Vísir - 15.03.1946, Blaðsíða 7
Fösiudaginn 15. marz 1946
V I S I R
£ubif Í)t. fi’mÁ;
25
Þær elskuðu hann allar
Svipur Patricks gerbreyttist allt i einu. Var
það skömmusta, ótti eða sorg sem allt í einu
kom fram í svip hans, eða þetta allt, örskanmia
stund, en þó eigi svo skamma, að Mollie veitti
honúm ekki athygli, þótt hann sneri sér undan.
Mollie gat ekki gert sér grein fyrir þvi livað
olli þessum skyndilega svipbrigðum, en lienni
fanrist sem snöggvast sem hjartað stöðvaðist í
hrjósti sínu, eða eins og gripið væri fyrir kverk-
ar henni, og hún vildi kalla, en gæti' það ekki.
En nú dró svart ský fyrir tunglið og hún sá
ekki framan í Patrick, en þótt svipur Patricks
breyttist aftur, mundi hún aldrei geta gleymt
þessari örskömmu stund, þyí að nú skaut því
eins og ósjálfrátt upp í liuga hennar hvernig í
öllu mundi liggja. Hún hugsaði um móður-
sýkiskast það, sem greip Dorothy daginn sem
harnið fæddist, um hin beisku orð hennar, er
hún færði hetíni rósirnar frá Patrick. „Vitan-
leg'a gat liann ekki fært mér þær sjálfur. Hann
kemur aldrei til mín“. Og svo ofsalegur grátur
hennar og orð hennar: „Eg er i fangelsi og það
er John, sem lieldui- mér þar.“
Sannleikurinn, blákaldur sannleikurinn blasli
við henni og það var sem allt hryndi í rústir
fyrir lienni, og ,hún rak upp vein, eins og sært
dýr, allt hringsnerist fyrir henni, hún riðaði
og var að liniga niður, en Patrick greip hariá' i
fallinu
XI.
„Það er alveg vafalaust,“ sagði frú Daw
skrafskjóðulega, „að John elskaði konu sina af
alhug.“
Móðir Johns var allókyrr, en reyndi að láta
elcki á því bera, og náði sér í aðra smurða
hrauðsneið til. Hún liafði látið til leiðast fyriv
orð Johns, að hjóða frú Daw til tédrykkju.
Hann hafði komist að orði á þá leið að, að
þeim bæri að gera það, og liann sagði það af
þeirri óþolinmæði, sem einkenndi liann eftir
andlát Dorothy. „Við komumst ekki hjá þvi,“
hafði liann sagt, er móðir hans hristi höfuðið.
„Mollie hefir verið okkur svo góð, og í þakk-
lætis skyni ættir þú að hjóða móður hennar til
tedrykkju.“
Og' frú Morland lét undan. Hún lét orð falla
um það við Isabellu, að kannske mundi hún
ekki koma.
„Koma? Þótt liún lægi *á börunum mundi
hús rís upp til þess að þiggja boðið.“
Og Isabella fór ekki fjarri því rétta, því að
að morgni þessa dags hafði frú Daw sagt við
Mollie, að hún væri svo veik, að hún ætti á-
reiðanlega skammt ólifað, en þegar hún fékk
orðsendinguna fór hún að klæða sig, og gerði
hoð eftir konu noklcurri, til þess að snyrta hár
sitt.
Og nú var tedrykkjustundin. Og hún hafði
setið þarna í hægindastólnum í fulla klukku-
stund i viðhafnarstofu Johns, og bragðaðist
henni vel allt, sem fram var reitt, og gerði þvi
góð skil.
Það voru nú fjögur ár liðin frá þvi er Doro-
thy andaðist og þótt John Morland hefði aldrei
náð sér og syrgði stöðugt konu sína, ligfði allt
að öðru leyti gengið sinn vanagang.
Móðir hans og systir höfðu leigt liús sitt í
London til þess að geta búið hjá lionum, og var'
það Isabellu lítt að skapi. Aðstoðarpresturinn
var orðinn enn gráhærðari en hann var. Kona
lians var jafn löt og eigingjörn og hún hafði
verið, ræddi um öll hneykslismál við hvern sem
var og lét Mollie stjana við sig sýknt og heilagt.
IIús Patricks Heffrons hafði verið selt og
var búið að gera við það, mála það liátt og lágt,
gera við lilið og annað, og í staðinn fyrir hest-
liúsið gamla var komið bifreiðaskýli, en frá
Patriclc liöfðu engar fregnir borist.
Ilann fór úr landi nokkrum vikum eftir and-
lát Dorothy og vissi enginn livað af lionum var
orðið.
„Það er einkennilegt,“ sagði frú Daw eitt
sinn við Mollie, „að hann skuli ekki einu sinni
skrifa Jolm. Og mér er sagt, að Patriek liafi
ekki kvall neinn i þorpinu.“
„Hann kvaddi mig ekki,“ sagði Mollie, „en
hvort liann kvaddi aðra er mér ekki kunnugt
um.“
Frú Daw horfði livasslcga á dóttur sína.
„Mér er sagt, að honiim hafi orðið. mikið um
andlát Dorothy — eg hefi það fyrir satt,“ sagði
hún ísmeygilega. „Allir vita að þau voru hrífin
hvort af öðru þegar þau voru unglingar, jafn-
vel trúlofuð. Var það kannske ekki á allra vit-
orði, að þau voru að daðra saman næstum á
barnsaldri? Fyrir livað var hann rekinri úi
skóla? Fannst þér ekki- að liorium yrði iriikið
um þetta?“
„Okkur varð öllum mikið um það,“ svaraoi
Mollie. «
„Þú vilt nú alltaf halda öllu lcyndu,“ sagði
móðir liennar ólundarlega. „Og eg veit vel, að
þið Patrick voruð góðir kunnirigjar. Ekki trúi
eg öðru en að hann Iiafi minnzt á Dorothy við
þig-“
„Eg spurði hann einskis.“
Mollie fór jafnan undan í flæmingi og hafði
móðir lieftnar ekki á spurninni. Og þess vegna
vai ]iað svo, að vikið sé aftur að tedrykkjunni,
að.hin forvitna kona fór að þreifa fyrir sér á
heimíli Johns, hvort hún gæli ekki „fiskað“
neitt.
„Já, Jolm unni konu sinni,“ sagði hún aftur,
„heilhuga. Hann er svo tryggur í sér.“
Frú Morland leit vandræðalega til dóttur
sinriar sem sat allfjarri þeim.
„Jolm verður aldrei samur og áður,“ sagði
frú Morland og var auðheyrt að hún vildi ekki
uni þetla ræða við frú Daw.
„Hve sorglegt það er,“ sagði frú Daw, „ og
eg hélt alltaf að hann mundi kvongast aftur
fljótlega, barnsins vegna. Svona getlir maður
ályktað skakkt stundum.“
„Jolin kvongast aldrei aftur,“ sttgði frú Mor-
land ákveðin, „og verð eg þó að segja, að eg
vildi að hann gerði það. Það mundi verða Pat
litla til bjargar.“
„Nei,“ sagði Isabclla dálítið illkvitnislega,
„svo að það er bezt að sætta sig við, að allt
verði svipað þvi sem nú næstu tiu — að æ ofan
i æ verði skipt um barnaslúlku.“
A KVÖlWðKVm
MATA HARI STALINS.
muna allskonar tölur og tæknislýsingar, en til þessÍ
að geta talað við foringjann um málið, þyrfti húnt
að vita nokkur skil á því. I tösku sinni hafði Olgaj
alltaf litla vasabók og voru spjöld hennar silfur-j
slegin. I þessa bók skrifuðu svo þeir, sem beðiði
höfðu hana um að tala máli sinu við Hitler, allart
þær upplýsingar, sem hun taldi sig þurfa á að halda.?
Um kvöldið, er hún keyrði heim, lét hún bifreiðar-f
stjórann sinn hafa upplýsingarnar, og sagði vana-(
lega eitthvað á þéssa léið: „Það var Wendlin for-|.
stjóri í kvöld. Eg vona að þú getir lesið skriftinai
hans“. Bifreiðarstjórinn kom síðan upplýsingunum
til leynilegrar sendistöðvar, sem Rússamir höfðu
í BerMn.
Skömmu eftir stríðsbyrjun árið 1939 sagði Olgaj
einu sinni við Hitler: „Þetta verður Þýzkalandi aðj
fjörtjóni.“ |
En IJitler brosti aðeiris og sagði: „Þér ættuð aðj
fara til Póllands sem fyrst. Eg skal sjá um hátíða-i
sýningu í hinu sögufræga leikhúsi Krakau-borgar.j
Það getur máske bætt sambúðina við fólkið þarj
í landi.“ »
Þessi ákvörðun Hitlers kom ákaflega illa vi
Olgu, en hún varð að fara. Þegar hýri kom framji
á leiksviðið, lirópaði fólkið ókvæðisorðum til þeimar!
og lnin liljóp grátandi út. Það sem særði hana mesLj
var að fólkið hafði kallað hana svikara og leiguþý-
nasiztanna. Um kvöldið lokaði Olga sig inni og;.
grét beisklega. ]
Astandið í Berlín fór nú smátt og smátt að breyt-j'
ast. Nasistabroddarnir, sem áður höfðu veriSf
áhyggjulausir og lífsglaðir, voru orðnir tauga-4
óstyrkir og hræddir um öryggi sitt. Orðrómur um,
að ekki væri allt með feldu á austurvígstöðvunum,
flaug um Berlín eíns og eldur í sinu, og von Leeb
hershöfðingi sagði blátt áfram að stríðið væri tapað.j
„Og hvað vilduð þér láta gera?“ spurði Olga/
Hershöfðinginn svaraði henni með þvi að skýr;
henni frá áætlunum þýzku herstjórnarinnar o
gölluiri þeim, er hann taldi sig hafa fundið á Jieim.j
Bifreiðarstjóri Olgu var mjög slyngur rússnesk-J
ur njósnari. Aðstoðaði hann Olgu við njósnirnarj
Dag nokkurn hvarf liann og lieyrði Olga ekki til.
hans meir. Varð hún talsvert óttaslegin í fyrstu.!
Hélt Iiún jafnvel að Gestapo hefði handtekið hannl
og biði nú aðeins eftir tækifæri til þess að hand-:
sama hana. Var hún ákaflega vör um sig, en ekk
ert skeði.
Rússarnir nálguðust óðum Berlín og loftárásirnar
voru að verða óþolandi. Kvöld nokkurt í apríl 1945
var barið að dyrum hjá hcnni, og fyrir utan stóð
maður í vinnufötum. Sagði hann henni, að nii væri
hlutverki hennar lokið, og skyldi hún koma meö'
ser þá þegar. Setti hún föt í eina smátösku og fórf
með manninum til aðsetursstaðar þýzkra kompiúnj
ista í Berlín. Dvaldi hún þar í tíu daga, en þá höfðuj
Rússar hrakið Þjóðverjana úr þeim hluta Berlínar,’
sem hús þetta var í. ;
Olga flaug nú til Moskvu og dvaldi þar í boði
rússnesku stjórnarinnar. Bauð Stalin henni til mið-
degisverðar í Kreml, og við ]iað tækifæri sæmdi
hann hana „Hetjuorðu Sovétríkjanna“.
ENDIR.
Um daginn var íri fyrir rétti vegna þess, aö
hann haföi veriö ölvaöur á almannafæri.
Hvar keyptir þú áfengiÖ? spuröi dómarinn.
Eg keypti þaö ekki, herra dómari. Skoti nokkur
gaf mér þaö, svaraöi írinli.
Þrjátíu daga fyrir aö segja ósatt fyrir rétti,
sagöi dómarinn.
♦
Jæja, Sandy minn, sagöi læknirinn. Hvaö get ep
gert fyrir þig?
Eg myndi áreiöanlega ekki vera aö borga þér
15 krópur fyrir aö segja mér, hvað þaö væri, ef eg
vissi þaö. :
, 1"
• t
Frú, sagöi jarnbrautarstjórinn, þér getiö ekki
feröazt á fýrsta farrýnti nteö 3. farrýmismiöa.
En, sagöi konan, eg er köna eins af frámkvæmda-
sijórunum. - ' . :: ' þ .* '3 L
Þaö skiptir engú málí, þó aö þér væruð eina
konan framkvæmdastjóranna.
Við vorum búin að kerina hundinum okkar að
hera fyrir okkur smáböggla þegar við fórum í búðir.
Tók hann bögglana í munninn og hljóp síðan ríg-
montinn á undan okkur heim, setti böggulinn á
tröppurnar og héll vörð þar til v'ið komum.
Einu sinni er hann fór mcð mér niður í bæ, hafði
eg engan böggul handa honum. Var hann auðsýni-j
lega sárgramum mér, þvældist fyrir fótum mér og;
vældi ámátlega. Á leiðinni heim mætti eg nágrannaj
nrinum, og er hann vissi ástæðuna fyrir hegðari
hundsins, rétti hann honum smáböggul, er hann
var með. Hundurinn þaut strax af stað og nágranni
niinn gekk með mér heim, til þess að taka böggul-
inn. En er heim kom var hundurinn hvergi sjáan-
legur. Beið nágranni minn nær 2 tíma eftir honum
en án árangurs. Hélt liann því heim eftir að viðj
höfðum heðið hann margfaldrar afsökunar. En hamri
varð.ekki lítið hissa tþegar hann koin heim til sín.
Á tröppunum sat hundurinn og beið eftir því að-
Irinn rétti eigandi tæki við bögglinum.