Vísir - 19.06.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 19.06.1946, Blaðsíða 4
4 V I S I R Miðvilaidaginn 19. júní 1946 VISIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Rristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunnl. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Yerð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Reynslan er ólýgnnst. 'lfinstri flokkarnir guma mjög af afrekum " sínum þessa dagana, enda veitir ekki af að tefla fram öllu, sem til er fyrir kosningarn- ar og ekki kemur heldur að sök, þött þeir eigni sér ríflega bróðurpartinn af þeim mál- um, sem leidd liafa verið til sigurs og efla nú hag þjóðarinnar i framkvæmdinni. Vísl er það í'élt að vinstri flokkarnir liafa unnið að vmsum þÖrfum málum í samfélagi við áðra íJokka á þingi, en þeir Jiafa aldrei haft bol- inagn til þess að koma einir áhugamálum sín- um fram. Raunin sannar að flest og bezt fram- faramál ber að þakka sluðningi Sjálfstæðis- flokksins,- scm sýnt hefur víðsýni og frjáls- lyndi umfram alla aðra þingflokka til þcssa, og mótað hefur beint og óbeint atvinnulíf landsins, sem allar framfarir liljóta að bvggj- ast á. Er Sjálfstæðisflokkurinn var i stjórnar- asidstöðu, og hvert gott mál var drepið fyrir Jionum, var komið svo að lokum að atvinnu- iifið var gersamlega lamað og ekki var annað ssýnna, en að yfirvofandi væri ríkisgjaldþrot. Þetta var viðurkennt af öllum flokkum á sinni tíð. Þött Iiorfur væru ömuilegar er Framsftkn- urflokkurinn og Alþýðuflokkurinn treystust ekki til að hafa stjórn Iandsins einir lengur rmeð liöndum, vildi Sjálfstæðisflokkurinn á engan hátt skorast undan skyldum sínum, en 'S>að leiddi aftur lil að þjóðstjórnin var mynduð sá árinu 1939. Yar ]>að þjóðinni ómetanlegt iljapj), með ]^ví að nú snéru flokkarnir sér að uppbyggingarstarfi, í stað þess að berast á jbanaspjót og eiga fjandsamlegt skipti ein sam- an. Þjóðstjórninni tókst að efla atvinnulif ‘Íandsniauna allverulega, og stafaði það fyrst <>g fremst af því að hún jók á trausl manna til rstjórnarvaldánna, menn lögðu frekar en áður :í ný fyrirtæki, framleiðslan jókst og utanríkis- jverzhmin að sama skapi. Er styrjöldin skall it hafði þjóðstjórnin unnið mörg ágæt verk og :í;yrgt landið sæmilega af ýmsum vörum, sem ihörgull hafði veri á áður. Ber að þakka þeirri fyrirhyggju, að landsmönnum reyndist kleift sað hafa atvinnurekstur með höndum á styrj- aldarárunum án verulegra truflana. Þá her þess hinsvegar að minnast að því aðeins tókst jþjóðstjórninni að vinna svo i þjóðarinnar þágu, að Iiorfið var frá stefnu þeirrar vinstri stjórnar, sem áður hafði selið að völdum og ‘.lagt allt í rústir. „ SjálfstæðisflokKurinn liefur síðustu árin ’licitt sér fvrir nýsköpun atvinnutækja, en af j)ví Iilýtur að leiða að atvinnulíf Jandsmanna 'crður blómlegt á komandi árum. Gera má >áð fyrir ýmsum erfiðleikum í öllum rekslri, <-n þrátt fyrir það er éngin ástæða lil að ætla .unnað, en að ráðstafanir, sem miða að fjöl- j>æltara atvinnulífi, reynist þjóðinni nota- •drjúgar og skapj henni bælt skilyrði lil sam- i cppni á crlendum markaði. Aðalvandinn er sað vinna hug á verðþenslunni, sem stöðugt yksl, en um það er enginn lkikkur fær, ef í'ljálfstæðisflókkurinn héfur þar ekki for- gönguna. Vinstri flokkarnir hafa þar allir Jífugðist skyldum sínum á liðnum árum í þessu máli, þótt þeir viðurkenni nú j'étt fyrir kosn- i sgarnar að verðþenslan sé böl, sem ráða verð- wr hót ú. Neikvæður málafhiiningur Framsóknarflokksins. Trúin á vaðalinn. Tíminn hefir auðsjáanlega tapað trúnni á sigur flokks- ins í kosningunum, það er að segja þann sigur, að fá sömu tölu þingmanna út úr kosningunum og flokkurinn hefir n.ú. En hlaðið hefir ekki enn tapað trúnni á vaðalinn, á stóryrðin, á hlekkingarnar, á svívirðingarnar um stéttir og einstaklinga. Þótt ef til vill verði ekki sagt að íslenzk blaðamennska standi á háu stigi hvað rithátt snertir, þá lei'kur það ekki á tveim tungum að aðalmálgagn Fram- sóknarflokksins stendur á lægra stigi í ]>essu efni en nokk- urt annað blað í landinu. Það skyldi út af fyrir sig ekki lastað þótt ]>að væri harðskeytt í garð andstæðinganna. Við slíku væri ekkert að segja. En það hefir ekkert slíkt til að bera. I stað þess er illa skrifaður ruddaskapur aðal- uppistaðan í málaflutningi hlaðsins. Ö'smekklég hrópyrði um menn og málefni, hlygðunarlausar fullyrðingar sem almenningur veit að eru rangar. smjatt á mannskemmandi dylgjum og óhróðri um andstæðinga í verzlun og stjórn- málum er daglegt hrauð í þessu hlaði, sem annar stærsti flokkur landsins lætur flytja skoðanir sínar út um lands- hyggðina. Þetta góðgæti á vafalaust að skapa þau áhrif scm hinn marflati og sviplausi ritstíll hlaðsins getur ekki til vegar komið. Trúin á vaðalinn skipar hæna sæti en trúin á málefnin. * Neikvæðui málaílutningui. Ritstjóri Tímans var sendur út af örkinni fyrir nokkr- um dögum til þess að taka ]>átt í útvarpsumræðum um stjórnmál. Málflutningur hans var með sama marki brennd- ur og skrif hans í Tímanum. A*ð vísu var ekki við því að húast að eplið félli langt frá eikinni. En margir munu hafa Iniiz) við að hann vandaði meira til ræðu sinnar í útvarpinu cn hann gerir til greina sinna í hlaðinu. Svo var þó ekki. Tónninn var h-inn sami. Allir voru hraskarar, svikarar og glæpamenn, sem ckki voru af sama sauðahúsi og hann. Að hans dómi er enginn maður heiðarlegur sem stendur utan við Framsóknarflokkinn. Og allt sem aðrir en Frainsóknarmenn gera, er heimskulegt og ]>jóðhættu- legt. Þess vegna er Tíminn og Framsóknarflokkurinn á móli öllu sem aðrir gera, livort scm það cr gott eða illt, rétt eða rangl. Slík afstaða cr svo neikVæð að hún verður næsta skopleg og menn hætta að taka hana alvarlega. Með alvöruleysi sínu og einstrengingshætti hefir flokkurinn gért stjórnarandstöðu sína að áhrifalausu, neikvæðu skvaldri. Heilhrigð stjórnarandstaða á ekki að hvggjast á því að vera á móti ölly og allstaðar þversum heldur hinu, að gagnrýna al' festu og alvöru það sem miður fer. Eng- inn fæst til að trúa því, að nokkur ríkisstjörn sé svo heill- um horfin, að allt sem hún gerir sé til ógagns og óham- ingju, óalandi og ðferjandi. Þess vegna liefir Fram'sókn- arflokkurinn gert allan sinn málaflulning neikvæðan og lítilsverðan og hergmál þeirrar þróunar heyrist nú dag- lega í Tímanum. Ritstjóra blaðsins þólti sigurvænlegt að láta þetta bergmál endurhljóma í .útvarpinu fyrir kosn- ingarnar, en hætt er við að mörgum hafi lítið ]>ótt koma til efnis og orðkyngi ritstjórans. „Pálmi skal» - -1 Tíminn er alveg hættur að mrnnast á fyrsta framhjóð- anda flokks síns í Reykjavík. Er hann auðsjáanlega orð- inn vondaufur um að Pálmi nái þeim 750 (300 atkvæðuin, sem hann vantar lil að ná kosningu. í bvrjun þessa mán- aðar skrifaði Tíminn: „Ei.na leiðin til að fella fimmta mann íhaldsins, er að kjósa Pálma Hannesson. Þetta og margt lleira veldur _því, að sigurvonir P. II. eru hinar glæsileg- ustu.“! Sumum kann nú að virðast harnalegt að hamra það kalt og hiklaust, að svo gérsamlega vonlaus framhjóð- andi sem Pálmi Hannesson, geti náð kosningu. En þetta er alls ekki kynlegt. Tíminn er orðinn svo vanur að ýkja og hafa endaskipti á sannleikanum, að ]>að er lítilræði eitt íyrir hann að segja auðtrúa lesendum sínum, að Pálmi verði kosinn þótt hann vanti allt að þúsund atkvæði. Ilann verður að vísu kosinn af nókkrum Framsóknarmönn- um sem með ólund kasta atkvæði sínu á vonlausa listann en hann verður ekki kosinn á þing. Væntanlega gleymir Tjminn þó ekki Pálma alveg. Eh varla verður mikil hrifn- ingin þegar hann endurtekur cnn einu sinni: „Kjörorðið cr: Pálmi skal “. Svo mæla hörn sem vilja. Hátíðirnar. Þctta voru meiri hátíðisdagarnir, nú um lielgina, sunnudagurinn og mánudagurinn. Menn eru á einu máli um það, að þetta hafi vcrið einhverjir allra ánægjuleg- ustu hátiðisdagarnir, sem konrið hafi í Reykja- vik. Menn veittu hundrað ára afmæli Mennta- skólans verðuga eftirtekt og skrúðganga stú- dentaárganganna þótti mjög skemmtileg. Hátíða- tiöldin á sunnudaginn voru eins og forleikur að hátiðahöldunum i gær, aðalhátiðahöldum árs- ins. Þátttakan i þeim var stórkostleg, efns og vera bar. * Fánarnir. Það var gaman að sjá alít fána- skrautið i bænum. Fáni blakti á hverri fánastöng um allan bæinn, en i Miðbæn- um voru fánaraðir meðfram lielztu götunum. Það var tilkomumikil sjón, að sjá alla þessa fána blakta í golunni og það var lika tilkomu- mikil sjón að sjá skrúðgönguna, sem um bæ- inn fór með fjölda fána, islenzlca og einstakra félaga. •i' Hátíðaskap. Þjoðin iilí var í hátíðaskapi í fyrradag og þó fyrst og fremst Reykvíkingac, því að þeir llöfðu fyrst og fremst tækifæri til að gera sér daganntn, og þar við bættist, að þeir höfðu öll tákn liátiðarinnar fyr- ir augum, hvar sent þeir fóru um bæinn. Mönn- um hefir oft fundizt þjóðin tómlát um merkis- dagana á ævi sinni, en hún er að vakna til með- vitundar að þessu leyti og !]>að er víst, að í frámtiðinni mun 17. júni verða með enn meiri hátíðablæ en að þessu sinni. * Þingvellir. Það var ekkert um að vera á Þing- völlum um helgjna. Þeir virtust vera gleyradur staður, eða því setn næst. Þeir, sem nmndu eftir þessum fornhelga stað, fóru ekki þangað lil þess að halda upp á minning- una um 17. júní þar, heldur til ]>ess að lyfta' sér upp, hvíla sig frá ys og þys bæjarins. Þó hafa líklega ekki allir farið lil þess fyrst og fremst, þvi að það virðist ekki ídltaf vera mark- mið þeirra unglinga, sem ]>angað fara um helg- ar og frídaga. * Lögberg. Það blöktú fánar á Þingvöllum, eins og víðar á landinu. En þeir blöktu ekki yfir I.ögbergi, staðnum þar sem lýðveldið var endurreist fyrir tveimur árum. Þar hefir járnstautur verið steyptur í bergið, en þar var engin fánastöng, hvað þá fáni. Gestur í Valhöll spurði umsjónarinanninn, liverju l>að sætti, að ekki skyldi vera flaggað á þessum stað. Hann svaraði þvi til, að Þingvállanefndin hefði ekki gefiö nein fyrirmadi um þetta. Væri nefndin s])urð, mundi luin líklega svara, að það væri hlutverk umsjónarmannsins að sjá um þetta. * Slöngin En ]>að er til ein afsökun í þessu máli brotin. — ef afsökun skyldi kalla. Fánastöng- in, sem var á Lögbergi, er brotin. Hún brotnaði fyrir tveinmr árum eða því sem næst, og það hefir ekki verið gert við hana síðan. Ekki veit eg, hvort þessi dráttur stafar af því, að ekki fáist gert við stöngina á svona löng- um tima, eða það hafi ekki verið reynt. Hinp fyrra trúi eg trauðla og þá er ek|;i eftir nema hið síðara. — En hvort sem er, þá finnst mér mjög óviðeigandi, að Lögberg komi ekki eitt- hvað við sögu þ. 17. júni á ári hverju. * Virðuleg Eg vil leyla mér að gera ]>að að til- athöfn. lögu minni, að framvegis fari athöfn fram á Lögbergi 17. júní ár hvert. Það nægjr, að forráðamenn þjóðarinnar farí austui' og sé viðstaddir, er fáninn sé dreginrf að húni, Þeir hylli fánann, síðan sé bæn Iesin og jafn- vel sé hahlinn heiðursvörður um fánann uih daginn. Meira ]>arf ekki, þvi að það eru oft virðu- legustu athafnirnar, sem eru með öllu hávaða- og tildurslausar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.