Vísir - 21.02.1946, Side 2
2
V I S I H
Flugmálaráðstefna
í Dublin 4. marz.
Fimmtudaginn 21. febrúar 1946
......... ii ■ ■■ .'■■■ ■■■■■■ ■ ■■—
Merkilegar nýjungar í
jarðborun.
Borað eftir neyzEuvatni, gufu
og heitu vatni.
Flugmálaráðstefna verður
haldin í bvrjun næsta mán-
aðar í Dublin í írlandi og
verða sendir þangað fulltrúar
frá íslandi.
Opinberir fulltrúar:
Erling Ellingsen, flug-
málastjóri, formaður nefnd-
arinnar. Guðmundur Hlíðdal,
!j>óst- og símamálastjóri.
Gunnlaugur Briem, síma-
verkfræðingur. Teresia Guð-
mundsson, veðurstofustjóri.
Sigfús H. Guðmundsson,
flugvallafræðingur, fulltrúi
flugmálastjóra.
Fulítrúar flugfélaganna:
Agnar Rofoed-Hansen, lög-
reglustjóri, fulltúri Flugfé-
lags Islands h.f. Óli J. Óla-
son, kaupmaður, fulltrúi
Loftleiða h.f.
Tilgangur ráðstefnu þess-
arar er að vinna að skipu-
lagningu flugferða yfir
Norður-Atlantshaf. í ráð-
istefnunni taka þátt 14 þjóðir
og eru þær: ísland, Noregur,
Danmörk, Sviþjóð, Holland,
Belgia, Bretland, Irland,
Spánn, Portugal, Sviss,
Bandaríkin og Kanada.
JVIál, sem rædd verða.
Þessi ráðstefna er fram-
haldsráðstefna ráðstcfnunnar
uin alþjóðaflugmál er haldin
var í Chicago og var þá um
leið ákveðið að halda ráð-
stefnu þessa. Rædd verða á
ráðstefnunni öll mál er telja
verður koma við flugmálum
um Atlantshaf. Meðal þeirra
er, að sjálfsögðu, bæði sam-
ræming starfsaðferða, veður-
þjónusta og ákvörðun um
hjálparstöðvar og önnur
hjálpartæki í sambandi við
flugferðir.
Haldin af írum.
Það eru írar, sem hjóða
til ráðstefnunnar og verða,
eins og áður er getið, all-
margar þjóðir er taka þátt i
henni. Af Norðurlandaþjóð-
um taka allar þált að undan-
teknuni Finnum. Nú er bú-
izt við að flugferðir um ís-
land hefjist fyrir alvöru og
er íslendingum nauðsyn á,
að kynna sér tækni og kunn-
áttu annarra stærri þjóða á
sviði flugmála og þess vegna
gotl til þess að vita, að hæfir
menn hver á sínu sviði eru
sendir ú ráðstefnu þessa.
Fimmtíu starfsmenn.
Þegar Reykjavíkurflug-
völlurinn tckur til starfa
með stjórn innlendra manna
er gert ráð fvrir að þurfi a.
m. k. 50 menn til þess að
vinna við hann. Er þá allt
talið, bEeði kunnáttumenn og
þeir er vinna einungis störf
verkamanna. Nú sem stendur
er aðeins um tvo lærða
menn á sviði flugvallarekst-
urs að ræða, en von er á
fleirum síðar.
Fulltrúar íslands munu
fara héðan í lok mánaðarins
og verður l'arið flugleiðis.
vel af sér vikið og hefir and-
inn verið yfir tónskáldinu
þá stundina. Síðar unnátaði
lann verkið og endurbætti.
Hjá Hándel, eins og öðrum
göml.um meisturum, liggur
þungamiðja oratoríum-
formsins í hinum stóru kór-
köflum, bæði hvað snertir
ytra snið og anda verksins.
Eru kórkaflarnir að meira
eða minna leyti i fúgustíl.
Kórkaflarnir eru því hálind-
arnir af verkinu. Maður get-
ur ekki annað en undrazl
þá formgáfu og djúphygli í
tónlist, sem kemur fram i
„Messíasi“, og víða birtist í
verkinu átakanleg tónhrifn-
ing og eldmóður, ekki sízt í
hinum mikilfenglega „Halle-
lújakór“.
„Messías“ var fluttur i
fríkirkjunni föstudag og
sunnudag síðasll. af Samkór
Tónlistarfélagsins og Hljóm-
sveit Reykjavikur undir
stjórn dr. Victors Urbant-
schitseh, 4 einsöngvurum og
auk þess aðstoðuðu við
flutninginn dr. 'Páíl ísólfs-
son á orgel, frú Guðrún
Waage, fædd Þorsteinsdótt-
ir, systir séra Garðars í Hafn-
arfirði, á píanó, Björn Ól-
afsson á fiðlu, dr. Edelstein
á celló og Karl Ó- Runólfs-
son á trompct.
Þessi uppfærsla á Messíasi
var betri en árið 1940. Kór-
inn hefir síðan verið endur-
skipulagður og er nú vand-
anum betur vaxinn. Nú, eins
og áður, voru kórhlutarnir
liezt heppnaðir, nákvæmt
æfðir, fluttir liðugt og lireint,
með hljómfyllingu bæði
mikilli og fagurri. Það kann
að vera fullmikið sagt, að
kórlilutarnir liafi verið hezl
fluttir, því að enski söngvar-
inn Roy Hickmann, sem fór
með bassahlutverk, söng
stórvel. Hann söng af sál á
listrænan hátt og var með-
ferðin fáguð og gagnmennt-
uð. Daníel Þorkelsson fór
með tenórhlutverkið. Er
söngur hans orðinn karl-
mannlegri og skilaði liann
smekklega sínu hlutverki'.
Hann er öruggur söngmað-
ur, sem óhætt er að fela
vandsungin hlutverk. Guð-
munda Elíasdóttir og Guð-
rún Þorsteinsdóttir fóru og'
vel með sín verkefni; hin
skínandi bjarta sópranrödd
frú Guðmundu naut sín bezt,
er hún söng uppi á orgel-
pallinum, og Guðrún söng
contraalthlutverkin af inni-
leik. Hándelsaríur. eru vand-
sungnar, þvi að þær reyna
svo mjög á raddþolið.
Dr. Viclor Urbantscliitsch
stjórnaði tónleikunum. Hann
hefir verið þarfur maður í
tónlistarlífi höfuðborgarinn-
ar. Það þarf ekki að hlaða
lofi á hann,' þvi að verkin,
sem hann hefir unnið, tala
sjálf nógu greinilega. Það
var liann, sem æfði og
stjórnaði öðrum stórum
kirkjulegum verkum eins og
Framh. á 6. síðu
Undanfarið hefur Raf-
magnseftirlit ríkisins haft
með höndum jarðboranir, en
eftirlitið tók við umsjá
þeirra af Rannsóknaráði rík-
isins fyrir hérumbil einu ári.
Er hér um að ræða margar
merkilegar nýjungar, svo
sem borun fyrir drykkjar-
vatni í Sandgerði og fyrir-
huguð borun í Vestmanna-
eyjum.
Á mánud. bauð Rafmagnseft-
irlit ríkisins tíðindamönnum
útvarps og blaða í kynnisför
til nokkurra þeirra staða,
þar sem jarðboranir fara nú
fram á vegum eftirlitsins.
1 för með bíaðámönnunum
vorú Gunnar Böðvarsson
verkfræðingur, en hann hef-
ur yfirumsjón með jarðbor-
unum á vegum eftirlitsins,
Svavar Hermannsson efna-
verkfræðingur og Agnar
Guðmundsson verkstjóri. —
Var fyrst haldið inn að
Kirkjusandi, þar sem verið
er að bora fyrir vatni fyrir
frystihús, sem verið er að
reisa þar. Er þeirri borun
nærri lokið og mun fásl þar
meira en nægjanlegt vatn
fyrir frystihúsið. Er þetta
þriðji staðiirinn, sem borað
er eftir vatni fyrir frystihús
hér á landi. Var byrjað í
Keflavík i haust og tókst bor-
unin prýðilega. Síðan var
borað í Sandgerði, fyrst eft-
ir vatni fvrir frystihús þar,
en síðan fyrir drykkjarvatni.
Er það alger nýjung hér á
landi. \'ar borað í hérumbil
90 metra fjarlægð frá sjáv-
armáli og fengust úr holunni
hérumbil 70 smál. af prýðis-
góðu vatni, sem að sögn íbú-
anna þar er „miklu betra en
Gvendarbrunnavatnið“. Við
þessar boranir eru notaðir
svokallaðir höggborar í
fyrsta skipti hér á landi. Áð-
ur hafa eingöngu verið not-
aðir snúningsborar, en þeir
eru ekki eins hentugir og hin
tegundin og aðallega ætlaðir
til jarðlaga-rannsókna.
•Að Reykjakoti.
Frá Kirkjusandi var hald-
ið austur að Reykjakoti í
Hveragerði, en þar var fyrst
borað fyrir gufu hér á landi.
Er í ráði að reisa þar til-
raunastöð, rekna með gufu-
afli. Ef sú tilraun tekst vel,
má fara að hugsa til virkj-
unar á öðrum og stærri jarð-
hitasvæðum, cins og t. d. í
Henglinum eða í Krísuvík,
en um þá möguleika hefur
mikið verið rætt. Mundi þetta
verða til stórbóta fyrir fram-
leiðslu rafmagns hér á landi,
því að í fyrsta lagi eru fá
bergvötn hér á landi, sem
nothæf eru fyrir stórvirkj-
anir, og í öðru lagi eru gufu-
aflsstöðvarnar miklum mun
ódýrari. Samkvæmt útreikn-
ingum, sem gerðir hafa ver-
ið i sambandi við þetta, mun
hvert kílówatt í fullgerðri
vatnsaflstöð kosta 1000—
1400 krónur, en ekki nema
ca. 400—500 krónur í gufu-
aflstöð. Mundi þá munurinn
á 25.000 kílówatta stöðvum
vreða 20—25 milljónir.
Selfoss-hitaveitan.
Austur hjá Laugardælum
hefur Rafmagnseftirlitið
einnig haft með höndum
jarðboranir. Var þar boeað
eftir heitu vatni fyrir fyrir-
hugaða liitaveitu Selfossbúa.
Var þar boruð ein hola 75
metra djúp og fékkst þar ca.
2,4 smálestir af 76 stiga
þeitu vatni á klukkutíma. Er
ætlunin að bora dýpra, til
l>ess að reyna að fá heitara
vatn, en vatnsmagnið er
meira en nægilegt fyrir Sel-
foss í nánustu framtíð. 1 sam-
bandi við þessa liitaveitu má
geta þess, að hola, sem úr
kemur einn sekúndulítri af
90 stiga heitu vatni, hefur
jafnmikið hitamagn og
25.000 kr. virði.af kolum, ef
miðað er við eitt ár.
Jarðvegsrannsóknir o. fl.
Við Sogsfossa er nú unnið
að jarðvegsrannsóknum í
sambandi við fyrirhugaða
virkjun þar, en Þorsteinn
Thorsteinsson námuverkfr.
liefur þær með höndum. Eft-
ir 1 y2 mánuð mun verða liaf-
in borun eftir drykkjarvatni
i Vestmannaeyjum. Telja
verkfræðingarnir að nóg
vatn verði hægt að fá þar. í
Krísuvik er nú unnið að efna-
rannsóknum. ár það ætlun
Hafnarfjarðarbæjar að reisa
þar stór gróðuhús á næsta
vori og svo rafstöð ef tilraun-
in við Reykjakot lieppnast
vel.
Elsa Sigfáss
syngnr á kvöld.
Ungfrú Elsa Sigfúss end-
urtekur næturhljómleika sína
í Gamla Bíó í kvöld, vegna
áskorana.
Eins og kunnugt er hélt
ungfrúin slika söngskemmt-
un fyrir skömmu og þá við
mjög góðar undirtektir á-
heyrenda. Nú liafa borizt
fjölmargar áskoranir fóUes,
að söngskeínmtunin verði
endurtekin og hefir söng-
konan ákveðið að verða við
/þeím.
Á söngskránni eru 13 ný-
tízku lög.
„Messías“ eftir Handel.
Af liinum stoltu söngverk-
um kirkjulegrar tónlistar,
sem flutt hafa verið undan-
farin ár liér í Reykjavík, er
„Messías“ fyrsta verkið, sem
tekið liefir verið til endur-
flutnings. Er það vel farið,
því að þannig fá menn tæki-
færi til að kynnast því bet-
ur og með vaxandi kynningu
mun vegur þess hækka, þvi
að óratóríum liinna miklu
kirkjulegu tónmeistara eru
ef til vill liið voldugasta, sem
til er í samanlagðri list heims-
ins. „Messías“ er hákirkju-
legt helgitónverk um fagn-
aðarboðskap kristindómsins,
gert um texla úr lieilagri
ritningu, spádóma úr Gamla
Testamcntinu og ritninga-
staði úr Nýja Testamentinú.
Er verkinu raðað í þætti eft-
ir höfuðtíðum kirkjuársins:
aðvenlu, jólum, páskum,
livitasunnu og dómsdegi. Ei*
verkið gert fyrir kóra og ein-
söngvara mcð undirleik lit-
ils orkesturs og tekur flutn-
ingur þess um 3 lclukku-
stundir. Höfundurinn er
einn af höfúðsnillingum
tónlistarinnar, þýzkur að
fæðingu, fæddur 1685 í Sax-
landi, sama áriÖ og Bach, en
dvaldi lengst af ævinnar í
Englandi og skóp þar sín
helztu verk. Samtíðarmenn
lians í Englandi litu á hann
sem útlending, enda gat liann
aldrei takað ensku lýtalaust,
en eftir að liin liáfleyga og
einfalda tónlist hans fesli
rætur þar i landi, sem var
ekki fyrr en á 19. öldinni,
liafa Englendingar lagt
mikla rækt við tónlist lians,
líkt og Þjóðverjar við tón-
list Baclis.
Maður skyldi ælla, að það
hafi tekið jafnvel annan eins
snilling og Hándel langan
tíma að semja aðra eins stór-
smíð og „Messias“. En það
er ótrúlegt, en þó ratt, eftir
því sem heimildir herma, að
Hándel samdi verkið ekki
nema á 24. dögum. Hann
byrjaði á því 22. ágúst 1741;
lauk við fyrsta kaflann 28.
ágúst; annan kaflann 6. sept.
og þriðja kafíann 12. sept.
(Hándel liafði allt verkið í
þrem köflum); hljómsetn-
ingu o. þ. li. 14, sept. Að vísu
felldi hann lög, sem hann
hafði áður gert, sumstaðar
inn í, en samt er nú þetta