Vísir - 21.09.1946, Blaðsíða 2

Vísir - 21.09.1946, Blaðsíða 2
2 VISJR Laugardaginn 21. september 1946 Mtíkwpum ma JJjarnarlíó fötjM'ga skis&mL Tjarnabíó sýnir um'þessar mundir enska mynd: „Flagð undir fögru skinni“ (Tlie Wicked Lady), sem er spennandi og viðburðarrík mynd, er gerist á 17. öld. — Aðalhlutverkin leika James Mason, Margaret Lockwood, Patricia Roc og Griffith Jones, og eru tvö hin fyrst- nefndu nú vinsælustu kvik- jnyndaleikarar í Bi’etlandi, enda afburðaleikarar. Mynd- in liefir verið sýnd i nokkra daga við mikla aðsókn og verður sýnd um belgina kl. 7—9. oftar en eiiti sinni. farelnarlí.orM isr Pietnregoei0 elíir ©. Iljsle Cjatnla J3ió Tenwsess&e Jíohats&M. Um helgina sýnir Gamla Bíó kvikmynd, sem heitir Tennessee Johnson. Þetla er söguleg mynd frá Ameríku. Efnið er um æviatriði mun- aðarleysingja, er að lokum varð forseti Bandarikjanna. Aðalhlutverkin eru leikin af ,Van Heflin, Lionel Barry- more og Ruth Hussey. tjj/a Si 'íó SíðsM'mars"’ nóit• Nýja Bíó sýnir um þessar mundir mynd, sem nefnd er j á íslenzku Síðsumarnótt' (State Fair). Þetta er falleg og skemmtileg mynd og tekin í eðlilegum litum. — Aðal- hlutverkin leika Dana And- rews, Vivian Blane, Dick Ilaymes, Jeanne Crain. Í.ÍÍ i h hnngunum frá HafnarstræÞ. 4. BEZT AÐ AUGLtSA IVÍSI Það er möguiegt, að á næstum árum verði ekki framleiddar eins margar kvikmyndir og gert hefir verið undanfarin ár. Þess vegna verða menn annað hvort að fækka ferðum sínum í kvikmvndahúsin eða iaalda þeim áfram og þá með þvi móti, að sjá hverja kvik- mynd oftar en einu sinni. Til eru þeir menn, sem eru svo sérvitrir að þeir vilja ekki horfa á kvikmynd oftar en einu sinni, þótt liún sé góð og aðrir neita jafnvel að sjá kvikmynd ef þeir frétta, að hún sé meira en ársgömul. Við skulum bera þessa heimsku okkar saman við álit okkar á öðrum listgreinum. Fólk, sem hefir áhuga fyrir tónlist, lokar ekki fyrir út- varpið, þegar tilkynnt ef, að næst verði leikin fimmta symfonía Beethovens ein- göngu vegna þess, að það hef- ir lilýtt á lónverkið áður? Og sá maður, sem lesið hefir einliverja skemmtilega bók, eins og t. d. Pickwick-sög- urnar eftir Dickens, les þær aftur og aftur, þótt hann liafi lesið þær áðuiv Ef hægt er að lesa góða bók tvisvar, hvei’s vegna er ekki liægt að liorfa á góða kvik- mynd tvisvar? Og hve oft sér fólk ekki sama leikritið oftar en einu sinni? Yfirleitl á mönnum ekki að vera á móti skapi að sjá góð- ar kvikmyndir tvisvar, en hinsvegar ef um lélegar er að ræða. Þá er Iieldur ekki hægt að lá þeim það. ^ Svo er eitt, sem taka verður með í reikninginn. Það er ekki hægt að dæma lcvik- myndina eftir upphaflegum vinsældum hennar. Aðsóknin : kann alveg eins að hafa staf- I . að af miklum auglýsingum fyrirfram og góðum leik. Á liverfanda hveli naut mikilla vinsælda fyrir nokkr- um árum, eingöngu vegna þess að fólki liafði verið tjáð, að þeir, sem sæu ekki þá kvikmynd, fvlgdust ekki með timanum. En hve margir okkar vildu ekki sjá þá kvikmynd aftur? Svo er önnur tegund kvik- mynda, sem Verða vinsælgr, — þær sem koma sér vel á hverjum tima. Einræðisherrann naul mik- illa vinsælda í Englandi, með- an Englerrdingar liðu þján- ingar vegna þess, að Hitler lét gera loftárásir á þá. Fólkið hafði ánægju af að hlæja að öllu, sem lýst var á skringi- legan liátt, í fari þess manns,; sem það hataði meira en sjálfan djöfulinn. Hinsvegar er vafasamt livort fólk hefði gaman af þeirri kvikmynd í dag, þó að Chaplin sé annars mjög skemmtilegur leikari. Að vísu mundu margir okkar vilja sjá Cliaplin leika aftur, en bara í einhverri annari kvikmynd. Önnur kvikmynd, sem fólk liafði mjög gaman af að sjá, var Sendiför til Moskva. Fólkið flykktist að kvik- myndahúsunúm til þess að sjá persónugerfinga Stalins og Churchills. Eg hygg,.að ekki sé tímabært að sýna þá mynd aftur. Nei, þær kvikmyndir, sem einhver tilbreyting er í að sjá, eittlivað sem fær fólkið til þess að gleyma daglega lífinu og öllu vafstri þess, eru tilvaldar til þess, að þær séu sýndar oftar en einu sinni. Sögulegar kvikmyndir sýna okkur á sinn liátt hvern- ig lifið var fyrr á timum. Þær bera með sér áhyggjur og vandræði fólks, er þá var við lýði á jörðinni, en sýna jafn- framt hve maðurinn hefir litið breytzt. Svona mætti lengi telja. Það hafa verið framleiddar kvikmyndir, bæði i Englandi og Bandarikjunum, sem eru sannkölluð listaverk, bæði hvað tækni og leiklist snertir. Einstakir leikarar, sem nú eru búnir að draga sig i hlé að mestu leyti, hafa getið sér ódauðlegan orðstir á þessu sviði. En liversvegna fær fólk ekki að kynnasÚ þeim listaverkum, sem þeir hafa átt þátt í að skapa? Það mætti í þvi sambandi nefna margar kvikmyndir bæði fyrr og sið- ar, sem sýndar liafa verið hvarvétna í heiminum og allsstaðar fengið lofsamlcga dóma. Ilvers vegna fær fólk ekki að sjá þær aftur, í stað- inn fyrir að bjóða því upp á kvikmyndir, sem það skap- raunar sjálfu sér með að Iiorfa á? — Því verða kvik- myndaframleiðendumir og þeir, sem mestu ráða í þeim málum, að svara. Krossgáta SKÝRINGAR: Lárétt: 1. Pesta, 7. dvali, 8. efni, 9. eldstæði, 11. veðurs, 12. ódrukkin, 14. dugur, 15. dýri, 17. riki, 19. lengdarmál, 21. veiðarfæri, 22. þrír bókstafir, 23. eftirtektin. Lóðrétt: 1. Hefð- arkona, 2. bírta, 3. eldfjall, 4. ýt, 5. verk, 6. fyrirgefningin, 10. ávöxtur, 11. á- kveðna, 13. ýf, 15. borg (útl.), 16. slæmi, 18. knýja, 20. atviks- orð. RÁÐNING Á KROSSGÁTU NR. 75: Lárétt: 1. Ivássa, 5. sóa, 8. arka, 9. slag, 10. par, 11. fló, 12. próf, 14. árs, 15. pilta, 18. un, 20. sót, 21. af, 22. nag, 24. nafni, 26. dula, 28. rann, 29. stækja, 30. Rón. Lóðrétt: 1. Kappsunds, 2. árar, 3. skróp, 4. S.A. 5. slóra, 6. óa, 7. agn, 9. sláttar, 13. fis, 16. lón; Í7. ofinn, 19. naut, 21. annó, 23. glæ, 25. far, 27. ak. SKÁK Tefld á Noi’ræna skákmótinu í Kaupm.höfn 4. ágúst 1946. 2. umferð: Hvítt: Björn Nielsen. Svart: Baldur Möller. Kóngsindversk vörn. 1. d2—d4 Rg8—f6 2. c2—c4 g7—g6 3. Rbl—c3 Bf8—g7 4. e2—e4 0—0 5. Rgl—f3 d7—d6 6. Bfl—e2 Rb8—d7 7. 0—0 e7—e5! Aðal-afbrygðið í kóngs- indverskri vörn. , 8. Hfl—el Óvenjulegur leikur, en vel boðlegur. Hvitt á hér að.allega þriggja kosta völ, sem allir verða að teljast nokkuð jafngóð- ir: 1) Að leika framhjá og tefla lokað tafl. 2) Að drepa á e5 og herja á d-línunni. 3) Að eftir- láta svörtu að drepa á d4, en halda áfram að styrkja kraftlínur mið- borðsins. 8. .... Rf6—h5 11. 12. 13. 14. 15. 16. 17. 18. 18. 19. 19. 20. 21. 22. 22. 23. 24. írá BARTELS. Veltusuncfi. Athyglisverður leikur. 9. Bcl—g5 Betra og sennilega að minnsta kosti ákveðn- ara áframhald væri 10. d4Xe5. 9..... f7—f6 10. Bg5—e3 Rh5—f4 11. Rc3—d5 Gagnslaus leikur, — til greina kom að visu Bfl, en bezt er 11. Bx.f4, sem gefur hvítu sterka stöðu, þó svart hafi vissulega 29. 30. 31. ýmsa möguleika á ják- teinum. .. .. Rf4xe2f Hel X é2 Rd7—b6 Rd5 X b6 a7 X b6 h2—h3 Bc8—e6 b2—b3 h7—h6 Ddl—d2 Kg8—h7 Hal—dl Dd8—e7 Átökin í miðtaflinu eru að byi’ja fyrir alvöru. Rf3—f2 Veikur leikur, — hvítt vei’ður að sækja á drottningarvængnum, bæði til þess að fá hrók- ana í virkan samleik, svo og til þess að halda andófinu. .... f6—f5 e4xf5 Bezt var nii f2—f i, úr því sem komið er, þó að það sé vissulega svörtu í hag, að fá taflið vel upprifið, hafandi bisk- upapai’ið. , .... g6xf5 Dd2—c2 Kh7—h8 d4 X e5 d6 X e5 Be3—d2 Nauðsynlegt var f2—f4. .... f5—f 4! Bd2—c3 Be6—f5 Dc2—b2 e5—e4 Eftir tvöföld uppskipti á g7, væri endataflið svörtu mjög í vil. Rh2—f3 Ila8—d8 Hdl Xd8 Hf8xd8 He2—d2 Ef R—e5, þá K—h7, svo hvítt á ekki allra kosta völ og reynir þvi að skipta upp. .... Hd8xd2 Rf3xd2 Kh8—h7! Ógnar e4—e3, sem er mjög truflandi. Kgl—fl ? e4—e3! Rd2—f3 Bf5—d3f Kfl—gl e3 X f2f Gefið. Björn Nielsen er núverandi Danmei’kui’meistari. Hann hlaút 5 vinninga í keppninni og varð nr. 9. Baldur Möller varð sem kunnugt er nr. 2—3 og fékk 6i/2 vinning. Óli Valdimarsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.