Vísir - 11.03.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 11.03.1946, Blaðsíða 4
I 4 í » r h Mánudaginn 11. marz 1946 VISIR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsso o Skrifstofa: FélagsprentsmiðjunnL Afgxeiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur), Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. 65 ara Furðulegar vamir. Morgunblaðið skýrir frá vornum llússa fyr- ir atom-njósnunum á þessa lurit]: „Við gerðum ekki neitt, og þótt við hefðum gert það, þá var það ekki neitt, sem við hefðum gert, og þótt það hefði vcrið einhvers virði, þá sýndu Kanadamenn skort á háttvísi, að vera hafa orð á þessu. Og þegar maður fer að hugsa meira um þetta, þá kemur í Ijós, að þetta er hrein og bein uridirbúin árás á okkur.“ Svo mörg éru þau orð og eiga að skýra viðhorf Rússa til ofangreindra mála, en i ritstjórnargrein getur að líta sama efni, að því er hezt vérður skilið, en sá er þó munurinn, að þar veitist Morgunblaðið að Vísi fyrir skrif uffi opinberar ráðstafanir. — -Morgunhlaðið lýsir yfir því, „að ríkisstjórnin hafi ekkert gert í dýrtíðarmálunum og engú lofað varðandi lausn þeirra, og þótt hún hefði eitthvað gert væri það ekki neitt, sem rílds- stjórnin hefði gert, en þótt það hefði verið einhvers virði, sé skortur á háttvísi að vera að hafa orð á þessu.“ Ríkisstjórnin standi utan og ofan við alla gagnrýni. Svona til húggunar fyrir kjósendur lætur blaðið þó þess getið, að ef ríkisstjórnin eigi eftir að sitja lengi, hljóti að relca að því, að hún sinni eitt- hvað dýrtíðai’máluniim. Morgunblaðið lýsir svo þeirri trú sinni, að núverandi stjórn sé líklegustu til að finna þama farsæla lausn, og virðist svo sem blaðið byggi þá trú sími -á þátttöku kommúnista í ríkisstjórninni. En íleiri hafa fundið, að illt er að eiga þræl fyr- dr einkavin. Morgunblaðið heldur því fram, að ritstjóri ])essa blaðs hafi lýst yfír því, er fyrrverandi TÍkisStjórn settist að völdum, að hann mundi styðja ríkisstjórnina, álveg án tillits til afstöðu flokksins. Að því leyti er þetta rétt, að rit- jstjóri þessa blaðs gerði fulla grein fyrir því á flokksfundi, að hann mundi frekar styðja utanþingsstjórn, sem sýndi sanngirni í stjórn- arstörfum en stuðla að stofnun vinstr; stjórn- ar, sem vafalaust mundi bylta sér í völdun- um og láta kné fylgja lcviði. Meiri hluti Sjálf- stæðisflokksins mun einnig hafg litið svo á málið og gaf um það ótvíræða yfirlýsingu, en er fram í sótti brást forysta flokksins innan 'Alþingis þannig við, að hún reis gegn hverju máli, sem ríkisstjórnin bar fram, spillti þeim ■eða felldi þau, og átti rika sök á, hversu lít- dð vannst á í dýrtíðarmálunum. Hitj, mátli hverjum’ manni vera ljóst, að fyrrverandi rík- dsstjórn inátti ekki og gat ekki gripið til neinna aóttæka ráðstafana í þessum málum, einfald- dega af því, að afgreiðsla sjálfstæðismálsins varð að sitja í fyrirrúmi og ekkert mátti tefja oða spilla framgangi og endanlegri afgreiðslu þess máls. Ritstjórn Vísis hefur þá, eins og stöðugt síðan, tekið þá eina afstöðu til stjórn- análanna, sem samrýmzt liefur hagsmunum íþjóðarheildarinnar og miðað hefur að bættum Iiag hennar. Seta kommúnista í ríkisstjórn er þjóðhættuleg frá fleiru en einu sjónarmiði, og jafnvíst er hitt, að í dýrtíðarmálunum eiga þeir ekki eftir að vinna nein afrék, en múnu ídgerlega bregðast þeim trúnaði, sem þeim iftéfur verið sýndur af Mörgunblaðsliðinu, jafn- vcl þótt þetta lið gangi ótrúlega langt í þjón- ustu sinni við kommúnistana. Qlóti J). JoL í gær varð Gísli J. John- sen, stórkaupmaður, sextíu og fimm ára gamall. Hann er fæddur í Vestmannaeyj- um árið 1881, sonur Jólianns Jörgens Johnsen, veitinga- manns og konu hans, Sigríð- ar Árnadóttur frá Hofi í Ör- æfum. Gísli var aðeins 12 ára gamall er liann missti föður sinn og varð þess vegna snemma að treysta á mátt sinn og megin. Er liann var 19 ára hóf hann sjálfstæðan atvinnurekstur í Eyjum, en til þess þurfti hann að fá sér- staka undanþágu. Setti hann sér það markmið, að lirinda ríkjandi verzlunaránauð Dana þar. Gerðist Gisli ötull forv ígismaðúr Eyj arskeggj a úm allt livað snerti framtak og úrbætur er liorfðu til at- vmnubóta og betri afkomu manna þar. Fyrir lians at- beina batnaði hagur manna í Vestmannaeyjum til muna og má segja, að menn þar búi að því enn. Þau eru mörg framfara- málin, sem Gísli liefir látlð til sín taka og er ekki hægt að gera þeim nokkur skil í svo stuttri g'rein, svo marg- vísleg eru þau, en fullyrða má, að liann mun vera einn framsýnasti og djarfasti at- hafnamaður sinnar samtíð- ar. Gestkvæmt var á heimili Gísla Johnsen í gær. Barst honum fjöldinn allur af skeytum og blómum. Gisli var kvæntur Ásdísi Gísladóttur, hinni mestu á- ætiskonu. Hún lézt í febrú- ar 1945. Gisiihús í Reykjavík Nokkurar athugasemdir frá Húsameistarafélagd íslands. Dagblöðin hafa nýlega flult þær fregnir, að nú sé verið að gera ráðstafanir af hálfu liins • „opinbera“ lil þess að reisa hcr i bænum allstórt gistihús og er talið að það muni kosta 15 millj. kr. I Ennfremur var þess getið, jað amerískur húsameistari .mundi verða ráðinn lil þess Jað gera uppdrætti af þessu iliúsi. j Stjórn Húsameistarfélags ísknds telur ástæðu til þess, að géra noklcurar athuga- semdir við þessa ráðagerð, ef rétt er frá þessu sagt. Gistihús eru að visu vanda- söm h'ús, én þau eru þó hvorki svo óvenjuleg, né slíkum annmörkum hundin frá tæknilegu sjónarmiði, að engum íslenzkum liúsameist- urum sé treystandi lil þess, að talca þetta verk að sér. Ilin fyrirhugaða úvarps- stöð var falin ameriskum húsameistara. Um þá ráð- stöfun munu vera sldptar skoðanir. En þar koma svo margir sérfræðingar til, að þeirra mun ekki liafa verið kostur hér, nema að litlú leyti og verður þetta þá skilj- anlegra. Svona sjaldgæf verkefni verður að telja til undanlekninga. Hitt er lítt skiljanlegt, að seilast yfir í aðra heimsálfu eflir uppdráttum af gislilnisi lianda okkur, jafnvcl þótt það eigi að vera stórt og vandað. Hvaða trygging er fyrir þvi, að einhver amerískur húsameistari geri þetta betur en íslenzkur? Hvað veit hann um stað- hætti hér og hveiimg yrði liáttað samvinnu hans við iðnaðarmennina hérna i Reykjavík og aðra, sem að þessu standa. Það cr sannar- lega ekki nóg, að fá með póstinum uppdrætti að ein- hverju gistiliúsi og borga fyrir nokkura tugi þúsunda dollara. Um g,jaldeyririnn mundu nú sumir segja, að honum væri hetur varið lil efnis- kaupa — ef einhverjir doll- arar verða afgangs. Vera má, að eitthvað skorti hér á um tækni á þessu sviði sem öðrum. Uppdrættir af liúsi nægja ekki til þess af bæla úr því. Hitt er miklii' vænlegra til framfara, að leitað sé aðstoðar út fyrir landsteinana um þá tækni, seni ekki er völ á hér, en landsmenn fjalli að öðru leyti um það, sem þeir eru færir um. Það er eðlilegt og sjálf- sagt, að við notum okkur að- sloð erlendra sérfræðinga og hana sem bezt, þegar heiin- ar er þörf. En hitt sýnir lit- inn þjóðarmetnað, að stjórn ríkis og bæjar sniðgangi hæfa íslendinga, eins og stundum hefir brunnið við, þegar komið hefir til meiri- háttar framkvæmda. SendikennarÍBin Framh. af 3. síðu. — Jú, eg ætla að þýða Snorra-Eddu og íslenzk úr- valsljóð. Eg hef einnig hugs- að mér að þýða citthvað af íslenzkum skáldsögum á dönsku. s Hvernig lízt yður á ísland? ' —- Mér finnst Island vera nýtt Land, þar sem ungu fólki er gott að búa. En eg veit ekki nóg um Ísland ennþá til að geta dæmt um kosti og galla. Eg vona að eg fari ekki til Danmerkur fyrr en eg veit nóg um landið og þjóðina, til þcss að kenna Dönuiii um bókmenntir ís- lands. Ög þá vona eg, að eg lali málið miklu betur en nú. létt hjal. Sú nýbreytni var tekin upp ekki alls Lög og fyrir löngu hjá Ríkisútvarpinu, að hafa ávallt á briðjudögum þátt, er nefnist „Lög og létt hjaí“. Þessi þáttur á að- allega að vera til þess að kynna fyrir hlust- endum létta tónlist og leggja áherzlu á kynn- ingu jazz og annara danslaga. Eins og öll ný- breytni vakti þátturinn talsverða athygli í fyrstu og þótt niörgum hefði ekki fundizt upphafið lofa góðu, þá fyrirgáfu menn það almennt, þvi vitað var, að ungir menn áttu i hlut og þá frek- ár von á áð hann batnaði er fram í sækti. * Hann er Bergmáli hefir borizt bréf frá leiðinlegur. ungri stúlku, er gerir þáttinn að umtalsefni og verða hér birtar nokkrar linur úr bréfinu. Stúlkan segir: „..Það scm ég sizt get fyrirgefið drengjuin þeim, sem stjórna þættinm „I.ög og létt hjal“ er að mér fir.nst þátturinn vera leiðinlegur. Það eru þó oft spiluð mörg góð danslög inn á milli, en allar útskýringar sem fylgja eru þrautleiðin- legar og gangá oftast út á það eitt, að reyna að segja „billega“ fyndni, sem ekki á heima á þeim stað sem hún er sögð. % ★ lög bezt. Eg hefi sjálf mjög gaman að dans- Umbeðin músík, en þó verð eg að segja að í þau skipti er eg hefi hlustað á þátt- inn, þá hefir mér fundizt hann skemmtilegastur þegar spiluð hafa verið klassisk lög eftir beiðni. Eg veit það vcl, að það er ekki vel þegið, að raaður sé alltaf að kritisera allt nýtt sein fram kemur, en ég get ekki látið hjá líða að minnast á, þetta þvi ég er cin af þeim ungu, sem þátt- urinn er ætlaður fyrir. Annað atriði er, að mér finnst belgingurinn vera full mikill hjá þess- um ungu mönnum og þcir láli sem þeir hafi í rauninni meira vit en þeir hafa.“ Sönnu Svo'mörg voru þau orð ungu stúlk- nær. unnar, sem snérust um þáttinn „Lög og létt hjal.“ Það er að líkindum sönnu nær, að þátturinn hefir orðið mörgum til von- brigða og almenningur, sérstaklega unga fólk- ið, hafi búizt við meiru en raun hefir orðið á. Það má vcl taka undir það með ungu stúlk- unni, að þátturinn hefir að ýmsu leyti mistek- izt og véldur. þar, að viðvaningsbragur er nokkur á honum, og svo einnig að hlustendum leiðist þessi sjálfglaði tónn, sem er yfir honum. Það yrði því hlustendum mikill léttir, ef „Lög og létt hjal“ tæki breýtingum til batnaðar á næstunni, ef þá þátturinn verður ekki lagður niður. * Herrar Kona nokkur kom með bréf það er og frúr. birtist hér á eftir til blaðsins og bað um að það yrði birt í „Bergmáli“. Bréfið fjallar um hvort rétt 'sé að breyta til hinum hefðbundnu titluin á konum og körlum eins og hingað lil liafa tíðkazt. „Það er töluvert talað um það nú, hvort réttara sé, að kalla allt kvenfólk frú, eins og'Jónas Jónsson alþingis- maður stakk upp á um daginn 'eða frú og fröken eins og hefir verið. Einstaka smágreinar hafa verið í blöðum um álit á þessari breytingu og langar mig til þess að segja mitt álit á málinu.“ * Frú cða Það er mitt álit, að allar konur fröken. og stúlkur eigi að ávarpast með orðinu „frú“ og allir karlmenn, ungir sem gamlir kallaðir „herrar“. Mér finnst við- kunnanlegra, að kalla 20 ára gamla stúlku frú, heldur en 60—70 ára gamlan kvenmann fröken, ungfrú eða jómfrú, sem jafnvel stundum hcfir átt eitt eða fleiri börn án þcss að giftast. Einn- ig kann eg alltaf vcl við gömlu titlana á hj'óna- fólki, húsbóndi og húsfreyja. Annað ætlaði eg ekki að leggja Jil málanna óg vorta svo að guð og lukkan vaWýveltl'4^tktir Áll,•1,ffóðú frúr og herrar."

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.