Vísir - 30.11.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 30.11.1945, Blaðsíða 2
2 V I S 1 R Föstudaginn 30. nóvember 1945 €mm&MS zssae§ss Eáéea.snlóíÍMr* Það mun. liafa verið með nokkurri effirvæntingu að menn fóru að hlusta á þessa söngkonu, því að menn höfðu lieyrt mikið látið af söngrödd hennar. Eftir því sem eg hafði heyrt um hana, liafði mér skilist, að ný stjarna væri í þann veginn að renna upp á heimi listar- innar. Og ])eir sem eitthvað hafa gluggað í stjörnufræði, vita, að það er flókin saga, hvernig stjörnur verða til. 1 þessu tilfelli er sagan þann- ig, að ung stúlka af Vest- fjörðum fer að heiman, til ])ess að svala útþrá sinni, leggur fyrst leið sína til Reykjavíkur, og fer nokkrum árum síðar yfir pollinn til Kaupmannahafnar, þangað sem leið svo margra Islend- inga hafði legið um langan aldur. Um sönglist var ekk- ert hugsað, heldur það citt að vinna fyrif sér, og svo auð- vitað það, sem allar ungar stúlkur dreyma um, að finna nú einmitt þann eina rétta. Þetta gekk að óslcum. En svo skeði það, að rússnekur juaður heyrði hana taka lagið, og hann tók eftir, að hún hafði „gull í barkanum“. Ekki hafði hún sjálf vitað það áður, cn fagmenn voru látnir athuga röddina nánar og síðan fór hún að læra að syngja hjá ágætum kennara, e:i kennarinn var frú Dóra Sigurðsson. Þetta var ævin- týrið í lífi hennar. Listaferill hennar er að hefjast með þessari söng- skemmtun hér í Reykjavík, því að eftir því sem eg veit liezt, þá mun liún ekki áður hafa efnt til opinberra hljóm- leika upp á eigin spýtur, þó að hún liafi sungið við ýms tækifæri í Kaupmannahöfn á samkomum landa vora. Hún hefir heldur ekki lokið námi ennþá og reyndar má segja um listamenn, að þeir geri það aldrei, því að lista- maðurinn lærir meðan hann Iifir. Frú Guðmunda Elíasdóttir hefir fallega söngrödd, tindrandi hjarta, og er sami hjarti liturinn á röddinni jafnt uppi sem niðri. Röddin er nægilega þróttmikil, til þess að syngja í óperum, en óperan er hið fyrirheitna land allra söngmanna og söngkvenna. Hún söng nokk- ur óperulög eftir Iiándel og Mozart, og ennfremur lög úr „Meniai“. Enn er hún ekki orðin nægilega sjálfstæð og myndugleg í meðferðinni og var ekki laust við, að maður hefði það á tilfinningunni, að kennarinn stæði á hak við söngmeðferðina, og er það ekki annað en við er að hú- ast á þessu stigi námsins. Þó söng hún fallega og persónulega á köflum, eink- um þó eina Mozartsaríuna, og virtist sá höfundur eiga vel við skap hennar. Allmörg íslenzk lög söng hún, eftir þá Pál ísólfsson, Sigfús Einarsson og Sigvalda Kalda- lons, og tókust þau misjafn- lega, en þó mjög vel. Með vaxandi sjáll'strausti verður söngur liennar öruggari og persónulegri, og er enginn vafi á því að svo verður, því að hún sýndi það í mörgum lögum, að hún getur sungið þannig, og það verður þegar timi er kominn til að slíta af sér viðjar skólaagans. Frú Guðmunda hefir verið heppin með söngkennara, því að auk ]iess sem frú Dóra Sigurðsson er frábær söng- kona sjálf, þá vitum við, að hún hefir kennt ungfrú Elsu Sigfús sfti fögni sönglist og nú frú Guðmundu. Eins og vænta mátti var húsfyilir og viðtökur ágætar, ,og fékk söngkonan marga fagra blómvendi. Hún varð að endurtaka nokkurg lö og syngja aukalög. Dr. Urbantschitsch lék undir sönginn á slaghörpuna af snild. B. A. w Fiskiþinginu. Á fundi Fiskiþingsins í fyrradag voru eftirfarandi mál tekin fyrir: 1. Fiskveiðaréttindi íslend- inga við Grænland. Álit laga- og félagsmálanefnd- ar. Málinu var frestað. 2. Kynnisferðir úígerðar- og fiskimanna. Álit laga- og félagsmálanefndar. Svo- þykkt: „Fiskiþingið felur félags- stjórninni að vinna að því, að komið verði á skipu- lagsbundnum kynnisferð- um útgerðarmanna og fiskimanna til þeirra landa, þar sem fiskveiðar og framleiðsla sjávaraf- urða eru á hverjum tíma reknar með mestum myndarbrag.“ 3. Mat sjávarafurða. Fi'sm. Helgi Benediktsson. Vísað til laga- og félagsmála- nefndar. 4. Vélgæzluréttindi. Frsm. Hclgi Benediktsson. Mál- inu frestað. 5. Samstarf félagssamtaka útvegsins. Frsm. Helgi Benediktsson. Lagði hann fram svoliljóðandi tillögu, sem var samþykkt: „Fiskiþingið óskar eftir að stjórn Fiskifélags Islands hafi forgöngu um að koma á sem mestu og heztu samstarfi milli Fiskifélagsins annarsveg- ar og félagssamtaka út- vegsmanna, svo sem Laiídssambands ísl. út- vegsmanna, Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna og liliðstæðra stofnana, og telur æskilegt, að þessir aðilar haldi sameiginlega fundi þegar ástæða er til, til úrlausnar sameigin- legra vandamála.“ 6. Fiskimannaskólar. Frsm. fiskimálastjóri. Vísað Jil laga- og félagsmálanefnd- ar. 7. Sameiginleg innkaup veið- arfæra. Frsm,- Páll Odd- geirsson. Vísað til alls- herjarnefndar. 8. Lagabreytingar, fram- haldsumræða. Vísað til laga- og félagsmálanefnd- ar. ICIrkluhBlómðelk' ar Eisu Slgfússo Síðastl. sunnudag efndi ungfrú Elsa Sigfúss til kirkjuhljómleika í Hafnar- firði og Reykjavíki Ungfrúin söng eingöngu klassísk verk og fékk mjög góðar undirtektir lijá áheyr- endum. Að loknum hljóm- leikunum í Hafnarfjarðar- kirkju kvaddi síra Garðar Þorsteinsson sér hljóðs og bauð ungfrúna og dr. Pál Is- ólfsson velkomin til lands- ins og þakkaði henni ágæta skemmtun. Dr. Páll þakkaði með nokkrum orðum, en hann .aðstoðaði ungfrúna ásamt dr. Edelstein og Þor- valdi Steingrímssyni. Nú er móðir söngkonunn- ar, frú Valborg Einarsson, I komin til landsins, og mun hún annast undirleik á næstu hljómleikum dóttur sinnar, sem verða haldnir í Gamla Bíó miðvikudaginn 5. desem- ber næstkomandi. - Egg Klapparstíg 30. Sími 1884. KAVPHOLLIN er miðstöð verðbréfavið- skiptanna. Sími 1710. Konungurinn á Kálfssklnni Stórbrotið nútíðar-skáldverk eftir Guðmund G. Hagalín. Konungurinn á Kálfsskinni er skáldsaga, sem margir nnjnu skipa á bekk með beztu bókum Hagalíns, svo sem Kristrúnu í Hamravík og Sturlu í Vogum. Þetta er stærsta skáldsagan, sem út hefir komið á íslandi í ár. Hún er samsett af fjórum bókum og sam- tals á sjötta hundrað þéttprentaðar hlað- síður. — Hér fara á eftir nokkrar kafla- fyrirsagnir bókarinnar: Með fjaðraþyt og söng. Andblær lukkunnar. Hin bjarta vornótt. Svei þér sól. Eiríkur Athaníusson ræðir um ást- ina við vitskerta konu. Og englar guðs ganga upp og of- an stigann. Blóm í hnappagati. Gestur á gægjum. Svona er manneskjan, o. fl. Alíir bókavinir vilja eignast Konunginn á Kálfsskinni. Konungurinn á Kálísskinni er vegleg og vel vaíin gjöf. Halldór Pétursson Iistmálari hefir teiknað fjölda snilldarlega gerðra og kýminna mynda af persónum sögunnar og skringilegum atvikum, sem þar er sagt frá, og með því gert lesandanum hinar einstöku persónur alveg ljóslifandi. óutcfápc an

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.