Vísir - 30.10.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 30.10.1947, Blaðsíða 4
4 V í 5 ;I R Fimmtudaginn 30. oklóber 1947 VBSIR D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VÍSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Ötímabærar kröfur. ■|*vær stéttir manna liafa séð ástæðu til að gera verkfölí, * til þess að knýja fram kjarabætur sér til handa. Eru það járniðnaðarmenn og klæðskerar. Rökin fyrir slíkum tiltektum, eru aðallega þau, að aðrar stéttir njóti betri kjara, hafi fengið kauphækkanir á síðasta vetri, meðan^ menn héldu enn þá að stríðsveltan og stríðsgróðinn yrði varanlegt fyrirbrigði í þjóðfélaginu. Þessir aðilar hafa enn ekki gert sér ljóst, að tímarnir eru breyttir, — svo breyttir að liggur við stöðvun alls athafnalífs. Járniðnaðarmenn starfa beint eða óbeint í þágu út- vegsins. Þessir menn eru, sem aðrir þegnar þjóðfélagsins, alls góðs maklegir, enda er vinna þeirra að sumu leyti erfiðaðri og áhættusamari en gengur og gerist í öðrum atvinnugreinum. Skilyrði fyrir fullnægjandi afköstum af þeirra hálfu, sem og viðhlítandi verðlagi, er að þessir menn ráði yfir fullkominni tækni og heppilegum starfs- skilyrðum að öðru leyti. Hvorugu þessu er fyrir að fara, ef borið er saman við fullkomnar skipaviðgerðastöðvar erlendis. Af þessu leiðir aftur að vinnan verður dýrari, en hún þyrfti að vera, alveg án tillits til hvort iðnaðar- mennirnir sjálfir eiga sök á þessu eða ekki. Mergurinn málsins er hinsvegar sá, að það, sem gera mátti að meinfangalitlu í fyrra, verður ekki gert í dag, án stórfellds tjóns fyrir þjóðfélsvgið í heild. Eigi járn- iðnaðannenn rétt á kauphækkun, samanborið við aðrar stéttir, hafa þeir sett kröfur sínar of seint fram, eða „misst af strætisvagninum“, með öðrum orðum. A mikl- um vellutímum er eðlilegt að kaupgjald sé samræmt upp á við, en á krepputímum verða menn að sætta sig við að það sé samræmt niður á við. Þetta er einfalt lögmál, sem styðst við auðsæjar staðreyndir og ætti ekki að þurfa að útskýra nánar fyrir hugsandi mönnum. Velji menn krepputíma til verkfalla í því augnamiði að knýja fram kjarabætur, kernur þeim það sjálfum í koll. Þeir njóta ekki þeirra samúðar af hálfu almennings, sem þeir ella myndu njóta, með því að kröfur þeirra þykja ósanngjarnar, jafnvel þótt réttlæta megi þær með samanburði við launakjör annarra stétta. Slík verkföll geta einvörðungu miðað að niðurrifi eða reynzt hrein- ræktuð skemmdastarfsemi, en kjarabætur leiða þau aldrei af sér, nema að síður sé. Verkföllin leiða aftur af sér beint og óbeint tjón fyrir atvinnurekendur og launþega, sem seint verður unnið upp og ef til vill aldrei. Jafnvel þótt kauphækkanir eða kjarabætur fengjust fram, myndi slikt hefna sín í ótryggari og minnkuðum verkefnum. Beri útvegurinn sig ekki, eins og sakir standa, gerir hann það þeim mun síður, sem meiri reksturkostnaður hleðst á hann, og verði honum mn megn að halda skipum sínum sómasamlega við hljóta þau að grotna niður. Ómöguleiki er engin skylda, en það lögmál gildir jafnt í þessu efni, sem öðrum. Þær stéttir, sem nú eiga í verkföllum, verða að sjálf- sögðu að horfast í augu við þá staðreynd að kauphækk- anir eiga ekki rétt á sér, enda munu þær ekki fást fram, þótt kaupgjald megi vafalaust samræma niður á við, samkvæmt kröfum þessara manna. Báðar ofangreindar stéttir lúta forystu kommúnista og njóta því enn minni samúðar, en þær ella myndu gera. Þetta verða þeir menn að skilja, sem verkfallsréttinum beita og geta ekki harmað örlög sín né barmað sér frammi fyrir alþjóð, þótt illa fari. Auðvelt hefði verið að varast slík viti, ef þessir menn hefðu fylgzt sæmilega með því, sem fram fer og er að gerast umhverfis þá, hér á landi, sem annars staðar. Þótt varað sé við slíkum verkföllum að þessu sinni, er það frekar gert af umhyggjusemi, en andúð gegn þeim, sem efnt hafa til þeirra, og hafa látið stjórnast af áj-óðri kommúnista, sem eru ógæfusamlegir leiðtogar og óheilla- fuglar, hvar sem þeir koma nálægt. Kommúnistar geta gert ótímabærar kröfur sér að skaðlausu, en það geta atvinnustéttirnar ekki, án þess að undan svíði. SJÖTUGUR í DAG: Próf. Matttiías Þórðarson. Þegar það heyrðist í út-| varpinu, að próf. Matthías Þórðarson væri að láta af embætti seni Þjóðminjavörð ur, þá varð ýmsum fyrst á munni sú spurning, livort nokkuð hefði komið fyrir Matthias eða hvort hann hefði snögglega misst heils- una, því að á liinu eru menn ekki enn búnir að átta sig, að embættismenn verði að láta af störfum í fullu fjöri og við svo g'óða heilsu, sem Matthías á enn að fagna, þótt liann eigi nú sjötugsafmæli í dag. Já, það er sízt að furða, þótt menn eigi erfitt með að hugsa sér Þjóðminjasafnið og próf. Matthías Þórðarson sem aðskilin hugtök, að síð- arnefnduin heilum og lif- andi, enda kann nú að vera, að í þessu tilfelli muni tengslin ekki slitna alveg fyr- ir það, þót lög mæli svo fyr- ir, að islenzkir embættis- menn skuli láta af starfi við sjötugsaldur. Allur almenningur, sem og \ sjálf stjórnarvöldin, finna tilj þess, að einmitt*nú, þegar að því kemur, að konia safn- inu endanlega á laggirnar í nýjum og véglegum húsa- kynnum, þá megi sízt vera án starfskrafta þess manns, u sem varið hefir ævistarfi sinu til uppbygginagr þessa ómetanlega minnisvarða þjóðmenningar vorrar. Og liverjum mundi þjóðin líka betur unna að setja kórón- una á þetta verk, en éinmitt sjálfum aðalhöfundi þess. Próf. M. Þ. köm að safn- inu árið 1907, eða fyrir 40 árum, um likt leyti og ný lög voru sett um skráningu fornminja og stofnun sér- staks embættis Þjóðminja- varðar. Áður var safngæzlan í höndum ýmsra manna sem aukastarf, en nú var Matthí- asi falið það sem aðalstarf. Varð það brátt að ahnennu orðtæki, að þar væri kom- B E Ekki ei' öll vitleysan eins. ,,Sjálfstæöismaður“ hefir rit- að Bermáli bréf og gert aS um- talsefni hin stórfuröulegu skrif, scm kommúnistablaöið hér í bæ hefir birt undanfariö í sam- bandi viö þá ákvöröun dóms- málaráðherra aö synja trúöleik- urum um dvalarleyfi hér til skemmtanahalds, eins og nú er komiö gjaldeyrismálum þjóöar- innar. —, Bréfiö hljóöar svo: „Flestum sæmilega sanngjörn- um mönnum mun finnast á- kvörðun ráðherrans, um að banna skemmtanahald trúöa, eölileg, eins og nú er ástatt. Munu fæstir leggja á það-trún- að, aö hinir erlendu skemmti- kraftar komi hingað af ein- skærri vinsemd og vilji ekki fá neitt íyrir snúö sinn og vissu- lega er gjaldeyri okkar betur varið til margs annars en slikra „skemmtana“. „Kynþáttahatur“. Þó kastar fyrst tólfunum, er kommúnistaræksnið fer að brigsla dómsmálaráöherra um kynþáttahatur vegna þess, að blökkumannahljómsveit fær ekki að koma hingað til lands, eins og ráðgert hafði verið. Telur blaðið, að bann þetta verði ekki skilið á annan veg, en að ' Bjarni Benediktsson sé RG ----------- haldinn ofboðslegu kynþátta- hatri, sem einkum birtist í full- um fjandskap við blökkumenn. Nú getur hver meðalgreindur maöur séð, hversu heimskuleg- ar slikar fullyrðingar eru og því raunar ástæðulaust aö ræöa þær á prenti í viðlesnu dag- blaði. En það er gert til þess, að mönnum geti oröið enn ljósari lítilmannlegar bardagaaðferöir hinna „þjóðhollu“ manna, sem að skrifum kommúnistablaðs- ins standa. Hver trúir þessu? ITvers vegna eru þessir mann- garmar, sem fylla dálka „Þjóð- viljast", aö bera slika firru á borð fj’rir almenning? Halda þeir í alvöru, að óspillt fólk leggi trúnað á slíka fjarstæðu? Ekki held eg það. En skrif, sem þessi, eru af .sama toga spunnin og fullyrðingar kommúnista um, að rikisstjórnin vinni að því vitandi vits að koma á atvinnu- leysi í landinu og rýra lifskjör almennings. Hvaða hagur gæti stjórninni veriö að því, að leiöa atvinnuleysisbölið yfir þjáðina? Heimskan og ósvífnin í slíkum skrifum er alveg dæmalaus. Skýtur skökku við. Kommúnistablaðið hefir öðr- um þræði verið að reyna að lauma því inn hjá almenningi, inn „réttur maStir á rétían stað“, og hefir það orðtæki 'haldizt síðan. Því að öllum hefir verið ljós sú nákvæmni og samvizkusemi, sem Mattli. hefir jafnan sýnt við starf sitt, er fólgið var, ekki að- eins í skráningu og söfnun fornminja, sem um skeið kráfði mikil ferðalög um alit landið,, heldur og röðun munanna og sýningu á þeim, að ógleymdu geysimiklu við- gerða- og viðhaldsstarfi, við hin þröngu skilyrði. sem all- ir þekkja. Þar til er ráðizt var í liina nýju safnbygg- ingu, voru fjárveitingar til safnsins jafnan mjög skorn- ar við nögl, og má þá nærri geta, hvers virði öll liin per- isónulegu liandtök Mattliias- ar liafa verið, til varnar því, að mölur og ryð fengi grand- að liinum dýrmætu safn- munum. Ferigi hann nú upp- bót fyrir alla sína eftirvinnu, næturvinnu og sunnudaga- vinnu, eins og slíkt er nú metið, mundi það vera dá- laglegur afmælisglaðningur og koma sér vel. Því að ekki liefir Malthías „spunnið gull- ,ið“ um dagana, og fráleitt, 'að hann hafi fengið sína uppbót i stórum stríðsgróða- lilut. I ýmsum tilfellum, þar sem skortur er á embættis- mönnum, svo sem er t. d. um presta, liefir verið gefin framlenging á starfstíma til Framh. á 3. síðu. ÁL aö núverandi stjórnarvöld væru aö vinna aö því, að bandarísk áhrif yröu sem mest á þessu landi. Nú kveðitr viö í öörum dúr, er bandarískri jazzhljóm- sveit er neitaö um aö koma hingaö. En aö þessu sinni er hér um blökkumenn aö ræöa, og því hefir þótt sjálfsagt á ritstjórnarskriístofu kommún- ista, aö gera úr því „kynþátta- ofsókn“. Heföi í íyrstu mátt ætla, aö kommúnistablaöiö yröi fegið því, að bandarískir þegnar og tónlistarmenn, „trúðar“, eft- ir atvikum, fengju ekki að sýna lisir sínar hér. En svo er ekki. Nú finst ritsnápumkommúnista. blaðsins utanrikisráöh- liggja vel viö höggi og þvi sjálfsagt aö hefja árásir á hann í sam- bandi við þetta, árásir, sem telja verður algerlega ómak. legar.“ Sammála. Eg er sammála „Sjálfstæöis- manni“ í bréfi hans. Almenn. ingur mun vafalaust fordæma skrif sem þessi og telja aö betur heföi verið heima setiö en af staö fariö. Slík skrif eru heimskuleg og munu falla ó- merk. En látum vera, aö þau séu heimskuleg. Þau eru í meira lagi rætin í þokkabót og það er öllu verra.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.