Vísir - 08.12.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 08.12.1945, Blaðsíða 2
2 V I S I R Laugardaginn 8. desember 1945 ujn keiaina (7 Cjanila. iCíó , Heimþrá lieitir kvikmynd- in, sem Gamla Bíó sýnir um helgina. Er þetta hrífandi fögur amerísk kvikmynd, teicin 1 eðlilegum litum, og gerist að mestu leyti í feg- urstu héruðum Skotlands og Englands og er prýðilega vel leikin. Eitt aðaíhlutverkið leikur Roddy McDowall. Hann lék eins og kunnugt er aðalhlutverkið í stórmynd- inni „How green was my valley“. Fyrir leik sinn í þeirri mymí fékk hann mjög góða dóma. Annað aðalhlut- verkið leikur Donald Grisp. Auk þessara tveggja, kemur undrahundurinn Lassie tölu- vert við sögu. Hann mun ekki hafa sézt i kvikmynd hér áð- ur. rændi miiijón, ©si dó doilara s Vjýfa Eíó > SfgBtíía Si€Ptt€EBl, Nýja Bíó sýnir um helgina tvær kvikmyndir. A kvöld- sýningum sýnir það kvik- myndina „Týnda konan“ (Phantom Lady). Þetta er mjög viðburðarík og sér- kennilep mynd og vel leikin. Aðalhlutverkin leika Fran- chot Tone og Ellá Rains. A dagsýningum er sýnd kvik- myndin Tunglskin og til- hugalíf. Er það fjörug söngva- og gamanmynd. Að- alhlutverkin leika Anne Gwynne og David Bruce. JJjamarííó SIbbIIbjbvbþíþbI CeBBBÍeeEB. Um helgina sýnir Tjarnar- bíó hina skemmtilegu kvik- mynd, Hollywood Canteen. Mynd þessi gerist að mestu leyti á skemmtistað 'her- manna í Hollywood, en um liann sjá heimsfrægir leikar- ar að öllu leyti. 1 mynd þess- ari ber hvorki meira né minna en að sjá 62 fræga leikara, auk ýmissa annarra. 1 myndinni eru sungin mörg ný lög. Aðalhlutverkin í myndinni leika Joan Leslie og Robert Hutton. SKÆRI 2 stærðir. Hnííapör o. m. fl. "7@rzlimih Ingolfur, iTÓr J H Hringbraut 38. ÍBff * Nú er byrjað að sýna í Bandaríkjunum, kvikmynd um ævi Billingers, — glæpa- mannsins, sem græddi meira en mlljón dollara á glæpum sínum og dó með sjö dollara i vasanum. Edward Lurie, en hann safnaði gögnum í myndina og samdi hana fyrir Mono- gram kvikmyndaféiagið, hef- ir dregið fram í dagsljósið ýmsar staðreyndir úr ferli glæpamannsins, sem almenn- ingi voru ekki kunnir áður. Lurie heldur því fram, að hin margumtalaða „rauð- klædda kona“, sem gaf ame/ rísku leynilögreglunni upp- lýsingar um glæpamanninn, svo að hann var skotinn til bana, er hann fór út úr kvík- myndahúsi nokkuru í Chi- cago 22. júli 1934, væri ekki Evel}Tn Frechette, eins og á- litið vars óþekkt kona, Anna Sage að nafni, gaf þessar upplýsingar um Dillinger. Ætlaði að „höndla“. Anna Sage var austurrísk stúlka og átti það á hættu að vera rekin úr landi vegna þess, að hún var viðriðin reksturs grunsamlegs „húss“ i Chicago. Reyndi lmn að „semja“ við leynilögregluna, bauð henni upplýsingar um dvalarstað Dillingers, gegn því að verða ekki garð land- ræk. Konan fór í bió með hon- um og horfði á kvikmyndina, vitandi að um leið og þau kæmu út fyrir, myndi leyni- lögreglan biða háns. Þegar þau komu út úr kvikmyndahúsinu, kallaði fyrirliði lögreglumannanna skipun til Dillingers, en hann gegndi henni engu en greip þess í stað til skammbyssu sinnar. Þegar leynilögreglu- mennirnir sáu það, hófu þeir skothríð á hánn og skutu hann til bana. Á líkinu var ekkert annað að finna en úr, sem kostað hafði dollar, og sjö dollarar og tuttugu cent. Nazistar elta hana. Anna Sage, sem Dillinger hafði búið hjá, er hann var á flótta undan lögreglunni og meðan verið var að brevta andlitsfalli hans, græddi aldrei neitt á svikum sínum. Skömmu eftir að þetta skeði. var hún rekin úr Jandi og þegar síðast fréttist til henn- ar — á stríðsárunum — var hún í Istambul á flólta undan nazistum. Lurie hafði samband við ýmsa af mönnum þeim, sem voru við riðnir mál Dilling- ers, þar á meðal'fyrrverandi samsfarfsmenn hans. Iljá þeim komst hann að þvi, hve nákvæmlega glæpamaðurinn hafði fdvipulagt glæpi sína. Glagpaflokkurinn hafði i heila viku mjög nákvæmt auga með banka, sem ætlun- Yú’ Var að ræna. Reiknað vqr út, hvenær fæstir-memrværlí þar jafnan. En ennþá meiri nákvæmni var lögð í flótta- áætlunina. Á flctta. Þá voru gerðar teikningar af leiðunum, sem ætlunin var að flýja eftir pg á þeim voru leiðheiningar svo sem þessar: „Akið norður eftir 68. jjjóðvegi, keyrið allt að 60 mílur á klukkustund, hæg- ið á ykkur niður í 30 mílur og heygið til hægri. Akið tvær og hálfa mílu i austur með 85 mílna hraða á klukkustund, hægið á ykkur niður í 15 mílur á klukku- stund, beygið til hægri á mjóaij afleggjara.“ Lurie sagði, að „spámað- ur“ nokkur hefði sagt Dill- inger að vara sig á tölunni „tveir“. Þegar lialal lók und- an fæti á glæpaferli hans og net réttvísinnar þrengdist stöðugt utan um liann, varð hann að „skjóta sig út úr“ hópi lögreglumanna í Ari- zona-fylki. Þann 22. apríl 1934 var liann næstum hand- tekinn og að lokum var hann skotinn til bana þann 22. júlí 1934. (UP Red Letter). N ý k o iti i ð : sængnrveraefni SffiiP TZU3A Beztu únn frá BARTELS, Veltusundi. Sími 6419. Klapparstíg 30. Sími 1884. GÆFAN FYLGIB hringunum frá SIGURÞðR Hafnarstræti 4. IJNGLIIVIG vantar þegar í stað til að bera út blaðið um GUNNARSBRAUT. Talið strax við afgreiðslu blaðsins. Sími 1660. Dagblaðið Vísit. KnpssgáttB #tr. 46 SKÝRINGAR. Lárétt: 1. Norsk eyja, 8. ungi, 9. tveir saman. 11. sekk, 12. hvað, 13. lægð, 15. stafur, 16. maður, 17. far, 18. framkoma, 20. félag, 21. rykagn- ir, 22. drykk, 24, tveir eins, 25. rita, 27. j kletta. Lóðrétt: 1. Stórflóð, | 2. bor, 3. likamshluta, j 4. rekald, 5. orka, 6.; guð, 7. ræktun, 10. | syndir, 12. ról, 14. lausung, 15. stafur, 19. bönd, 22. tími, 23. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 46. Lárétt: 1. Svalbarða, 8. lirfa, 9. N. M. 11. mal, 12. ku, 13. dal, 15. err, 16. Aron, 17, fley, 18. fas, 20. L. I. R. 21. ar, 22. öli, 24. K. K. 25. blaða, 27. Lóndranga. Lóðrétt: 1. Syndafall, 2. al, 3. lim, 4. brak, 5. ,afl, 6. Ra, 7. akur- yrkja, 10. marar, 12. kreik, 14. los, 15. ell, 19. ólar, 22. öld. 23. iða, 25. B. N. 26. An. 1 , i ■. ■ i ; •. '*./.>'> • • / .. ,v •■ ' \ . • RÁONING Á KROSSGÁTU NR, 45. Lárétt: 1. íslandi. 8. kafna. 10. fró. 12. lóa. 14. A. J. 15. L. R. dft g'ó.MiItlegi lörxun; 13. I. Bc'19. dW.-2í. sHbMSi öfugi. 25> >.<to<ik.iia! ■ 'IvóörUf-rí ••&'♦ shSn 3í'4a: 4: ðfslátttíiÝú’T.r Nídíi.'f0.! ‘tíálP^g'ftfdétíA: 9. Margréi. 11. rjómi, 13. óleik. 20. föt. 21. sin. 23. F, O. 24. G. K. Ný feék: KYNÐILL FRELSSSJNS 20 frægir rithöfundar, sem allir voru útlagar í Bandaríkjunum á stríðs- árunum skrifa um 20 merkustu útlaga veraldarsögunnar Feuchtwanger skrifar 11111 Ovidius Sigrid Undset skrifar um ÓIa£ helga Karin Michaelis skrifar um Tycho Brahe Yvan Goll skrifar um Voltaire Joseph Wittlin skrifar um Kosciuszko Alvares del Vayo skrifar um Simon Bolivar André Maurois skrifar urn Byron lávarð H. E. Jacob skrifar um Heinrich Heine Robert de St. John skrifar um Victor Hugo Hans Habe skrifar um Kossuih Carlo Sforza greifi Mazzini Costantino Panunzio sltrifar um Garihalda Pierre Cot skrifar um Karl Mar% *> Alfred Neumann skrifar um Dostojevski Emil Ludwig skrifar um Carl Shurz Heinrich Mann skrifar um Emil Zola Jan Masaryk skrifar um Thomas Masaryk Henry B. Kranz skrifar um Sun Yat Sen Lydia Nadejena skrifar um Lenin Raoul Auernheinuer skrifar um Steian Zweig Vafalaust ein af skemmtilegustu bókum. ársins. Bókaverzlun Finms ■1 ■ •Ausií.u-str&fcjL. L><t . Simí' 1386..4M<

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.