Vísir - 02.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 02.09.1946, Blaðsíða 2
2 V I S I R Mánudaginn 2. september 1946' Skrifið kvennasíðunni um áhugamál yðar. Þrjú ráð téf þess ai m valdl yflr sjálfum sér. Watur FISKUR STEIKTUR í OFNI. Figkur, laukur, tómat, smjör- líki, salí og pipar. (Ætisvepp- ar e: vill). Smjörlíki (eöa matarolia) er hitirö á pönnu og hakkaöur laukúr so’ðinn í því dálitla stund. Lauknum ,og feitinni er því næst hellt í eldfast mót eöa fat og sneiðar af tómat lagöar í botninn. Salti og pipar er stráð á tómatana. Fiskurinn er hreinsaður vel og stráð á hann salti, og hann er síðan lagður ofan á tómatana og laukinn. Fiskurinn má vera heill (þó liauslaus) eða skorinn frá beini ef vill. Brauð-mylsnu er stráð á fiskinn og ofurlítið vatn íiiá láta i steikingarmótið, eöa græn- metissoð, ef það er til. Fiskinum er nú stungiö inn í vel heitan ofn og látinn steikjast þar i 30 mín. eða hálft-tíma eftir stærð eða þykkt. Gott er að ausa soð- inu á fiskinn við og við. Rétturinn er borinn íram i steikingarmótinu og soönar kartöflur með. — Þaö er ntjög gott að hafa brúnaða ætisveppa eöa ætisveppasósu með þessum fiskrétti. En sé þeir ekki til má sjóða tómata, þrj’stá þeim i gegum síu og búa til sósu úr þeim. 0 SÚR MJÓLKURBÚÐINGUR, með karamel-sósu. 5 blöð matarlím. y2 Iiter súrmjólk (eða venju- leg mjólk). Rifinn börkur af y2 sítrónu. Sykur. Matarlímið er látið liggja í bleyti dálitla stund i köldu vatni. Rifinn börkur af sítr- ónu er hrærður út í mjólkina og sykur látinw* í eftir smekk. Matarlímið cr kreist upp-og hrært í dálitlum sopa af heitri mjólk. Þegar limiö er alveg braðið cr því hrært saman við súrmjólkina .og þessu er svo hellt i mót sem liefir verið skol- að upp úr vatni. Látið stirðna. Borðað meö ávaxtamauki og karamelsósu. Blómkál í skeljum. Skeljarnar eru smurðar með bræddu smjörliki, brauðmylsnu stáð i þær og blómkálshrislur soðnar lagðar i skeljarnar. Góö rjómasósa 1)úin til og krydduð með rifnum osti, salti og papr- iku, og hellt.yfir blómkálshrísl- urnar. Brauðmylsnu er stráð yfir og nokkuru af bráðnu smjöri dreypt á. Skeljarnar eru . látnar í ofninn og látnar vera þar þangað til sósan fer að Lrúnast. Ert þú í hópi þeirra, seni eru jafnan eins og þaninn bogi og bregður viÖ af hverju seni er? Hættir þér við tað verða ókvæða við og svara hvatskey tlega þeim mönn- uin, sem þú átt við að skipta? Eru óvæntir atburðir þér til trafala eða lil liindrunar í áformum þínum, af þvi að þú verður óþolinmóð eða æst? Þetta ásland versnar smátt og smátt, nema eittlivað sé aðbafzt til, þess að stöðva það. Það getur eyðilagt líf hvers manns, með því að lfafa ábrif á störf bans, það fælir frá kunningjana og veldur vansæld í heimilislíf- inu. ft En J)að er bægt að laga þetla. Það getur verið gagn- legt að taka pillur og að taka sér hvíld frá störfum, en það er aðeins stundarfriður. Var- anleg lækning, eða það.að bafa taumhald á tilhneiging- unni til taugaæsings, kemur innan að, frá okkur sjálfum. Hér verður ekki aðeins sagt: „Notaðu viljakraft þinn, vertu ekki æstur — láttu ekki aðra menn, eða bluti, lcoma þér í ‘uppnám. Þelta er aðeins neikvæð að- ferð og ófrjó. 1 stað þess að reyna þá aðferð — er betra að hafa aðra sem er jákvæð.“ Hér fara á eftir nokkurar ráðleggingar og reglur, sem múnu hafa góð áhrif ef eftir þeim er farið. Þær lina tauga-þenslu og -áreynslu. Það ér satt að það kostar dá- litið viljaþrek. Það kostar nokkurn ásetning að sigra bráðlyúidið og þann taugaæs- ing sem orðinn er venja. En þetta er samt auðvelt ef skyn- samleg viðleitni er viðböfð. 1. Vendu þig á íjæglátar hreyfingar í smávægilegum störfum daglegs lífs. Vertu gætin af ásettu ráði. Þegar þú klæðisl að morgni dags vertú þá hægfara. Ilér er aðeins átt við að fara sér að engu óðslega. Með því ferlu vitandi vits að stjórna sjálfri þér — lætur ekki óþol reka jng áfram. Þú átt ekki að þrífa sokka og skó í snalri né keppast við að draga þá á fætur þér. Hreyfingarn- ar eiga að vera mjúkar og öruggar. Og láttu jjajð ekki eftir þér að blaupa ofan stig- ann. Vertu Iiægfara. Þú hefir líklega flýtt þér að borða venjulega. En hættu þvi. Vendu þig á að hægja á þér við það líka — í hvert sinn. Þú átt ekki að ausa sykrinum í snatri í bollann þinn, eins og þú værir i kapp- [eik. Taktu skeiðina örugg- lega, réttu hægt út höndina og dýfðu henni í sykurkerið — rólega, — og helltu svo sykrinu í kaffibollann, hæg- fara. Er þetta nægilega ljóst? Ö.rar hreyfingar strengja vöðvana og áreynsla á Iiug- ann fer þar eftir. 2. Gættu þess vel að slaka á fingrum og handleggjum, og aðrir vöðvar líkamans lin- ast þá sjálfkrafa. Þetta er auðveldara en menn halda og enginn mun taka eftir þessu eða vita hvað ver- ið er að gera. Eitt af þvi sem fvlgir bráðlyndi og taugaæs- ingi er jiað að vöðvarnir barðna, en þegar slakað er á- vöðvunum minnkar álagið á taugarnar, sem áreynsla hefir í för með sér. Það er Jiá fyrst. að láta fingurna lianga máltlausa, og slaka á vöðvunum. Þá slakn- ar sjálfkrafa á höndunum og vöðvum í handleggjum, og J)að hefir aftur linandi áhrif á axlirnar og á allan efri hluta líkamans. Og þetta ger- ist allt fyrir })á sök eina, -að maður slakar viljandi á fingrunum. Á sömu lund, en þó í minna mæli, má slaka; á fótleggjimum með því að hugsa um það eitt að lireyfa tærnar. Það á ekki að biða J)ess að tauga-áreynsla komi í ljós, en slaka við og við á fingr- unum og lireyfa tærnar, til þess að verða aðnjótandi hinna sefandi ábrifa sem J)að hefir, að slaka á öllum lík- amanum. Þegar setið ef við borðið, eða þegar verið er á gangi á að slaka á fingrun- um og láta bandleggina falla niður eins og þeir hengju mátllausir frá öxlunum. Slaldraðu við andartak og „slakaðu á klónni“ er þú les Jætta. Talctu eftir liver áhrif J)að hefir. Og því oftar sem ])etta er iðkað vitandi vits, J)ví betur kemur i ljós að J>að er lausn og hvíld. 3. Talaðu hægt, forðastu af ásettu ráði að reyna á rödd- ina. Vertu lágróma. Hér eru þrjú einföld ráð til J)ess að ná taumbaldi á sjálfum sér og J)etta er hið síðasta. Það er einfalt en J)ó hvað mest áríðandi. Það er áreiðanlegt, að J)egar ialað er liægt og án árcynslu á taug- arnar, J)á hefir J)að sefandi áhrif á líkamann og minnk- ai’ tilhneiginguna til þess að hreyrfa sig snöggt og hratt. Til J)ess að ná valdi yfir máli sínu og tala bægt, er gott að svara ekki spurning- um samstundis. Biða andar- tak og hugsa málið — svara svo hægt og rólega. Það má blátt áfrani finna hver áhrif J)etta Iiefir. Það er gott að æfa Jælta líka. T. d. ])egar larið er í búðir. Þá er að nota læki- færið. Setja sér ])að, þegar inn er komið að tala skýrt en rólega, hafa þetta fyrir leik til að prófa sig. Þegar þú nálgast búðina, vertu þá hæg en ákveðin. Slakaðu á fingrunum og þú finnur þá lnn sefandi álnif á alla vöðva. Þegar þú stend- ur andspænis afgreiðslu- manninum, staltu þá alveg kyr og bíddu andarlak áður en þú talar. Talaðu svo eðli- lcga en án þess að flýla þér. Ef þelta er gert af ásettn ráði — og ef til vill litið ró- lega á einhverjar vörur um leið og gengið er liægt út úr búðinni — þá muntu fara út ánægð yfir því að finna að þú hafir stjórn á sjálfri þér. Þér verður léttir að því að finna það. —o— Þessar einföldu reglur og álnif þeirra þekkja allar frumstæðar þjóðir — en þær nota þær þveröfugt. Það sézt á stríðsdönsum þeirra. Villimenn hamast í dansin- um með snörpum rykkjum og kippum, þeir nota hreyf- ingar sem berða á vöðvun- um, syngja, gala og æpa hvellt, en bumburnar eru barðar i æsingi. Þessar frumreglur bafa verið kunnar um aldir. En hér eru j>ær notaðar i allt öðrum tilgangi. Þær eru not- aðar til J>ess að sefa og lina og ná valdi yfir sér með J)ví að bægja á braðanum, i stað J)ess að hamas.t til þess að ná sem mestum spenningi og æsingi. En hætt er við að þessar reglúr gleymist, en J)ær eru því aðeins gagnlegar að þær sé notaðar að staðaldri. Það ér því gott að minna sig á J)ær með einhverju, eins og t. d. því að hnýla lmút á vasaklútinn sinn. Það er gott að láta hand- spegilinn minna sig á á morgnana með því að binda um hann blátt silkiband. Eða bafa minnisspjald á vinnu- borðinu, eða bláa bréfa- pressu á skrifborðinu eða bláan þerripappír. Láttu spjald í vefekið J)itt eða budd- una J)ar sem á er íátað „hvíld“ eða lítinn lúut til minnis á lyklahringinn, eða miða við spegilinn á duft- dósinni i töskunni, eða við hvern þann hlut sem J)ú not- ar oft daglega. Þessar reglur kunna að virðast barnalegar og of ein- faldar til þess að koma að gagni, en það gera þær þó áreiðanlega, ef J)ær eru not- aðar samvizkusamlega. Það hafa aðrir menn reynt svo að þær geta vel orðið þér til góðs. Hér eru því reglurnar endurteknar: 1. Vertu hæglát í lú-evfing- um. 2. Hvíldu vöðvana og byrj- aðu með því að slaka á fingr- unum. 3. Talaðu hægt og hóglega án J)ess að reyna um of á röddina. (Þýtt og stytt úr Your Life). (Höfundur greinarinnar er Newman ofursti. Hann barð- ist í hjáliðinni styrjöld og san-ðist á Leyte. Hann liefir hlotið mörg heiðursmerki og einnig æðsta h.eiðursmerki sem veitt var í stríðinu. — Greinina hefir hanti aðallega ritað fyrir karlmenn, en bún getur komið öllum að gagni og J)ví er hún birt hér). SUtnakáíin GARÐUR Garðastræíi 2. — Sími 7299. Stöðugt fyrir- liggjandi Hjólbörur Vöruvagnar Lyftivagnar VörutriIIur Gashylkjatrillur Tunnustallar og Slyskjur A. KARLSSON & CO. Sími 7375. Pósthólf 452. á karlmenn og unglinga.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.