Vísir - 26.07.1947, Blaðsíða 7

Vísir - 26.07.1947, Blaðsíða 7
Laugardaginn 26. júlí 1947 y 1 s i r rT~-Pra?*!rp" S. SHELLABARGER : atm KASTIILIU „Það er^rétt, að við eigum ekki í stríði við Frakka. En eg hefi haft ráð i huga, sem eg hefi ekki viljað segja þér, fyrr en eg vissi, hvort af því gæti orðið. Eg fékk í gær brcf frá senor de Bayard i Grenoble." Þessi tilkynning hafði tilætluð áhrif. Pedro gleymdi Luisu de Karvajal á svipstundu. „Senor de Bayard!" át hann eftir. „Bréf frá honum?" Bayard var þegar frægur um allar jarðir og hann hafði barizt hvarvetna í Evrópu. Hann og don Fransisko höfðu eldað grátt silfur i tíu ár og"báru einlæga virðingu hvor fyrir öðrum. Fransisko de Vargas hafði mesta yndi af að segja frá viðureigninni við Ravenna, þar sem hann náði einvígi við Bayard, en án þess að fá úr því skorið, hvor væri vopnfimari. „Eg skrifaði honum fyrir fjórum mánuðum," sagði don Fransisko, „og hann hefir þegar svarað bréfi mínu. Skrif- ari hans hefir ritað það, því að Bayard hefir aldrei lært að skrifa, -endá þótt hann muni kunna að rita nafn sitt. Hann er nú yfirmaður í Grenoble á Italíu, en þar mun þegar koma til átaka, ef stríðs brýzt út. Eg hefi mjög hugsað um menntun þina, Pedro, því að hún er meira virði en gull og eg gat ekki f undið i huga mér neinn mann, sem gæti betur kennt þér hernaðarlistina." Augu Pedros ljómuðu og Mersedes greip andann á lofti. „Eg spurði hann, hvort hann mundi fáanlegur, til að taka þig i lið sitt," sagði don Fransisko og þagnaði svo um hrið,' til að æsa áheyrehdur sína sem mest. Pedro gat ekkr á sér setið „Hvað segir hann, pabbi'?" „Hann segir, að sér sé ánægja að gera þetta fyrir okkur. Hann mun veita þér öll þau tækifæri til frama, sem hon- um er unnt.....Jæja, Pedro, hvernig lízt þér á? Hvað segir þú nú um Nýja hehhinn?" : Nýi heimurinn var gleymdur fyrir tilhugsuninni um ævintýralífið undir stjórn hins mikla kappa. Pedro sat með krejjpta hnefa, blóðrjóður í kinnum.. Mersedes læddist til föður síns og horfði á undirskrift bréfsins, stóra og klunnalega, eins og hún hefði verið skorin í tré. „Sj,áðu, Pedro," sagði hún, „sjáðu!" Hún hafði vart sleppt orðinu, þegar hundarnir tóku allt í einu að gjamma og stukku upp eftir stígnum heim að húsinu. Senor de Vargas hastaði þegar á þá. Rólegt fótatak nálgaðist og síðan Kom glæsilega búinn maður gangandi fyrir hornið á pallinum. Það var Diego de Silva. VIII. Pedro fannst aftur sem hann virti fyrir sér leðurblöku, er hann leit á gestinn. Heimafólk heilsaði honuin kurteis- lega sem vera bar og honum var borið vín að drekka. De Silva kvaðst hafa verið á eftirlitsferð um vinekrurnar við liliðina á og hann hefði þvi ekki getað staðizt freist- inguna að líta inn. „Oss er heiður að heimsókn yðar, senor," mælti de Varg- as eldri og hneigði sig. „Hefðum við vitað um komu yð- ar, mundum við hafa tckið yður með meiri viðhöfn. En nú getum við aðeins boðið yður •lílilmótiega hressingú:" ,,Eg fer' lijá mér vegiia kurteisi yöar, scnor," svaraði de Silva. Hann drakk minni húsbændanna og settist. Hann ræddi um veðrið, kvað þáð gott fyrir uppskeruna, en of heitt til að vera á hestbaki og Iiann væri því þreytlnr cí'tir leilina um daginn. , ; „Þið náðuð konum þá ekki?" sagði don Fransisko. De Silva J'ppti öxlum. „Nei, en hann næsl áreiðanlcga. Indíáni kemst ekki langt um fjöllin. Eg hefi sent. orð til Granada og Kadiz." Hann leit nú sem snöggvust þungbú- inn á Pedro. „Þér slógusí ekki i húpinn." Pedro svitnaði og útskýrði, hvers vegna honum hefði þótt hyggilegra að léite i rinaútiina. „.Tæja," sagði de Silva. Röddin var kuldaleg. Pedro þóttist vita orsök komu hans og bjóst við að verða að svara kvörtun vegna þjón- anna tveggja. En honum íil mikillar undrunar var ekki talað meira um þetta. „Þetta er ágætt vín," sagði de Silva og smjattaði. „Það minnir mig„á májefni, /jeiij. mér liggur mjög á hjarta, don Fransisko. Haffffíér fujgfeiU kauptilboð mitt?" Nú, hann var komiim þess v<|gna. Dou Fransisko gramd- isl, að maðurinja skyldi:-brjóta upp á þessu umræðuefni i viðurvist allrar fjölskyldunnar, þar sem sjálfsagt var að ræða það i einrúmi. „Já, eg hefi hugsað málið." „Sjáið þér lil, mig vantar aðeins þessar ekrur yðar til þess að eiga allan hlíðarslakkanna. Eg hefi keypt þessa spildu smám saman á mörgum árum. Það mundi verða mér til mikils hagræðis, ef af kaupunum yrði. Mér finnst líka, að eg hafi boðið gott verð." „Vissulega." „Hafið þér komizt að niðurstöðu?" Öll de Vargas-fjölskyldan hélt niðri i sér andanum. „Eg vil ekki selja, herra minn." : „Svona nú, senor," sagði de Silva. „Verðið er ekki til fyrirstöðu hjá mér. Eg hækka boðið. Eg bauð yður fímm hundruð dúkata, hvað segið þér um sjö hundruð? Það cr geipiverð, en eg hefi einsett mér að komast yfir þenna skika. Þér getið ekki hafnað sjö hundruð dúkötum." Nú var farið að síga í don Fransisko. Maðurinn ruddist inn til þeirra og hegðaði sér eins og Gyðingur — rétt eins og de Vargas væri ^inhver kaupmangari. Dona María.leit á mann sinn. Hún var ekki fráhverf því að selja fyrir þetta verð, því að þau mundu komasl vel af, þótt í þessu væri í'ólgin nokkurn fórn. „Eg vil ekki selja, senor." „Jæja," sVaraði de Silva og þólti sýnilega. „Við sleppúm þá að tala um þetta að sinni, þótt það sé ofar skilningi mínum, að þér skuluð ekki vilja gera þessi kaup." Hann fór ekki dult með það, að hann lifði í heimi, þar sem peningarnir einir réðu gerðum_manna. Þegar þeir höfðu engin áhrif, vissi hann hvorki upp né nður. „Mér hefir verið sagt," tók hann til máls á ný, „að þér ætlið að senda son yðar utan." Rödd hans lýsti slíkri fyrir- litningu, að hárin risu á höfði Pedros. „Það er kostnaðar- samt fyrirtæki. Eg bjósl við því, að það mundi kannske heldur létta undir með yður, ef þcr selduð." Don P>ansisko re^mdi að hafa hemil á 'sér, 'en veittist það erfitt. En honum fannst ástæðulaust að koma dóna- lega fram, þótt de Silva gerði það. „Það vill svo til, að vi'ð vorum einmitt að ræða það mál, er þér komuð," svaraði hann. „Það sem við búum við f rið, ætla eg að senda hann til Frakklands og senor Bayard hef- ir góðfúslega heitið að taka hann i lið sitt." De Vargas leyfði gestinum að líta á bréfið, en hann mælti: „En hvers vegna völduð þér Bayard? Eg skal játa, að hann var garpur mikill, en hann er nú kominn á efri ár. Þér ættuð heldur að senda son yðar, til einhverrar hirðar- innar, sem fylgist með timanum. Bayard er eins langt á eftir tímanum og hárbúnaður á dögum ömmu minnar." Nú var don Fransisko nærri nóg boðið. Hann svalg stór- um af bikar sínum, til að sefa bræðina. „Bayard er vinur minn," sagði hann síðan með erfiðis- munum. „Eg ætlaði ekki að móðga neinn," mælti de Silva, „en mér fannst þetta undarlegt. En hvers vegna sendið þér hann ekki til Indía, ef þér ætlið ekki að koma honum að einhverri hirðinni? Eg er að hugsa um að fara þangað sjálfur bráðlega. Ungir menn geta öðlazt reynslu og orð- ið vel auðugir þar." Ef öðru vísi hefði staðið á, mundi Pedro hafa hlegið að svipnum á andliti föður síns. Þar mátti greinilega lesa, að honum fyndist de Silva vera bezt geymdur í Indíum. „/Vuðvitað vcrð eg þar ekki lengi," hélt de Silva áfram. ;'_Vintjr r-.inn, Diego Velasquezalandstjóri á Eúbu, hefir •HítS r.ié • :'';r.!.i:ri kaupum á landi og índiánum. F.c4 b;'sí '¦sfí- a-S s^íCtt se aíS leggja fé í það fyrirtæki. Eins cv' þé-j ritifS ef fiJ vilí, cr eg auk þess meðliniur kirkjuráosir.s o;;' mun vinna að rannsóknum fyrir það. Rannsóknardómar- inn í Jacn, Jn'nn góði faðir Ignatio de Lora, iiuih vcrða mér samferða. Við erum hræddir unl, að trúvilla hafi siungið sér niður á eyjunum." Það var eins og skuggi fclli á olla viðstadda, er minnzt var á rannsóknarréltinn. Hann var riki í ríkhiu, vól'dúgfi- en konungtirinn og bciíti m iu' í'immr- oj hírí?stjórh éh. nokkurii sinni hafði þekk;<l. Rcttiírinn, vav 'ckki fulilrúi kaþólsku kirkjunnar, heldur algerlega sjBca&t l'yrirbrigði — snikjudýr, sem kiikjan vilí'i í rutmirni ekkerí hafa saman við að sælda. Það var ekki fyrr en fjórum öldum síðar, að önnur eins harðstjórn varð aftur til í heiminum. Leynilegar uppljóstanir voru daglegt brauð — vinur vitn- aði gegn vini, barn gegn foreldrum, fjandmaður gegn f jandmanni — og öllu hinu svívirðilegásia, sem upp var hægt að husa, var beitt. Enginn gat verið óhultur, enginn — Smslki „Og hvernig gengur hinvira unga syni yðar í læknisstarf- inu?" „Ágætlega, takk fyrir. Hann hefir nú oröiö efni á að segja einstökú sinnum við sjúkling- ana aö þaS gangi ekkert a8 þeim." Dýrasta sjálfmorð í sögu Bandaríkjanna framdi maíiur að naíni John Warde 26. júlí 1938 meS því aö stökkva fram af -sillu á 17. hæö á hóteli einu viS 5. Avenue í New York. í 11 klukkustundir stóS hann á sill- unni óákveSinn í því, hvort hann ætti aS henda sér fram af, en á meöan reyndu ættingjar hans-- og aörir aS lokka hinn brjálaSa mann til þess aS hætta viS áform sitt, slökkviliðsmenn reýhdu aS veiSa hann í net og kallaS varS út aukiS lögreglu- liS til þess aS halda mann- fjöldanum, sem fyrir neSan stóS, í skefjum, en fjöldi blaöa- ljósmyndara, blaSamanna og útvarpsfréttaþula skýrSu' frá öllu, sem fram fór. Allt þetta umstang kostaSi borgaryfir- völdin, blööin og útvarpiS um 650,000 krónur. LögfræSingurinn kallaSi á skrifstofuþjón sinn og sagSi: „Smith, þér hafiS nú unniS hjá mér vel og dyggilega í fimm ár. Til þess aS sýna ySur, hversu eg met starf ySar, mun eg hér eftir ávarpa ySur herra Smith." Sleif handjándn lllræmdur franskur glæpa- iriaður slapp nýlega ár haldi, en var fljótlega handtekinn aftur. Maður þessi, Stanislas Waleze^vski, 24 ára gamall maður af þölsktím ættum, hafði játað á sig 19 morð, rán og morðbrennur í um- hverfi Toulouse-borgar i ! suðvesturhluta Frakklands. Hafði hann meðal annars ícyrkt stúlku, sem hann var hrifinn af, af því að hún neitaði að kyssa hann. ÍWalezewski er i-isi á vöxt og fílefldur, enda slapp hann imeð þeim hætti, að hann ibraut af sér handjárnin, þeg- ar hann var að tala við ver.j- anda sinn, braut járnrimla úr glugga og kallaði síðan á varðmann. Þegar hann kom ' á vettvang, hlaut hann svo mikið höfuðhögg hjá Wal- ezewski, að heilinn lá úli, en glæpamaðurinn hélt lil skrif-. stofu fangelsisins, tók lykl- ana að aðaldj'runnm og hélt leiðar sinnar. Þegar iit var komið, stal hann bíl og ók á brott hið skjótasta. Hundruð lögregluþjóna leituðu hans og tókst Joks að ná honum aftur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.