Vísir - 13.02.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 13.02.1946, Blaðsíða 4
4 V 1 S I R Miðvikudaginn 13. febrúar 1946 VISIR DAGBLAÐ Utgfefandi: BLAÐAUTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Vörður. 2. 3. 4. o. WÖrður á tuttugu ára starfsafmæli í dag, og ■ er þess skylt að minnast. Félagið er fjöl- mcnnasta stjórnmálafélag, sem nokkru sinni hefur starfað hér á landi og hefur mótað með- ferð landsmálanna frekar en nokkur annar félagsskápur. Yms framfaramál þjóðarinnar hafa fyrst verið t'ekin til meðferðar í Verði og lelagið hefur verið styrkasta stoð Sjálf- stæðisflokksins frá því er það var stofnað. Hinn 13. febrúar 1926 var stofnfundur hald- inn í félaginu. Var þá samþykkt stefnuskrá ])ess, sem er svohljóðandi: „Markmið félagsins er að sameina til starf- semi J)á, sem aðhyllast víðsýna, ])jóðlega og yarfærna umbótastefnu í lahdsmálum á grund- velli einstaklingsfrelsis og séreignar, án tillits til stéltahagsmuna. Einkum leggur félagið á- Jherzlu á: 1. Að haft sé sífellt vakandi auga á heiðri og hagsmunum landsins út á við. Að höfuðatvinnuvegum vorum, landbún- aði og sjávarútvegi, sé liðsinnt jöfnum höndum, svo að hvorugur beri binn of- urliði. Að verzlun og viðskipti séu látin þróast í frelsi án ónauðsynlegra afskipta ríkis- valdsins. Að lagt sé af opinberu fé til samgöngu- mála, verklegra fyrirtækja óg annars þess, er til framfara má horfa, eins ríflega og unnt er án J)ess að ofbjóða gjaldþegn-. unum. Að hlynnt sé að skóla- og menntamálum í vorum, listum og vísiiidum. Félagið vill beitast fyrir kosningu þeirra manna, bæði til þingsetu og annarra opin- hefra starfa, sem bezt eru til þess fallnir að iylgja fram stefnuskrá félagsins. Þá lætur fé- lagið bæjarmál Reykjavíkur til sín taka og leggur kapp á, að styðja ])á menn af sínum flokki til kosninga í bæjarstjórn og annarra starfa í þarfir bæjarins, er hæfasta má telja.“ Ofanskráðri stefnuskrá sinni hefur lelagið ávallt verið trútt og Jivergi hikað í baráttu sinni fyrir þjóðlegum umbótamálum. Hefur iélagið J)annig beitt sér fyrir bættri kjördæma- skipan, svo að lciðrétt yrði ])að misrétti, sem ríkjandi var á sínum tíma í skjóli alturbakls- ins í landinu. Af öðrum málum, sem félagið hefur beitt sér fyrir, má einkum nefna virkj- hn Sogsins og hitaveitu Reykjavíkur, en bæði. þessi framfaramál licfur félagið í rauninni horið fram til sigurs, þrátt fyrir margskonar mótsstöðu, sem málin hafa sætt utan Jungs og innan. Framar ölíu öðru hefur félagið unn- jð að skipulagsmálum Sjálfstæðisflokksins og farizt })að svo vel úr hendi, að l'ullyrða má, að enginn llokkur er nú betur skipulagður en Sjálfstæðisflokkurinn liér í bænum. Félagið var stofnað fyrst og frcmst til þess að undir- húa kosningar, sem fram fóru á árinu 1926, og hefur það átt sinn þátt í kosningastarfinu ávaílt síðan og tryggt Sjálfstæðisflokknum þann meirihluta, sem llokkurinn styðst nú við hér í höfuðstaðnum. Er félagið sterkasta vígi ilokksins, skjól hans og skjöldur. Um leið og félaginu eru þökkuð störf liðinna ára, ber að árna ])ví allra heilla í frámtíðinni. Megi það bera giftu tii að styðja hvert gott mál, *en afstýra hinum, sem að óheillum miða. Þjóðnýtur merkismaður. Þegar eg las það, sem skrif- að var um Guðmimd Einars- son frá Miðdal á fimmtugs- afmæli hans — eg var þá ekki í bænum — kom mér í hug sem oftar, að þó að Guð- mundur sé þjóðkunnur mað- ur, þá er hann hvergi nærri eins frægur og hann á skilið að vera. Því að það er mik- ið, sem Guðmundur Einars- son hefur til síns ágætis, og eigi einungis mikið, heldur ennig margt. Og tel eg mér skylt að leggja þar nokkur orð til, ef verða mætti nokk- ur hjálp til að hann yrði þá fremur metinn að verðleik- um. Þó að eg sé mjög óhagnýti- legur jarðfræðingur, þykir mér alltaf igaman að því, ef sýnt er fram á, að steinaríki og jarðríki Islands geti að einhverju lejdi að auknum notum orðið. Og það hefur Guðmundur gert, af framúr- skarandi dugnaði, þar sem hann hefur sýnt fram á, og í verki fullar sönnur á það fært, að íslenzkar leirtegund- ir má vel nota til listiðnaðar. Þá er enn ekld alveg óslcylt því, sem eg lief fengizt við, ])ó að ég hafi aldrei neinn íþróttamaður verið á því sviði, — enda það ckki nauð- synlegt vegna rannsókna minna —, að Guðmundur Einarsson hefur hér verið brautryðjandi í fjallgöngum sem íþrótt, og hefur þar vel komið fram, hvílíkur garpur hann er. Því að sú íþrótt cr ekki heiglum hent. Er þar góður skóli í karlmennsku — svo að eg noti nú orð, scm ekki er alveg rétt, ])ar scm engan .veginn er um ])að að rsQjSa, ær eingöngu sé eigin- leiki karlkynsins. —-Og. það. 1 i/r-'þégar séð, að Guðmundur á þar márga efnilega þssív linga. Um Guðmund sem málara og myndasmið er mér óþarft að segja nokkuð, enda aðrir betur til þess fær- ir. En ekld má ég alveg þegja ylir því, hversu vel pennafær þessi garpur er. Hefur hann margt skrifað um ferðir sín- ar og fjallgöngur, sem fróð- legt er og skemmtilcgt. Því fámennari sem þjóð ér, því skaðlegra er að vanmcta þá, sem til fyrirmyndar geta verið á einhvern hátt, og lciðtogar á framfarabraul. Og svo er vissulega um þenn- an fjölbæfa kappa. Er þjóð- inni fyrir beztu, að slíkur maður hljóti maklega viður- kenningu og stuðning, en bitt miðar til ills, að starl' hans og'líf sé á nokkurn hátt lor- veldað. 14. nóv. 1945. Helgi Pjetuss, íslenzk snilld) hafði mis- prentazt Ernst* Lars f. Ernst Sars, og S,sem orð eru“ f. „sem orð er“ (kvæði Tégiiers um Friðþjóf og Ingibjörgu). H. P. Leiðrétting, I grein minni hér í blaðinu 28. jan. s.l. (Islenzk síld og Strandið Framh. af 1. síðu. Á meðan þessu fór fram lét Slysavarnafélagið vekja upp björgunarsveitir austUr með ströndinni og náðist fyrst samband við björgun- arstöðina í Vík í Mýrdal og skömmu siðar við stöðvarn- ar í Pétursey og Evvindar- bólum. Menn á Eyvindarhól- um töldu sig og sjá éld- bjarma til liafsins. Björgunarsveitin í Vík í Mýrdal lagði þegar af stað á bíl vestur undir Eyjafjöll, en Vikverjar böfðu meðferð- is fyrsta flokks fluglinustöð, sem þeir eiga. Nokkru seiána náðist í Holt undir Eyjafjöllum en þar er aðalmiðstöð éða bæki- stöð Slysavarnadeildarinnar „Bróðurhöndiri“, en það er sú deildin sem næst er strandstaðnum. í morgun er Visir átti tal við Slysavarnafélagið í Reykjavík voru bæði björg- unarsveitin frá Vik og frá Holti á leið til strandstaðar- ins með björgunartæki. En það er um langan og' illan veg að fara, fúamýrar og fen og hvergi hægt að koma að ökutækjum. Verða mennirn- ir því að fara fótgangandi og' bera tækin eða, ef vel lætur, flylja þau á líestum. Þá er m.b Ilelgi kominn á vettvang en hann kemst ekki að skipinu. . „Charles H. Salter“ er nieð kolafarm til Isafjarðar og Þingeyrar, íneð samtals um 2300 tonn. Ilafa Vesl- fij'ðingar beðið með mikilli eftifVæntingu cftir kouui. þ^sa skips, því þar er kola- laust með öllu sem stendur. Laust fyrir hádegið var komin fregn um það til Slysavarnafélagsins að 1-i-na væri komin milli lands og skips og góðar horfur væru með björgun á mönnum. Dimmyiðri var er ski])ið slrandaði.. U.ndiralda er mikil g)g brot við ströndina en veður ekki bvasst. Síðustu fréttir Klukkan rúmelga eitt átti Vísir enn tal við Slysavarna- félagið. Þá búið að bjarga öllum mönnum, 34 að tölu. Aðcins einn skipverjanna meiddist örlítið á fæti. Fjórtán skipbrotsmenn voru þá komnir heim að Holti. Slysavarnafélagið hefir gert ráðstafanir til þess að mennirjnir verði þegar í stað fluttir hingað til Reykjavík- ur. Ferðamanna- „Þorvaldur víðförli“ hefir sent landið. mér eftirfarandi bréf vegna þeirra radda, sem heyrzt hafa víða, bæði i blöðum og útvarpi, að innan skamms njuni koma hingað mikill straunmr er- leridra ferðamanna: „Eg vil ekki telja mig böl- sýnismann, en ])ó get eg á engan hátt verið sammála þeim mönnum sem sjá herskara er- lendra ferðamanna streyma hingað til lands með farartækjum löfts og lagar eftir fáein ár eða jafnvel eftir nokkra mánuði. Og eg skal leitast við að færa fram nokkur rök fyrir máli niiriu. * Ríkir og Það ber flestum saman um það, að fátækir. þeita stríð hafi fækkað þeim rílui — aukið að vísu rikidæipi sumra — en fjölgað þeim fáiæku til muna, að minnsta kosti úti unt lieim, þar sem menn hafa borizt á bana- spjótum. Fyrst um sinn — meðan menn eru að koma jafnvægi á fjárhag sinn eftir stríðið — munu því mjög fáir menn geta farið í ferðalög út um heini. Þau verða dýr og menn nninu — jafnvel þótt rikir sé — horfa í hvern skilding- inn, því að orðið sparsemi er í hávegum haft víðast um hinn siðmenntaða heim. + Ódýrari Að því hlýtur þó að reka, að stofnað ferðir. verður til ódýrra ferða íyrir alþýðu irianna. Þar verður um að ræða fólk, sem vinnur baki hrotnu allan ársins hring, verksmiðjufólk, skrifst'ofufólk og þess háttar, sem getur ekki tekið sig upp, hvenær sem er. Og það fólk mun einnig velta hverjum pcningi margsinnis áður en það eyðir holnmi, ekki að- eins af sparsemi, lieldur einnig fyrir þá sölc, að það liefir ekkit svo mikið af þeningum, að það geti leyft sér neilt óhóf á s.líkum ferðum. * Dýrtíð- Og þá komum við að því, sem eg tcl, in hér. að sé mergurinn málsins — dýrtíðinni hér í okkar ágæta landi. Hvað haldið þið nú, góðir liálsar, að mörgum dollaranum, slerlingspundinu eða hvað myntin nú heitir, sem fólkið hefir í pyngju sinni, yrði eytt hér, eins og allt er í pottinn húið? Verðlag marg- falt hærra en gerist erlendis, gistihúsin — enn sem komið er, að minnsta kosti — margfait lak- ari en hægt 'er að fá fyrir miklu minna vistar- gjald annars staðar, og þægindi í ölltfiri fcrðum innanlauds minni. Glaðningur Eg leyfi mér nú að halda þvi eða peningur. fram, að það sé ekki •hugsunin urn að gleðja ferðamennina með því að kynna þeim fagurt og sérkennilegt land, sem mestu ræður hjá mönnum, cr þeir tala um nauðsynina á því, að ísland verði ferðamanna- land í framtíðinni. Eg geri ráð fyrir því, að það se fyrst og freriist hugsunin um gróöa þann, sem af þeim kann að vera liægt að fá, sem rek- ur menn til þessara slu-ifa á þenna hátt. En eg fæ ekki séð, að gróðinn gelii or'ðið mikill, meðan dýrtiðin mimikar ekki. * Okur. Ferðamcnnirnir munu alls ekki gera sér ljóst að við vildum gjarnan geta selt þeim viðurgerning alian og sittlivað fleira ódýr- ara, en raun er á. Þeir munu halda, að hér sé búandi hinir verstu ökrarar og hlóðsugur, segja sín á milli, að hingað muni þeír ckki leggja ieið sína aftur — að minnsta kosti muni þeir ckki láta „snuða“ siig hér oftar — og bera okkur illa söguna, er heim er komið. Eg fa> ekki séð, að fáfróðir erlendir ferðamcnn geti litið á okkur öðruvísii. Ekki þekkja þeir, hvernig um hnútana er búið. X Afsláttar- Þjóðverjar höfðu þá aðferð fyrir krónur. stríð, til þess að afla sér erlends gjaldeyris og lika til þess að draga að sér erlénda l'erðamenn, scm gætu séð hið nýja Þýzkaland, að útlendingar fengu mörkin íneð afslætli, fengu fleiri mörk en þeim bar í raun réttri fyrir liinn erlenda gjaldeyri sinn sam- kvæmt gildandi gengi. Ef við ætlum að' fá til okkar erlerida ferðamenn og dýrtíð verður áfram í fullöm gangi, þá er hætt við að við verðum að láta „afstáttarkrónur“, til þess að minna beri á hinu liáa verðlagi. , * Gerir Fyrir mitt leyti finnst mér þa|S gera lítið til. líiið til, þótt við höfum þessa aðferð. Við' höfum vafaláust nóg að gera við erlendan gjaldcyri ög ekki ætti þetta að rasku svo gífurlega grundvelli fjármála okkar. Eg tel mig ekki mann til þess að útlista, hvernig fara eigi að. þessu í einstökum atriðum, enda eig- uin við nóg af liagfráa.ðÍPgki/ttiÍS'eM það gétá, en eg býst við, að við ættuin alveg eins að gcta þetta og aðrir.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.