Vísir - 21.01.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 21.01.1946, Blaðsíða 7
Mánudaginn 21. janúar 1946 V I S I R „Ah, alltaf penirigar,“ sagði ráðherrann. „Já, því miður eru peningar sterkasti liður- inn í vörnum nýlendunnar, herra minn. Upp- skeran liefir brugðizt og drepsótt hefir gosið upp á meðal Indíánanna, sem húa á ströndinni. Allar nauðsynjar eru á þrotum og í raun og veru er aðstaða nýlendunnar vonlaus, ef ekki verður send lijálp þegar í stað.“ „Það er leiðinlegt, frú, að ástandið í nýlend- um hans hátignar skuli vera svona bágborið. Eg veit, að þarfir landnemanna eru eklci mikl- ar. En þvi geta þeir ekki aflað sér þeirra nauð- synja sjálfir, úr jörðinni, sem þeir yrkja.“ „Herra minn, veturinn er að nálgast. Yðar göfgi, þér getið ekki gert yður í hugarlund, hve kalt þarna er á veturna, þegar snjórinn er tveggja metra djúpur og maður á fullt i fangi með að halda lífinu í sér, þó að maður geri ekkert annað.“ „Kul'dinn hlýtur einnig að hafa áhrif á Eng- lendingana og halda þeim i skefjum.“ „Svo koma áríeysingarnar. Árnar flæða yfir J bakka sína og sótin fer að sldna og nátlúran vaknar á ný til lifsins . ...“ „Þér talið eins og skáld, frú min. Eg efast ekkí um þetta.“ „Ilerra minn, áður-æn liægt er að sá fyrir næslu uppskeru, hafa Englendingarnir ráðizt á okkur og svo munum við svelta. Ef við fáum ekki liergögn, menn, vistir og peninga eins fljótt og hægt er, mun Acadia falla i liendur Englendingunum og þá er landið þar með tap- að Frakklandi.“ „Frú, það vrði milcill skaði og mér þykir leitt að hugsa uin það: En ef þér leyfið mér að vera* hreinskilinn við yður, þá verður það að vera þannig. Þar sem þér hafið svo óbilandi trú á landnáminu í Port Royal, hljótið þér að vita, að sú nýlenda hefir verið ríkinu ógurlega dýr. Peningar úr fjárhirzlum konungsins liafa svo að segja streymt þangað og svo mikið af þeim, að lítil von er að nýlendann geti nokkurn tíma endurborgað þá og að minnsta kosti enn sem konrið, er, höfum við ékki fengið grænan eyri endurborgaðan,“ „Grávöruverzlunin ein — —“ „Einmitt það, já, grávöruverzlunin. Þeir sjá jafnvel eftir hinum fáu lívrum, sem runnið hafa í ríkisjóð, og hafa vgrið liagnaður af þeirri verzlun. Nýlendubúar stela og ljúga og selja svo grávöruna annarstaðar. Þeir stela þeim og smygla, — þeim finnst það ekki rétt, að skinn- in sé eign konungsins og einskis annars. Hann hefir sent þeim skip og horgar landstjórninni laun og sér um velferð þeirra að öðru leyti. Nei. Hingað til hafa aðeins kvartanir streymt frá landnáminu, kvartanir og beiðnir, um peninga — meiri peninga. Landnemarnir í Port Royal, frú, virðast hafa gleymt þvi, að konungurinn hefir í fleiri horn að lita’ og að hann vriðist engan áhuga hafa fyrir gjörðum þessa fóllcs, sem er þúsundir kílómetra i burtu. Við erum í styrjöld, frú. Deilan um ríkiserfðirnar á Spáni hafa haft mjög slæm áhrif á hagsmuni lcon- ungsins, svo að nauðsynlegt var að fara í styrj- ökl við England og bandamenn þess. Við ])örfn- umst hvers manns og hvers skildirigs hér heima fyrir. Ilvað gera nýlendurnar á meðan til ]kjss að hjálpa okkur? Hafa þær sent okkur fram- leiðslu sina, svo sem tóbak, skinn, maís og ])eninga, sem þær eru aflögufærar með? Nei, þær hafa ekki einu sinni sent lconunginum kveðjur sínar og þakkir. Þær senda yður, frú, jil þess' að hiðja um meira, þegar við þurfum nð nota allt sem mögulegt er og erum ekki af- lögufærir með neitt. Þær senda yður til þess að biðja um peninga, slcotfæri, nýtt lið, og með yður einhverja fáránlega sögu um drepsóttir og þessháttar. Lílið bara í kringum yður, frú. Á- standið er ekki glæsilegt hér heimafyrir. Farið aftur til þeirra, sem sendu yður, og segið þeim að við biðjum þá um matvæliw peninga og aðra aðstoð, Frakklandi sé hætta búin að öðrum kosti. Hvað ætli þeir segðu við því?“ „En, herra minn, enginn liefir sent mig hingað. Eg kom til yðar samkvæmt eigi vilja.“ „Þá verðið þér að gera yður þetta ljóst. Það eru ennþá til troðfullar buddur af pening'um í Frakklandi og hægt er að ræna þeim.“ „Ræna þeim, lierra minn?“ „Frú, landnemarnir yðar eiga auðugt land, þar sem smjör drýpur af hverju strái. Þar eru og vinsamlegir Indíánar, sem cru reiðubúnir til þjónustu í ])águ þeirra. Þar eru kopar- og gullnámur, þeir eiga grávöru, jarðvegurinn er frjósamur og þeir eiga virki og byssur og ef það væri einhver manndómur í þeim, ætti þetta að nægja.“ j !<!*'j‘^P[i: „Eg vildi óska, að þér gætuð kynnst aðstæð- unum af eigin i*aun —.“ „Eg vildi óska, að þér, frú mín góð, kynntust ástandinu liérna af eigin raun. Ef þér dveljið hér nógu lengi, munuð þér áreiðanlega komast að liinu sanna um það. Mér og frá de Pourt- cliartrain myndi verða mjög mikil ánægja í því ef þér vilduð búa lijá oklcur, þann tíma sem þér kunnið að dvelja hér.“ Frá mönnum og merkum atburðum: ’AKVÖLWÖKVm Mér líkar alls ekki þessar myndir af mér. Eg ilít út eins og api á þeim, sagði óánægður viöskipta- vinur. Ljósmyndarinn, sem var jafnfrægur fyrir orö-*l heppni sina og myndatökur svaraöi: Þér hef'öuö átt aö veita því eftirtekt, áöur en myndirnar voru teknar, ♦ Hinar frægu ensku leirkerasmi'öjur, sem voru stofnsettar 1759 af Josiah Wedgwood, hafa j nær tvær aldir veriö reknar af sömu fjölskyldunni. ♦ Hann: Nú, þegar viö erum gift, ætla eg aö benda þér á nokkra óberandi galla hjá þér. Hún: Þú skalt ekkert vera aö því, vegna þess aö þaö voru þeir gallar, sem uröu þess valdandi, að eg gat ekki náö mér í betri mann en þig. ♦ Vísindamenn hafa reiknaö þaö út, aö sólin geti gefið jörðinni núverandi ljósmagn og hita í 150,000,000,000 áf, án þess að missa einn hundr- aðasta af hitamagni sínu. ♦ Af hverju er svona einkennilegt bragð af kjöt- inu? spurði sá nýkvænti. Eg veit ekki. En kjötið brann ihjá mér á pönn- unni, svo að eg setti dálítiö af sólkremi til þess að laga þaö, sagði sú nýgifta. ♦ Það er álitið, að kopar sé fyrsti málmurinn, sem maðurinn hagnýtti. Varstu ekki „spemit" fyrst þegar þú baðst mann- , . . , mn þmn um peninga? Nei, eg var bláköld og róleg, alveg eins og rukkari. '"iif Flotbrýr voru fyrst notaðar af lier Persakon- ungs um 480 áfum fyrir Krists burð. Byrd landkönnnðnz. Frá því er Roald Amundsen, liinn mikli norski landkönnuður, féll frá 1928, hefir Richard E. Byrd, fyrrverandi vara-flotaforingi í Bandaríkjunum, ver- ið fremstur í flokki núlifandi hcimskautafara. Árið 1926 sigraði hann í keppni við Amundsen um það, hvor þerra yrði fyrri til norðurheimskautsins loft- lciðis. Árið eftjr (þrátt fyrir slys við tilraunaflug, sem kom i veg fyrir að hann keppti við Lindbergh í flugi til Parísar), flaug Byrd yfir Atlantshaf, og varð sú flugferð fræg mjög. Tveimur árum síðar jók hann enn við þá frægð, sem hann hafði aflað sér i suðurheimskautsleiðöngrum. I tveimur leið- öngrum á þeim hjara heims kannaði hann landsvæði, sem erú um 45.000 fermílur að stærð. Flestir land- • könnuðir hafa misst allar eigur sínar, en Byrd lief- ir orðið auðugur maður á könnunarleiðöngrum sín- um. Scinasti heimskautsleiðangur hans hafði í för með sér útgjöld, sem námu einni milljón dóílara, og lagði ríkissjóður Bandaríkjanna fram féð að mestu, enda var leiðangurinn farinn til þess að lielga Bandaríkjunum lönd. Fyrri leiðangrar voru farnir með fjárhagslegum stuðningi aðdáenda Byrds. — I grein um seinasta lciðangur Byrds var svo að orði komizt: „Þegar utanríkisráðuneytinu í Washington bárust freguir um að Þjóðverjar áformuðu mikinn leiðang- ur til suðurskautslahdanna, var teldð boði Byrds um að helga Bandaríkjunum þau lönd, sem liann liafði áður fundið og kannað sem einstaklingur. í Hinn skyndilegi áhugi stjórnarinnar í Washington mun furðulegur í augum amerískra skattgreiðenda, sem vita að suðurskautsmeginlandið, þótt það sé stærra en Mexicó og Bandaríkin, sé lítið annað en ís- og jökulbreiða. En þrátt fyrir þessa almennu skoðun er það nú svo, að líkur eru fyrir að þarna syðra séu geysilegar kolabirgðir, sem einhvcrntíma kunna að koma að góðu haldi. Og Bandaríkjastjórn er sjálfsagt minnug þess, að mistök voru því vald- andi, að ýmsar Kyrrahafseyjar gengu Bandaríkjun- um úr greipum, — eyjar, sem eru mikilvægar með tilliti til landvarna Bandaríkjanna. Byrd er staðráð- inn í að .láta sUðurskautslöndin ekki ganga okkur úr greipum. Ilann vill, að Monroe-kenningin sé í gildi frá Tierra del Fuego til suðurskautsins.“ Þegar Byrd er kynntur mönnum, sem ekki liafa séð liann fyrr, verða þeir undrandi. Þeir búast við að sjá stórskorið, veðurbitið andlit manns, sem minn- ir á Amundsen, eða stóran, sterkleggn mann eins og Bartlett kaptein. En Byrd er ekki mikill maður vexti eða gildur. Hann er farinn að verða gráliærð- ur, en hann er fíngerður á svip og unglegur. Byrd er fæddur í Winchester, Virginia, árið 1888, og er af gömlum og góðum höfðingjaættum kom- inn. Bróðir lians, Harry, er öldungadeildarþingmað- ur fyrir Virginia. Dick Byrd varð frægur 12 ára, er hann var boðinn til vinar á Filippseyjum og fór kringúm hnöttinn og skrifaði um ferð sína í blað- ið Winchcster Star. Tæplega tveimur árum eftir að hann útskrifaðist af .sjóliðsforingjaskólanum í Annapolis, fékk liann heiðursverðlaun fyrir að bjarga sjómönnum frá frá druIAnun, á hákarlaslóðum í Karibiska hafinu. Árið 1916 meiddist Byrd á fæti og leiddi það til þess, að hann varð að biðjast lausnar frá störfum i sjóliðinu, en er Bandaríkin fóru í stríðið, var liann kvaddur í herþjónustu, sendur til Pcnsacola og var þjálfaður sem flugmaður. Síðar var Byrd senduF með flugsveit til Halifax, og átti flugsveit þessi að vera á verði yfir siglingaleiðum til Kanada og aust- urstrandar Bandaríkjanna norðanverðrar, og henn-_ ar sérstaka lilutverk var að gefa gætur að víkinge- sveitum. En engin „víkingskip“ voru á þessum slóðum. í Byrd undi því illa að geta ckki látið til sín taka, og bauðst til að taka að sér upp á eigin spýtur hvaða hlutverk, sem flotastjórnin vildi fela hon- um. Jafnvel áður en styrjöldin var á enda var hann að nauða á flotastjórninni um leyfi til þess að fljúga einn síns liðs • yfir Atlantshaf. Þótt flugvél lians hefði að líkindum hrapað í sjó niður um 300 km. frá írlandsströndum, ncma hann liefði sterlcan með-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.