Vísir - 02.08.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 02.08.1947, Blaðsíða 4
.4 V I S I R Laugardaginn 2. ágúst 1947 ota 'A'i . - :■ Vi.. ' VISIR DAGBLAÐ ♦ Ctgefandi: BLAÐAUTGÁFAN VlSIR H/F Ritstjórar: Eristjða GuSlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgrcáðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lauaasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan fa.f. Veizlunarmannahátíðin. Svo sem að vanda lætur halda vérzlUnarmenn hátíð sína fyrsta mánudag í ágústmánuði, og hefur að þessu sinni verið efnt til margvislegra skemmtana fyrir almenning hér í hænum og í nágrenni hans. Verður setur Skúla Magnús- sonar í Viðey sótt heim og eyjan skoðuð með leiðsögn fróðra manna um sögu hennar. Er vel viðeigandi að verzl- unarmenn minnast þannig brautryðjanda frjálsrar verzlun- ar og einhvers ötulasta athafnamanns, sem ísland hefur alið. Hinsvegar verður að segja hverja sögu, sem hún geng- ur og óneitanlega hafa horfur oft verið bjartari í við- skiptamálum þjóðarinnar, en þær eru nú. Gjaldeyrisskort- ur háir þjóðinni mjög og dýrtíð og verðbólga þjakar hana svo, að allsendis er óvíst hvort atvinnulífi verður uppi haldið með haustinu, án róttækra hreytinga frá því, sem • nú er. Gjaldeyrisskortur og verðþensla háir frjálsri verzlun ’ og einstaklingsframtaki og opinber íhlutun er nú orðin svo umfangsmikil, að segja má að hún nái til athafna- lífs á öllum sviðum, ekki einvörðungu með þessari þjóð 'heldur og með öllum þjóðum Evrópu. Menn gera sér vonir um meira frjálsræði er frá líður, og vissulega gætir við- leitni, sem beinist í þá átt að gera verzlunina frjálsari en hún er nú, en veigamcstj þátturinn í þeirri viðleitni eru tillögur þær, sem Bandaríkjastjórn hefur borið fram, og ■ sem miða að endurreisn atvinnu- og viðskiptalífs á megin- landi Evrópu. Ekki er annað sýnilegt, en að kreppa fan í hönd í ís- lenzku viðskiptalífi, hvort sem hún kann að reynast langvarandi eða ekki. Veltur allt á að afurðasölur gangi • greiðlega, en eins og sakir standa erum við ekki sam- ' keppnisfærir á erlendum markaði. Þjóðinni er farið að ! skiljast að eitthvað verður að gera til þess að ráða niður- lögum hinnar óhóflegu verðþenslu, sem er að verulegu 'Ieyti heimatilbúin, en stafar ekki nema að litlu Ieyti af verðhækkun á innfluttum varningi. Hagur manna hefur þi’átt fyrir allt þetta aldrei staðið með meiri hlóma, en 'einmitt nú, en hægt er með viðeigandi ráðstöfunum að ’ tryggja afkomu almennings til langframa, eða að gera allt að engu mcð aðgerðaleysi. Skilji almenningur nauð- 'syn þess, að úr verðþenslunni verði að draga, er senni- 1 legt að allar framkvæmdir reynist auðveldari, en verið liefur allt til þessa, enda sennilegt að menn vilji taka á 'sig einhverjar byrðar í jiví augnamiði, gangi eilt yfir alla í því efni. Islénzk verzlunarstétt hefur sýnt, að hún mun ekki bregðazt skyldu sinni í þessu efni, og hefur þó verið ’meir að henni kreppt, en nokkurri stétt annarra, einkum 1 síðustu mánuðina. 1 Umfangsmiklar framkvæmdir á sviði útvegs og iðnað- ar hafa sogað lil sín megnið af því fjármagni, sem lána- stofnanir í landinu hafa yfir að ráða, og hefur þetta bitnað 'jninglcga á verzluninni, en afleiðingar jiessa eru ekki cnn séðar nema að óverulegu l.eyti. Fjárskortur háír verzl- 1 uninni nú jiegar, en af þ,ví hefur þjóðin í licild beðið beint 'og óbeint tjón. Gjaldeyrisleyfi eru af skornum skammti, ,'eh jafnvel þótt mferin hafi slík leýfi í höndum og öll ])lögg vegna vörukaupa, fá þeir ekki greiðslur yfirfærðar og standa svo í vanskilum við erlcnda framleiðendur. Hefur svo mjög kveðið að slíkum vanslcilum, að erlend 1 blöð hafa varað menn við viðskiptum við Island og ýmsir erlendir seljendur krefjast að vörur verði endursendar, ' som þegar eru komnar hingað til lands. Shkar aðfarir stórspilla áliti íslenzkra kaupsýslumanna erlendis og skaða ' þjóðin í heild. Þótt óvænlega horfi eins og sakir standa, verða menn að lifa í þeirri von að fram úr jiessu rælist fyrr enn varir. ' Er það undir okkur sjálfum komið hversu til leksl og hafa þar allar’ stéttir sí'num skyldum að gegiia, en heilbrigð viðskipti inn á við, sem út á við verður að tryggja í framtíðinni. - MINNING AM □ RÐ - • / yan onaóóon LÆKNIR í gær var trl moldar borinn einn af stofnendum skáta- Kristján Jónasson, læknir, en I félagsins á Sauðárkróki og hann andaÖist á mjög svip- tók mikinn og virkan jrátt legan liátt á heimili sinu að-j i félagsstarfinu. Hann varð' faranótl sunnudagsins 27. þ. strax foringi, enda vel til m. Svo sviplega og lirapallega foringja fallinn. Og vil eg bar dauða hans að höndum, | fyrir hönd hans gömlu skáta- að eg get varla trúað þvi, að félaga, þakka honum innilega jjetta sé svo, en þó er veru- leikinn svo rcgilegur. Mér datt ekki í hug að eg væri að taka i höndina á honum í siðasta sinn, er eg kvaddi hann fám dögum áður, er eg leit inn til hans. Hann var þá hress og kátur, eins og hann var ávallt. En Kristján var sérstaklega glaðvær að eðlisfari og var j)ví ávallt ánægjulegt að vera með hon- um. Öllum jiótti vænt um hann. Hann vakti hvarvetna á sér athygli vegna glæsi- mennslcu og ljúfmannlegrar framkomu. Kristján var f r j álsmannlegur, enda íj)róttamaður góður, en hann lagði þó sérstaka rækt við sundíþróttina, enda náði liann þar góðym árangri í stíl og hi-aða. Eg átti því láni að fagna, að mega telja mig vin Krist- jáns, og eg minnist margs frá samverustundunum. Frá uppvaxtarárum okkar á Sauðárkróki, frá ferðalögum I víða um Norðurland, frá 1 gönguferðum um fjöll í Skagafirði, frá skátastarfinu og frá hans yndislcga lieimili, Alll þetta rifjast upp fyrir mér og eg minnist Kristjáns, sem góðs vinar og félaga og fyrir samverustundirnar. án liefir nú verið kallaður „heim“ til liærri j)jónustu, en mjög svo gjarn- an hefðum við viljað liafa hann lengi ennþá á meðal olckar. Með Kristjáni er fall- inn góður niáður, sem öllum vildi rétta lijálparhönd, Góð- ur maður í þess orðs bezta skilningi. Kristján lauk stúdentsprófi frá Akureyri 1931 með fyrstu einkunn, en kamlidatsprófi i læknisfræði lauk liann við Iláskóla íslands í maí 1941, einnig með fyrstu einkunn. F ramhaldsnám slundaði gcðs skáta. — Kristján var Kristján vestur i Ameriku um nokkúrf skeið og hlauf; þar mikla og verðskuldaða viðui'kenningu.fyrir störf sín. Hann kom hingað lieim á s. I. hausti og opnaði lækninga- stofu hér i bæ. Og hefir haun gert nokkura merkilega upp- skurði, sem ekki hafa venð framkvæmdir hér áður. En sérgrein hans var fæðingar- hjálp. Mátti vafalausl telja Kristján einn af færustu sér- fræðingum i sinni grein. Enda jukust vinsældir hans og álil með degi liverjum. Svo það er ekki einungis, að hér sé fallinn góður maður, við liöfúni lika niisst cinn af færustu Iæknum voruin. En okkai' litla þjóðfélag má ekki við því, að missa sína beztu ■ menn, sem eru að byrja lifs- starf sitt. Kristján var maður á bezla aldri, aðeins 33 ára. Fæddur 'á Sauðárkróki 12. maí 1911. Hann var sonur Jónasar læknis Kristjánssonar og konu lians, Hansínu Bene- diktsdóttnr, sem nú þurfa að bera þann þunga kross, að fylgja einkasyni sínum síð- asta áfangann. En minningin J um góðan son mun vera þeim mikil huggun. | Kristján var kvæntur Önnu Pétursdótur, frá Siglu- firði, hinni ágætustu konu, og áttu þau tvö börn, son og dóttui’, sem nú liafa vcrið svipt ástrikum eiginmanni og föður. Og vil eg biðja þann, 'sem öllu stjórnar, að styrkja | ástvini lians í þeirra miklu sorg. . Að endingu, Kristján, vil eg senda þér mina hinstu kveðju, og eg mun ávallt minnast þin kæri vinur. —- Þakka þér fyrir allt. Véi’tu sæll. Franch Michelsen. BGRGMAL Dýr bær. Húsfreyja í Vesturbænum hefir skrifað mér bréf þaö, sem hér fer á eftir: „Bogari, sem aö undanföfnu hefir skril’aö J nokkrum sinnum í Vísi um I Ijæjarmálefni og nauösynina á sparnaöi í rekstri bæjarins, á þakkir skiliö fyrir skrif sín. Aö visu tekur hann ekki til mcöferðar nema litla „pósta“, en um það er ekki aö íást — margt smátt gerir eitt stórt, segir máltækið (eöa safnast, þegar saman kemur.) Gatnagerðin. En borgari mætti gjarnan taka sitthvaö annaö lil athug- unar, en þessa skrifstofu mennsku bæjarins, sem hann hefir verið að tala um. Hvernig væri, að hann tæki sér göngu- för um bæinn einhvern góðan dag og. athugaði, hvernig unn- iö er aö gatnagerðinni sums jStaöar. Eg segi ekki alls staðar, því aö eg þelíki ekki nema'sára- fá dæmi og eg vil ekki hafa neinn .Lyrir raugri sök. Hjá Elliheimilinu. En mér datt í hug í gær, það er á miövikudaginn, að þá heföi borgari góöur átt að vera á ferð vestur hjá Elliheimilintr. Þá hefði hann fengiö aö sjá vinnu- brögö, sem segja sex, því að frnm eftir deginum var ákaf- lega lítið unnið þar, en þar er nú verið að gera við gangstéttir. — — Annars er það broslegt, þegar menn halda, aö þeir græði á því, þegar þeir fara sér hægt í einhverri vinnu, eins og til dæmis hjá bænum. Hver sem svikur bæinn, er jafnframt aö svíkja sjálfan sig. Hann finnur þaþ i hækkandi útsvörum." Hugsun, sem koma þyrfti inn. Þessu —• aö hver sem svíkur bæinn, svíkur sjaTfa'if sig’ — þyrfti að kma inn ^ hjá öllum bæjarbúum, ekki bæuum, heldur yfirleitt öllum, j því aö það mun vera fátt, sem hve,r einstakur borgari gerir, sem hefir ekki á einhvern hátt áhrif á pyngju bæjarins — pg borgaranna. Það græöist yfir- leitt harla lítið á að svíkja, hver sem fyrir svikunum verður og þótt þau kunni að þykja borga sig í svip. Vinnuafköst manna. En úr því aö farið er aö rabba um vinnuafköst, langar mig til að minnast á ummæli ,,S. Ó.“ í. bréfi frá honum til Bergmáls í vetur. Maöur þessi hefir -— svo að eg veit — lengi haft uinsjón með allskonar vinnu, oft fjöl- margra manna, svo að hann veit hvað liann syngur. Hann kvað upp þann dóm, að nær allir þeir, sem byrjuðu að vinna í setuliðsvinnu, hafi orðið vand- i'æðagripir til starfa. Þeir læröu ekki að vinna þar heldur aö Slæpast og S'. 'Ó. 'gérir mikinn greinarmun á þeim og hinum, sem læröu að vinna fyrr og jafnframt vel og dyggilega. Eg held, að hann hafi á réttu að standa.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.