Vísir - 13.03.1946, Síða 4

Vísir - 13.03.1946, Síða 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 13. marz 1946 VÍSIR DAGBLAÐ Ctgefandi: BLAÐACTGÁFAN VISIR H/P Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: FélagsprentsmiðjunnL Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Lýðiæðis-emiæðL Pyrir nokkru fóru kosningar frarn í Ráð- stjórnarríkjunum. Um 100% kjósenda skilaði sér að kjörborðinu og auðvitað hlaut Jvommúnistaflokkurinn öll atkvæðin,- — lýð- ræðis-einræðinu til lofs’ og dýrðar. Er J)etta ekki lítill styrkur í baráttunni út á við, Jjeg- <\r kunnugt er orðið, að Ráðstjórnarríkin hafa j)egar fengið Eystrasaltssvæðið svo að segja allt til umráða, Kurileyjar og suðurhluta Sak- halin að gjöf, Mið- og Austur-Evrópu alla til áhrifa, en krefjast auk J)ess landa af Tyrkj- nm og ítaka í Danmörku, Sýrlandi, Libanon. og Tripolitaníu, auk óteljandi áhrifasvæða í Asíu og ef til vill viðar. Sjaldan hcfur nokk- urt ríki borið fram kröfur sínar með kjós- endur jafn óskipta að baki sér, en allt er.Jætta tið J)akka því lofsamlega lýðræðis-einræði, scm kommúnistar vilja koma á stofn hér á landi. Svo virðist senr fleiri en kommúnistar dái lýðræðis-einræðis hugtakið, enda er nú svo komið, að hið frjálsa orð er höfuðsynd og störglæpur gagnvart hreinræktaðri flokks- starfsemi. Hver maður, sem leyfir sér að setja ifranr skoðanir, sem brjóta í bága við halc- Júja-söng um ráðandi ríkisstjórn, er talin óal- iindi og óferjandí, — sckur skógarmaður upp á forna vísu, með svipur og sporðdreka vald- Jiafanng vofandi yfir sér. Lýðræðis-einræðið d'ró ráðstjórnarríkjunum hefur verið innleitt í l'lokkastarfsemin’a, enda sannar ein rödd úr öllum börkum sannra flokksmanna, hve flokk- urínn er sterkur og líklegur til afreka og stór- ræða. Til J)ess að kveða alla andstöðu niður, má hvorki spara Iiótanir, gælur, Ioforð eða sanmingsrof, allt eftir því sem við á og henta ])ykir, en á öllu veltur að menn séu nægjan- Jega mjúkir leikfimismenn í stjórnmálunum -og samvizkuliðugir eftir því sem nauðsyn Jtrefur. Stjórnmálamaðurinn á ekkert skylt við venjulegan borgara. Borgarinn á að vera hvítþveginn, hreinn og fágaður, en stjórnmála- maðurinn, sem býr í þeim sama borgara, hef- ur óskert leyfi til allra hluta, sem borgarinn hefur ekki. Þvi er það oft svo, að borgarinn er þægilegur í allri umgengni, þangað til stjórnmálamaðurinn í honum tekur völdin. Þá er komið annað hljóð í strokkinn og J)á er dansað eftir línu lýðræðis-einræðisins. Það er kominn tími til að almenningur gcri sér fyllilega Ijóst, að blind flokkshlýðni leið- ir til hrcins einræðis fámennrar klíku í hverj- um flokki, sem skipar málum eftir eigin vild og teflir fram öllurp sínum smápeðum í á- Jirifastöður innan flokksstarfseminnar til þess að tryggja sér valdaaðslöðuna. Þessi smápeð velja svo önnur enn smærri til áróðurs í þágu iöringjanna, og svo er Jæssi flókksvél sett í gang, til J)ess að mala malt og salt, mót- stöðuafl og l'rjálsan vilja kjósendanna. Kjós- andinn ó ekki völ á öðru en að ganga að kjör- borðinu og kjósa'þann lista, sem hann sætt- fr sig einna I)ezt við, með því a'ð ekki er telj- andi réttur lians til að strika út nöfn á frarn- boðslistunum. Slikt hefur yfirleitt enga jrvð- ingu. Það er kominn tími til að almennir flokksmenn allra flokkanna geri sér ljóst, að Jiverju stefnir, og hvort J)eir kjósa heldur fomt l'relsi eða nútíma lýðræðis-einræði, sem konnn- únistár boða í orði og verki, en aðrir flokkar afneita, en notast við í framkvæmdinni. Um daginn og veginn. Stoð lýðiæðisins. Meðal vestrænna þjóða er þáð viðurkennt, að sterkasta stoð. lýðræðisins sé málfrelsi og ritfrelsi —- frelsi sem heimilar ínönnum að láta í ljós skoðanir sínar. En' J)ótt þetta gildi gagnvart J)jóðíelaginu þá er það sjaldan í gildi gagnvart flokunum nema andstæðingar eigi í hlut. Flokkarnir þola ekki, að þeir sem fylgja þeim, beiti þá nokkurri gagnrýni, hversu réttmæt senr hún er. Hver sem slíkt leyfir sér, er 'talinn vargur í'véum. En ef frjáls gagnrýni er sterkasta stoð lýðræðisins í lrjálsu J)jóð- félagi, J)á hlýtur hún einnig að vera sá hyrningarsteinn, sejn hverjum lýðræðissinnuðum stjórnmálaflokki er nauð- synlegur. Sjálfstæ.ðisflokkurinn liefir i þessum.efnum verið mikið frjálslyndari en aðrir flokkar og venjidega J)olað mönn- um skynsamlega gagnrýni á sínum eigin gjörðum án bannfæringar ó þeim sem gagnrýnina setti fram. En á Jæssu hefir orðið mikil breyting síðan miðstjórn og meiri hluti Jnngflokksins ákvað að ganga til samstarfs um ríkisstjórn við jafnaðarmenn og kommúnista á grund- velli sem að mestu leyti var lagður af J)essum flokkum. Þeir sjálfstæðismenn, sem voru andvígir þessari sam- vinnu á þeim grundvelii sem.fyrir lá, og sögðu að hún mundi engum til lieilla og sízt flokknum, voru strax bannfærðir og einangraðir innan vébanda flokksstarf- seminnar. IJefir síðan verið. reynt við hvcrt tækifæri að sýna, að*þessir menn hefði yfirgefið stefnu flokksins og væri ekki lengur góðir og heilir sjálfstæðismenn. Þetta var fyrsta víxlsporið sem stígið var í samvinnunni. á sama máli, Þegar lagt er út í vafásama pólitíska samvinnu, sem oft krefst l)ess að tel’lt sé á tæpasta yaðið, J)á er skiljan- legt að J)að geti oft verið ój)ægilegk fyrir forgöngumenn- ina, að ekki séu allir á sama máli og stundum f.leira upplýst en J)að scm bezt hentar. En engin samvinna getur verið svo mikilsvarðandi fyrir land og J)jóð, að hennar vegna eigi að segja það hvítt scm svart er eða það rétt sem rangt er. Það gera ekki jæir sem vitandi vits vilja stefnunni og flokknum vel. Það er talsverður misskilningúr hjá Mbl. og ýmsum öðrum, sem hálda þvi fram, að Jner ráðstafanir sem ,innsti hringiu’“ flokksins gerir, séu hafnar yfir alla gagn- rýni og öllum sé slcylt að segja þar við já og amen, jafnvel þótt J)essar ráðstafanir og ákvarðanir brjóti í hága við innsta kjarna í stefnu sjálfstæðismanna. Það er ekki hægt til lengdar að halda fólki í þeirri trú, að það sé alltaf á réttri leið, samkvæmt þeirri stefnu sem það hefir sett sér, ef J)xí svo að segja daglega ber fyrír augu leiðarmerki, sem vísa i J)veröfuga átt. Iljá því getur ekki farið, að ýmsir fari að átta sig þegar fram í sækir, þrátt fyrir það þótt lciðtogarnir togi þá með sér ög fullyrði að Jæir séu á réttri leið. Sáluhjálp flokka eða þjóðfélaga er ekki í J)ví fólgin, að allir séu á einu máli, liéldur miklu fremur í því, ;rð frarn komi hófleg og sanngjörn gagnrýni ó því sem gert er á opinberum vettvangi. En þegar slík gagnrýni er stimpluð sem flokkssvik eða skemmdarverk, J)á er sýni- legt að hennar.er mikil þörf. Steína og samvinna. Mbl. hefir reynt hvað eftir annað að læða inn hjá sjálfstæðismönnum þeirri skoðun, að Vísir og þeir sem að honum standa, hafi yfirgefið stefnu sjálfstæðismanna og beri kápuna á báðum öxlum gagnvart flokknum. Þótt. ])essi viðleitni Mbl. sé ekki stórmannleg er hún þó talsvert brosleg. Af J)ví að Vísir hefir í engu Icvikað frá stefnu sjálfstæðisnianna, né túlkað hana á vafasaman hátt síðan stjórnarsamvinnan hófst, er reynt að linekkja áliti hans með J)ví að segja að liann hafi snúið balci við stefnunni og floklcnum. Það er i*ang’t, en hitt er rétt að hann hefir margt út á leiðsöguna að setja. Uppistaðan í allri stefnu sjálfstæðismann cr heiðarleg og vingjarnleg samvinna hinna borgaralegu afla J)jóð- félagsins, er byggist á frjáslyndri félagslegri þróun, án þess að borgararéttur og athafnafrelsi einstaklingsins sé drepið í dróma af pólitísku einræði og félagslegum öfga- stefnum. Víðtælc borgaraleg samvinna er nauðsynleg til þess að J)jóðin geti tekið heilbrigðum þroska og lifað menningarlífi í landinu. En samvinna við upplausnaröfl kommúnismans leiðir hið borgarálega J)jóðfélag í ógæfu fyr eða síðar. Annað Sví- Eg vona, að lesendum mínuni þyki þjóðarbréf. eg ekki koma of oft með Svíþjóð- arbréf, þótt eg bæti einu við það, sem eg birti í gær. Þetta bréf er ekki fengið að láni, eins og það, sem eg tók kaflana úr í gær, heldur er það skrifað beint til min. Það er frá Geir Stefánssyni lögfræðingi, sem fór utan á síðastliðnu ári, til þess að stunda frekara nám i lögfræði í Stokkhólmi. Er svo ekki rétt, að liafa þenna formála lengri, en komast að efni bréfsins: * útvarp frá „Rétt áðan var cg að hlusta á út- Finnlandi. varp frá Finnlandi og var útvarpað viðtali við norræna stúdenta, sem boðið liafði verið til Finnlands, til að taka þátt í hátíðahöldum finnsku stúdentafélaganna 18. þessa mánaðar (það er febrúar). Þarna flultu kveðjur stúdentar frá mörgum háskólum i Svi- þjóð, Danmörku og Noregi. Er þeir höfðu lokið' máli sínu, mælti sá, er viðtalinu stjórnaði, á þessa leið: „í lcvöld vanlar okkur aðeins eina rödd, scm við hefðum gjarnan óskað að heyra, rödd íslands. * Ekkert Við höfum sltrifað Iláskóla íslands og svar. boðið Iionuni að senda fulltrúa liingað, en höfum ekkert syar fepgið.“ — Þessi orð, ~,,að hafa elckert svar fengið,“ hljómuðu alveg hræðilega i eyruni minum, og jafnframt fann eg til sektar fyrir hönd þjóðar minnar. Það virðist, J)vi miður, vcra; yfirgnæfandi sið- ur á íslandi, að livorki einstaklingar né stofn- ahir svari bréfiun manna......... Á þetta sér- sfaklega.við um menn og stofnanir, sem íslend- ingar, sem eru staddir crlcndis, biðja að in.ua aí hönduni einhver erindi fyrir sig. * Greiðugir Er þ.etta þeim mun kynlcgra, sem tieima. ísiendingar heima fyrir virðast ann- ars.mjög greiðugir. En það, er slikur inenningarskortur, að svara ckki bréfum, auk þess scm það bakar bréfriturumim iðuglega stórkostleg óþægindi, að ftill ástæða er fyrir íslenzk dagblöð að minnast á það annað slagið í dálkum sínum. — Nú vil eg taka það fram, til að fvrirbyggja misskilning, að cg er sannfærð- ur urn, að í tilfelli því, sem að ofan getur, er það ekki sökum skorts á háttvísi, að svar hefir ekki borizt til finnsku liáskólanna. * Tafir. Ástæðan mun vafalaust vera, að til- kynningar á milli, háskólanna hafa taf- izt. Annars licfði verið hægurinn á, fyrir Há- skóla, íslands, að senda féiagi íslenzkra stúd- enta í Stokkhólmi símskcyti, og hiðja það að útvega einhvern fulltrúa til fararinnar, af öll- um þeim sæg íslenzkra stúdenta, sem hér dvelj- ast i Svíþjóð. Mundi slíkt ferðalag eigi hafa kostað yfir tvö iuindruð krónm’. Hefði þá ekki „rödd íslands" vantað á .móti Norðurlandahúa að þcssu sinni.“ * Austur- „Sójvellingur" sendir mér eftirfarandi völlur. bréf: „Eg vinn í austanverðu Áustur- stræti en á hcima á Sólvöllum. Eg liefi það oftast fyrir reglu að fara gangandi til niatar og að heiman aftur og fer þá jafnan stytztu leið, eða yfir Austurvöllinn, skásker liann hornanna á niilli, eins og svo margir aðrir. Þar cr gaman að ganga á sumrin, þegar hlómin eru útsprungin i alla vega liíum, og grasið á blettinum er hvann- grænt. • * Vilpa. En undanfarið hefir verið illfært þessa leið, þvi að stígúrinn frá suðvésturhorn- inu yfir í norðausturhornið hefir verið hálfgerð forarvilpa. Sé memi skólilífalausir, þá er bezt að fara ekki þarna um, til þess að verða ekki eins og svín til fólanna. — Mér finnst þetta ekki iinega svo til ganga lengur. Er ,svo míkill k.Q,stn- aður yið að láta steiiiléggja slTgana? Mætti ekki reyna það?“

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.