Vísir - 02.08.1947, Blaðsíða 1

Vísir - 02.08.1947, Blaðsíða 1
37. ár. vi Laug’ardag'inn 2. ágúst 1947 172. íbl. Stæisti Ódáðahraunsleiðangur, sem iarinn hefir verið á bifreiðum. Herðubreið kliíiu á þremur nýjum stöðum. IJm helgina sem leið kom hingað til bæjanns 40 manna hópur Farfugla úr leiðangri um Ödáðahraun. Fanð var í 5 bifreiðuni og mun þetta vera fjölmenn- asti Ódáðahraunsleiðangur,! sem farið hefir á þessar slóðir í bifreiðum. Farfjiglarnir, sein tókn ]iátt í förinni voru 34, en auk þeirra var 6 manna hópur með Páli Arasyni, bifreiðar- stjóra, sem var aðal-leiðsögu- maður leiðangursins. Sam- tals voru því í förinni 40 manns. Lagt var af stað héðan úr Ijænum 12. júlí s. 1., en þriðju- daginn 15. júli var lagt suð- ur á Ódáðahraun frá Svart- árkoti. Var ekið þann dag 70—80 4an. allt suður fyrir Dyngjufjöll og tók ferðin 10 klst. Hörku sandstormur var allan þánn dag, en þrátt fyrr allt gekk ferðin að ósk- um. Á miðvikudaginn var geng- ið á Öskju, en haldið siðan um nóttina i Herðubreiðar- lindir. Síðari hluta finnntu- dagsins unnu Farfuglar að því að stifla eina þeirra kvísla Jökulsár, sem falla upp í Lindána og torvelda hifreið- um að komast yfir hana. Við þessa stíflu lækkaði vatns- borðið i Lindá um eitt fet, en Þó er ekki nema háum bif- reiðum fært yfir hana, og þvi laðeins, að viftan sé tekin úr sambandi. Tvær aðrar kvislar úr Jökulsá falla ennþá upp i Lindána, og ef þær yrðu cinnig stiflaðar myndi lágum bílum fært yfir ána. Á föstudaginn var gengið á Herðubreið og gengu Far- fuglar upp á'þremur stöðum, þar sem ekki hefir áður verið gengið á fjallið. A tveimur stöðum að vestan og einum stað beint að norðan. Á öll- um þessum stöðum var erf- itt uppgöngu, en sérslaklega þó að norðan, því þar varð að klífa upp háa þverhnípta hamra. Skyggni var gotl af fjallsöxlinni, en á sjálfum tindinum var þoka. Úr Herðubreiðarlindum fór hópurinn í Mývatnssveit, að Dettifossi, Hólmatungur. Asbyrgi, í Vaglaskóg og lil Akurevrar, en þaðan með skipi til Siglufjarðar og siðan í bifreiðum vfir Siglufjarðar- skarð til Ilofsóss. Þaðan var farið út í Drangey, en komið hingað til bæjarins á sunnu- dagskvöld. Veður var hið ákjósanleg- asta allan timann og flesta dagana sólskin. Ferðin gekk í hvívetna að óskum nema hvag kerra, sem höfð var aftan í einum bílnum biiaði í Bárðardalnum og framdrif brolnaði' i bil hjá Svartár- koti. Verulegum töfurn olli þetta þó ekki. Vegurinn um Ódáðahraun var yfirleitt þol- anlegur. Verstur var hann í Suðurárbotnum, því þar varð að fara vfir þýfða móa, og ennfremur var mjög slæm leið á að gizka 5—6 km. löng- um kafla, skammt austur af Herðubreið. Þar urðu bílarni,. að fara vfir úfið hraun. Skaut börn sín og sjáBfan sig9 I Purfleet í Englandi gerð- ist sá harmleikur nýlega, að maður skaut 4 börn sín og framdi síðan sjálfsmorð. Skaut liann fímmta barnið lílca, en það lifði, cr síðast fréttist. Orsökin fyrir verkn- aði þessum var sú, að rrfaður- inn hélt, að hann væri húinn að fá tæringu og var gripinn örvílnun vegna þess. Lík- slcoðun leiddi í Ijós, að mað- urinn var alheilhrigður, er hann andaðist. Trnman var ekki í hæftu. Fyrir nokkuru síðan var maður einn tekinn fastur fyr- ir að bera vopn, er Truman, forseti Bandaríkjanna, heim- sótti þingið í Washington. Maðurinn var uppgjafa lið- þjálfi í hernum og var með byssu, er liann ætlaði inn á þingpallana til þess að hlusta á ræður þingmanna. Þetta þótti grunsamlegt qg var maðurinn tekiiín og yfir- koma hans ekki staðið i sam- yfirheyrslurnar, að liðþjálf- heyrður. Það kom í ljós við inn var geðveikur og hafði bandi við komu Trumans. Selveiðitíminn við N-ý- fundnaland er fyrir nokkuru lolcið og veiddust alls rúm- lega 90,000 selir. Spánverjar óttast, að uppreist sé í undírbúningi í Norður - Afríku. Þessi fáni blaktir í Keflav hafa verið tjúgufáni, en nú ik. Upprunalega mun þetta varla annað en drusla. Telja að Abd-el- Krim standi á ; bak við. ftbd-elKrim hefir krafizt sjálfstæðis N.-Afríku- nýlendna Frakka og Spán- verja og í Spænska Mar- okko óttast menn uppreist Araba. Arabahöfðinginn og upp- reistarforinginn, sei'n liefir ekki séð heimaland sitt, Mar- okko, i 21 ár er seni kunnugt er í Egiptalándí um þessar mundir og liefir liánn átt tal j við fréttaritara Daily. Tele- graph þar í landi. f viðtalinu ;bar hann fram þá kröfu á hendur Frökkum og Spán- verjum, að þeir slcppi lönd- um þeim, sem þeir hafa lagt undir sig 1 Norður-Afríku og stjórnað í krafti herveldis sius undanfárna áratugi. | Vöniverð lækkað í Tekkoslóvakíu. Horfúr eru á því, að þátt- taka. í . alþjóða-vörusýning- unni í Prag í næsta mánuði, verði allmikil. í tilkynningu, sem blaðinu hcfir borizt frá ræðismanni Tékkóslóvakiu, er frá þvi skýrl, að nokkur lönd verði opinberir þátttakendur,„m. a. Belgía, Holland, Póllánd, Sviss, Russland og Júgóstav- ía. Þá er þess og getið, að af- greiðslutími í niörgum gréin- um sé skemmri en áður og það, að þvi viðbætlu, að verð hefir verið lækkað á flestu í Tékkóslóvakíu, muni auka mjög áliuga manna fyrir sýningunni og áðsókn að lienni. Vestm.eyingar kaupa flugvél. Fjórir Vestmannaeyingar hafa nýtega fest kaup á lítilli ftugvél. Þetta er fyrsta flugvélin, sem kemst í eigu Evjaskeggja og er hún fvrir tvo menn, Tiger-Motti. Eigendurnir eru Árni Sigurjónsson forstjóri, Friðþjófur G. Johnsen lög- fræðingur, Sigurjón Jónsson símritari og Sig'urður Gunn- steinsson, starfsmaður Loft- leiða. Helgafeli sendir fsá s ét Þrjár bækur hafa komið út á vegum Helgafells síðusiu dagana, Ein er Feður og synir, eftir Ivan Turgenjev og er liún ein af Listamannaþings-hókun- um. Þá er Örlagabrúin eftir Thornton Wilder og er hún gefin út í flokknum „Tíu t)eztu“ og loks reyfaj'inn Öxin yfirvofandi, eflir Mary Roherts Rinetiart. Asdic finnur lifla síid. Eins cg getið hefir verið liér í blaðinu, hafa norsku síldveiðiskipin yfirleitt veaið aflasæt í sumar. Eftirlitsskipið, sem helir fylgt þeim til Islandsmiða að jjessu sinni, hafði meðal ann- ars svonefnd ASDIC-tæki innanbörðs, en það cru cins- konar hlustunartæki, sem upphaflega voru smíðuð með leit og miðun kafbáta l'yrir augum. Þau liafa ekki enn sem komið er, gefið góða raun við leit að síld, en ætl- unin var m. a. að athuga, hvernig þau reyndust til slíks. Hægt að ná markinu friðsamtega. Ab-del-Krim sagði, aö Mar- okko, Tunis og Alsír ættu a‘ð verða sjálfstæð ríki, seni mundu þegar ganga í Araba- handalagið. Þetta væri krafa' 20 miltjóna manna í þessunx löndum og hin eina lausn, sem þær gætu fallizt á í málum sínum, en það væri' Iiægt að komast að markinu án þess að beita ofbeldi. Hann vill, að Sameinuðie þjóðimar taki málið til at- hugunár og leysi það i sam- ræmi við anda Atlantshafs- sáttmálans. Fáist liinsvegar enginn árangur eftir þeirii leið, þá verði e. t. v. að grípa til annara ráða. Langaði alltaf til Marrokki. Abd-el-Krim lél í ljós í viðtalinu, að hann hefði livað eftir annað óskað eftir því við frönslc vfirvöld.-að liann fengi að snúa'aftur til Már-. okko, fóstrurjarðar sinnar, en liefði alllaf verið meinað það. Hann langaði enn þang- J.að, en liarla ólíklegt væri, að sér væri það unnt, eins og á stendui'í I Spánvei-jar hræddir samt- Þótt Abd-el-Krim láti í veðri vaka, að hann muni Frh. á 8. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.