Vísir - 14.11.1946, Blaðsíða 3

Vísir - 14.11.1946, Blaðsíða 3
Fimmtudaginn 14. nóvember 1946 VlSIR 3 Flðlutónleikar Wandy Tworek vöktu geysilega hrifningu. Síðustu hljóm- leikar á sunnud. Fiðlusnillingurinn Wandy Tvvorek hélt í gær annan fiðlukonsert sinn í Gamla Bíó. Flutti hann þá verk eftir Hándel, Chopin og Brahms. Þessi konsert var, ef það var mögulegt, kannske ennþá meir lirifandi en sá fyrri. Fiðluleikur Tworek er stór- kostlegur og haldást hjá honum í liendur bæði músik og tækni. Sérstaka athygli vakti flutningur lians á fiðlukon- sert i D-dúr op. 77 eftir Bralims. Þetta var líklega fyrsla uppfærsla á þessu verki hér í Reykjavik og er stórmerkur tónlistarviðburð- ur, að fá verkið flutt mcð þeirri afburða snilli, sem Tvvorek sýndi. í flutningi verksins niinriti liann helzl á franska snillinginn Soeten, er hann kynnti D-dúr íiðlu- sónötu eftir Cæsar Franek Uér. Estlier Vagning annaðist undirleik og leysti það vanda- sama verk af hendi með mik- illi prýði auk þess, sem hún lék einleik í nokkurum verk- um eftir Cliopin. á'egna þess að bér er um að ræða stórkostlegan fiðlu- snilling, sem allt músikelsk- andi fóllc ætti að ldusta á, var það því einkennilegra að sjá að konsertinn var illa sóttur. Manni varð á að spyrja hvar er þetla „musik-pu- blikum“, sem Revkjavik stát- ar mest af ? Um sama leyti og þessi snillingur leikur verk meistaranna fyrir bálfu húsi, flykkist fólk lil þess að hlusta á jasshljómsveit. Wandy Tworek er á förum aftur, en hann mun lialda síðustu Idjómleika sína á sunnudaginn klukkan 3 i Gamla bíó. Þá gefst þeim, er unna góðri bljómlist, í siðasta skipti tækifæri til þess að ldusta á hann. Bifreið til sölu Chryslcr bifreif >, eldra módel i góðu la gi er til sölu nú þegar. Nánari uppl. í verzl- uninni bjá b. f. Ræsi. Góða stúlku vantar í eldhús Land- spítalans. — Sérlierbergi getur fylgt. —Uppl. gefur matráðskonan. SCnattspyrnufélagið FRAM heldur sína árlegu hlutaveltu næst- komandi sunnudag. Hver hefir efm á að láta sig vanta á stórfenglegustu hlutaveltu ársins? — Hlutaveltunefnd FRAM. Stúlka hverfur. Siðastl. þriðjudag livarf dönsk stúlka úr húsi hér í bænum og hefir ekkert, lil hennar spurzt siðan. Stúlka þessi er luttugu og tveggja ára gömul, með dökk- jarpt hár, hvítleil i andliti, með gleraugu. Hefir hún ver- ið veikluð á geðsmunum og er þvi óttast um hana. Eru þeir, sem verða stúlkunnar varir, beðnir að láta lögreglu- varðstofuna vita af því. Innbrot. í nótt var brotizt inn í Seglagerðina Ægi upp af Æg- isgarði. Var gluggarúða brotin á vesturhlið liússins og farið þar inn. Um 100 kr. í pening- um var stolið, en lílið annað var þar inni, sem hægt var að komasl út með. Angliu-fundur. Stjórn féiagsins Anglia hefir tilkynnt, að félagið muni hefja vetrarstarfsemi sína með samkomu í Tjarn- arcafé fimmtudagskvöldið 21. nóvember kl. 8.45. Þá mun Mr. I\. M. Willev, B. A. flytja fyrirlestur. Síð- an verða ýms skemmtiatriði og dansað lil kl. 1 eftir mið- nætti. Mun félagið eins og áður miða að því að efla vináttu og félagslyndi milli fslend- inga og Engil-Saxa, og þátt- taka í starfsemi Anglia cr ein- stætt tækifæri, til þess að ná þessu marki. 12. desember mun verða baidið sérslakt hóf i tilefni af 25. velrarstarfsemi félags- ins. Stúlhsa _ v Ú. ÍAÍ^fi t 5 óskast tiluað.gera hreint. a.nvH »'hnr ianfólflálaýélafii Vwiur Kvöldvaka í Sjálfstæðishúsinu i kvöld kl. 9 e.h. Ræður flytja þeir Ingólfur Jónsson alþm. og Eiríkur Einarsson, alþm. Einsöngur: Sigurður Ólafsson, söngvan. Islenzk kvikmynd í eðlilegum litum, sýnd af Vigfúsi Sigurgeirssyni, ljósmyndara. Einsöngur: Jóhanna Ragnarsdóttn, 14 ára. Gamanvisur: Lárus Ingólfsson, leikan. Að lokum verður stiginn dans. Aðgöngumiðar kosta kr. 10,00 og eru seldir í 'skrifstofu félagsins í Sjálfstæðis- Oii hÚSinU. p, .íly.ii -ix é! Skemmtinefnd Varðar. *j 'iíuMoqfi ’íuíiíh. íiþ.í t ,8Í>íii :. iilfj ova ;.:o Scejat^féttif I.O.O.F. 5 =; 12811138 Ví = . í : . . - ' V * r 318. dagur ársins. Næturlæknir er í Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Bifröst, sími 1508. Veðurspá fyrir Reykjavik og nágrenni: A átt, sums staðar allhvass, rign- ing eða slydda. Söfnin í dag. Landsbókasafnið er opið frá kl. 10—12 árd., 1—7 og 8—10 síðd. Þjóðskjalasafnið er opið frá kl. 2—7 siðd. Þjóðminjasafnið er opið frá kl. 1—3 siðdegis. Náttúrugripasafnið er opið frá kl. 2—3 síðd. Bæjarbókasafnið i Reykjavik er opið milli 10—12 árd. og 1— 10 síðd. Útlán milli kl. 2—10 síðd. Ilafnarfjarðarbókasafn i Flens- borgarskólanum er opið milli 4 —7 og 8—9 siðd. Ileimsóknartími sjúkrahúsanna: Landspítalinn kl. 3—4 síðd. Hvitabandið lcl. 3—4 og 0,30—7. Landakotsspítaii kl. 3—5 síðd. Sólheimar kl. 3—4,30 og 7—8. Gestir í bænum. Hótel Vik: Jónas Björnsson skrifstofustjóri, Siglufirði, Ing- ólfur Hallgrimsson kaupmaður, liskifirði. Jóhannes Sigfússon út- gerðarmaður, Vestmannaeyjum. Mathías Ágústsson bifreiðar- stjóri, Siglufirði, Jóliannes Jós- efsson bifreiðarstjórí, Siglufirði. Tundurdufl var nýlega gert óvirkt á Evr- arbakka. Var l>að i fjörunni fyrir neðan kaupstaðinn og stafaði nokkur hætta af þvi. Árni Sigur- jónsson frá Vík gerði duflið óvirkt. Fimmtug er í dag frú Elin Jónasdóttir, Vésturgötu 08. Skipafréttir. Brúarfoss er á leið til Rvíkur frá Kaupmannahöfn. Lagarfoss er i Gautaborg. Selfoss er í Leith. Fjallfoss er á leið íil Rvíkur frá i Hull. Reykjafoss er á Siglufirði. j Salnion Knot er á leið til New York frá Rvik. True lvnot er á j leið lil Rvíkur frá Halifax. Becket ; Hitch lileður í New York síðari I hluta nóvember. Anne er á ieið | tíi Kaupm.hafnar og Gautaborgar. Lech kom til Patreksfjarðar í gær. Horsa fór frá Seyðisfirði i gær til Lcitli. Lublin lileður í Antwerpen um miðjan nóvember. Hjúskapur. í dag verðá igcfin saman af sira Jóni Thorarensen, ungfrú Arndis Þorvaldsdóttir, Grundar- stig 2 og Haukur Benediktsson bankaritari. Heimili ungu lijón- anna verður á ísafirði. Útvarpið í kvöld. 18.25 Yeðurfregnir. 18.30 Dönsku- kennsla, 1. fl. 19.00 Enskukennsla, 2. fl. 19.25 Þingfréttir. 19.35 Lesin dagsltrá næstu viku. 20.20 Útvarps hljómsveitin (Þórarinn Guð- mundsson stjórnar): a) Lög úr „Meyjaskemmunni" eftir Schu- bert. b) Forleikur að óperunni „Rakarinn i Scvilia“ eftir Ross- ini. c) „Draumsjónir“ eftir Sclni- mann. 20.45 Lestur fornrita: Þætt- ir úr Sturlungu (Helgi Hjörvar). 21.15 Dagslcrá kvenna (Kven- réttíndafélag íslands): Erindi: Um Selmu Lagerlöf (fröken Tnga L, Lárusdóttir). 2140 Frá útlönd- um (Axel Tliorsteinson). 22.00 Fréttir. Létt lög (plötur). UnAAcfáta hk 36S Skýringar: Lárétt: 1 Ofviðri, 3 þyngd- areining, 5 á hnakk, 6 eyða, 7 fjall, 8 réttur, 9 liljóð, 10 fljót, 12 rykagnir, 13 eldslæði, 14 tunna, 15 látinn, 16 rödd. Lóðrétt: 1 Dreif, 2 atv.o., 3 söngfélag, 4 tala, 5 böfuð- borg, 6 mylsna, 8 fljót, 9 elskar, 11 mörg, 12 umdæmi, 11 fisk. Lausn á krossgátu nr. 367: Lárétt: 1 Flá, 3 óm, 5 trú, 6 æfa, 7 rá, 8 æður, 9 ota, 10 Móri, 12 ei, 13 arf, 1 1 rið, 15 Na, 16 lár. Lóðrétt: 1 Frá, 2 lú, 3 ófu, 1 markið, 5 Truman, 6 æða, 8 æti, 9 orf, 11 óra, 12 eir, 14 rá. Ný húsgögn til sölu Sófi, 1 stóll og borS, sérstaklega hentugt í for- stofu, eða einkaherbergi, selst með innkaupsverði af sérstökum ástæðum. — Ttl sýnts í dag kl. 4—7 á Vitastíg 3. Okkur vantar Tvær stúlkur í eldhús. Herbergi fylgir. u. tUt fííUTHll^ 'aÍ/'I " ° > - 1 ' • f Hótelið á flugvellinum. i Oi.d.i Tí:X 6;: iit •;>:(! .n oíai '.íáiOl :>.»>>: <3- n <

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.