Vísir - 23.05.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 23.05.1947, Blaðsíða 4
 V I S I R Föstudaginn 23. maí 1947 VÍSIR DAGBLAÐ Gtgefandi: BLAÐAGTGÁFAN VISIR H/F Ritstjórar: Kristján Guðlaugæon, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Eignakönnunin. TPrumvarp stjórnarinnar um eignakönnun er nú komið fram fyrir nokkuru, svo að almenningi hefir gefizt aiokkur kostur á að kynnast efni þess og innihaldi af frá- :si)gn blaða og útvarps. Frumvarpið hefir verið lengi á döf- inni, því að stjórnarflokkarnir sömdu um það í upþhafi að láta fara fram cignakönnun í landinu, og mikið hefir verið rætt um jiað síðan. Er óhætt að segja, að almenn- ingur hafi kviðið fyrir því að sjá frumvarpið, óttazt efni þess og ákvæði. Hefir og verið alið á þcim kvíðá af flokki manna, en síðan frumvarpið er fram komið og menn hafa getað kynnt sér það, hefir þessi ótti hjaðnáð til mikilla muna og álmenningur hefir'Varpað öndinni létlara. Kommúnistar hafa frá öndverðu verið andvígir ríkis- stjórninhi og reynt að gera henni allt til ógagns, sem þeir mega. Þeir sögðu að vísu á þingi í febrúar-byrjun, dag- inn, sem þessi ríkisstjórn var kynnt á Alþingi, að afstaða 'sín mundi fara eftir málum, en síðan liafa jjeir sýnt í hverju máli, að það var aðeins tilbúningur og aumleg af- sökun. I hverju máli hefir það eitt ráðið, að gera stjórn- inni eins erfitt um vik og hægt hefir verið og til þess hafa konunúnistar béitt öllum ráðum og notað hvert tæki- i'æri. Er ];að bezta dæmið um ofurkapp þeirra og fullán vilja til illverka, að þeir hika ekki við að reyna að reka verkalýðinn út í verkföll í þeim eina tilgangi, að hossa sjálfum sér og ná sér niðri á stjórninni uih leið. A undanförnum árum hafa kommúnistar talað manna mcsl og hæst um, að hér á landi væri urmull skattsvik- ara, sem ná þyrfti til. Nú er komið fram frumvarp, scm miðar að því að láta eignir, sem hingað til hafa ekki kom- io fram í dagsljósið, lairtast á skattskýrslum. En það pass- ar pkki í kramið liáj kommúnistum, að líkt frumvarp komi fram núna, þegar þeir eru ekki í stjórn. Þess vcgna um- hverfast þeir og herjast nú gegn því með öllum þeim meðölum, sem þeir hafa yfir að ráða. Al’ þvi að frumvarpið ei Ijorið fram af stjórn, sem þeir vildu ekki véra í, halda þeir þvi nú fram, að það sé í rauninni sett til þess að blessa þá, sem undan skatti hafi svikið á undanförnum ár- um. Það muni einungis koma illa við þá, sem aurað hafa saman fáeinum þúsundum á mörgum árum, til þess að hafa til elliáranna. Aðrar umsagnir kommúnista eru í sama dúr. Af framferði konunúnista fyrstu vikur setu þessarar stjórnar mátti vitanlega ganga út frá ])ví sem gcfnu, að þeir mundu leggjast gegn þessu frumvarpi, eigi síður en •öðrum, er það kæmi fram, þótt þeir hefðu látið i veðri \aka, að kosla yrði kapps um að hafa hendur í hári skatt- svikara. Eins og fleiri er þeim kunnugt um orðtakið: „Ekki er ráð nema í tíma sé tekið!“, og eftir því fóru þeir. Köngu áður cn menn höfðu almennt fengið nokkurn pata af því, hvernig frumvarpið muhdi verða eða hvaða ráð- stafanir ætti að gera samkvæmt ])ví, hófu kommúnistar áróðurinn og lýstu því fyrir mönnum, að nú ætti að bjarga öllum stóru „svindlurunum“ og láta ahnenning borga. Þetta skapaði vitanlega ótta lijá almenningi, ])ví að hann \issi ekki, á hvcrju hann mætti eiga von, og menn bjugg- ust við öllu illu. ()g á'því var alið dvggilega af kommún- istum. Nú má hins vcgar fullyrða, að frumvarpinu urri eigna- könnuh hafi verið hctur tekið meðal almennings en raun Iiéfði orðið á, ef spár andstæðinga stjórnarinnar hefðu rætzt. Ahnenningur Iiefir fengið tækifæri til þess að kynna sér frumvarpið og hann hefir séð, að í þessu máli sem öðrum hafa kommúnistar fai'ið mcð fleipur og ósannindi. Níá og gera ráð fyrir því, að kommúnistar hcfðu notað tækifærið til þess að knýja fram útvarpsumræður, cf þeir liefðu talið sér einhvcrn hag í því. Þeir hafa notað livert tækifæri undanfarið, en líklega er það, að þeir notfæra sér það ekki núna, bezta sönnun þess, að þeir óttast að al- J.:^nningur sjái í gegnum hlekkingar'þeiri-a. Og það er rétt. RANDDLPH CHURCHILL (U.P.) : Verða utanríkisráð- herraskipti í Bretiandi Það markverðastá, sem skeð hefir í brezka stjórn- málaheiminum, er að bæði Ernest Bevin utanríkisráð- herra og Herbert Morrison eru komnir til London. Bevin og Morrison eru ennþá sterkustu menn Arerka- mannaflökksins brezka. Þegar þeir eru nú konmir heim eftir margra vilcna fjarveru, má búast við þýð- ingarmiklum stjórnmálar viðburðúm í Bretlandi. Bevin kemur frá Moskvu, Morrison frá Monte Carlo. Vegur Morrisons innan Verkamannaflokksins er að líkindum meiri nú enn nokkru sinni áður. Meðan haiin var fjarverandi, hafa átt sér stað margvíslegar erjur innan flokksins, sem talið er að hægt hefði vcrið að komast hjá, liefði hann verið í neðri málstöfunni, til þess að beita sér við flokks- menn. Ýmsir halda þvi fram, að stjórnkænska lians liefði einkum gétað forðað stjórn- inni undan því vansæmandi stefnuléysi, sem liún sýndi, er hún hvarf frá 18 mánaða herþjónustunni og ákvað i stað þess 12 máiiaða herþjón- ustu, vegna þess að nýliðar Verkamannaflokksins í þing- sölunum gerðu uppsteit und- ir forystu R. H. Crossmans, vinar Ilenry Wallaee. Það er því kaldhæðni örlaganna, að Morrison skyldi ekki hafa notið við á slíku augnabliki, því að í fyrri heimsstyrjöld var hann andvígur styrjöld- um vegna samvizku sinnar. Þótt liann njóti aukinna áhrifa við heimkonuma eru vinir hans áhyggjufullir vegna líéilsu hans og i vafa um, hvort hann geti helgað sig stjórnmálum óskorað. Bevin kemur hins vegar frá Moskvu án nokkurs stjórnmálalegs sigurs, en heilsuhraustari en hann liefir verið mánuðum saman. Starf hans í Moskva var vanþakk- látt eins og störf George C. Marshalls, og fylgismertn hans munu að líkindum vera óumburðarlyndari við hann en fylgismenn Mars- halls í Ðandaríkjunum. Aftur á móti getur sú staðreynd, að heilsa Bevins liefir batnað en Morrison hrakað, orðið þess valdándi, að liann megi sín meira á komandi timum. Ilinn ógæfusami og lieillum horfni forsætisráðlierra Clement Attlee sitúr eins og hæna á priki milli þessarra sterku manna verkalýðs- lireyfingarinnar. Þrátt fyrir að liitnáð hafi í veðri, situr allt við það sama í Bretlandi og hillir jafnvel undir fleiri vandamál, sem krefjast úr- lausnar. Attlee skortir liina sterku, heilbrigðu skynsemi Bcvins og starfhæfni Her- berts Morrisons. Þegar þeir eru nú báðir komnir heim aftur gelur verið að lionum veilist örðugt að dæma um, livors ráðum liann eigi að lilýða, því að þrátt fyrir örð- ugleikana á því að spá nokkru um framtíð brezkra stjórnmála er eitt víst, að komi Morrison fram með einhverja tillögu verður Be- vin alltaf andvigur hénni og öfugt. Nú sem stendur er nokk- urt hlé á utanríkismálunum og mest aðkallandi verkefnin eru á heimavígstöðvunum. Ný verkfallsalda dynur yfir, en hættúlegast þeirra var verkfall hafnarverlcamanna i Glasgow og I.ondon. Ýmsir fréttaritarar halda, að Attlee muni vilja losa Be- vin við utanrikisþjónustuna, svo að hann.geti lekið að sér atvinnu- og framleiðslumál. Það má vel vera, að Bevin sé einasti maðurinn, sem gæti fengið verkamenn til þess að ganga til samkomulags um að vinna að áformum Sir Staffords Cripps: „Vinna eða vanta“, vegna óviðjafnanlegr- ar stöðu siíinar innan verka- lýðssamtakanna sem fyrr- verandi formaður félags f 1 u tni nga verkama n na. Ef Attlee myndi ákveða að gera þessa breytingu, myridi eftir- maður Bevins i utanríkis- málunum annað hvort verða Herbert Morrison eða Hugh Dalton núverandi fjármála- ráðherra. Svartui samkvæmiskjóll (tyll) og sumarkápa, stutt, méð skinrti. Enh fremur dropa- eyrnalokkar úr gulli til sölu á Bergstaðastræti 53, niðri, allt mjög ódýrt. BEZT AÐ AUGLYSA1 VlSI BERGMAL Utanbæjarmenn afskiptir. „Þolinmóöur“ skrifar: „Hérna um daginn fékk eg skeyti frá kunningja mínum, sem er • búsettur á Akureyri. Hann biöur mig aS senda sér hiö skjótasta tiu umsóknar- ey'SublöS um Renault-bifreiöir þær, sem viðskiptamálaráSu- neytiö hefir auglýst til sölu, en þær munu vera 195 talsins og umsóknarfrestur til 25. maí. Mér þótti þetta skrítiö og þvi skrifa eg „Bergmáli" um þetta. Verður bifreiðunum misskipt? Aö sjálfsögöu sendi eg viö- komandi manni hin umbeönu eyöublöö, en ekki gat eg varizt þeirri liugsun, aö Reykvíking- um einum væri ætlaöar þessar bifreiöir, úr þvi, aö eyöublööin viröast ekki hafa veriö lögö fram annars staðar en á bréfa- póststoíunni í Reykjavík. Nær þetta ekki nokkurri átt, aö mér finnst, aÖ Reykvíkiugar skuli liaía möguleika á því að festa kaup á slíkurn bifreiðum en aör- ir landsmenn ekki. Væri fróö- legt, ef viökomandi aðilar gæfu skýringu á þessu.“ Bókabrennan í síðasta sinn. Eftirfarandi bréf hefir „Bergmál" börizt um „bóka- l)rennuna“ í Gagnfræöaskóla Reykvíkinga. Verður þetta hiö síöasta, sem birt verður í þess- um dálkum, um.þenna sérstæöa atbtirð. Bréfiö er svohljóöandi: „Viö nemendur 4. bekkjar Gagnfræöaskóla Reykvíkinga viljum taka fram eftirfarandi í tilefni af bókabrennufregn þeirri, er nýlega hefir birzt í ýmáum dagblöðum bæjarins: Viö 4. bekkingar, er í vor luk- um . stúdentsprófi í eölisfræði og dönsku, stóöum einir aö bókabrennu þessarrj. Bækur þær, er brénndar voru, vortt fjölritaðar kennslubækur í dönsku og éfnafræði, auk danskraf * kentlslubókáú' 5 éöíis- fræði. í mótmælaskyni. Bókabrenna þessi var ekki gerö af andúð til áöttrnefndra námsgreina, heldur í mótmæla- skyni viö íslenzka nátnsbóka- útgáfu, eöa m. ö. o. að skóla- fólkiö sé boðiö upp á fjölritaða i Ss'népla, sem ekki hanga saman jhálfan vettir, eða , jafnvel j kennslubækur á erlendúm , tungumáluni. Þá viljum viö víta harðlega : þann fréttaflutning, er lögregl- an hefir viðhaft i þessu máli, þar eö henni vortt kunnar allar aðstæður.“ Umræðum algerlega lokið. Með þéssu bréfi, sem rétt þótti aö birta, enda þótt mál þetta sé orðið ílestum hvimleitt, er umræðum lokiö utn þaö í „Bergmáli“. Ilitt skal endur- tekið, aö brenna þessi var ó- smekkleg og bezt, aö henni yeijöi gleyínt sem allra fýrst.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.