með hlutverk sín. ókunna mann- inn rukkarann — lék, Eirikur Jóliannesson og jók hann mjög á vinsældir þeirr- ar stéttar. Sigrún Jönsdóttir og Sína Ketilsdótir léku litlu dætur þeirra Klints-hjóna og gerðu það Iaglega. Leiktjöld málaði Lárus Ingólfsson af lcunnri smekk- visi. Ljósameistari var ónafn- greindur og fer vel á því. Leikið var í hinu nýja og myndarlegá leikhúsi þeirra Hafnfirðinga, sem við hér i Reykjavík megum öfunda þá af. Leikurinn er bráðskemmti- legur, enda hylltu áhorfend- ur leikendurng, klöppuðu þeim lof í lófa og bárust leik- cndum blómvendir að leiks- lokum. Reykvíkingar ættu að nota tækifærið, skreppa til Ilafn- arfjarðar og fylgjast eina kvöldstund með æfintýrum tengdapabba og fjölskyldu lians. "Pass. 'œjarfréttir I.O.O.F. 5. = 12711298'/2 = E.T. 1. g'. v. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er i Ingólfs Apóteki. Næturakstur annast B. S. í., sími 1540. Lita ferðafélagið eftir til 1. desenibei'-fagnaðar i V.R. laugardaginn 1. des. Vms skemmtiatriði og dans. Fjatakötturinn sýnir sjónleikinn Maður og kona í kvöld kj. S. Leikfélag Kafnarfjarðar sýnir sjónleikinn Tengdapabba annað kvöld kl. 8 í leikhúsi bæj- arins. Hvermg Iiami byrjaði á dagbókinni—: Eg var átta ára í gær, og mamma sagði við mig: „Hvað þætti þér mj vænzt um að fá i afmælisgjöí, Pétur litli ?“ „Dagbók,“ sagði eg, þvi að allar systur mínar héldu daghók, og eg hugsaði með mér, að |>að hlyti að vera gaman. Mig langaði strax til að hyrja ó lienni, og svo læddist eg upp í lierbergið hennar Silyar, og ætlaði eg mér „að skrifa eitthvað i dagbókina mína upp úr hennar daghók------—Loks- ins fann hann hana og skrifaði upp úr henni. En kvöldið eftir las liann upp úr lienni ýmislegt óheppi- legt fyrir gest sem kom í heimsókn til Silyar. „Já, já, — þarna fórslu laglega að ráði þínu, Pétur IIackett.“ - Undir borðinu: —■ — Svo fóru þeir pabbi og Prim að tala um húsa- kaupin og Prim sagðist kaupa húsið við því verðí, sem pabbi setti upp. Á meðan þeir voru að tala um ]jetta, sagði Meistari Prim upp úr þurru: „Eigið þér hunda?“ „Nei, við eigum enga liunda,“ sagði pabbi. „Eg veit þó ekki betur en að það sc hundur undir borðinu,“ sagði Meistari Prim. „Sussu nei, það er ómögulegt.“ „Viljið þér kaffi iLieð rjóma eða rjómalaust?“ spurði mamma. 1 „Rjómalaust, þaklcíj’ý'tkrf J'ýYi'r,1 ‘ sagði Prim. Hann cr nú ævinlega svo daffmhlatifiO’k"urteis. Um leið kleip eg svo fast sem eg gat ádfótiunrrá honum með -svkur- íönginni. „Æ, æ, æ,“ hljóðaði hann upp yfir sig og stökk á fætur. Rollinn hans lenti á vínflösku, hvort tveggja íor í mél og vínið og’kaffið flóði í hjartanlegri ein- ingu út um dúkinn. Slíkt og þvílíkt. Eg held að eg hafi orðið náfölur. Eg ætlaði að gera þetla til gam- ans------og þeim líka. — —• -— En karlhlunkurinn var orðinn fjúkandi reiður. Ilann tók nú hatt sinn í skyndi og fór. Þau segja öll, að nú geti pabbi ekki selt húsið fyrir hragðið.------ Hvað myndir þú gera við slikan elrenghnokka? Eg fékk dólaglega hýðingu og eg er mjög — mjög angurvær í kvöld, kæra dagbók. Innbroísijjóíarnir. Ihn. Mm. Vondi strákurinn liann Pétur Hackétt hfefur verið uppáhald allra bæjarbúa i dag, —- og þáð vai' ekki öðruvísi en það, að borgárstjórinn þrýsti hönd hans, af því að allir cru svo glaðir yfir því, að hægt var að setja þessa voðamenn i fangelsi. -----Þeir voru búnir að brjótast inn í hér um hil 20 Juis, hingað og þangað, og allsstaðar liöfðu þeir slolið einhverju. Nú skal eg segja þér upp alla sög- una, kæra dagbók mín. (Söguna verðið þér að les'a í hókinni). í skólanum: Kennarinn selíi upp gleraugun og horfði lengi og og arnhvasst á mig, eiiis og eg væri eittlivert dýr í smásjá. Eg var alls ekki glaður í bragði, og svo hugs- aði eg að það skánaði máske á honum, ef eg Ieiddi talið að einhverju öðru, og svo spurði eg liann: „Fæddust þér skóllóttur, herra kennari? Gleymdi hún fósra yðar að útvega yður tönnur? Ilvers vegna Jét hún ekki í yður svoieiðis augu, að þér gætuð séð gleraugnalaust? Mér þykir mjög leitt, að þér skyld- uð fá kvef, en haldið þér ékki, að þér séuð orðinn nógu gamall til að deyja? —• — svo þetta er eigin- lega ekki til þess að gera mikið uppþot út af.“ Hann varð rauður í framan eins og karfi, og lirukk- urnar á enninu á honum Urðu eins og meðal götu- skorningar. Eg held að hann hafi ætlaði að segja eitthvað ákaflega mergjað, því Iiann bvrjaði:------- Óvæntir gestir. Eg hafði hitt nbkkra menn niðri hjá járnbraútar- stöðuini, og hafði sagt þeim að það ætti að verða veizla hjá honum Rell dómara, og þeir myndu fá- bæði kökur og vín, ef þeir flyttu aftansöng fyrir ut- an gluggann hans. En svq höfðu þeir nasað uppi, að veizlan var hjá okkur og komið liingað. Þú getur enga liugmynd gert þér um þann glumragang. Þeir voru víst einir 36. Mér hefði ekki dottið í liug að bjóða þeim, hefði eg haldið, að veizlan vrði hjá okkur. Eg var með hjartað niðri í buxnaskáímum. En pabhi sagði: „Þú hefur verið potlurinn og pannan i þessu öllu saman. Það er hezt að þú komir okkur úr klípunni aftur.“ Svo lét Moor læknir mig seljast á háhest sinn og fór með mig út. Eg hefi víst verið fölur i framan, því eg var hræddur. En þegar þeir fóru svo allt í einu að öskra og lilæja og lirópa: „IIúrra!“ — varð cg ergilegur og sagði í svo háum róm, sem eg álti lil í feigu ininni: „Meðhorgarar,“ — eins og eg lfafði lievrt pabba segja á kjörfundinum um daginn,;— „við höfum í kvöld notið þeirrar ánægju, að fá tvennskonar óvænta gesti, auk hinna sjálfsögðu. önnur tegundin kom inn í hákgafðinn og var þefdýr. Hin tegundin kom inn í framgarðinn — það voru ófriðar- og óróaseggif. Svei mér ef eg'veft hverir gestirnir voru betfi/Góðá nótt.“ „Eg hfeld að þú verðif góður ræðumaður með tim- anum, sonur minn,“ sagði pahbi, þegar þeir voru farnir á burtu, hæglátir og hógværir eins og gamlir ábui'ðai'jálkar. Og hann hló svo dált, að hann gleymdi lireint að reiðast við mig.“ ORABEL€5UM er ógieymanfeg bók! ;5CööOC5ÖOaQCXX5CSÖOÖOöCSOCSCX»CSQÖÖÖÖCSöaC5ÖOÖCXSCSöC5ÖQCX5CX5CSO£ í viðtal við Hjört Þorsteinsson verk- fræðing, er birtist i blaðinu i gær, slæddist villa. Þar stóð, að 500 manns >'?mu við sporvagnana í Ilöfn. Þar átti að standa 5000. Karllakór iðnaðarmanna efnir tii sQngskemmtunar í Gamla Bíó annað kvöld kl. 7,15. Söngstjóri er Robert Abraham. Undirleik annast Anna Póturss. Leikfélag Reykjavíkur sýnir hið ágæta leikrit Upp- stigning annað kvöld i 9. sinn. Aðsókn hefir verið sérstaklega góð að öllum sýningunum. En af sérstökum og óviðáðanlegum or- sökum verður að hætta sýningum eftir ca. 10 daga og verður þvi ekki liægt að liafa nema örfáar sýningar í viðbót, að sinni. Iívenfélag Hallgrímskirkju eftir til bazars 5. des. næstk. Þeir, sem senda ælla muni á bas- arinn, komi þeim til frú Þóru Einarsdóttur, Leifsgötu 16 eða frú ólafar Jakobsdóttur, Grettisgötu 40, dagana 3. og 4. des. Ljtvarpið í kvöld. Kl. 18.30 Dönsluikennsla, 2. fl. 19.00 Enskukennsla, 1. f 1. 19.25 Þingfréttir. 19.40 Lesin dagskrá næstu viku. 20.20 Útvarpshljóm- svéitin (Þórarinn Guðnmndsson stjórnar). a) Norrænn laga- fiokkur eftir Trygve Torjussen. b) Brúðkaupsvals eftir Dohnany. e) Slavneskt lag eftir Graham P. Moore. 20.45 Lestur fornrita: Þættir úr Sturlungu (Helgi Iljörv- nr). 21.15 Dagskrá kvenna (Kven- réttindafélag Islands): Frá full- trúafundi norrænna hjúkrunar- kvenna (frú Sigriður Eiriksdótt- ir). 21.40 Frá útlöndum (Axel Thorsteinson). 22.00 Fréttir. Auglýsingar. Létt lög (plötur). 22.30 Dagskrárlok. Frú Guðmunda Elíasdóttir efnir til fyrstu hljómfeika sinna í kvöld í Gamla Bíó. Á söng-' skránni eru ariur úr „Brúðkaupi Figaro* og „Messias“ og auk þess eftirtöld islenzk lög: „Vö'gguvísa eftir Pál ísólfssón, Gígjan, Sofn- ar lóa og Augun bláu eflir Sigfús Einarsson, Ivirkjuhvoll og Nótt eftir Árna Thorsteinsson og Sofðu, sofðu góði og Við sundið efitr Kaldalóns. UwÁAcfátœ hk 167 n 2 3 M 5 lo 8 lo j§|! * ii /2. iþ 15 u» u f _ | Ái >. flj IV ÍC 'i iinhisf. Aðalútsala Bókav. Kr. Kristjánssonar, Hafnarstræti 19. í ij (: {f l 'P / t'.ií :f t;I : ’ ' , j; i<: ’, : . .V'F. Ós< SOOOOOOCSOOOOOOOOOOOCSöCSCSOOOOOCSCSGCSCSOOÖCSCSCSCSCVTCSSSOOOOOOOOOCSCSOOOOOOOOOOOOOöOXXSOOCSOOOQOOOOOOOOCSOOOOOOOOQt Skýringar: Lárétt: 1 uppíyæðsla, 7 leiði, 8 laiid, 9 o. II., 10 íe- lag, 11 grein, 13 langborð, 14 ósamstæðir, 15 höluðól, 16 verkfæri, 17 hald. Lóðrétt: 1 brún,.2 bolcstaf- ur, 3 frumefni, 4 innýflr. 5 ílát, 6 samtenging, 10 ílát, 11 tál, 12 korn, 13 kragi, 14 heystalclc, 15 þyngdareining, 16 frumefni. Ráðning á krossgátu nr. 166: Lárétt: 1 játning, 7 óró, 8 sór, 9 ti, 10 att, 11 æki, 13 óra, 14 hæ!, 15 Æsi, 16 byl, 17 einvöld. LóðrétH 1 Jóti, 2 ári, 3 tó, iáásiiíaSattótí 6 gr.t 10 -ok(iH, 11 ^rin, 12.fælG,,13 ósi, 14. hyl, 15 æ, e, 16 bo.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.