Vísir - 20.07.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 20.07.1946, Blaðsíða 7
Laugardaginn 20. júlí 1946 \ I S I H 7 „Þú elur alltaf svo niiklar grunsemdir,“ sagði frú Corbie gremjulega,“ og eg vildi óska þess, að þú notaðir þina eigin hárbursta. Þú veizt, að eg þoli ekki lvkt af hársmyrslum karla.“ Frú Corbie var enn sannfærð um, að slysið hafði átt sér stað vegna þess, að ekki var efnt til kirkjubrúðkaups. „Ef þau hefðu nú íarið i kirkju að gömlum og góðum sið,“ sagði hún, „og látið prest gefa sig saman, hefði þetta ekki komið fyrir.“ „Hvernig geturðu látið þér slíka fjarstæðu um munn fara?“ „Eg get sannað það,“ sagði hún sigri Iirós- andi, „því að þá hefðu þau ekið aðra leið, og þá liefði Weston ekki orðið á vegi þeirra.“ Henni datí ekki i hug, að Weston liafði kom- ið lil þorpsins og spurzt fyfir um hváíða leið mundi farin verða, svo að þelta hefði gerzt allt að einu, þótt kirkjubrúðkaup hefði verið haldið. „Og' nú verður að fresta brúðkaupinu,“ kvein- aði frú Corbie. „Mér liafði flogið i hug að stinga upp á, að Jónatan og Priscilla yrðu gefin saman á morgun í kyrrþey, en nú verður langur drátt- ur á því, vegna andláts föður Priscillu. Ó, guð minu góður, hyert skyldi þriðja ólánið verða.“ Corbie hraðaði sér út úr herberginu. Hann vár mjög kvíðinn undir niðri, þótt hann viídi ekki láta á því bera. Hann hafði mikla samúð með syni sínum og hefði helzt af öllu kosið, að hann vildi ræða við sig um málið, en Jónaí- an hafði geiigið til herbergis síns, og hann áræddi ekki að gera honuin ónæði. Corbie gat ekki séð að andlát Marsli væri áfall fyrir neinn, en það var óheppilegt, að það skvldi bera að eins og ástatt var. Priscilla var að sjálfsögðu harmi lostin, því að hún liafði ávallt unnað föður sínum mjög. Corbie fór allt í einu að hugsa umdivort kona hans myndi syrgja Iiann, ef það hefði verið Iiann, sem dó. Því miður var lítil samheldni og innileiki i þessari fjölskyldu, og Corbie fannst, að livorki kona hans eða Jónatan væru honum þakklát fyrir allt, sem hann hafði fyrir þau gert. Nú, en hvað stoðaði að sýta. — Iíann fór inn i borðslofuna og fékk sér whiskyslurk. Drykk- uriim hressti liann, en hrakspám konu sinnar gat hann ekki gleymt. Vitanlega gat þriðja áfallið dunið yfir ... . Svo lokaði Soames dyrununí á eflir sér og fór sína leið. Jónatan fannst biðin löng, þar til liann loks lieyrði fótatak Priscillu í forsalnum, en þegar hún kom inn gekk hann ekki í móti henni. Hann hreyfði sig ekki úr sporum. Hún var klædd sem vanalega — bar eklci sorgarband eða klæddist svörtum kjól. „Þakka þér fyrir að koma,“ sagði hún rólega. „Það er vafalaust tilgangur þinn, að slíla trú- lofun okkar,“ sagði Jónatan þegar. Roðí hljóp i hinar fölu kinnar Priscillu, og það leið nokkur timi þar til Iiún svaraði. „Það hryggir mig að verða að segja þér, að eg get ekki gifzt þér. Eg vona að þú reynir að fyrirgefa mér. Þetta var á misskilningi byggt alt frá byrjun. Og eg játa, að eg bcr alla sökina. lteyndu að fyrirgefa mér.“ Jónatan stundi við en hún liéll áfram: „Eg Iicfi að minnsta lcosli verið lireinskilin við þig. Eg liefi aldrei elskað þig.“ „Eg gct ekki séð, að afstaða okkar liafi breytzt frá þvi sem hún var fyrir einum mánuði,“ sagði hanh, „þrált fyrir það sem gerzt hefir.“ „Eg veit það ekki. En mér finnst allt brejrtt eftir andlát Clive og svo föður míns.“ Hann horfði á hana.og hún horfði á hann á mófi og var ró og' kyrrð yfir henni. „Eg elskaði Clive — og hann elskaði mig.“ Jónatan hló kaldranalega. „Þú sagðir mér citt sinn, að það væri enginn annar. Og einkennilegast var þetta, þar sem þú varst strax reiðubúin til að varpa lienni fyrir borð, vegna auðs míns.“ „Þú getur sagt þetta með fullum rétti, og eg skil vcl, að þú vilt ekki tclja það mér til afsök- unar, að eg var að hjálpa bróður minum.“ Eftir slutta þögn tók Jónatan til máls: „Ilvað hefirðu i hyggju?“ „Eg veit það ekki. Eg gerði boð eftir þér vegna þess að eg vil segja þér hvernig í öllu liggur. Þú veist að sjálfsögðu, að húsið er veð- sett, en húsgögnin eru mín eign, og málverk, Holbein-málverk, að eg held, sem pabbi geymdi haj^fi^gér. Þegar eg hefi sclt það get eg greitt þér ftim^ sem þú lagðir fram lil þess að greiða skuld Ilughs. Eg vissi ekkert um málverkið fyrr en eftir andlát pabba — ella hefði eg selt það upp í skuldina. Eg get vafalaust selt það fyrir meira en eg skulda þér —“' 16. KAPÍTULI. Það leið heil vika þar til Jónatan og Priscilla liittust aftur — ef ekki eru taldar nokkurar mínútur, er hann stóð við hlið hennar hjá gröf íöður hennar.. IJann hafði ekki gert neina tilraun til þess að ná tali af henni, og þegar liún loks gerði boð eftir honum, fór liann lengstu leið til Moorland House, eins og hann vildi fresta sem lengst því viðtali, sem nú mundi fram fara. Hann vissi inæta vel livað hún mundi segja við hann. Ættingjar Clive Westons voru komnir til þórpsins til þess að sækja lík lians, og stóð til 'að það yrði grafið í ættargrafreit Westonættar- innar. 1 ; í trjágöngunum löngu, sem lágu að Moorland Iiouse, var eyðilegt um að litast, en enn gat þar að lifa hjólför margra vagna, þvi að margir komu til þess að fylgja Marsh til grafar. Soames opnaði dyrnar og bauð honum inn í lesstofuna, og þegar Jónatan sagði nokkur orð i samúðar skyni, vegna fráfalls gamla liúsbónd- ans hans, svaraði Soames í-ólega: „Húsbóndinn var gamall maður og allir mun- um við deyja.“ Prófessorinn: Og hvað ert þú eiginlega að gera hér í skólanum? ♦ Nemaudinn : Eg ætla'ði einmitt aö fara að spyrja þessarar sönni spurningar. ♦ Maður nokkur, sem var ekkert sérstaklega fríð- ur, sagði eftirfarandi sögu af sjáfum sér: „Eitt sinn er eg sat með litlu stúlkuna mína fyrir franian spegil, spurði hún: Bjó guð mig til pabbi? Já, elskan niin, svaraði eg. Bjó guð þig líka til ? spurði hún aftur. Já, auðvitað væna min, en af hverju spyrðu? Mér finnst honum hafa farið fram upp á síökastið, svaraði íitla stúlkan eftir að hafa horft á mig sturid- arkorn. ♦ Kennarinn: Leiðréttið þessa setningu: Það var eg sem helti blekinu niður. Nemandinn; Það var ékki eg, sem helti niðúr. blekinu. Drengurinn, sem ríkir í Shangri4a. Eftir A. T. Steele. fagna lijá þjóðinni. Hann er ekki einungis dáðnr sem guð á jörðinni, heldur sem gæfuríkt barn og elskulegt. Eins og sakir standa eru öll völdin í hönd- um öldungs nokkurs, meðan drengurinn er að kom- ast til vits og ára. Þégar drengurinn er orðinn sex eða sj.ö ára tekur hann við stjórninni og hefur hann þá meiri ítök hjá fólkinu en nokkur annar þjóðar- leiðtogi. Að lokum leið svo að því, að eg fengi áheyrn hjá drengnum Dalai Lama. Eg liafði eytt heilum degi í undirbúning í að búa um þær lítilfjörlegu gjafir, sem eg ætlaði að færa drengnum. Að morgni ákveðna dagsins, lagði <*g og þjónar mínir á hesta okknr og riðum til híbýla Dalai Lama. 1 fylgd með okkur voru Ringang og Tsarong. Voru þeir klæddir hinum skrautlegu kápum sínum. Höfðu þeir greitt. hár sitt í hnút uppi á höfðinu og komið því fyrir i litlum gulldósum, cn það gera háttsettir embætt- ismenn í Tibet vanalega. Jafnvel fylgdarmaður minn hafði greitt hár sitt á sama hátt og vafið um það silki borða. á hverjum morgni, að undanteknum laugardags- morgnum, kemur hirð Dalai Lama saman stund- .vislega kl. 9. Pílagrímar og munkar eru þar þá venjulega svo hundruðum skiptir og fá blessun sína frá hinúm dáða trúarbragða foringja. Sumir þeirra manna hafa ferðazt hundruð, jafnvel þúsundir mílna, eingöngu til þess að fá að eyða nokkrum augna- blikum i návist hans. Auk þeirra eru aílir fulltrúar þingsins, scm eru munkar, skyldugir til að vera við- staddir þessar athafnir. Þegar við komum, voru þeir búnir að koma sér fyrir. Munkar gengu um beina fyrir okkur þar sem við sátum flötum beinum og drukkum te. Nú var skanimt að bíða Dali Lama. Kliður barst til okkar frá herberginu, sem Dalai Lama tók á móti gestum og vissum við þá, að hann var kominn. Hinar lítilfjörlegu gjafir mínar, sem voru litil silfurskál og nokkrir koparskildingar, voru afhentar honum' fyrst. Skömmu síðar var okkur til- kynnt, að við mættum gangg, í bæinn. Eg gekk inn um illa upplýst herbergi milli raða af sitjandi munk- um áleiðis að hásætinu, þar sem drengurinn sat. Það var lágt undir loft í herberginu og var það skraullegra en eg hafði búizt við. Það var lagt fer- hyrndum steinum og var hver þeirra skrýddur mynd af Buddha. A veggjunum héngu silkidreglar, sem. einnig voru útflúraðir með myndum af Buddha. Drengurinn, sem ræður ríkjum í Tíbet, sat alvar- legur með krosslagðar fætur í hásæti sínu. Um höf- uðsér haíði hann vafið heiðgulum borða, en að öðru. leyti var hann klæddur .eins og háttsettir embættis- menn landsins. Hvítir silkiklútar lágu þvert yfir fætur hans. Þegar eg nálgaðist hásætið brosti dreng- urinn íbygginn og bauð mig velkomilm í huganum. Er eg stóð við fótskör hásætisins, breiddi eg úr hvíta klútinum, sem mér hafði verið gefinn. Herbergjastjórinn, sem var mjög fríður munkur, lagði lítinn hlut í klútinn. Það var kringlótt kúla og átti að tákna jörðina. Síðan rétti eg þetta til drengsins, sem í hásætinu sat. Á skömmum tíma voru mér afhentir ýmsir smáhlutir, sem hver hafði sína sérstöku merkingu. Þá hluti rétti eg drengnum ennfremur. A nokkrum sekúndum var þessu lolcið. Eg gekk aftur á bak nokkur skref og síðan til hægri, séð frá hásætinu. Þar var sama athöfnin endurtekin, en að þessu sinni sat enginn í hásætinu. Ríkisstjórinn var fjarverandi. Kyrtill hans og höfuðbúnaður lágu í sætinu. Þau voru notuð í fjarveru hans. Aðstoðarmaður nokkur fylgdi mér niður á milli áheyrandanna og þar settist eg með krosslagðar fætur á meðal munkanna. Te og aðrar hressingar voru mér færðar. Eg mundi nú eftir þeim ráðlegg- ingum, sem mér höfðu verið látnar í té og sötraði aðeins lítilsháttar á teinu og borðaði lirísgrjónin, sem fram voru borin með því, með fingrunum. Á meðan á borðhaldinu stóð, þögðu allir. Að þessari athöfn lokinni, byi-jaði drengurinn að' blessa allan fjöldann, sem beið utan dyra. I fullar tuttugú mínútur gehgu pílagrímarnár framhjá og feugu allir að sncrta á þeim heilaga. Meðal pílagrím-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.