Vísir - 10.12.1945, Blaðsíða 2

Vísir - 10.12.1945, Blaðsíða 2
f 2 V I S I R Mánudaginn 10. desember 1945 Þetta eru hinar frægu biblíumyndir eftir franska listamanninn Gustave Doré, en Bjarni Jónsson vígslubiskup hefur séð um útg^funa og valiö texta með myndunum. í formálanum segir Bjarni Jónsson meðal annars: „Það er alkunnugt, að margir liinir frægustu listamenn hafa verið nákunnugir heilagri ritn- ingu. Við lestur hennar vaknaði hjá þeim sú þrá, að þeir í heimi listar- innar gætu náð að lýsa því, er snortið hafði hug þéirra. Þannig eru mörg heimsfræg listavérk til orðin. Frásögurnar kölluðu á listina, og myndirn- ar hafa vakið aðdáun og gleði margra rnanna um aldaraðir". ljóðasafn Jóns Magnússonar, í 4 bindum. Jón er svo kunnur íslenzku þjóðinni, að ekki þarf að kynna hann nú. Hann er eitt af beztu skáldum okkur, og óx með hverju nýju verki, sem frá honum kom. Hann var spakur að viti og óvenjulegur mannkostamaður, og bera ljóð hans hvoru- tveggja vitni. Nú gefst íslenzku þjóðinni kostur á að eignast ljóð hans öll í veglegri og smekklegri útgáfu, og er varla kostur á fegurri jólagjöf. Hin sérstæða og fagra bók ófeigs J. Ófeigssonar læknis, „Raula ég við rokkinn minn“, er nú að koma í bókaverzlanir. Ófeigur lrefur skráð þulur og þjóðkvæði og skreytt útgáfuna með myndum og-teikningum. Bókin er öll prentuð með tveimur litum: rauður rammi um hverja síðu og letrið, sem er stórt skrifletur, sem aldrei fyrri hefur sézt á bók hér á landi, er prentað með brúnum lit. Framan við bókina er prentuð fjórlit mynd og önnur aftar í bókinni. Upplag bókarinnar er lítið, svo að búast má við því að færri fái hana en vilja. Lœhnir eftir Charlotte Stefansson. Helgi Valtýsson þýddi. Hinn sænski kvennalæknir dr. med. Emil Bovin, prófessor í fæðingai'hjálp og kvennasjúkdómum í Stokkhólmi, ski’ifaði um bókina í sænsk blöð, og sagði meðal annars: Undir dulnefninu Charlotte Stefansson hefir hjartagóð kona, með sterkan áhuga fyrir þjóðfélagsmálum, skrifað ágæta bók, „Gula kliniken“. Þar tekur hún fyrir og rökræðir hinn háskalega þjóðfélagssjúk- dóm, fóstureyðingarnar, sem nú um hríð hefur verið mjög umdeilt málefni. með þjóð vorri. Höfundurinn hefur auðsjáan- lega ritað bók sína, eftir að hafa kynnt sér málið rækilega frá mannúðlegu, þjóðfélagslegu og heilbxigðislegu sjónanniði, fyrst og fremst í þeim tilgangi að vekja kynsystur sínar, svo að þær átti sig og geri sér ljósar hættur fóstureyðinganna, bæði fyrir konurnar sjálfar og fyrir kynslóðina, hvort sem þær eru framd- ar af læknum eða skottulæknum". Þessa bók þarf hver hugsandi kona að lesa. eftir Helgu Sigurðardóttur, forstöðukonu Húsmæðx-akennaraskóla ís- lands. — Matreiðslubækur Helgu Sigurðardóttur eru nú orðnar viður- kenndar um allt land og aukast vinsælcjir þeirra með hverri nýrri bók. Bökun í heimahúsum er nú endurbætt áð mjög miklu leyti, en auk þess er lögð inn í bókina laus örk með nýjustu hýjungum, svo að jólabaksturinn geti fullnægt fyllstu ki’öfum. Notið því bókina við jólabaksturinn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.