Vísir - 29.05.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 29.05.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 29. maí 1946 V I S I R 7 íslandsmótið: K.H vann Akui- nesinga, 4—1. Fyrsta leik íslandsmótsins 1946., sem háður var í fyrra- kvöld lauk þannig, að K. R. sigraði Akurnesinga með fjórum mörkum gegn einu. Voru K.R.-ingarnir í góðri þjálfun. Hinsvegar virt- ist Akurnesingana skorta töluvert á markvisst og ör- uggt samspil. Strax í byrjun fyrra liálf- leiks hófit K.R.-ingar öfluga sókn.. Gerðu þeir livað eftir annað hættuleg upphlaup og tókst að skora er um 15 mín- útur voru af leik. Eftir þetta gerðu Akurnes- ingar nokkur upphlaup. Er nokkuð var liðið á hálfleikinn skoruðu K.R.- ingar annað mark. Við það harðnaði leikurinn á ný. Hálfleiknum lauk svo með 2:0. í byrjun seinni hálfleiks hófu K.K.-ingar sókn að nýju. Gekk svo á ýmsu um hrið. Er nokkuð var liðið á leikinn tókst þeim að skora þriðja markið. Að því loknu gerðu Akurnesingar nokkur upp- hlaup en árangurslaust. Enn á ný gerðu K.R.-ingar upp- lilaup. Tókst þeim að skora i fjórða sinn eftir nokkurt þóf fyrir framan markið. Nú liófu Akurnesingarnir sókn og gerðu nokkur upp- lilaup. Er um 12 mín. voru eftir af íeiknum tókst þeiin að skora mark. Eins og áður er sagt skorti lið Akurnesinganna töluvert á gott samspil. Þá var vörn þeirra fremur veik. Ilinsveg- ar stóð markvörður þeirra sig með ágætum. Leikur þessi var sá fyrsti i íslandsmótinu, 1946 og við það tækifæri fylktu sexmeist'- áraflokkslið liði á.vellinum. íþfóttafulltrúi ríkisins, Þor- steinn Einarsson, sctti mótið með ræðu. Fram s Akur- eyringar, 3:2 Fram sigraði knattspyrnu- liðið frá Akureyri í (fkr- kvöldi, eftir harðan og ó- skemmtilegan leik, með 3 mörkum gegn 2. Var lítið um fallegt sam- spil hjá liðunum og mjög á- berandi voru staðsetningar- gallarnir líjá þeim. Bæði í fyrri og s'einni liálfleik fengu Framarar „upplögð“ tæki- færi til þess að skora, en tókst þó ekki. Mörkin, sem þeir gerðu, voru öll gex*ð úr þvögu fyrir framan max-kið. Var leikur þessi lxraður og frernur illa leikinn. Skiptist á upplilaupum á milli lið- anna, og höfðu Akureyring- ar lengi vel eitt'mai’k yfir. En er nokkrar mínútur voru eftir nf leiknum, tókst Franx smurmngsolíurnar frægu eru komnar aftur, enn betn og þó miklu ódýrari en áður. Veedol TMt. UiatiiCANl ■ r • • : ./! • ou. afiíon & Co. Hverfisgctu 18. Reykjavík. Árnesíngafélagið í Reykjavík: AðaUnndiu* félagsins verður haldinn í Sjálfstæðishúsinu, föstu- daginn 31. maí kl. 8,30 síðdegis. Að loknum aðalfundarstörfum verður skemmti- fundur fyrir féiagsmenn og’gesti þeirra. Félagsmenn eru beðnxr að greiða árstillög sín til gjaldkera félagsins, Hrjóbjarts Bjarnasonar, Grett- isgötu 3, annari hæð, frá kl. 10 til 3 daglega eða á aðalfundinum. Nýjir félagar geta einnig snúið sér til formanns félagsms, Guðjóns Jónssonar, Hverfis- götu 30. Stj ormn. Tökum upp í dag Kveibkápur og dragtir Telpu-kápur og kjóia. • Barnakjólar úr nylon og silki. Einnig drengjafrakka og húfur. I baðherbergið Handklæðaslár — Snagar Sápuskálar — Speglar Pappírshaldarar — Hillur öskubakkar — Hilluhné. LUÐVIG STORR Í.S.I. I.B.R. að skoi*a þriðja markið. Laxxk svo leiknum með sigri Fram. Dómari var Jóhannes Rci'gsteinsson, og hefði liann gjai-na mátt taka harðar á ýmsum afbrotum leikmanna. . ■ ■- P- Utanfararflokkur K.R. Stjórnandi Vignir Andrésson. Fimleikasýning í íþróttahúsinu við Hálogaland, föstudaginn 31. maí kl. 8,30 síðdegis. Aðgöngumiðar seldir í Bókabúð Lárusar Blöndal Skólavörðustíg 2 og Bókaverzlun Isafoldarprent- smiðju Austursiræti 8. Ferðir annast Bifreiðastöðin Hreyfill frá kl. 7,30. Stjórn K. R. Garðsláttuvélar Nokkur stykki af mjög vönjduðum garðsláttu- vélum nýkomnar. Vélarnar safna saman heyinu um leið og þær slá, auk þess, sem þær valta völlinn. Austurstræti 4. Sími 6338. lagtækur maður helzt vanur járnsmíði, óskast nú þegar. Upplýsingar hjá Gunnari Vilhjálmssyni, Laugaveg 118, sími 1717. Maður vanur mótorviðgerðum óskast sem fyrst. — Sömuleiðis nokkrir bifreiðavirkjar. Upplýsingar hjá Gunnari Viihjálmssyni, Laugaveg 1 18, sími 1717.. Með því að stjórnarnefnd ríkisspítalanna hefir tekið að sér rekstur Kaldaðarneshæhs, skulu um- sóknir um vist þar sendast til sknfstofu ríkisspítal- anna í Fiskifélagshúsinu. Fyrri umsóknir þarf að ítreka. 28. maí 1946, StjómamefEd rikisspítalaxma. Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu á laugardög- um í sumar, þurfa að vera komnar til skrifstofunnar eiyi Aíhar eh kl. 7 á föstudagskvöld, vegna þess að vinna í prentsmiðjunum hættir kl. 12 á hádegi á laugardögum á sumrin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.