Vísir - 20.05.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 20.05.1946, Blaðsíða 2
v 1 s I R Mánudaginn 20. maí 1940 Skrifið kvennasíðuimi um áhugamál yðar. MATARÆÐI og HEILBRIGÐI. LEYNT HUNGU R. Árið 1939 og 1940 fóru i'ram rannsóknir á heilsufari kanadisku þjóðarinnar. Við þær rannsóknir kom það í ijós, að við bprðum ekki nóg af þeim fæðpteguhdum, sem við þörfnumst til þess að vera heilbrigð. Sex af hverj- um tíu manns, sem skoðaðir voru áttu það á hættu að kenna til langvarandi þreytu, óljósra verkja og þrauta, taugaóstyrks, og vera mót- tækilegir fyrir sjúkdóma, vegna ]>ess að þeir 'borðuðu of lítið af neðangreindum fæðuefnum: 1. Kalkefni. 2. B-vitaminum. 3. A-vitaminum. 4. Járnel’ni 5. Eggjahvítuefni. 6. C-Vitaminum. Þótt við horðum þrjár stórar máltíðir á dag og seðjum þannig það hungur, sem við finnum til dagsdag- lega, getum við þjáðzt af leyndu hungri, ef nægileg málmefni og fjörefni eru ckki í fæðunni, sem við neytum. (Lögberg). liJíjJij Uppboð: Nýstárleg kvöldveisla. Nokkrar leiðbeiningar. Silfur þarf ekki alltat að vera að fægja. En gott er að nudda það oft með „vaskaskinni“. Silfur, sem er „oxider- að“, má ekki fægja. Þá fer oxideringin af. Eirmuni, sem eru „oxi- deraðir“, á heldur eklci að fægja. En það má bera á ])á fljótandi húsgagna- áburð ef þeir eru orðnir illa útlílandi. Styðjið aldrei fast ofan á ljósastikur þegar þér fægið þær. Þær gela bógn- að og jafnvel brotnað eí fingerðar eru. Þegar ryk er orðið fast á húsmunum, lil dæmis rennd- um fótum eða þvílíku, er gott að bera á olíu eða para- fín og láta bíða einn dag. Nudda siðan vel. Þetta má iíka nota þar sem ryk hefir sezt á rnuni úr málmum. Ungu fóllci þykir alltaf gaman að skemmta sér, og þá sérstaklega ef það hefir tækifæri til ])ess, að fá sér snúning. Og því fleiri, sem viðstaddir eru, því betra. Sumir hafa það fvrir, að að halda ])að, sem ])eir kalla „samskotaveizlu". Leggja þá allir saman í sjóð og einhver ung hjón taka ])að að sér að standa fyrir veizluhöld- unum. Er það náttúrlega fyrirhöfn fyrir þau, en aðrir í samtökunum hafa aðeins ánægjuna og smávegis út- gjöld. Hér er því borin fram frumleg og skemmtilcg hugmvnd um samkvæmi fyr- ir unga fólkið. Skreytið körfu. Venjulega er það konan, sem alla fyrirliöfnina hefir, en karlmaðurinn ber útgjöld- in, og virðist það nú vera nokkurnveginn jöfn skipting. Gengið er út frá þeirri vissu, að ])að séu jafnmargar kon- ur sem karlar í þessari veizlu. Daginn, sem veizlan er haldin, útbúa ungu konurn- ar og þær ungu stúlkur, sem boðnar eru til þátttöku, fal- lega skreyttar körfur með matvælum l'yrir tvo. 1 hverri körfu á að vera allt ])að, sem fólk þarfnast'til matar síns, að undantekmun drykkjar- f'öngum og mataráhöldum. Þar verður að vera brauð og smjör og ef til vill svína- kótelettur, fallega steiktar og skreyttar með silkipappír á botninn. Verða þær að vera innpaklcaðar í glæran papj)- ir, svo að feitin af þeim smiti eklci frá sér. Þá kannske rjúpubrjóst, lilca innpakkað, og með |)\í sósa, sem höfð er í litlu sultutausglasi. Yfir því er vitanlega hafður glær pappír og bundið með rauð- um bómullarþræði. Gott er að hafa salat með köldum fiski eða grænmeti og geyma þau í glerílátum. Ein'nig er skemmtilegt að hafa t. d. sardínur, rækjur, kalda steik eða steikta fiskgeira, pickles og remoulade. Ostbitar eru náttúrlega sjálfsagðir og Mcökusneið, ]>ví að karlmenn- irnir eru svo hrifnir af þeim. Elcki má gleyma pappírs- serviettunum, að minnsta kosti tveinmr á mann. Hvað sem maður útbýr í körfurnar, má aklrei gleyma því, að úr henni á karlmað- ur að snæða líka, og verður því að vera nægilegt í henni, til þess að hann geti borðað sig saddan. Nauðsynlegt er að pakka' matnum snyrtilega og fallega niður í körfuna. Silkipappír, cellophan og mislit silkibönd gera sitt gagn. Svo er það karfan sjálf! Notuð blómakarfa er ágæt og auðvelt að útbúa hana. Það er auðvelt að „bronsa“ hana eða mála með ýmsum litum, til ])ess að gera hana aðlað- andi og „í'íruga". Það er hægt að nota hvaða tegund af körfu, sem er. En ef engin nógu góð karfa er fvrir hendi, er ágætt að nota skó- kassa! Hann-er þá bara fóðr- aður með gíanspappír eða veggfóðri og skreyttur á sama hátt að utan. Svo er matnum pakkað í liami þann- ig, að það sjáist svolítið í innihaldið. Silkibönd bundin utan um. Veizlan byrjar kl. 8. Þegar þér nálgist veizlu- staðinn, skuluð þér gæta ])ess, að enginn af hinum gestunum geti séð, hvernig yðar karfa er ‘útlits. Þegar inn er komið, er ung stúlka viðbúin í forstofunni til þess að taka við körfunni, svo að aðrir gestir sjái hana eklci. Það er þegar búið að setja grammófón á stað. Gestun- um er boðin „hressing" og lcökubiti, og dansinn liefst strax. Ög ])egar fólk fer að svengja, svona um 10-leytið, þa byrjar uppI)oðið! Ivörf- urnar, fagurlega skreyttar, eru bornar inn í stofuna. Húsráðandinn tekur sér kjöt- hamarinn í hönd og allt fer fram eftir venjulegum upp- boðsreglum. Körfurnar eru teknar upp, ein og ein, og þeim hrósað sem vera ber. Karlmennirnir bjóða í og sá, sem fær körf- una, hefir ekki aðeins sleg- ið sér körfu, heldur og dömu til ])ess að snæða með sér —J nefnilega þá, sem útbjó hana, og það scgir sig sjálft, að þeir kvæntu láta sér ekki detta í hug, að bjóða í körl’u konunnar sinnar. Þegar búið er að bjóða upp allar körfurnar, er sezt að snæðingi við borðstofu- borðið, sem er lagurlega skreytt og hlaðið nægum borðbúnaði, eða við smáborð, ef lientugra þykir. Húsbóndinn hellir í glös- in öli, gosdrykkjum eða létt- um vínum, eftir því sem fólk hefir komið sér saman um, og peningum þeim, sem inn komu, er varið til þess að greiða þau útgjöld, því að þetta á að vera sannkölluð „samskotaveizia" og allir því að borga jafnt. KRON þarfnast fleiri snatvörubiíða Félagið ætlar sér að stofnsetja nýjar matvöru- búðir, ef skilyrði eru fyrir hendi, í eftirtöldum bæjarhlutum: Skólavörðtiholti sunnanverðu, Norðurmýri eða Rauðarárholti, Höfðahverfi, Melunum, Kaplaskjóli. Félagið mundi vilja taka þátt í byggingu eða leigu sölubúða í þessum hverfum. Þeir, sem vildu gera félaginu tilboð, eru beðn- ir að koma þeim til aðalsknfstofu félagsms, Skóla- vörðustíg 12. KROJV Nýstandsettur 5 manna bíll módel 1941, sérstaklega fallegur og vel með farinn, er til sölu. — Til sýnis hjá Leifsstvttunni í dag frá kl. 3—5. 6-8 trésmlði vantar ByggingaféSagið Smið nú þegar. — Húsnæði og fæði fvrir liendi. — Upplýs- ingar í síma 6476. Stanley verkfæri Sporjárn, 8 stærðir — Borsveifar 8 og 10 þuml., Heflar, fleiri stærðir — Rúnnskaftahausar, 5/16 og 34” LUDVIG STORR Yélamenn — Yélaeigenduri Vegna plássleysis eru eftirtaldar vörur til sölu fyrir mjög lágt verð, ef samið er strax: Smurningsolíur margar þykktir og tegundir. ^HUU'HÍHfáfoitÍ (jtapbite JrcAtlcqur Upplýsingar í síma 6575. BEZT AÐ AUGLÝSA I VlSL

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.