Vísir - 08.12.1945, Blaðsíða 3

Vísir - 08.12.1945, Blaðsíða 3
Laugardaginn 8, desember 1945 V I S I R 3 FISKIÞINGIÐ: Otgerðarkostnaður vélbáta verður að lækka eða fiskverð að hækka um 15% Æthutjiið uwn söltiiit ít ítski. Fiskiþinginu lauk í fyiaa- kveld og hafði þá staðið í nærfellt 3 yikur eða 20 daga. Síðasta ályktunin, sem þingið samþykkti, var um útgerðina í vetur. Er hún svohljóðandi: „1. Fiskiþingið telur fjár- hagsgrundvöll vanta til þess að hægt verði að óbreyttum aðstæðum að gera vélbáta- flotann út á þorskveiðar i vetur. Telur þingið að út- gerðin geti þvi aðeins hafist, að útgerðarkostnaður verði með opinberum ráðstöfunum færður niður til verulegra muna, eða afurðaverð hækk- að og telur kröfur, Suður- nesjamanna um hækkun fiskverðs, lágmarkskröfur, sem er 15% l'rá núverandi verði. 2. Jafnframt skorar Fiskiþingið á ríkisstjórnina og bankana að veita Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna fýllsta stuðning til þess að kaupa eða leigja, eða hvort- tveggja, skip til þess að flytja- framleiðsluvöru sína á erlendan markað, Einnig að veita öðrum féíagssam- tökum útgerðarinnar sams- konar aðstoð. 3. Fiskiþingið telur sjálf- sagt að framleiðsluvörur út- vegsins verði ekki seldar á erléndum markaði, án þess viðkomandi félagssamtök út- flytjenda samþykki verðið. 4. Fiskiþingið skorar á Sölusamband ísl. fiskfram- leiðenda, að gcra nú þegar tilraunir til ])ess að selja fyrirfram saltfiskframleiðslu næsta árs, vnð viðkomandi verði, sem við álítum vera' kr. 1,75 pr. kg. fob., hlaut- saltaðan fisk. Sambandið til- kynni útvegsmönnum svo fljótt sem verða má, horfur á sölu saltfisksins, svo þeir gcti húið sig undir söltun fisksins, ef það þykir hag- stætt“. Sama daginn var og rætt um rýmkun landhelginnar og var svoliljóðnadi ályktun samþykkt: „Fiskiþingið skorar á Al- þingi og rikisstjórn, að vinna að því að fá íslenzka land- helgi rýmkaða svo, að hún verði a. m. k. 5 sjómilur og ennfremur að landhelgislín- an sé miðuð við yztu annes, þannig að allir flóar og firð- ir verði innan landhelgi, þar á meðal Faxaflói og Norður- flóinn frá Horni að Mel- rakkasléttu. Óslcar Fiski- ])ingið að athugað verði hvort þessu markmiði verði náð með lagasetningu á Al- þingi.“ Loks voru kosningar sem fóru svo: í stjórn Bjargráðasjóðs: Þorsteinn Þorsteinsson. 1 tryggingarmálanefnd: ól. B. Björnsson, Þorvarður Björnsson, Ingvar Vilhjálms- son. Fiskimálastjóri: Daviö ól- afsson. j Varafiskim’álastjóri: ól. B; Björnsson. ! Stjórn: Pétúr Ollesen, Em- il Jónsson, Óskar Halldórs- son, Ingvar Vilhjálmsson. Var.astjórn: Þorvaldur Björnsson, Jón Axel Péturs- son, Ólafur Þórðarson, Loft- ur Bjarnason. Endurskoðandi: Benedikt Sveinsson, til vara Geir Sig- urðsson. Aðalfundur Ferðafélagsins Næstu sæluhús á Arnar- vatnsheiði og á Þorsmörk. Aðalf luidur F erðafélags islands var haldinn í fyrra- Lvöld. Þar var m. a. rætt um framtíðar-hiísbyggingar fé- lagsins, og hetzt lalað um sæluhus á Arnarvatnsheiði, í námunda við fíeylcjavatn, og á Þórsmörk. Nú sem stendur á Ferða- féalgið 6 sæluhús, þar af 4 á Kili, eilt við Ilagavatn og loks liermannaskála, sem félagið keypti við Káldadals- veg, rétl fyrir ofan Brunna. 1 þann skála liefir verið kom- ið allskonar sveln- óg eld- húsútbúnaði, svo sem svefn- heddum, teppum, ofni og eldhúsáhöldum, horðum, stólum og skápum. Þar er og mikið af kolum og olíu. Skáli þessi er tilvalinn næt- ur- og griðastaður fyrir þá, sem leið eiga um Ivaldadal, einnig fyrir skíðagarpa, t. d. um páskaleytið og aðra tíma vetrar eða vors. Þaðan er Og heppilegt að leggja í fjall- göngur á Ok og Langjökul, í Þórisdal og jafnvel á 1 Skjaldbreið. Eignir Ferðafélagsins eru metnar á 190 þús. kr. í sjóð- um á félagið um 70 þús. kr. og þar eru meðtaldir bæði sæluhússjóður og bifreiða- kaupasjóður. Félagar eru nú 5764 tals- ins og hafa þeir aukizt um 664 á s.I. starfsári. Alls hefir félögum fjölgað um rúmlega 2000 s.l. þrjú ár. Þessi geysi- mikla fjölgun meðlimanna or ærin sönnun fyrir vax- andi vinsældum félagsins. Útkoma árbókarinnár i ár, sem verður um Ileklu dregst fram á næsta ár og eru þá væntanlegar tvær hækur á því ári. Hin fjallar um Skagafjörð. Flestar eldri ár- bækurjfélagsins eru uppseld- ar. Þeir stjórnarmeðlimir, er úr stjórn áttu að ganga, voru allir endurkosnir, en þeir eru: Geir Zoega forseli og Steinþór Sigurðsson vTSrafor- seti félagsins, Gísli Geslsson, Guðm. Einarsson frá Mið- dal, Jón Eyþórsson, Lárus Ottesen og Pálmi Hannesson. ar vekur jafnframt til þakk- lætis fvrir að hafa ált liana. Figinmanni liennar vil eg segja þetta: Brczkir nám- styrkir. Frú Ingibjörg Magniisdóttir, Hemlu. Hlíðin liefir fóstrað marg- an góðan stofn, sem hefir fest djúpar rætur í þjóðlíf- inu og borið góðan ávöxt. Einn slikur stofn var hú'n, sem nú er horfin oss sjón- um og leitað Iiefir hafnar „fyrir handan hafið“. En minningin um dáðrika hefð- arkonu lifir í hjörtum okk- ar. Ingibjörg Magnúsdóttir and.aðist á spitala hér, aðfara- nótt þess 25. f. m., að af- stöðnum uppskurði. í dag verður liún jarðsungin að Breiðabólsstað í Fljótshlið. Ilún var fædd í Vatnsdal í Fljótshlíð 28. marz 1885. Foreldrar hennar voru Magn- ús Árnason frá Ármóti, hreppstjóri í Vatnsdal og sið.ari kona hans, Helga Guð- mundsdóttir prests að Stóru- völlum á Landi. Eru þetta miklar og traustar ættir. Er þess skemmst að -minnast um Helgu móður hennar, að hún var þreklunduð gáfu- kona. Tókst liún á hendur mikið og veglegt starf, er Iiún fór að Vatnsdal, að ger- ast hæði móðir og stjúp.a. En hún leysti það af hendi mcð prýði og naut hún þó manns síns aðeins fá ár. Fn eftir lát lians bjó hún þó við rausn i Vatnsdál nokkur ár unz lnin fluttist hingað til bæjarins árið 1903 með dætur sínar 3 og lifir nú aðeins ein þeirra, Ragnheiður. Er Ingibjörg flutlist hing- að, tók hún hrátt að stun<V> hér verzlunarstörf og stóð um hríð fyrir verzlun Sturlu Jónssonar. Fórst henni það ágætlega úr hendi. Fn árið 1919 geklc hún að eiga eftir- lifandi mann sinn, Águst Andrésson hreppstjóra í Hemlu í Landeyjum. Fignuð- ust þau 3 hörn, 1 dó í æsku,. en 2 lifa, Helga Magnea og Andrés: Það sýn.di sig hrátt, er Ingibjörg kom að Hemlu, að héV var engin miðlungskona á ferð. Iieimilið var stórt og þekkt að mvndarbrag. ,Fn Ingibjörg tók örugg húsmóð- urtaumana í sínar liendlir og jók og hætti það, sem vel var fyrir. Áhrifa hennar gætti allstaðar til góðs, bæði á heimilinu og utan þess. Hún v.ar fædd til forystu og fór þó vel með. Húil átli l.ika þyí láúi að fagna, að eignast góðan mann, sem var henni samlientur í öllu og studdi hana um alla rausn og góð- semi, er margir nutu. Það eru því margir, sem eig.a um sárt að hinda við fráfall þessarar mætu konu. En sorgin um fráfall lienn- „Mundu það er guðs hjör, er við hj.arta þér kemur, og höndin helgasla, er hrellir þig.“ (B. Th.). Minning góðrar konu lifir þótt hún devi. Steindór Gunnlaugsson. 6 miiljénir Onttar til Þýzkalands. Eflirlitsnefnd bandamanna í Þýzkalandi hefir skýrt frá Jwí að bráðlega verði'G millj- ónir Þjóðverja fluttir iil Þýzkalands. Þjóðverjar þessir eru frá Tékkóslóvakíu, Póllandi og öðrum löndum í Mið-Evrópu en þangað fluttu margir Þjóðverjar húferlum á valdaárum Þýzkalands. Ein milljón og fimm hundruð þúsund, sem flestir koma frá Póllandi, verða fluttir til liernámssvæðis Breta. Tvær milljónir og tvö hundruð þúsund verða send- ir lil hernámssvæðis Banda- rikjanna. Frakkar munu taka við 160 þúsundum. British Council hefir ákveð- ið að veita íslenzkum kandí- dötum ferna námsstyrki fyrir skólaárið 1946—47. Tveir slyrkirnir verða fullir náms- styrkir, en tveir að upphæð 100 sterlingspund hvor. Með hærri námsstyrkjun- um reiknast skóla- og próf- gjöld, ferðakostnaður lil Bretlands og Iieim aflur ög 30 slerlingsþund á mánuði i dvalarkostnað, cf nám er stundað i Oxford, Cambridge eða London, en 25 pund á mánuði, ef það cr stundað annarsstaðar. Miðast slyrk- irnir við kandidata frá há- skóla eða menn með svipuð- um prófum. Styrkþegum er ekki heimilt að taka með sér konur sínar (eða eiginmenn), né annað skyldulið. Umsóknareyðublöð fást hjá fulltrúa British Council, Laugaveg 34, Reykjavík, og er umsóknarfrestur til 15. janúar 1946. Áheit á Strandarkirkju, afh. Visi: 15 kr. frá G. H. 25 kr. frá II. 2 kr. frá Þakklátri móð- ur. 10kr. frá S: B. 29 kr. frá X. X. 1125 kr. frá G. S. Á. (gainalt áheit). kemiir í bókifetíilr é dag

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.