Vísir - 31.07.1946, Blaðsíða 7

Vísir - 31.07.1946, Blaðsíða 7
Miðvikudaginn 31. júlí 1946 V I S I R 7 Ituby M. Ayres PtinMAAan „Grunaði ekki Gvend. Dorotliy ætlar sér að fanga hann vegna auðsins.“ „Áf hverju heldurðu það? Kannske er liún eins hrifin af honum og þú?“ „Eg þori að veðja um, að það er liún ekki,“ sagði Joan óhikað. „Hún er alltaf að reyna að ldófesta einhvern, sem er auðugur, þessi gála. í fyrra var liún á hælum Bandaríkjamanns nokkurs, en hann varð fljótt leiður á lienni.“ „Þér þvkir víst ekki vænt um Dorothv,“ sagði Priscilla og hrosti lítið eitt. „Eg hata hana,“ sagði Joan frjálslega. „Og hun hatar mig. Frá' konu sem lienni getur mað- ur húist við öllu.“ „Vitleysa, mér geðjast vel að henni.“ „Þú talar gegn betri vitund,“ sagð Joan ró- Jask Fleischer og Seymour Fredin: Seinustu dagarnii í Beilín áðui en boigin íéll. lega. Priscilla fór að hlæja. „Manstu livað þú sagðir, að hér væru allir svo vingjarnlegir í gistihúsinu, eins og „ein, stór fjölskylda“.“ „Það er engin regla án undantekninga,“ sagði Joan. Hún setlist á rúin Priscillu. „Á hann nokkur systkin?“ „Hver?“ spurði Priscilla, þótt hún vissi vel við hvern hún ætti. „Hann Corbie minn. Þú ert ekki eins vin- gjarnleg og vanalega, Priscilla, eg iða af þrá eflir að fá einhverja vitneskju um liann.“ „Gott og vel,“ sagði Priscilla, sem var að kemba hár sitt, „Hann er einhirni. Faðir lians græðir á því að kaupa svin og nautgripi og slátra og selja kjotið í búðum símun. Móðir hans er indæl. Þau eiga stórt og skrautlegt hús, eitt þeirra, sem eg liata, þvi að þar er allt nýtt. Þau eiga finnn eða sex bifreiðar og liafa átta þjóna og þ'ernur á heimili sínu.“ „Er liann trúlofaður?“ spurði Joan af nokk- iirri óþolinmæði.“ „Ekki svo eg viti.“ Joan andvarpaði, og var auðséð að henni létti. „Guði sé lof,“ sagði húii. Priscilla sriéri sér við og horfði á hana. \’ar þetta fávisa barn í rauninni ástfangið í Jonatan —eða var hún að gera að ganmi sínu?“ „Ilann htur út fyrir að vera óhamingjusam- ur,“ sagði Joan hugsi á svip. „Hann er svo ein- kennilega einmana — mig langar næstum til þess að leggja liendurnar um hálsinn á honum og huglireysta liann.“ „Joan, livað segirðu?“ Priscilla roðnaði upp í hársrætur. „Já, eg meina það,“ sagði Joan rólega. „Og eg held, að hann mundi ekki liafa neitt á móti því.“ Eftir stutta þögn sagði Priscilla rólega: „Það er dálítið, sem eg ætti víst að segja þér, Joan.“ „Leystu hara frá skjóðunni,“ sagði Joan eftir- væntingarfull. „Þú spurðir mig að því í morgun,“ sagði Priscilla, „hvort eg hefði nokkurn tíma verið . trúlofuð.“ Priscilla var allóstyrk í máli. Joan rétti úr sér. „Já, eg spurði um það og þú svaraðir játan<ji.“ „Eg var trúlofuð Jónatan Corbie,“ sagði Pris- ■cilla. Aftur var þögn um stund. Joan starði á hana undrandi. Svo sagði liún: „Eg er ekkert hissa á að heyra þetta. Og þú elskaðir hann ekki.“ Priscilla lnisti höfuðið. „Nei, það var annar, sem —“ „Hvar er hann?“ spurði Joan. „Hann er dáinn.“ „Ó, vesalings Priscilla,“ sagði Joan og ætlaði að umfaðma hana, en Priscilla aftraði þvi hlý- lega. „Nei, nei, þetta er ekki eins og þú heldur, að minnsta kosti — eg skil það ekki,“ bætti hún við dapurlega. Joan starði á hana undrandi. „Eg liefði kannske ekki átt að segja þér frá þessu,“ sagði Priscilla, „en ef þér þykir vænt um Jónatan Corbie —“ „Blessuð vertu, eg liefi orðið hrifin af mörg- um. —- Það skiptir ekki máli. En er ekki ein- kennilegt, að við skyldum hitta liann hér í Sviss ?“ „Það er ógurlegt.“ „Það eru forlög, það er mín skoðuiv,“ sagði Joan. „Vesalings herra Corbie.“ „Þú mátt ekki segja neinum frá þessu, Joan, þvi verðurðu að lofa mér. Eg vil ógjarnan, að nokkur fái vitneskju um þetta.“ Eg skal ekki segja neinum frá því. En nú skil eg betur hvers vegna liann talaði ekki við þig í kvöld eða leit á þig. Vesalings maðurinn.“ „Vertu ekki að aumka hann. Hann hefir jafn- að sig furðu fljótt.“ „Ekki er eg nú yiss um það. Hann er ekki af þeirri manntegund. Dorothy yrði alveg æf ef hún vissi þetla.“ „Hún má enga vitneskju um þetta fá. Eg liefi sagt þér frá þessu í fyllsta trúnaði. „Eg veit það, en mikið væri gaman að segja lienni írá því.“ Klukkan á arinhillunni sló tvö. Joan geispaði. „Nú vil eg lara að liátta. Við verðum að fara snemma á fætur á morgun. Herra Sawyer ætlar að veita þér tilsögn í að fara á skíðum.“ ,Vesalings lierra Sawyer.“ ,Hann fagnar yfir að fá tækifæri til þess að veita þér tilsögn. Þvi iriáttu trúa. Segðu mér, Priscilla, ertu leið yfir, að við komurn liingað?“ „Já, að vissu leyti.“ „Ertu að hugsa um lierra Corbie — eg á við, er það vegna þess að hann er hér?“ „Já.“ Joan liorfði á hana alvörugefin á svip. — Priscilla leit i augu hennar um leið og liún svar- aði. Alll í einu sagði Joan: „Eg gæti bezt trúað, Prisciila, að þú hafir í raun og veru aldrei orðið ástfangin, aldrei elsk- að neinn, livorki herra Corhie né neinn annan.“ „Gerir þú þér gre'in fyrir hvað það er, að vera raunverulega ástfangin?“ „Nei, ef til vill ekki,“ sagði Joan og smevgði aftur á sig inniskónum, sem hún liafði sparkað frá sér, „en það legst í mig, að það eigi eftir að koma fyrir þig.“ „Nei, eg vona, að til þess komi ekki.“ haupt óskaði honum til hamingju með dagirin, en Hitler þakkaði honum dræmt og sagði: „Já, allt fer vel að lokum. Annað sagði hann ekki, meðan verið var að klippa hann. Ýmsir helztu menn stjórnarinnar og herforingj- ar komu einnig til þess að flytja honum heillaóskir sínar. Meðal þeirra, sem komu að heimsækja Hitler* í loftvarnarbyrgi hans var Ribbentrop, Göbhels og Himler og færðu þeir honum hamingjuóskir, sem liljóta að hafa hljómað nokkuð innantómar eins og stóð ó. (Himler fór burt úr Berlín seinna uin dag- inn til herstöðva sinna í Norður-Þýzkalandi og lcom aldrei aftur til baka). Þannig leið afmælisdagur Hitlers í rústum Berlín- ar, höfuðborg þúsundára ríkis Þýzkalands. Meðan Rússar brutu sér braut í gegnum uthorgir Berlínar og stórskotahríðin dundi á Kanzlarahöllinni, vörðust þýzkar hersveitir í götuvirkjum, liersveitir, sem voru skipaðar síormsveitarmönnum, þjóðvarnarliðs- mönnum og liðsforingjum. Götuvirki þessi voru hú- in til úr járnbrautarteinum, sem hlaðið var í kesti við hrýr og götumót, síðan var þiljað á þá með timhri og fyllt í milli með grjóti og allskonar rusli. Vigin voru oft 15 feta há og tíu fet á þykkt. Niður- __ grafnir skriðdrekar voru einnig notaðir til þess að tefja sóknina. Hjá Kanzlarahöllinni voru meira að segja svalirnar, þar sem Hitler tók áður við fagn- aðarlátum fjöldans, breytt í vélbyssuhreiður og allt þiljað af með þykkum viðartrjúm og aðeins litlar" rifur fyrir byssu-hlaupin. 1 garðinum kringum Kanzl- arahöllina, beint fyrir framan hinn vandaða mót- tókusal nazista, voru nokkrif gamlir skriðdrekar úr fyrri heimsstyrjöld og hrynvarinn vagn. AÁKv0idvðmm msm._________ Hvers vegna kemur þú of seint i skólann i dag, spuröi kennslukonan. Eg biö yöur að afsaka, sagði drengurinn, eri eg lagöi svo seint af staö aö heiman. Og hvers vegna gazt þú ekki fariö fyrr af stað? Vegna þess, að það var orðið of seint að fara fyrr, svaraði drengurinn. Móðirin: (við dóttur sína, sem var að ljúka bæn- um sínum) : Þú baðst guð að blessa mömmu og pabba, afa og ömmu, en hvers vegna baðst þú hann ekki að blessa hana Siggu frænku? Dóttirin: Eg held að það sé ekki kurteisi að biðja um svo mikið í einu. Eftir hraðriturum. Þetta voru endalok nazismans. Allar stjómarbygg- ingar voru í rústum í kringum síðasta athvarf Hitl- ers. Allstaðar, að undanskyldum nokkrum einstök- um trjám og nokkrum úthverfum, sáust aðeins bi-unarústir og evðilegging. Flestar götur voru ófær- ar vegna braks og úr húsunum og sprengjukúlur Rússa juku jafnt og þétt ó eyðilegginguna. Mitt á meðal sundurskotinna trjáa Tigergarten lá á víð og dreif það, sem eftir var af flughernum, brunnið eða ónýtt. Nætur og daga hafðist fólkið við neðanjarð- ar í loftvarnarbyrgjum, kjallörum, neðanjarðar- brautum eða jarðgöngum og fór hvergi nema þegar það þurfti, að flýja undan Rússum. Allar hernaðarframkvæmdir voru orðnar- miklum erfiðleikum undirorpnar. Umkringdir af Rússum á alla vegu, var hinum siðustu verjendum hægt og bítandi skipt niður í smáhópa og voru þeir smám saman hraktir í áttina til Kanzlarahallarinnar í hjarta borgarinnar. Stundum var hægt að lcomast að næturlagi til Gatow og Staaken flugvallanna og tóku þá stundum flugvélar sig upp að næturlagi og flugu með háttsetta menn til staða, sem þeir voru að mestu leyti öruggir. Göbhels hafði einu sinni komið með þó tillögu, að breikka Austur-vestur hrautina í Berlín — en það er breið trjágata, þar sem nazistar gengu eftir til hersýninga í Tiergarten — til þess að hægt væri að láta flugvélar lenda þar, en Hitler þvertók fyrir það og leyfði aðeins að fella nokkrar götulugtir, en tréin mátti eklci snerta svo Tiergarten yrði ekki eyði- lagður. Þann 20. apríl kl. 11 f. h. kom fyrsta rússneska sprengikúlan fljúgandi niður á Unter den Linden og hitti Rauða Kross hifreið beint fyrir framan hið fræga Adlon Hotel. Margir særðir og fallnir láu á götunni, og hinir særðu voru bornir inn í gistihúsið, en því hafði verið breytt í bráðabirgða sjúkrahús. Aðrar sprengjur Rússa féllu niður í nágrenninu og stjórn Hitlers flutti sig undireins neðanjarðar bókstaflega. Síðan, kom hún aldrei upp á yfirborðið nema til þess að fá sér ferskt loft og aðeins fáar mínútur í einu. Síðasta virki Hitlers. Anddyrið inn í jarðhús foringjans er stevpubygg-

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.