Vísir - 07.01.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 07.01.1947, Blaðsíða 7
Þriðjudaginn 7. janúar 1947 V 1 S I R 7, Merkra manna getið. Framh. af 2. síðu. var stofnað hér 1904, réðsl Eyjólfur forstjóri þess, en Stefán hafði þá um nokkur ár rekið verzlun, sem um það leyti var orðin allmikið fyrir- tæki. Hafði liann þá og gert tilraunir með þilskipaútgerð, en þær mistekizt. En um þetta leyti er mótorbátaöldin að hefjast. Brá Stefán þá þeg- ar við og varð manna fyrstur til þess að reyna þá ný- breytni. Fyrst fékk liann hingað litla mótorbáta frá Dan-verksmiðjunni í Frede- rikssund vorið 1904. Þar liitti Iiann islenzkan mann, Jóhann Hansson að nafni, sém starf- aði hjá verksmiðjunni og færði í tal við hann að koma til Seyðisfjarðar, — hér myndu verða nóg verkefni fyrir hann. Kom Jóhann svo hingað næsta vor, en þá var Stefán búinn að koma upp bátasmíðastöð, í félagi við tvo dugnaðarmenn aðra, þá Sigurð Jónsson kaupmann og Friðrik heitinn Gíslason úrsmið og „þúsund-þjala- smið“, hagasta og verk- Iiyggnasta manninri, sem Seyðisfjörður hefir átt. Var þá þegar búið að byggja eitt- hvað af bátum, t. d. „Lagar- f]jótsorminn“ — bát 'sem ætlaður var til ferða á Lag- arfljóti. Hafði Friðrik brugð- ið sér snöggvast utan lil að kynna sér bátásmiði — og byggði siðan bátana, sem þóttu-hin beztu skip. — En Jóliann setti svo í þá vélarn- ar. Hann fór að visu utan aftur, en settist að á Sevðis- firði vorið 1906, kom sér upp hinni prýðilegustu vélaverk- smiSju, sem hann hefir rek- ið síðair og endmbætt og hefir reynzt Seyðisfirði liinn þarfasti maður. Stefán stóð í öllu. Það fór svo, að líkt varð uín Stefán Jónsson og Otto Wathne að mörgu leyti, — Slefán átti allstaðar ítök, eins og sagt var um Wathne og „hann gal ekki hugsað nema i þúsundum“, eins og sagt var um Wathne. Hann hafði trú á vélbátaútgerðinni og lrvatti menn til þess að út- vega sér þessa báta, það er að segja, hann útvegaði þá, eða lijálpaði mönnum til þess og studdi þá síðan með ráð- um og dáð. Stóð sú útgerð með nliklum blóma i nokkur ár, og var ekki annað 4iægt að segja, en að þá"væri enn lif og fjör og mikið um að vera á SeyðisfirðiT því að um eilt skeið voru héðan gerðir éit um 50 mótorbátar. Það var svo önnur saga, og saga sem Stefán gat ekki haft áhrif á, að þessi útvegur íór i kalda kol. Um svipað leyti og mótor- bátaútgerðin hófst liér, eða jafnyel, ppkkuru fypVnfflUi erlendir fogarar að verijá komur sínar hingað til þess að kaupa kol og selja þá jafn- framt nokkuð af afla sínum. Það var einnig Stefán, Jóns- son, sem varð til þess, að koma þessu i kring. IJann fékk i félag með sér tvo liina sömu menn, sem með honum stóðu að bátasmíðastöðinni, til þess að koma upp kolh- vcrzlun og' standa að fisk- kaupunum af himmi erléndu togurum. Þelta var mikil hagnaðarverzlun, en hún var eyðilögð með fiskveiðalög- gjöfinni 1921, sem bannaði fiskkaup af erlendum togur- um. Og mikla atvinnu skap- aði þetta einnig hér í kaup- staðnum, sem ekki varð bætt, þegar þessi atvinnu- rekstur var úr sögunni. Friðrik Gíslason. Hér hefir aðeins verið laus- lega drepið á nokkuð af al- höfnum Stefáns. Athafna- timi hans náði yfir röska tvo áratugi, og þó að ekki liggi slik sýnileg verksummerki eftir hann, sem Otlo Wathne, ]>á mun hans- lengi verða minnzt hér um slóðir. Hann andaðist liinn 7. apríl 1937. Ur þvj að eg minnlist á Friðrik Gíslason, verður að segja nokkur frekari deili á honum, því að hann var á sinni tið einri merkasti borg- ari kaupstaðarins. Ilann var fæddur að Ilólsliúsumi Húsa- vík (eystra) 2. júlj 1873, son- ur.Gisla Jónssonar gullsmiðs og snikkara, liálfbróðir síra Jóns Bjarnasonar j Winni- ])eg. Til Seyðisfjarðar flutt- ist hann með foreldrum sin- um 1878. Ungur nam hann úrsmiði hjá Stefáni Th. Jóns- syni en fór siðan utan, sér til menntunar. Að vísu slundaði hann úr- smiði, eftir að hann varð fulltíða maður, en hann fékkst einnig við ýmisleg störf önnur og var jafnan til fenginn ef hér bar ein- hvern vanda að höndum í verklegum efnum. Því að svo hagsýnn var Iiann og verk- liygginn, að einsdæmi þóttu. Skal cg hér aðeins drepa á eitt viðfangsefni lians, sem han leysti með slíkri prýði, að lengi verður í minnum haft hér. Vatnsveitan. Skömmu eftir aldamótin var farið að ræða um ])að, að leggja vatnsveilu fyrir bæinn og til fenginn verkfræðingur frá Reykjavik, að gera upp- drátt og áætlun um vatns- veitu á Fjarðaröldu og miðja vegu út að Búðareyri. Verkið var boðið út eflir uppdrætti verkfræðingsins og gérði Friðrik Gíslason tilboð. Var tilboð hans lægst, þeirra sem bárust, eða læp 9 þús- und krónur, og sem svaraði þriðjungi á við liæsta tilboð- ið og því tekið. Afhenti Frið- rik bæjarstjórninni vei-kið hinn 3. des. 1903, og var þá álitið að það væri ágætlega af hendi leyst. Þess má svo geta um þetta vcrk, að aðal- æðarnar hafa aldrei bilað og eru enn eins og Friðrik gekk frá þeim í jörðinni fyrir röskum 42 árum. Þetta er að- eins eitl dæmi um vinnubrögð lnins, sem eg verð að láta nægja. Friðrik andaðist hinn 23. des. 1907. Það varð hlé á athöfnum og’ hljótt um sinn, þegar Otto Wathne féll frá. Það varð einnig hljótt hér á Seyðis- firði, þegar Stefán Th. Jóns- son hætti sínum mikla at- vinnurekstri og lilé varð ])á um leið á athöfnum lika og miklujengra en j liinu fvrra tilfelli. Mér liggur við að halda, að það hlé standi yfir enn, þó að þvj verði hinsveg- ar ekki neitað, að ýmislegt hafi verið gert sé til dundurs. T. L. Insland. Eg sé ])að eftir á, að mér hefir láðst að geta hér licið- ursmanns, sem ekki má gleymast. Sennilega er það vcgna þess að hann lét jafn- an lítið vfir sér. Þctla var T. L. Imsland, norskur mað- ur, sem hingað Jcom með nótalag snemma á síldarár- unum. Ilann fór sér hægt en hontim vegnaði vel. Siðar kevpti Iiann útgerð þeirra Köhlers & Co. og rak hana með sínu fyrirtæki. Þá hafði hann stofnað verzlun norðan fjarðar, utan við Fjarðar- öldu. Árið 1890 fékk hann í félag við sig Th. S. Falk i Stavangri. Var svo epn stund- uð síldveiði, en þegar sú veiði brást með öllu (96) var fvr- irtækinu breytt j þorskvéiða- útgerð. Yeitt var með linu- veiða-eimskipum. Auk ]iess stundaði Imsland lýsis- bræðslu. Hann byggði sér hús á Fjarðaröldu en Lars sonur lians, sem verzluninni stjórnaði byggði hús sunnan Fjarðarár. Yar Imsland gamli (en svo var Iiann jafn- an kallaður) fádæma vand- aður maður. Hann hafði ekki liatt, en hans verður minnzl meðal merkustu borgara kaupslaðarins. Th. Á. hafnarfjOrður Blaðið vantar mann til að annast af- greiðslu þess í Hafnarfirði, nú þegar. Talið við afgreiðsluna í Rvík . Símil660. ÐAGBLAÐIÐ VÍSIB Hver myrti Estelle Carey? Morðið, sem lyfti blæjunni af „Samlaginu“ í Chicago. morð að ræða, afsannar það ekki að glæpafélagsskapur hafi verið að vcrki. Þeir gætu með þessu hafa ætlað að py-nda fórnardýr sitt til sagna eða því um líkt, eða- ein- ungis hagað þessu ])annig til að gera morðið sem við- vauingslegt og til að blekkja lögregluna. Eldurinn gat komið heim vjð allar tilgáturnar, sem komið hafa frám um orsök morðsins, nema eina — að hér hafi verið að ræða um innbrot. Innbrotsþjófur, sem hefði franrið morð, sem hann alls ekki hafði ællað sér, gæti í flaustri hafa skvett eldfima efninu aðeins á fatnað Estelle við tilraun sína til að eyðileggja öll sönnunargögn, en það sem á móti þessu mælir er, að venjulegur innbrotsþjófur hefði aldrei borið á sér flösku fulla áf eldfimu efni. I íbúðinni fannst áletruð mynd af hermanni nokkrum og einnig nokkur ástarbréf frá sama mannir Hann var sjálfur giftur og í bréfunum talaði hann mikið um skiln- aðarmál sitt, •sem þá stóð yfir. Maður þessi hafði verið yfir])jónn á hóteli í Chigaco áður en hann var kallaður í hcrinn og kona hans hafði unnið sem „26-stúIka“ í Colony-klúbbnum undir stjórn Estelle. Einnig fundust heimilisföng og símanúmer nókkurra manna og þar á meðal vel þekksts kaupsýslumanns, Earl M. Weymer að nafni. Lögreglan komst að því að Weymer þessi hafði verið „mikill vinur“ Estelle og tók hann þcss vegna til yl'irheyrslu. Hann kvaðst; liafa þekkt Estelle um nokkurra ára skeið. Nýlega hafði hann hitt hana í Florida en þau höfðu ekki farið þangað saman. Síðast hafði hann borðað miðdegisvcrð með henni sunnudagskvöldið tveim- ur dögum áður en hún var myrt. Weymer kvaðst ekki hafa tekið eftir neinu óvenjulegú i fari hennar þetta kvöld. Ef lil vill er bezt að ségja ævisögu Estellc í stuttu máli áður en við höldum lengra. 111. Estclle var þrjátíu og fjögra ára gömúl þegar hún var myrt. Hún var fædd i Chicago. Faðir hennar dó þegar hún var tveggja ára gömul, og eftir það ólst hún upp á munaðarleysingjaheimili, unz móðir hennar gil’tist öðru sinni árið 1916. Síðan bjó hún hjá móður sinni og stjúp- föður og tók upp ættarnafn hans (hennar eigin föðurnafn var Smith). Arið 1930 fór hún að heimaii til að sjá fyrir sér sjálf. Þegar móðir hennar frétti um afdrif hennar, sagði hún: „Hún var skapstór. Hún vildi ekki búa í litlu íbúðinni okkar. En hún var góð stúlká.“ Estelle varð að vinna sig áfram í Chicago. Húp vann scm þjónustustúlka á ýmsum veitingahúsum, unz liún kynntist Nick Dean, sem síðar varð æðsti foringi Sam- lagsins. llið rétta nafn hans var Nick Circella, og frá áririu 1916 hafði hann stöðugt verið viðriðinn glæpi, smærri og stærri. Um það leyti, sem liann kynntist Eslclle, tólf árum áður en hún var myrt, var hann orðinn mjög hátt séttur hjá Sainlaginu. Ríkislögreglan hafði þá nýlega haft hendur í hári A1 Capones og lengið hann dæmdan fyrir skattsvik. Eftir það liækkaði Niclc Dean í tigninni í Samlaginu og Estelle hækkaði með honum. Áður en langt um leið stjórn- aði hún 26-leik í Yacht-klúbbnum, sem var einn af dýr- ustu og skrautlegustu næturklúbbunum í Chicago. Sagt var, að Niek Dean 'væri einn af helztu eigendum Yacht-klúbbs- ins, en það er eitt af mörgu í þessu máli, sem ekki var hægt ,að sanna. Þetta var nýr heimur fyrir Estelle og hún hækkaði brátt í tign. Þegar Colony-klúbburinn var opnaður 1938 fékk luin atvinnu þar. Um tinia var Colony-klúbburinn dýr- asti og skrautlegasti næturklúbburinn í Cliicago. Almennt var sagt, að Nick Dean væri eigandi Colony-klúbbsins, en árið 1940 neitaði hann því og skýrði lögreglunni svo frá, að bróðir lians, August, væri eigandi klúbbsins, ásamt Henry Goldstone. Estelle byrjaði þarna sem „26-stulka“, og innan skamms stjórnaði hún sex öðrum „26-slúlkum“, sem unnu í klúbbnum, og hafði 500 dollara eða meira í laun á viku. IV. Eins og áður er sagt hafði Nick Dean verið viðriðinn alls konar glæpamál síðan árið 1916. Hvenær hann fór að verða áhrifamaður í Samlaginu er ekki vitað nákvæm- lega, en árið 1924 var hann ákærður fyrir rán og liefir þá ekki ennþá verið hátt setlur þar. En árið 1927 hafði. ihpuum vaxið fisl<.uimim hrygg og réðist um'það leýti i stórfyrirtæki, sem hann átti el'tir að græða milljónir á, en sem varð homuu. þó að íótakefli að lokmri. Fyrirtie^U’

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.