Vísir - 12.11.1946, Side 2

Vísir - 12.11.1946, Side 2
2 VlSIR Þriðjudagínn 12. nóvember 1946 Viðreisnin gengur fljótt og vel hjá Norðmönim Fyrir skömmu var máls- melandi Norðmaður, sem óskar þó ekki að láta nafns síns getið, á ferð hér. Tíðindamaður blaðsins hitti hann að máli og spurði frétta frá Noregi. Hvernig gengur endur- reisnarstarfið? Yfirleitt vel. Helztu vanda- málin eru erfiðar samgöngur, efniviðarskortur og vöntun á faglærðu fólki. Eru samgönguörðugleik- arnir sökum eyðilegginga á vegum og járnbrautum? Eyðileggingarnar eru ekki einu vandamálin. Flutnings- tækin eru orðin slitin og strandferðaskipunum liefir fækkað. Á hvaða vörutegundum er mestur skortur? Trjávörum og ýmsum heilbrigðisvörum. Trjávöru- skorturinn stafar af vinnu- aflsskorti. Æskulýðurinn hópast til bæjanna eins og í mörgum öðrum löndum. Feitmetisskammturinn er 50 g. á dag. Eru margar vörur skammt- aðar í Noregi? Föt eru skömmtuð. Við liöfum fengið nokkuð af enskum fataefnum en ekki nóg. Helztu matvörur, sem enn eru skammtaðar, eru mjólk, kjöt og feitmeti. Feit- metisskammturinn er heldur lítill eða 50 g. á dag. Af þess- uin 50 g. er aðeins mjög lílill hluti smjör, aðalhlutinn er smjörliki. Kaffi er skammtað en ekki te. Fiskur er ekki skammtaður og fiskveiðarn- ar hafa gengið vel. Norð- menn svelta ekki lengur, þótt matarmagnið mætti vera meira. Lúxusmatur er að vísu sjaldgæfur en góð á- vaxtauppskera hefir bætt mikið úr þeim skorti. Þótt sumarið væri rigningasamt varð mikil epla-, peru- og plómu-uppslcera. Á norskum veitingahúsum er engin matarskömmtun. Aftur á móti er kjöt, feiti og brauð skammtað á veitinga- húsum í Sviþjóð. Áfengissala er takmörkuð í Noregi, aðeins fáar tegund- ir eru á markaðinum og hver maður má ekki kaupa meira en tvær flöskur ó sama stað. Getur liann þá keypt aðrar tvær í næstu búð? Já, það gelur liann ef hann vill og ])að tryggir auðvitað þeim þorstlátu nægan svala- drykk: .■! Til hvaða landa selja Nórð- menn einkuin fisk «nú?.- ó Englands, Ítalíu og til bandamanna i Þýzkalandm Um tíma voru 450.000 Þjóðverjar í Noregi? Eru margir Þjóðverjar í Noregi enn? Nei, í flóttamannabúðun- um munu nú aðeins vera 1200 manns og þeir verða liráðum sendir heim. Auk þeirra eru Þjóðverjar, sem vinna að slæðingu tundur- dufla. Á stríðsárunum voru oft 450.000 Þjóðverjar í Noregi, sem við urðum að fæða, þar af 70—-80.000 'í Osló einni. Eru líkindi til að Norð- menn geti gleymt eða fyrir- gefið Þjóðverjum aðfarir þeirra á stríðsárunum? Því er erfitt að svara. Þó veitti eg því eftirtekt fyrir skömmu, að norska stúd- entasambandið lét þá skoðun i ljós, að nauðsynlegt væri að liefja samvinnu við lýðræðis- öfl í Þýzkalandi. Var norskur æskulýður ekki lialdinn útflytjendaþrá þegar stríðinu lauk? Jú, um tíma ráðgerðu margir að flytja úr landi en eg held að flestir séu hættir við að flytja úr landi fyrir fullt og allt. Á liinn bóginn eru talsvert margir Norð- menn i Svíþjóð og Danmörku um þessar mundir og stunda þeir ýmiskonar vinnu í þess- um löndum. Hreinsunin gengur vel. Er hreinsunin vel á veg komin? Það tel eg tvímælalaust, en landhreinsun eins og sú, sem gera þurfti í Noregi hlýtur að taka tíma og henni verður ekki lokið'fvrr en 1917. Hvernig er stjórnmála- ástandið? Allt er rólegt. Verkamanna- flokkurinn hefur lireinan meirihluta i Stórþinginu og aJla ráðherrana í ríkisstjórn- inni. íbúatalan kringum 3 nrilljónir. Fækkaði fólkinu á stíðsár- unum ? Nei, og nú fjölgar því ört. Margir liafa beðið með að livongast þangað til stríðinu lauk. Nú giftist fólk og eign- ast börn sem aldrei fyrr. — íbúatalan mun nú vera um 3 millj. Hefir siðferðinu lirakað? Það held eg ekki. Mér finnst nútímaæskan hugsa eðlilegar og líta heilbrigðari augum á lífið en sú kynslóð, sem nú er roskin orðin, gerði. Stúlkur ráða sig í vist til að fá húsnæði? Er erfitt að fá ungar stúlk- :ur í vist? Um tima var það mjög erfitt, en það liefir lagazt. Ungu stúlkurnar ráða sig í vist til þess að fá húánæði. Er mikill liúsnæðisskort- ur? Já, og það er að vonum. A stríðsárunum voru engin íbúðarliús byggð og Þjóð- verjar tóku margar bygging- ar, sem auðvitað vpru i mis- jafnlega góðu ástandi, þegar þeir skiluðu þeim. Þessi ár reyna mjög á dugnað og hugvilssemi kverinanna, þær verða að vera snillingar í að bæta og stoppa, ef þær og þjónustu- menn þeirra eiga að vera sæmilega til fara. Ullarsokka er t. d. ómögulegt að fá. Sam- kvæmiskjólar eru að kalla ófáanlegir svo dömurnar verða oft að búa sér til sam- kvæmiskjóla úr tveim mis- litum efnum. Hversu langur er vinnu- tími yfirleitt í Noregi? Á flestum skrifstofum er unnið frá 9—4 að frádregn- um hálftíma til árbíts. Mið- degisverður er víðast snædd- ur milli kl. 4 og 5 og er það fyrr en í Reylcjavík og Kaup- manriahöfn. Sumarleyfi eru venjulega þrjár vikur. Börn- in hafa frí frá 24. júni til 18. ágúst, auk þrriggja vikna jólaleyfis og 1% viku páska- leyfis. Hefir útbreiðsla landmáls- ins aukizt? Það Iield eg ekki. Lands- málið er jafn rétthátt og rík- ismálið og allir stúdentar verða t. d. að geta skrifað stil á landsmáli. Hvernig er afslaða Norð- manna gagnvart hinum Norðurlandaþjóðunum ? íslendingar eru a. m. k. mjög vinsælir í Noregi, en okkur þykir leitt, að þið skul- ið elvki hafa sendiráð í Osló. Eru Norðmenn yfirleitt bjartsýnir? Eg held, að þjóðin sé á- kveðin í að skapa sér eins hamingjusama frariitíð og kostur er á. réttapistlarfráAknreyrí Nýbyggingarráð heíir aflað tilboðs í Bretlandi um annan togara fyrir Ak- ureyrarbæ, af sömu gerð og þann, sem bænum heb ir áður verið úthlutað. Samþykkti bæjarstjórn með 8:2 atkvæðum að taka tilboðinu, þó að því tilskildu, að bærinn nyti eigi verri kjara um lán og verð en aðr- ir kaupstaðir, er úthlutað hefir verið togurum á vegum ráðsins. Knattspyrnumót. Haustmóti Akureyrar í knattspyrnu er nýlokið. Kepptu félögin K. A. og Þór í 4 flokkum, og sigraði K. A. í þeim öllum. I meistaraflokki vann K.A. með 4:2 mörkum, í I. fl. með 4:2, í II. fl. með 3:1 og í III. fl. með 6:0. Vetr- arstarfsemi íþróttafélaganna í fimleikum, knattleikum og badminton er núú að hefjast með góðri þátttöku. Sérstak- lega fer þátttaka í badminton mjög vaxandi. Umferðarmál. Bifreiðaeign Akureyringa eykst mjög óðfluga á þessu ári, og befir verið skipuð nefnd í umferðarmálin, er skilaði áliti fyrir nokkru. Lagði hún m. a. til, að ein- stefnuakstur yrði fvrirskip- aður um fleiri götur en verið hefir, Ijósa- og símastaurar færðir til á hættulegum horn- um o. s. frv., og er nú þegar farið að framkvæma ýmsar þessar tillögur. Þrátt fyrir þröngar götur, mörg hættu- leg horn og sivaxandi bila- og bifhjólamergð, eru umferðar- slys sjaldgæf hér í bæ og ná- grenni. Tvö slys hafa orðið hér í sumar, af því að börn hafa hlaupið fyrir bíla. Lær- brotnaði drengur í öðru þeirra, en barn handleggs- brotnaði í liinu. Gamall Akureyringur heiðraður. Steingrimur læknir Matt- Iiíasson kom Iiingað fyrir nokkrum dögum en liafði svo stutta viðdvöl, að margt gainalla vina hans gat ekki hitt hann. Nokkrir þeirra efndu þó til fagnaðar með honum að Hótel IŒA, og stjórnaði Sigurður Guð- mundsson skólameistari hóf- inu. Tóku þar margir til máls, þ. á m. forseti bæjarstjórnar, er las heiðursgestinum þakk- arávarp frá bæjarstjórn fyrir störf hans fyrr og siðar í þágu bæjarins og tilkynnti honum fyrirliugaða gjöf frá bænum, sem vera ætti mál- verk af Akureyri. Steingrim- ur læknir naut hér mikilla vinsælda, og myridu flestir Akureyringar kjósa, að hann ætti eftir að hverfa heim aft- ur og setjast að á meðal þeirx-a. Samið um sölu Tunnuverksmiðjunnar. T unnuverksmiðjustj órn rikisins liefir boðizt til að kaupa tunnuverksmiðju bæj- arins fyrir 140 þúsund lcrón- ur, og hefir Aliiireyrarbær gengið að tilboðinu, þó með skilyrði varðandi greiðslu- skilmála. Krossanesverksmiðjan keypí. Eins og áður liefir verið getið um í blöðum barst Ak- ureyrarbæ i haust tilboð um kaup á Krossanesverksmiðj- unni, sem talið var bænum liagstætt. Ilefir bæjarstjórn nýlega samþykkt uppkast að kaupsamningi að verksmiðj- unni. Innifalið i sölutilboðinu er land jarðarinnar Syðra- Krossanes, en að því hefir Glæsibæjarhreppur forkaups- rétt. Noti hann ekki forkaups- réttinn, verða Akureyrarbæ kaup þessi enn liappasælli. Viðbótarvirkjun Laxár. Bæjarstjórn og Rafveitu- nefnd Akureyrar liafa sam- þykkt kostnaðaráætlun uin viðbótarvirkjun Laxár, sem verkf ræðingarni r Eiríkur Briem og Sig. Thoroddsen hafa gert. Er viðbótin áætluð 9500 hestöfl og kostnaður við að koma henni í framkvæmd 11.6 millj. krónur. Rafmagns- ekla er þegar orðin nokkur í bænum, svo að ekki hefir þott fært að lofa rafhitun í ný- byggingar, fyrr en nývirkj- unin er upp konu'n, en ný- byggingar í bænum bafa aldrei verið fleiri en nú. þingið sett 19. þing Alþýðusambands Islands var sett í fyrradag í samkomusal Mjólkurstöðvar- innar. Um 250 fulltrúar sitja þingið frá yfir 100 félögum. Forseti sambandsins, Her- mann Guðmundsson setti þingið með ræðu og minntist m.a. á tvo félaga sem látist liöfðu á milli þinga, þau Laufey Valdimarsdóttir og Sigurður Jóhannsson skip- stjóri, sem fórst með Borgey. Síðan fluttu tveir hinna erlendu gesta þingsins, sem komnir eru, þeir Alfred Skar frá Noregi og Albin Lind frá Svíþjóð ávörp og kveðjur landa sinna. Voru þær svo lesnar i þýðingu Hendriks Ottossonar að þeini fluttum. Síðan ávörpuðu gestir þings- ins þingheim, Ottó N. Þor- láksson fyrsti forseti Alþýðu- sambandsins, Guðjón B. Baldvinsson fyrir hönd F.S. R.B. og Lúthcr Grímsson fyr- ir Farmanna og fiskimanna sambands Islands og Sigurð- ur Guðgeirsson fyrir Iðn- nema sambandið. Forseti þingsins var kjör- inn Þóroddur Guðmundsson frá Siglufirði með 131 at- kvæði. Hannebal Valdimars- son alþingismaður fékk 84 atkvæði. Vara-forsetar voru kjörnir þeir Guðgeir Jónsson og Steingrímur Aðalsteins- son. Loks var kjörið í fasta nefndir. í gær var svo til umræðu skýrslur stjórnarinnar. Var líka skipuð nefnd til að rann- saka brottrekstur Verka- kvennafélagsins Framsókn úr sambandinu. BEZT AÐ AUGLYSAIVISI Stúlka vön kápusaum, óskast á verkslæði; einnig önnur, sem getúr saúmáð kápur héima. Uþpl. í síriia 5561.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.