Vísir - 23.08.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 23.08.1946, Blaðsíða 3
Föstudaginn 23. ágúst 1946 V I S I R *-Jieríteln,n j^á(í óóon: Ferðast í lofti, á láði og legi '^Jrein sú, sem hér fer á eftir, er önnur grein Hersteins Pálssonar um Þýzkalandsför íslenzku blaðamannanna. Herford, Þýzkalandi, 1. ágúst. í síðustu grein sagði eg frá ferðalaginu út, nú erum við komnir heilu og höldnu inn [ Þýzkaland, allt suður til Herford, lítillar borgar 70— 80 km. suðvestur af Hann- over. — Við lögðum upp með tvo bila frá Ivaupmannahöfn, en nú er aðeins annar eftir, því að liinn bilaði lítilsháttar fyr- ir norðan Hamborg og bilun- ina fullkomnaði þýzkur við- gerðarmaður, sem við leituð- um til i nauðum okkar. Hann braut hlut þann, sem „klikk- að“ liafði, við höfðum ekki tíina til að leila varalilut uppi í Hamborg, svo að við ætluð- uni að fá hann suður í Frank- furt. Þar ætti að vera til nóg af varahlulum i jeppa. En það er bezt að taka hlutina í réttfi röð og segja þá ef til vill lítillega frá för- inni hingað. Nægja verður að stilda á stóru, enda ekki hægt að gera þvi öllu skil í stuttri grein, sem gerzt hefir á þess- ari leið. Við lögðum upp frá flug- vellinum í Reylcjavík kl. ná- kvæmlega átta fimmtudaginn 25. júli með leiguflugvél Flugfélags Islands. I þeim ferðum ríkir stundvísi, sem margir mættu taka sér til fyrirmyndar. Veður var milt en sólarlaust og þegar komið var suður fyrir land — rétt vestan Ölfusárósa var skyggni slæmt og engin jöklasýn, skúraleiðingar á Rangárvöllum. Við flugum í 6000 feta hæð löngum, ský allt i kring, stundum flogið beint í gegn- um þau, en alltaf sést þó sjór- inn við og við. Siðan er farið upp i 8000 feta liæð og einu sinni erum við i 10,000 feta hæð. Þá er hálfkalt i vélmni, en þó ekki svo, að ekki sé legum fötum. hægt að þola kuldann í venju- Tómatsúpa og brauð. Þégar nærri tveir tímar eru liðnir rá því, að lagt er upp, er farþegunum borin snarpheit tómatsúpa í bolla. Það er þerna flugvélarinnar, sem býður þessar veitingar — og brauð með. Það .er reyk- vísk stúlka, sem er þerna — Sigríður Gunnlaugsdóttir. Ilefir liún haft þenna starfa síðan i júli og t<dur sig hafa flogið alls um 100 klst. þegar við erum þarna á ferð. Land sést. Heldur biríir þegar sunnar dregur, en þó má víða sjá gráleitar skýbreiður, sem eru eins og óhrein ullarreifi. En klukkan 11,30 komum við auga á land. Að réttu lagi hefði þarna átt að vera um eyjuna Uist að ræða og er hún ein Suðurev'a e-.i okkur hefir hrakið talsvert af leið, austur á bóginn, svo að þetta reyndist vera evjan Lewis, sem er miklu norðar. En þetta skiptir ekki miklu máli, við fljúgum bara þess fyr'r yfir Skotland, sem svipar að mörgu til Islands. Skipt um farkosl. Um kl. 12,45 eftir islenzk- um tíma lendum við i Prest- wick, borðum þar litla mál- tið og stígum síðan um borð í aðra flugvél, sem á að flytja okkur til Kaupmannahafnar. Hún er að öllu betur búin en hin, tekur fleiri farþega, sætin eru þægilegri og þrengsli minni og svo er sá höfuðkostur við liana, að það má reykja í henni. Þrumur og eldingar? Kl. 1,45 er lagt af stað öðru sinni og stefnt þvert yfir Skotland og út á Norðursjó. Enn er skyggni slæmt, en þó fer það versnandi, þegar nœr dregur Danmörku. Það fer líka að verða illþolandi hiti í vclinni og ágerist hann til muna, þegar ‘ komið er inn yfir Jótland um kl. 4 eftir ísl. tímá, Einn af áhöfn flugvélarinnar skýrir frá því, að þrumuveður rnuni vera Frh. á 4. síðu. Bœjarfréttit 235. dagur ársins. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturakstur annast Litla bílstöSin, sími 138p. Næturvörður Næturvörður í Reykjavikur Apótek, sími 1760. Veðurspá fyrir Rvík og nágrenni: SA-gola eða kaldi. Rigning fram eftir deginum. Síðan V- eða SV- átt. Léttir til. Söfnin í dag. Landsbókasafnið er opið frá kl. 10—12 árd., 1—7 og 8—10 síðd. Þjóðskjalasafnið frá 2—7 siðd. Gestir í bænum. Hótel Vík: Pétur Björnsson kaupm., Siglufirði, Þorsteinn Jónsson kaupm., Vestm.eyjum og Ilermann Stefánsson kennari, Akureyri. — Hótel Garður: Árni Gísiason kaupfélagsstj., Sauðár- króki, Ólafur Einarsson, Kefla- vik. Áki Kristjánsson, Akureyri. Þyri Gísladóttir, Vestm.eyjum. Evgló Einarsdóttir, Vestm.eyjum. Einar G. Sigurðsson litgerðarm., Keflavík.'— Hótel Borg; Egill Thorarensen kaupfélagsstj. Hannes Þórarinsson Kristjánssonar liafnarstjóra, hefir nýlokið læknisprófi i Ame- riku og kom liingað tii landsins um síðustu helgi. Veðrið úti um land. ísafjörður: " Logn, skýjað, skyggni ágætt, liiti 10 st. — Akur- eyri: S 2, alskýjað, skyggni ágætt, liiti 12 st. — Seyðisfjörður SV 5, skýjað, skyggni ágætt, hiti 13 st. — Eyrarbakki SA 4, rigning, skyggni 4—10 km., hiti 10 sti. — Vestm.eyjar SSA 4, rigning, skyggni 10—20 km., liiti 10 st. Útvarpið í kvöld. Kl. 19.25 Harmonik-ulög (plöt- ur). 20.30 Útvarpssagan: „Bindle“ eftir Herbert Jenkins XII. (Páll Skúlason ritstjóri). 21.00 Strok- kvartett útvarpsins: Kvartett nr. 16 í Es-dúr eftir Mozart. 21.15 Er- indi: Frá Finnmörku (Tómas Tryggvason jarðfræðingur). 21.40 Caruso syngur (lptöru). 22.00 Fréttir. 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Cellokonsert eftir Schumann. h) Symfónia í d-mo’ll eftir Schumann. 23.00 Dagskrár- lok. Lárus Óskar Ólafsson (Lárussonar læknis í Vest- inannaeyjum) er nýkominn frá Ameríku, en þar hefir hann dval- ið undanfarið lil að fullnuma sig í lyfjafræði.* Olvaður maður réðist á bílstjóra sinn á Hafn- arfjarðarveginum, er hann var við akstur. Bílstjórinn gat stöðvað bílinn, áður en slys lilauzt af að- gerðum farþegans. Má telja þetta einstakt atliæfi, jafnvel þótt um drulckinn inanti sé að ræða. Vestur-Islendingarnir koniu til Akureyrar i fyrradag, Viðgerð á Drottningujvni .verður sennilegá lokið á morg- un. Var það .ásinn, sem gengur í stýrisblaðið, sem hrotnaði. Járn- smiðjan Hamar sér um viðgerð- ina. Skipafréttir. Brúarfoss fór frá Khöfn 20. á- gúst til Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Rvík 17. ágúst til Leith og Khafnra. Selfoss er á Skaga- slrönd. Fjallfoss fór frá Þingeyri i gær til ísafjarðar. Reykjafoss er í Reykjavik. Salmon Knot er i Reykjavík. True Knot kom ti! New York 20. ágúst. Anne kom til Gautaborgar 16. ágúst. Lech fór frá Reykjavík 17. ágúst til Greenock og Frakklands. Luhlin fór í gærkveldi til Hull. Horsa kom til Leith 20. ágúst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.