Vísir - 16.05.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 16.05.1946, Blaðsíða 7
Fimmtudaginn„16. mai 1946 V I S I R Ruby M. Ayres PtiHAeAAan „Priscilla, í þetta skipti horfir svo illa, að — þú verður að hjálpa mér." Hún stóð grafkyrr, henni fannst kaldur næð- ingur fara um stofuna og nísta sig inn að beini. „Er — er heiður þinn i veði?' „Eg verð settur í fangelsi, ef eg get ekki út- vegað peningi," sagði hann stuttlega. „Ó, i hamingju bænum vertu ekki svona gremjuleg á svipinn. Hver sá, sem hefði verið i minum sporum, hefði farið eins að. Eg hefi aldrei haft nein peningaráð —" — og hann hefði getað bætt við, að hann hefði aldrei gert neitt til þess ag afla sér fjár. — Hugh Marsh liafði aldrei getað látið sér skiljast, að neinar nauður gæti til þess rekið, að hann hefði neitt nytsamlegt fyrir stafni. Og hann var beizkur í lund yfir, a'ð hann var ekki auðmanns sonur. „Þetta er ekki miklum erfiðleikum bundið," hélt hann áfram. „Þú getur komið þessu i kring, ef þú vilt. Þú ert ein af þessum konum, sem getur fengið hvaða karlmann sem er, til þess að krjúpa á kné fyrir þér. Eg áfellist þig ekki fyrir að vilja ekki líta við Fanshaw gamla, en Corbie —" „Þú sagðir sjálfur, að hann væri einrænn og leiðinlegur." „Hvað um það, þú þarft ekki að gera annað en rétta lilla fingurinn—" „En ef mig langar ekkert til þess?" Hugh varð áhyggjufullur og raunamæddur á svip. „Ef þú gerir það ekki verð eg settur i fang- elsi. Hjá því verður ekki komizt, það er áreið- anlegt." 2. KAPITULI. Priscilla hugsaði eitthvað á þá leið, er hún horfði á bróðir sinn, að í rauninni hefði alltáf lagzt í hana að svona mundi fara. Henni þótti vænt um Hugh, en hún gat ekki treyst honum. Það hefði verið betur, ef hún hefði verið piltur og hann stúlka. Oft hafði hún orðið að verja hann, þegar faðir hans var honUm ofsareiður fyrir eitthvað, sem hann hafði gert. Og oftlega hafði hún orðið að síaþpa stálinu í Hugh, er hann var veikur iyrir. Og nú stóð hann þarna og ætlaðist til þess, að hún bjargaði honum frá vansæmd, án þess að hugsa um hvað hún yrði í sölurnar að leggja, og eins og þetta væri svo sem ekki neitt, sem hann krafðist af henni. Hún var mörgum árum yngri en hann, en henni fannst, að hún væri nógu gömul til að geta gengið hon- um i móður stað. „Viltu gera svo vel og segja mér," sagði hún stillilega, „hreinskilnislega hvernig í málinu liggur?" Hún vissi af reynslunni, að það var tilgangs- laust, að ræða málin nema af stillingu við Hugh, en. þótt hún talaði stillilega, hafði hún ákafan hjartaslátt. Hann settist á annan stólarminn, stakk höndunum i vasana og horfði á hana með ögrunarsvip. „Eg falsaði ávísun, sem var útgefin af Daw- son. Hann skuldaði mér þrjú sterlingspund og greiddi mér skuldina með ávísun — og eg bætti tveimur núllum við. Hann er sem stend- ur vestan hafs, en kemur heim í næstu viku, og þá kemst eg i meiri en lítinn vanda, eg get ekki greitt féð. Honum mundi sönn ánægja að því, að sjá mig fara í steininn. Eg kæri mig kollóttan, en það væri ekki gaman fyrir fjöl- ákylduna.''•"•¦*- *5» •»* «"¦*» mf '«*.*« *ui Það var Hugh líkt, að tala á þennan hátt, skírskota til ættarstolts, sjálfum sér til bjarg- ar. Hann hélt áfram að horfa á systur sína og sagði: „Þegar eg komst að því, að hans væri von heim, gekk eg herbcrgi úr herbergi í húsinu, til þess að svipast um, ef nokkuð væri óselt, en eg hefði eins getað byrjað að grafa eftir gulli i kálgarðinum." Hann stóð upp, rétti úr sér og geispaði, cins og hann væri áhyggjulaus, en því fór þó fjarri. „.Tá, svona er þetta. Eg ásaka þig ekki fyrir það, þótt þig langi ekkert til að hjálpa mér. Þú átt enga sök á þessu og það ætti ekki að bitna á þér." En vel vissi Iiugh, að i hvert sihn seni hann var í vanda hafði Priscilla áhyggjur af. þvi, og að hún var jafnan reiðubúin til þess að hjálpa honum. Hann brosti lítið eill, er hann sá hve áhyggju- full hún var. Það var svo auðvelt, að fá Pris- cillu á silt band. Hann klappaði á öxl hennar. „Láttu nú ekki liggja illa á þér. Eg áfellist þig ekki fyrir að vilja ekki líta við Fanshaw —" Hann var kominn að dyrunum, cr Priscilla kallaði: „Hvenær er herra Dawsons von heim?" „Eg veit það ekki með vissu, sennilega í næstu viku. En hafðu engar áhyggjur af þvi." „En gerirðu þér ekki ljóst, Hugh, hversu skelfilegt þetta er." Hann ypli öxlum. „Til hvers er að sýta yfir því?" „En þú hefir gerzt sekur pm fölsun." Hann eldroðnaði. „Já, en hvað þýðir að sýta. Hefði eg haft nóg fé hefði eg ekki þurft að grípa til þessa ráðs? Það er alltaf sama sagan. Eg hefi aldrei nein auraráð. Við höfum alltaf orðið að basla á- fram, án þess að geta veitt okkur nokkurn skap- aðan hlut. Mér er efst í hug að stinga af til Áslralíu." Hann var vanur að hóta þessu, en vitanlega flaug honum ekki í húg að fara til annarar heimsálfu til að vinna fyrir sér. En þessi hótun hafði alltaf sin áhrif á Priscillu. Móðurleg umönnun var svo sterkur þáttur í ást hennar, að hún mátti ekki til þess hugsa, að hann færi til fjarlægs lands, þar sem hún gat ekki leiðbeint honum og verndað. Alla sína ævi að kalla hafði hún annast hann og verndað, og kannske átti hún sinn mikla þátt i, að hann var iðjuleysingi. 'AiwaiWfflMin FaSirinn (meS áherzlu) : Ef eg felli nú skyndilega frá, hvaS myndi eiginlega verSa úr þér Hvert myndir þú svo sem fara og hvað myndir þú gera? Sonurinn: ÞaS er allt í lagi meS þaS, eg myndi dvelja kyrr hérna. En spurningin er hvaS myndi veröa af þér. Hvert ert þú eiginlega að fara í þessum mikla flýti? spurði frú Jones. Eg ætla að skreppa heim til hans Johns. Hann var aS enda við að hringja til mín og biSja mig um aS lána sér tappatogara og eg ætla að fara með hann sjálfur, svaraði herra Jones. Nú, getur þú ekki sent drenginn með hann? Kona góð, sagði herra Jones ávítandi, þessi spurning sannar enn betur en margt annaS, hvefs vegna kvenfólk getur ekki stjórnað hersveitum, ¦tekiÖMSÍcjótar ákvarSanir, þegar milljóna viSskipti eru í húfi. Þegar rétta augnablikið rennur upp, vita þær aldrei hvað þær eiga aS-gerat-..............------ Tokyo undir sprengfuregni Bandaríkjamanna. Eítir Lars TiIIitse, fyrrv. sendiherra Dana í Japan. horfi, en þjóðin tók að búa sig undir langvinna styrjöld. Ibúar Tokyo-borgar eru skipulagðir í ná- grannaflokka, þ. e. a. s. hópa með 20 eða fleiri fjöL skyldum, sem búa í sama hverfi. Tilgangur þessara félaga er að veita gagnkvæma aðstoð. Er kerfi þettaf mjög gamalt í Japan, og felur ríkisstjórnin ná-i- grannaflokkunum ósjaldan, sér í lagi á styrjaldar* tímum, að Ieysa ákveðin verkefni af hendi. Nú mót- aðist öll starfsemi flokkanna af styrjöldinni. Almenningur hafði ekki tekið styrjöldinni gegn Bandaríkjunum og Englandi með hrifningu, vegna þess, að áhrifa styrjaldarinnar við Kína, sem hafði geisað undanfarin 4% ár, var þegar farið að gæta' mjög. En hinir skjótu sigrar japanska hersins og flotans í upphafi, fengu þjóðina til þess að trúa át hlutvcrk Japans sem skapara nýs Asíu-heimsveldis{ Hún heillaðist af hinum ákafa áróðri hernaðarsinn-i anna. Bjartsýnin náði hámarki sínu haustið 1943] þegar allir fulltrúar þeirra landa, sem voru meðlim-f ir í hinu sameiginlega velmegunarsvæði Austur-Asíu]! komu saman til þess að hylla Japan sem leiðtogaj. Stór-Austur-Asíu. En smám saman varð fólki ljóst, að það var ekki einasta, að auðæfi hinna hernumdu landa bárust ekki til Japan, heldur bar jafnframt æ meira á skorti matvæla, klæðnaðar, skófatnaðar, eldsneytis og margra annarra nauðsynja. Fólk lærði að standa í biðröðum, en þær fóru dagvaxandi við búðirnar, sér í lagi tóbaksbúðir og matsöluhús. Leigubílar og almenningsvagnar hurfu af götunum. Grafin voru loftvarnarskýli á öllum gangstéttum. Um vorið og á öndverðu sumri 1944, voru flestir útlendingar fluttir á brott frá Tokio. Brottflutning- ur sendisveitanna fór fram að undirlagi utanríkis- ráðuneytisins. Var okkur skipt i tvennar vistarverur; I Hakone-héraði voru Möndulveldin: Þýzkaland, Italía, Búmenia o. s. frv., og í Karuizawa, hlutlausU ríkin: Frakkland, Sóvét-Bússland, Spánn, Portúgalj Danmörk o. s. frv. Kona mín og dóttir fóru til Karuizawa í júlímánuði, en eg varð eftir í Tokioj Þá var og hafizt handa um brottflutning ýmissa greina styrjaldariðnaðarins úr stórborgunum, en með iðnaðinum fluttu verkamennirnir, svo að ibúuni Tokio og annarra stórborga fækkaði smám samanj Hin djarflega árás Ameríkumanna á Maríanaeyjari í júli 1944, en hún hafði í för með sér hertöku eyj- arinnar Saipan, markaði tímamót í styfjöldinni. Frá þeirri stundu var öllutti Japönum Ijóst, sem eitt- hvað fylgdust með rás yiðburðanna,. að Japan gal ekki unnið stríðið, og menn bjuggust við hinu versta Menn vissu, að flugvplar höfðu nú aðstöðu til þess að ráðast á Tokio, og fregnir höfðu borizt um hin frægu risaflugvirki og menn bjuggust við þeini þegar er Ameríkumenn hefðu lokið nauðsyn- legum undirbúningsráðstöfunum. Stofnað var til al- menningsfræðslu um hættur þær, sem yfir vofðuj og loftvarnarflauturnar voru þrautreyndar. Tvenns konar merki voru gefin. Annað merkið var langt væl, stóð yfir í 3 mínútur, og Þýddi það: Óvinurinn er í nánd, verið viðbúin. Hitt var röð endurtekinna, stuttra hljóða og stóð það yfir samtals eina mínútu^ en það þýddi: Hættan er yfirvofandi. öll leikhúsin voru nú lokuð, og ennfremur flest kvikmyndahúsin. 1 upphafi styrjaldarinnar höfðu hinar vikulegu fréttakvikmyndir sýnt ýmsa stór- fenglega viðburði, svo sem fall Singapore, hertöku Manila, og þegar fallhlífahersveitirnar náðu Palem^ bang á vald sitt. En þegar á leið og sigurgangan tók enda, en mótlætið hófst, var ekkert efni fram- ar til i fréttakvikmyndir. Hinum stóru og dýru veit- ingahúsum var einnig lokað, og vegna vöruskorts neyddust hinar stóru verzlunarhallir til þess að loka efri hæðum sínum. Þjóðinni var tilkynnt, að hún yrði að sameina allt átak sitt um striðsframleiðsl una og hugsa ekki um annað. Missir Saipan féll Japönum mjög þungt. Blöðin fluttu frásagnir um hina hetjulegu vörn eyjarinn-j ar og skýrðu svo frá, að allir hermennirnir hefðu; fallið í orustu, að borgaralegir Japanir hefðu a stoðað-hermeanina-í»g barizt við hlið þeirra, og.a

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.