Vísir - 26.07.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 26.07.1947, Blaðsíða 4
V 1 S I R LaugaHÍagmn 26. .fúlí 1947 -'IH -QrfH f' <'Í- ÐAGBLAÐ Utgefandi: BLAÐAtTTGÁFAN YÍSIR H/P Ritatjórar: Kristján Guðlaiigæon, Hersteinn Pábson. Skrifetofa: Félagsprentsmiðjurvni, AfgmOBla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (finun Mnur). j | Lanflasala 50 aurar. Féíagsprenfcan iðjan hjf. jl: Bergari skrifar: Landkynning. Mokkuð hefur veríð um það deilt á undanförnum árum, hvort æskiiegt værj, að hingað beindist erlendur ferða- mannastraumur. Ýmsir hafa talið landið gimilegt til fróðleiks, en öllum hefur borið saman um, að þjóðin sé á engan hátt við því búin, að veita ferðamönnum við- unandi móttökur. Er algjör skortur á viðunandi gistiliús- um, og aðbúnaður að öðm leyti lítt viðunandi, vegna skorts á kunnáttumönnum. Skandinavisku þjóðirnar allar leggja meginkapp á að laða til sín erlenda ferðalanga. Fullyrt er þannig, að á síð- asta ári hafi Svíar haft gjaldeyristekjur, sem nema 80 milljónum króna, af ferðamönnum, er Sviþjóð sóttu heim, en aðrar Norðurlandaþjóðir nokkru minni upphæð. Ár- lega efna. þessar þjóðir allar til margskonar ráðstefna, sem segja má að standi yfir mestan hluta sumars, en með því móti er beint ferðamannastraumi til landanna og auk- in á þeim kynning í öllum greinum. Auk þess, sem drjúg- ar gjaldeyristekjur fljóta í kjölfarið, leiðir kynning á hlutaðeigandi landi af sér, að erlendir menn taka með meiri skilningi á málum þess, þegar til þeirra er leitað, og sannar raunin að greiðara verður um allar úrlausnir þegar slíkur kunnugleiki er fyrir liendi. Islendingar hafa lítt sótt alþjóðamót, en þó nokkur upp á síðkastið. Ýms mót hafa þeir algjörlega vanrækt, ’jafnvel þótt frambærilegir íslenzkir fulltrúar sætu á staðn- um og gæfist kostur á að taka þátt í mótunum. Þetta er jjröngsýni, sem engan rétt á. Menn hafa gjört lítið úr slíkri kynningarstarfsemi, og jafnvel talið að þangað væri lílið annað að sækja en innihaldslitar skálaræður. Hefur svo mjög kveðið að slíku sinnuleysi frá okkar hálfu, að erlendir menn hafa haft á orði, að sú litla kynning, sem 'þeir hefðu fengið af Islendingum, væri helzt sú er láns- 'beiðnir væru á döfinni og fulltrúar sendir utan þeirra 'yegna. Þetta er að sjálfsögðu of mælt, en það er engan veginn þýðingarlaust að Islendingar kynni sig með öðru móti á alþjóðafundum. I það eyðist að sjálfsögðu nokknr ' gjaldeyrir, en beint og óbeint kann slík gjaldeyriseyðsla ■ að borga sig, enda er það eitt víst, að þráfaldlega hefur ókunnugleiki á landi og þjóð staðið sem Þrándur í Götu heppilegra málsúrslita, er við höfum orðið að leita til fram- anda þjóða um úrlausnir mála. - Gera má ráð fyrir, að Island verði ferðamannaland í framtíðinni, hvort sem okkur líkar betur eða ver. Veltur þá á miklu, að þeir menn, sem hingað koma, sæti ekki beinum hrakningum, svo sem nú vill verða, vegna skorts • á húsnæði eða ófullnægjandi áðbúðar að öðru leyti. I ráði mun vera að reisa gistihús hér í höfuðstaðnum, sem ætlað var í upphafi að yrði mjög virðulegt, en síðan mun hafa ■verið klippt af því jafnt og þétt, þannig að nú mun það 1 að stærðinni til ekki skera sig úr öðrum slíkum bygg- ringum, sem fyrir hendi eru. Ilvorf rekstur slíks gistihúss 1 getur borgað sig, skal ósagt látið, en rekstrarkostnaður er svipaður, þótt herbergjafjöldinn sé'heldur meiri en 'minnr. Hitt er öllu verst að algjörlega mun óráðið, hve- inær hafizt verður handa um þessa byggingu, en ár munu líða og mikið vatn til sjávar streyma áður en hún verð- ' ur starfrækt fyrir innlenda menn eða erlenda. Erlendir menn dæma að vonum land og þjóð af fyrstu 1 kynnum. Er því á engan veg þýðingarlaust, hver slík kynni verða. Þau geta hvort sem heldur er laðað að eða ' hrundið frá, — skaðað þjóðina eða auðgað hana beint og óbeint. Sinnuleysi um aðbúð og viðurgerning erlendra ‘ ferðamanna á engan rétt á sér og má ekki þolast til lang- ' franta. I helztu kaupstöðum landsins þurfa að rísa gisti- hús, sem svara til krafna nútímans, og ennfremur þarf að koma upp greiðasölustöðum, þar sem mest er aðsókn ferðamanna, þótt gistihús verði þar ekki rekin, nema ef til vill að sumarlagi/ Slíkt yrði bezta landkynningin til < langfráma, og hún niundi fvllilega vega upp á móti pésa- ' eða litmyndaprentun, sem erlendar ferðáskrifstofur kunna að dreifa manna á meðal. Á undanförmun árum hef- ir, sem betm*. fer, verið m jög lítið atvinnuleysi hér • i Reykjavík. Má miklu frekar segja, að allmiklir erfiðleikar. hafi verið á því að fá menn til starfa við flest, sem þurft hefir að gera. Á sama tima hafa þó verið starfandi hér í bænum tvær vinnumiðlunarskiif s tof ur, sin með hvoru nafninu: Vimiumiðlunarskrifstofa Reykjavikur og Ráðningar- skrifstofa Reykjavíkurbæj ar, auk svonefndrar Ráðningar- skrifstofu landbúnaðarins, sem starfrækt er nokkra mánuði ársins. Árið 1945 kostaði Ráðn- ingarskrifstofa Reykjavíkur bæjarmenn kr. 190600.65, og á áririu 1947 er ráðgert að þessi kostnaður verði 200 þúsundir króna, auk kostn- aðar, sem rikið verður að bera af þeirri skrifstofunni, sem talin er á þess vegum. En Reykvikingar verða að hafa það hugfast að með toll- um og sköttum standa þeir undir því sem næst 70% af öllum útgjöldum ríkisins, svo að þeim ætti ekki að vera með öllu ónauðsynlegt að hafa nokkrar gætur á búskap ríkisins og kynna sér livern- ig tekjum þess er varið. Verð- ur ef til vill vikið nokkru nánar að því máli síðar hér i blaðinu. Nú er mér spurn: Hvernig . 1 er hægt að koma svona miklu fé í lóg við skrásetiringu at- vinnulausi’a manna á þeim timum, þegar telja má að (ekkert atvinnnteysL hafi ver- ið, eða síður en svo. Manni virðist, að nieira en nóg liefði verið að hafa eina skrifstofu stai’fandi undanfai'ið tímabil.. Og er ekki kominn tími til' að gera það mál upp, liver raunverulegur liagur öllum. aðilum er að þessu skrán-' ingarfargani ? Það virðist liggja í augum uppi, að vilji j- bæi*inn vera millíliður milli þeirra, sem leita sér atvinnu og hirma, sem þurfa á vinnu- afli að halda, þá ætti að vera nægilegt að hafa til þess einn til tvo menn, sem skrásetja þá, sem leita sér atvinnu og veita þeim upplýsingar, i sem spyi-jast fyrir um vinnu-1 afl. Ætti kostnaður við slíkt ekld að þurfa að vera neitt stórfé. Ef farið er eftir skýrslum þessari*a stofnana, þá lítur þó út fyrir, að þær séu ekki litil- vi'rkar, þar sem Vinnumiðl- unarskrifstofan í’éði árið 1944 4800 manns, og Ráðn- ingarskrifstofan á sama tíma 1958 menn, eða samtaís 6758 menn. Á sama ái’i er í Ái’bók Reykjavíkur, blaðsíðu 85, þess getið, að tala fi’um- skráðra í atvinnuleit hjá Ráðningarski-ifstofu Reykja- víkur hafa vei’ið samtals 334, þar af börn á aldrinum 9—15 ara: Af þessu geta menn gert sér dálitla grein fyrir nauðsyn og staifsenxi þessai’ar stofn-’ unar, og' af koslnaðinum við stofnunina geta memi lika séð, hver kostnaður muiii leggjasl á hvern frumskráðan mann, ungan og ganxlan. Það væri lika gaman að geta, hvaða menn þetta eru. Hvað- an konia þeir og hvert er þeim ráðstafað? Annars er sama, hvar grip- ið er niður i rékstri bæjarins. Þár virðist nxeð dálitið meira eftirlit rnega spara miklar fjárhæðir. Á vegum Reykja- vikurbæjar eru margar og fjárfrekar stofanir. Allar eru þær að meira eða rninna leyti í sjálfsmennsku, áð nafninu til undir yfii’stjórn bæjar- stjói’nar, bæjarráðs og borg- ai’stjói’a. Þessir aðilar liafa ekki svo góðar aðstæður senx skyldi til þess að kynna sér ' rekstur þessarra fyrirtækja i einstökum atriðum og verða oft að líta á málin með ann- ! arra augum. Það er því brýn ' nauðsyn að skipta borgar- 1 stjóraembættinu, skipa sér- stakan boi-garstjóra, sem [liafi umsjón með atvinnu- fyrirtækjum bæjai’ins og liafi víðtækt vald. | Næstu daga verður rninnst á fleiri fyiirtæki og stofnan- ir á vegum Reykjavikurbæj- ar. Nýir kaopendnr I Vísis fá biaði3 ókeypis til næstn J mánaSamótn. Hringið í síma 1660 og tUkynnið nafn og heimilis- fanz. BERGMAL Bréf frá „íþróttavini". Mér hefir borizt bréf frá manni, sem ritar uridir nafninu „íþróttavinur", þar sem hanu gerir a5 umtalsefni fysta kapp- leikinn í landsliðskeppninni vi5 Norömenn ogýmislegt, er hann teliir ábótavant viö íþróttavöll- inn hér. Rétt þykir aö birta bréfiö, því aö mér er kunnugt um, aö umkvartanir hans eru á rökum reistar. Bréfiö fer hér á eftir: Harður leikur. „Gifuríeg'ur mamífjöldi, sjálf- sagt ein sjö eöa átta þúsund, horföi á leikinn viö Norðmenn- ina á fimmtudagskvöldið. Mér Leiðinleg framkoma. Þaö var áberandi og mjög leiöinlegt, hvernig áhorfendur létu stundum við þetta tsekifæri: Iif þeirn mislíkaöi eitthvaö, sem gerðist i leiknum, einkanlega ef Norðmenn áttu í hlut, var blístr. | aö og gólað, enda þótt hinn ' enski dómari hafi, að því er | mér virtist, dæmt leikinn af (hinni mestu sannsýni. Slík framkoma er hrein óhæfa og, sem betur fer, sjaldgæf hér á vellinum. Sem dæmi upp á þettaskal eg nefna, að eg héyrði einhvern 'æpa í miðjum kiíöum : „Já, bara nota hnefana, eí þiö getiö ekki notaö lappirnar, landar.“ Svona framkoma fannst leikurinn fjörugur og J dæmir sig _ sjáíf, enda fullkom- skemmtilégur, en ef til vill helzti harður og eiga þar báðir sök aö máli, íslenzka liðiö og hiö norska. En vi^búiö er, að nokkurt kapp sé í knattspyrnu- mönnum viö slík tækifæri og á- stæðulaust aö íjölyrða um slikt, enda fór leikurinn frarn af prúömennsku aö ööru leyti, eins og góöum íþróttamöunum sæmir. En það, sem aöallega kom mér til þess aö biöja „Bérgmál“ fyrir þessari linur, var framkoma áhorfenda, sem ni.ér faonst ósæmileg. lega tilefnislaus, því að NörÖ- menn sýndu, að mínum dómi, engu harðari leik en okkar menn og voru tvímælalaust vel að sigrinum komnir. óhæfilegur aðbúnaður. En úr því að eg er kominn af staö á annað borö, -verö eg að minnast á annaö atriöi, sem eg tel rétt að skjóta til stjórnar íþróttavallarins, ef þaö kynni aö.hafa emhýeriáhrif. Eí'’sjö: eöa átta þúsund manns eru staddir. á kappleik . á. .vellinum. er ekki ósennilegt, að einhver ! þurfi aö bregöa sér á salerni á þéssum tíma, en þar er aöbún. aður allur vægast sagt hneyksl- anlegur. Hreinlæti er ekkert og daunninn ofboðslegur. Niöa- myrkur er þar og bætir þaö ekki úr skák. Ef til vill er ósmekk- leg't aö nxinnast á þetta í víð- lesnu dagblaði og kann þaö aö hneyksla einhverja, en mér finnst aö ekki veröi hjá jxví komizt, að minrtast á þennan ósórna. Qg enn annaö atriöi finnst •mér einnig rétt að minnast á. i, sambandi víö lélegan aöúnaö á íþróttavellinum. Hvernig stend- ur á því, að ékkí er til eitt eiri- asta salerni, sem ætlað er kven- fólkinu? Oft kemúr kvenfólk, jafnvel svo þúsundum skiptir, til meiri háttar kappleikja, eins og til dærnis landsliðskapp- leikja, en ekki hefir forráöa- mönnurn íþróttavallarins dottiö í hug aö sjá fyrir salerni eða snyrtiherbergi fyrir kvenfólk.“ Réttmæt ábending. Svo hljóðar bréf „íþróttavin- ar“ og er þetta algerlega rétt- mæt ábending. Á þessu ófremdr ■arástandi veröur aö ráöa bót, og það hið allra fyrsta. Þetta er okkur til unkillai' „vansætpdar.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.