Vísir - 19.08.1946, Blaðsíða 4

Vísir - 19.08.1946, Blaðsíða 4
. V I S I R Mánudaginn 19. ágst 1946 '4 i VBSIR DAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Verð kr. 5,00 á mánuði. Lausasala 40 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Pólitísldr mannasiðir. ■Sjað er fyrir löngu kunnugt alþjóð, að * kommúnistar kunna enga mannasiði í opinberu lífi. Ruddaskapur þeirra og ósæmi- leg framköma i ræðu og riti gengur svo langt að í'urðu sætir og virðist svo sem menn |>essir telji sig ekki bundna við neinar almennar siðareglur í framkomu sinni við áðra menn. Þó færisl skörin upp i bekkinn í leiðara Þjöðviljans á föstudag, sem er með þessari fyrirsögn: „Hvað eru áhrifamenn Sjálf- stæðisflokksins að gera á leynifundum með Cummings?" Er í grein þessari ráoist á mjög ósiðlegan hátt að einum embættismanni Bandaríkjanna, sem hér cr staddur um þessar mundir, og gefið í skyn, að hann sé hingað kominn til að „kaupa“ landið, og að álirifa- menn úr Sjálfstæðisl'lokknum, sem Þjóð- viljinn kailar „íslenzka kvislinga“, liafi setið á ráðstefnum með þessum ameríska embætt- ismanni. Ef tckið væri mark á málgagni kömmún- ista, gætu slíkar greinar sem þessi unnið is- lenzku þjóðinni óbætanlegt tjón með því að konía henni út úr Inisi hjá vinvcittum slór- • jjjóðum og skapa lienni erfiðleika á alþjóða- vettvangi. Hér er á ferðalagi mikils virtúr maður í utanríkisþjónustu Bandaríkjanna, sem hefur með höndum mál Norðurlanda í utanríkisráðunéytinu. Þessi maður fer oft í kynnisferðir til Norðurlanda til þess að kynn- ast persónulega málefnum þessara landa. Nú keniur hann í fyrsta sinn til Islands til þess að kynnast hér mönnum og málefnum, en þá sýnir blað kommúnistanna þá „háttvísi“ að skrifa um komu hans með ósæmilegum dvlgjum og algerum skorti á almennri kurteisi. Þessi embættismaður er góður gest- ur. Hann er mikill vinur Islands og hefur sýnt það á ófríðarárunum með drengilegum stuðningi á ýmsan hátt, sem ekki vcrður full- jjakkað. Það er Mki nýtt þött kómmúnistarnir reyni að svívirða sjálfstæðismenn á ýmsan hátt í sambandi við Iierstöðvamálíð og beri þeim á brýn að þeir sitji á svikráðum við land sitt og þjóð. En sú málafærsla kommún- istanna, sem hér hefur verið gerð að umræðu- <*íni, er svo aívarlegs eðlis, að það hlýtur að ■\erða krafa allra sjálfstæðismanna, að flokks- sitjórnin taki nú þegár til athugunar hvort tlokkurinn geli sóma síns vegna verið leng- ur í samvinnu við slíka menn. Er vansæmandi vf þeir halda áfram sama háttalagi og þcir liafa gert til þessa. Framkoma þeirra öll er obein árás á þann ráðherra sem fer með utan- ríkismálin og sýnir óheilindi þeirra í sam- vinnunni. Starf Jjcssa ráðherra, sem fer með viðkvæmustu málin, er beinlínis gert tor- iryggilegt með slíkum skrifum moðan komm- únislar taka J)átt í ríkissljórn. Ef Jieir vilja bafa Ieyfi til að skrifa um utanríkismál lands- ins á siðlausan og dólgslegan hátt, ])á ættu jþeir að minnsta kosti að sýna ])á smekkvísi uð draga ráðherra sína úr ríkisstjórninni. En :iætt er við að nokkur bið kunni að verða á slíku, þar sem kommúnistar vila, sem er að meðan ráðherrum kommúnista er haldið í rikisstjórninni, er jafnframt haldið lífi í flokki ]>eirra en, lengur ekki. Fundir Kvenréttindafálags íslands á Akureyri. iVlargar mikils- verðar ályktanir gerðar. Fulltrúaráðsfundur Kven- réttindafélags Islands var haldinn á Akureyri dagana 25.—28. júlí 1946. Fundinn sátu fuílfrúar úr öllum fjórð- ungum Iandsir.s og tveir boðnir fulltrúar frá Alþýðu- sambandi íslands og Starfs- mannafélagi ríkis og bæjar. Fundurinn hófst mcð því að varaformaður félagsins, frú Sigríður .1. Magnússon, minntist Laufeyjar Valdi- marsdóttur og annara merkra kvenna, sepi látizt höfðu á árinu. Las hún sið- an skýrslu formanns, sem ekki gat sótt fundinn vcgna veikinda. Hafði félagið sent fidltrúa á 2 alþjóða kven- réttindafundi, í Genf og í París og á 75 ára afmæli danska kvenréttindafélags- ins. Kvenréttindalelagi Is- lands var þá og boðið að senda fulltrúa á alþjóða kvenréttindafund, scm haldin er í Interlagen í Sviss í á- gústmánuði. Tekur félagið þátt í þeim l'und mcð minn- ingargrein um Laufeyj'u Valdimarsdóttir, sem lesin verður upp á fundinum. Eitl af aðalstörfum félagsins he'f- ir þá einnig vcrið margskon- ar starf i þágu Menningar- og minningarsjóðs kvenna, svo sem fjársöfnun og merkjasala um allt land til ágóða fyrir sjóðinn. I júli s. 1. var útldutað, á vegum l'élags- ins, úr sjóðnum kr. 9.000. til ungra menntakvenna. Fé- lagið tók upp nýjan þált í félagsstarfi sínu, sem var er- indal'Iutningur í útvarp (ann- an hvern fimmtudag) Erind- in liafa líkað vel og félagið hlotið þakkir fyrir. Félagið hlaut nú Jiærri fjárslyrk en áður frá því opinbera og hel’-, ir það komið greinlega í Ijós, að ef féíagið á að geta aukið starfsemi sína að mun, þarf það riflegra fjárframlags með. Fuúdurinn fór hið bezta fram. Tvo síðarí dagana var hann opinn öllum konum á Akureyri, en Verkakvennafé- Iagið Einingin og Sjálfstæðis- kvennafél. liöfðu undirbúið komu fulltrúanna með hinni mestu prýði. Fundir voru haldnir í binu glæsilega húsi Húsmæðraskóla Akurevrar og þar mötuðust fulltrúarnir einnig. A sunnudaginn bauð bæjarstjórn Akureyrar öllum fundarkonum til miðdegis- verðar í Vaglaskógi og á heimleiðinni var skoðaður hússtjórnarskólinn á Lauga- landi. Að kvöldi sama dags béldu konur á Akure\ ri i'ull- trúunum l'jölmennt kaffi- samsæti, þar sem konurnar skemmtu sér bið bezta. Dag- inn eftir kvöddu fulltrúarnir Akureyri með ógleymanlegar endurminningar um fegurð og tign höfuðstaðar Norður- lands og innileik og blýju Akureyrarkvcnna. Helztu álvktanir fundarins voru ])essar: 1. I félagsmálum : Fulltrúafundur K. R. F. I. telur brýn nauðsyn að fræðslustarfsemi um rétt- indamál kvenna sé aukin að miklu mun t.d. með í'yrir- lestrum meðal kvenfélaga landsins og í úivarpi og eins með greinum í blöðum. Þá var sam])ykkt áskorun til Alþingis að sýna að það meti starf K. R. F. I. í þágu menningar og mannréttinda með því að vcita félaginu hærri styrk til starfsemi ])ess. Eftirfarandi yfirlýsing var gerð: Sökum þess að víða hefir komið í ljós misskilningur á stefnu og starfi K. R. F. I. vill fundurinn lýsa yfir því, að K.R.F.I. er að öllu leyti óliáð stjórnmálaflokkum og vísar á bug öllum tilraumun bvaðan scm þær koma, til þess að draga starf þess inn í pólitískar l'lokkadeilur. 2. I stjórnarskrármálinu: Fundurinn beindi þeirri á- skorun lil kvenna í stjórnar- skárnefnd, að standa vel á verði um að réttindi kvenna séu tryggð í stjórnar- skránni. Jafnframt beindi fundurinn Jæirri áskorun til nefndarinnar, að stjórnar- skráin sem héild vcrði þann- ig uppbyggð, að ekki lciki vafi á hvernig framkvæma beri einstakt atriði. .3. I atvinnumálum kvenna: Að fylgt sé fram kröfunni um sömu laun fyrir sömu vinnu og sömuleiðis þeirri kröl'u, sem kemur l'rain í eftirfarandi samþykkt gerðri af landsfundi kvenna 1944: „Konur hafi rétt sem karlar lil allrar vinnu og sömu hækkunar- möguleika og þeir.“ 1 ])essu sambandi mótmælti fundurinn ])ví ranglæti, sem á sér stað, þega.r nýliðar í starí'i eru leknir fram yfir þaulvanar . konur og setlir yfir þær. Ályktað var að beina þeim tilmælum til stjórna Alþýðusambands Islands og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, að þessir aðilar geri atbuganir um möguieika fyr- ir mati á störfum. Hvcrjar kröfur hvert starf gerir til Framh. á 6. síðu Sundhöllin. „Sundhallargestur“ hefir skrifað Bergmáti nokkrar línur, þar sein hann gerir Sundhöll Reykjavíkur og litlit lienn- ar að umtalscfni. „Sundhallargestur" segir með- al annars: „Kg hefi sótt Sundhötlina alltaf öðru hvoru undanfarin ár og mér hefir likað vel að koma þangað. Ávallt mætt velvilja og fullkom- inni kurteisi, hæði af hálfu starfsmanna Sund- hallarinnar og gestum hennár. Eg lield lika, að innrétting og fyrirkomulag Sundhallari'nnar sé með þeim ágætum, þótt í einhverju kiinni að vera ábótavant, að við getum verið stoltir af. J * Utlitið. En það er annað, sem eg held við get- um verið miður stoltir al', og það er útlit hennar. Árum saman hefir Sundhöllin lit- ið út eins og skræpótt belja og er að lit og Öllu útliti eitthvcrt óhugnanlegasta stórliýsi í allri Reykjavík. Það er eiigu líkara en að Sundhöll- in sé eitthvert olnbogabarn bæjarins, sem eng- inn vill neitt gera fyrir. F.g ve'it ekki livers Sundhöllin á að gjalda, því að þetta er nýt menninagrstofnun, sem á ]>að vissulega skilið, að vel sé gert til hennar. Þá ber og þess að gæta, að þegar útlendinagr koma til landsins, þá er Sundhiillin venjulega í liópi þeirra opinberu bygginga, sem eru skoðaðar. * Vekur undrun. Fn munu ekki flestir þessara útlendu gesta vorra reka upp stór augti, þegar þeir sjá eina af þeim bygg- ingum, sem Reykvíkingar cru hvað stoltastir af, þannig útlitandi? Ilvaða þjóð önnur í heimi liefir efni á því ao láta menningarstofnanir sinar lita þannig út?“ í sambandi við þetta bréf „Sundhaltargests" skal það tekið fram, að senni- j lega hafa bæjaryfirvöldin ekki séð sér fært að láta mála Sundböllina, á meðan jafnmikil ekla er á málurum og raun ber vitni. Sem stendur ríkir mikill hörgull á mönnum í byggingariðn- aðinum, og þá er sennileag ekki rétt að bær- inn taki til sín fleiri iðnaðarmenn en brýnasta nauðsyn krefur. * Aðrar Vegna þess að minnst er hér á úl- býggingar. lit opinberra bygginga má einnig benda á aðra byggingu, sem i senn er stór og fögur, en hefir í allt sumar verið i viðgerð. Þessi bygging er Sjómannaskólinn. Þar liafa vinnupallar staðið i allt sumar utan um litla turninn, eins og þar ætti einhver ósköp að gera, en liins vegar sést ennþá ekki að neitt hafi skeð, sem réttlætt gétur þetta timburhrúg- ald þarna svo vikum og mánuðum skiptir. Fölk, sem horfir á bygginguna, hefir ekki fegurð henn- ar á tilfinningunni fyrr en allt skran er horfið af henni. Má ])á um leið minna á skúrana, sem slanda við suðurhlið Sjómannaskótans og eru til hinnar mestu óprýði. Yæri full þörf á að koma í burtu þessum missmíðum hið fyrsta, tit þess að bygging'in fái að njóta glæsileika sins. * Háskóla- l.oks væri ástæða til ]>ess að minn- hverfið. ast á Iláskólahverfið, því að manni l'innst vera kominn timi til að það vcrði lagað og fegrað, og helzt svo um munaði. Við Reykvikingar- höfum þur.ft að horfa upp á það áruin saman, að sjá umliverfi Iláskólans i svo einstakri órækt og hirðuleysi, að engu er líkara en maður sé kominn upp á regin lieiði, þar sem skiptist á órækt og uppblástur. Á hverju sumri höfum við beðið eftir því að eitthvað yrði aðhafzt; landið yrði lagað og rækt- að, svo að íslenzk hámenning þyrfti ekki að eiga lieimili sitt í lcargaþýfi og forardýkjum, en allt- af hafa ]>essar vonir brugðizt. Maður skyldi þó ætla, að jafnvel þótt tilkostnaðurrnn yrði nokkur, myndi ekki borft i liann lil þess að prýða það svæði, sem umlykur æðstu mennta- 'stofnun landsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.