Vísir


Vísir - 06.09.1946, Qupperneq 2

Vísir - 06.09.1946, Qupperneq 2
 V I S I R Fótfráasti maður í heimi leduinadrengurinn, sem ólst npp með gazeilum. jórir læknar í Bagdad, sem skcðað Kafa „Tarz- andrengmn“ sem tannst í óbygðum Transjordaníu segja, að ár mum að minnsta kosti iíða áður en hægt verði að kenna honum að haga sér svipað því er menn gera. Aðeins sú staðreynd að hánn er gæddur mikilli mannlegri eðlisgreind bend- ir í þá átt, að hann muni einhvern tíma síðar geta orð- ið eins og siðaður maður, þótt hann hafi lifað 15 ár af lífi sínu meðal gazelluhjarða. Aðal vandamálið, sem læknarnir eiga við að elja. er að kenna honum að tala, Sumir sérfræðinganna, sem hafa skoðað liann telja að hann hafi verið mállaus frá fæðingu. Dr. Musa Jalbout umboðsmaður Iraq olíufé- J.agsins, sem fyrstur fann 'liann og skoðaði, telur þó að málleysið sé aðeins tíma- hundið. Jattbout heldur að drengurinn hafi misst málið af því enginn hafi talað við Iiann, en mögulegt muni með tímanum að kenna honum að 1,ala. Fýrsti kjötrétturinn. Líf hans á spítalanum, þar sem hann er hafður er bar- átta milli eðlishvatar þeirrar sem hann hefir farið eftir þau 15 ár sem hann bjó með- al gazellanna, og eðlilegrar forvitni mannlegs barns. Stundum grípur hann öll tækifæri til þess að strjúka af spítalanum. Hinsvegar reynir hann einnig stundum að líkja eftir hátterni þeirra, sem hann umgengst. Þegar Iionum var fyrst boðið að horða kjöt og brauð hafnaði hann því alveg, hann virtist vera hræddur um að liann myndi hafa verra af.Nú segja Iijúkrunaikonurnar að hann sé farinn að borða hæði brauð og kjöt, því hann hef- ir séð að öðrum verður ekki illt af. Margar einkennilegar sögur eru sagðar um þessa skrítnu veru sem cr hærð um all- ann líkamann, og gefur ekki önnur hljóð frá sér en þau er gazellan gefur frá sér. Hann getur hlaupið með 80 km. hraða á klst., en það er tvisvar sinnum hraðara en heimsmetið í spretthlaupi á 100 metrunum. Til þessa hef- ir „Tarzandrengurinn“ að- eins nærzt á grasi. Hann er mjög var um sig og tortrygginn eins og gaz- ella, sem allaf er á verði gegn hættum, og er svo horað- ur að hægt er að telja hvert einasta bein í líkamamm, en samt er hann sterkari en full- vaxinn rraður. Lifði dýralífi. Læknunum hefir ekki enn- þá tekizt' að fá hann til þess að klæðast fötnm eða sofa í rúmi. Hann sefur alltaf ber á gólfinu og skin tortryggni út úr smáum, dökkum aug- um hans. „Tarzandrengurinn“ er ekkert undarlegri en óbyggð- irnar, þar sem Lawrence Al- Skaalan fann hann. Al-Shaal- an er foringi hins víðkunna Ruwalla kynþáttar og að- stoðaði á sínum tíma Arabíu- Lawrence. Þessi óþekkta og órann- sakaða auðn liggur á milli Iraq, Transjordaníu og Sýr- lands og kemst hitinn á dag- inn í nálægt 70 stig og hvergi er skuggi, en á veturna getur hitastigið farið niður í nærri því núll. Engar mannlegar verur setjast nokkurn tíma að á sléttum þessum og jafnvel Beduinarnir setjast þar ekki að en fara þar aðeins um er þeir eru að finna ný beiti lönd fyrir kvikfénað sinn. Svíðandi heitir vindar, sem þurrka húðina að sum- arlagi og ískaldir stormar að vetrarlagi gera það að verk- um að ekkert kvikt hefst þarna við nema úlfaldar og gazellur. Einasta byggðin sem þarna er, eru dæluhús Iraq Petroleum Company, sem dæla olíunni i gegnum leiðslurnar, sem eiga upptök sín lengra norðurfrá hjá landamærum Tyrklands og Iraq. Hver stöð fyrir sig er sjálfri sér nóg að öllu leyti, sérstakur spítali er í hverri stöð og skemmtistaðir, kvik- myndahús lianda starfslið- inu, sem lifir þarna í algerri útlegð. Það var á þessum slóðum sem „Tarzandrengurinn“ var nærri því búinn að týna' lífinu, er Lawrence Al-Shaal- an prins var þar á veiðum. Prinsinn sagðist hafa orð- ið mjög undrandi er hann sá eitthvað sem liktist manni hlaupa með gazellunum, sem þeir voru að elta. Hann sagði samferðamönnum sín- um, sem voru í öðrum bif- reiðum, að hætta að skjóta. Þeir voru þá mjög langt í burtu, en sáu þó að drengur- inn hljóp með gazellunum og jafn hratt og þær. Þeir eltu hópinn í bilunum í eina klukkustund og óku 80 kiló- metra og alltaf hljóp dreng- urinn með hópnum og virt- ist ekkert gefa þeim eftir á hlaupúnúm. Allt í einu hras- aði hann og féll. „Þegar við Greinin sem hér fer á eftir er tekin upp úr brezka blaðinu „Sunday Express“ og f jallar um 15 ára dreng, sem fannst í s. 1. mánuði í eyðimörk, sem liggur milli Sýrlands og Iraq. Hann hefir alizt þar upp meðal gazella og það sem er markverðast við hann, er að hann getur hlaupið hraðar en nokkur mannleg vera önnur, sem mönnum er kunnugt um. Veiði- mennirnir sem náðu hon- um eltu hann uppi í bif- reiðum og óku á 80 kíló- metra hraða, en náðu honum ekki fyrr en hann slasaðist á fæti. lcomum að honum sáum við að hann hafði meitt sig á fæti á stórum steini. Hann leit til okkar með hræðslusvip og hrökk undan er við snertum hann og gargaði eins og gazella." Síðan var farið með hann til þorpsins þar sem prinsinn býr og reynt að gefa honum að borða og klæða hann i föt, en án árangurs, hann vildi hvorugt. Fyrsta daginn reyndi hann hvað eftir annað að strjúka með því að fara út á þak hússins og stökkva síðan þak af þaki og síðan niður á götu. Eitt skiptið tók yfir tvær stundir að ná honum aftur, en þá ákvað prinzinn að fara með hann til dr. Jal- bout, sem bjó á olíustöðinni. Fljótasti maðurinn. Dr. Jalbout vísar á bug öll- um tilgátum um það að drengurinn sé að nokkru leyti óeðlilegur. „Eg er á þeirri skoðun að móðir hans hafi skilið hann eftir eða bor- ið hann út sem barn og siðan hafi gazellurnar fóstrað hann eins og hann væri af- kvæmi þeirra. Eg er viss um að hann er fljótasta mann- lega vera sem þekkzt hefir og öll met í hlaupum er bros- leg í samanburði við þau af- köst er hann gæti afrekað.“ Hann hefir í upphafi dreg- ið fram lífið með því að sjúga kvendýrin og síðan lært að nærast á jurtum og rótum, sem minnast á víð og dreif um eyðimörkina. Fæð- an, sein hann hefir fengið er af svo skornum skammti, að þótt hann hafi getað lifað á henni vegna þess hve sterk- byggður hann er, myndi hún aldrei hafa nægt til þess að halda lífinu í venjulegum manni. Hefði hann ekki fund- izt svo tímanlega er óvíst hvort hann hefði getað hjar- að lengur vegna þess að líkami hans þarfnast meiri fæðu en antilópurnar. Eyðimerkursérfræðingur í Sýrlandi segir, að þetta sé í rauninni ekkert undarlegt, því að það sé algengt að Be- dúínakonur skilji börn sín Föstudaginn G. september 194G Jút þú ert Cimr tnim Það er áreiðan- legt að án gæti eg verið. Þú gerir tennurnar hvít- ar og gljáandi, og.svo ertu hressandi á bragðið. Gerið eins og eg, notið daglega PERLETAND tannkrem. HEILDSÖLUBIRGÐIR: /. MMrynjótfsson & Kvaran Hafnarfjörður Okkur vantar nú þegar afgreiðslumann fyrir Hafnarfjörð. Ðagblaðið VÍSIR Sími 1660. Húsgagnaverzlanir Heildsalar Sel til húsgagnaverzlana góð og vönduð hús- gögn frá Danmörku. Allar gerðir. — Sel til heild- sala mjög vandaða klappstóla. — Gerið svo vel og leitið tilboða. Guðni Ölafsson, Solvænget 1, Köbenhavn ö. éftir, sem þær ala á fefðalög- um um eyðimerkurrar og láti það ráðast, hvort þau lifi eða deyi. Flest þessara barna deyja, en í einstaka undan- tekningartilfellum kemur það fyrir, að dýr merkurinn- ar ala þau upp. Sjaldiiast ná þau þó fullum líkanilegum þroska. Glæru Plastik-kápumar komnar aftur.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.