Vísir - 12.12.1947, Blaðsíða 4

Vísir - 12.12.1947, Blaðsíða 4
4 VISIR Föstudaginn 12. desember 1947 ‘WXSX1& DAGBLAÐ Útgefandi: BLAÐAÚTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan li.f. Sigrnðu báðir? BlindraheimiKð verður reist í Garðahverli. Híklð hefir boðið förðlna Háfei'g s þesso skyni. Járniðnaðarmannadeilan er leyst, en sættir tókust fyrir milligöngu sáttasemjara ríldsins, eftir að verkfall hafði staðið í tæpa tvo mánuði. Kaupdeila þessi er fyrir ýmsar sakir merkileg og margt má af henni læra. Járniðnaðar- menn höfðu farið fram á kr. 170.00 í grunnkaup á viku, í stað kr. 158.00, en þeirri kröfu sinni fengu þeir fram- gengt. Smiðjurnar fengu nokkra tilhliðrun af liálfu járn- iðnaðarmanna, að því er varðaði matmálstíma, álcvæðis- vinnu og Joks samningá við járnsmíðanema. Báðir Iiafa þannig fengið nokkuð fyrir snúð sinn, — eftir tveggja mánaða þóf. Hitt er aftur annað mál, hvorl þessir aðilar hafá riðið feitum hesti af vigveÍHnum. Járnsmiðir hafa tapað tveggja mánaða kaupi, að frádregnu nokkru gjafafé, en smiðj- urnar hafa staðið auðar og tómar á sama tíma, án nokk- ui's ágóða eða afrakstrar af starfsemi sinni eða fjármagni. Járniðnaðarmenn vinna launatap sitt vafalaust upp á nokkrflm árum, en hvort smiðjunum tekst að vinna upp tap sitt, beint og óbeint, er allsendis óvíst. Að því er bezt verður greint hófst vinnudeila þessi með því, að járniðnaðarmenn sögðu upp samningum, og átti samningstíminn að renna út 15. september. Að sam- komulagi varð að verkfalli var frestað til 15. októbér, en með því að þá höfðu sættir enn ekki tckist, var verk- falliiiu skellt á og bitu báðir aðilar í skjaldarrendur. Járn- iðnaðarmenn seltu krpfur sínár um kauphækkun fram þegar í upphafi, en smiðjurnar þóttust ekki geta orðið við þeim, með því að í rauninni væru ])ær þegar reknar með halla, en að sjálfsögðu ykist sá lialli verulega, nema því aðeins að þeim yrði heimiluð aulcin álagning í sam- ræmi við hækkað kaup, en til þess voru engar líkur taldar og þar stóð hnífurinn í kúnni. Allar samningaumleitanir reyndust árangúrslausar í upphafi. Menn munu almennt hafa litið svo á, að kröfur járniðnaðarmanna væru ótímabærar, ef ætlun ríkisstjórn- arinhar og löggjafans væri, að hefjast handa í baráttu gegn vaxandi verðbólgu, — sem flestir munu telja nauðsyn til að gert verði. Kunnugir munu einnig telja að útvegur- inn geti ekki borið þyngri viðhalds og viðgerðakostnað, en á honum hvílir þegar, þótt kauphækkanir og aukin álagning komi þar ekki til greina. Landssamband íslenzkra útvegsmanna hefur látið í té skýrslur, sem virðast sanna, að smábátaútvegurinn allur sé rekinn með stórfelldu tapi, en stærstu og* nýjustu botnvörpungar beri sig einna bezt. Mcgi byggja á skýrslum þessum, sem verður að telja vafa- laust, sýndust kauphækkanir og aukin álagning ekki eiga nokkurn rétt á sér, nema því aðeins að útgerðarmenn yrðu að leita til erlendra skipasmíðastöðva og atvinnuleysi járniðnaðarmanna að aukast hér heima fyrir. En hvað skeður? Kröfur þær, sem taldar voru allsendis óeðlilegar i upphafi erú samþýkktár eftir tveggja mánaða þóf, og auknar álögur lagðar á þann aðilann, sem sízt skyldi, — útveginn, sem l)erst i bökkum, eða er rekinn með stórfelldu lápi. úrlaúsii deilunnar er furðuleg, eink- um af því að til hennár virðist hafa verið stofnað, algjör- lega að óþörfu. Hafi verið rétt að semja nú á þeim grund- velli, sem gert var, hefði vafalaust vferið öllu réttara að gera ]iað þegar í upphafi. Deiluefni virðist í rauninni ekki hafa verið fyrir hendi, þótt af því leiddi tveggja mánaða aðgerðaleysi, sem skaðaði útveginn og þjóðina i heild, en þó deiluaðila mest. Áriægjulegt er að sættir hafa tekizt og atvinnufriður í’íkir nú um stund í landinu. En hversu/lengi svo? Hve- nær hefst aftur verkfall „til lagfæringar og samræm- ingar“? Þeir spyrja, sem ekki vita. En hvernig væri þá, ef verkfall járniðriaðarmarina réyndist eftirsóknarvert for- dæmi? Ekki er ólíklegt að svo verði. Báðir aðilar telja "sig vafalaust hafa sigi'að í deilunni. Þjóðin hefur tapað, — ])að er víst, — en svo luinna að finnast fleiri aðilar, sem ekki geta hrósað verulegum afrekum í vinnudeilu þess- ari, úr því að lausnin sýndi a, forðast mátti frá upphafi fjónið og óþægindin, sem af henni Ieiddu. ... Á aðalfundi Bhndravina- féla'gs Islands, sem haldinn var s. 1. mánudagskvöld, skýrði formaður félagsins, Þórsteinn Bjarnason frá því að væntanlegt blindra- heimili myndi verða reist að Háteigi í Garðahverfi. Háteigur er næsta jörð við Garða og er þangað ekki nema 20 mínútna akstur liéð- an úr bænum, en miklu styttra frá Hafnarfirði. íslenzka ríkið hefir boðið þessa jörð til ábúðar og að þar yrði reis.t blindraheimili. Er það vcl fárið því fullyrðá má að Háteigur er slaða hentugastUr fvrir blindra- heimili, þeirra sem um liéfir verið að ræða hér i nágrenni bæjarins. Á jörðinni eru 7 hektarar ræktaðir, en landið alls all- miklu stærra. Bygginga- framkvæmdir verða hafnar eins fljótt og tök eru á og fjárfestingarleyfi hefir feng- izt. Félagið á nú um 390 þús. lci'. í byggingasjóði, en auk þess á það tvær húseignir hér í bænum. Myndi önriur þeirra verða seld til ágóða fyrii' blindraheimilið, þegar byggirig ]iess liefst. ððnriiKii fil ársiias 1944 keyptur til Stórhýsi og smáhýsi. Enn er ekkj fullráðið um byggi ngarf yrirleo mulag en sennilega verður þó horfið að þvi ráði að hafa eitt stór- hýsi sem einskonar miðstöð, en liyggja síðan sriiáhýsi fyr- ir íbúðir hinna blindu. í að- albyggingunni verður vinnu- stöð, eldliús og matsalur, samkomusalúr o. s. frv. í sambandi við blindraheimilið er gert ráð fyrir búrekstri. Teikning liefir enn ekki verið gerð af blindraheimili þessu, en Hörður Bjarnason sldpulagsstjóri liefir lofað að gera liana. Þörfin fyrir blindraheimili er orðin mjög aðkallandi, því að blindrastöðin í Ingólfs- stræti 16 fer með öllu ófull- nægjaiúíi, enda 'ékk'i byggð með það fyrir augum að þar yrði vistheimili blindra. | Margt blint fóllc vcrðui' að búa 'lringað og þangað i bænum, | hjá vinum og vandamönnum, og enda þótt aðlilynning sé góð býr fólk þetta yfirleitt nauðsvnleg eru blindum. þurfa fyrir blinda. ilró komsna .ekki á hárinu. Vopnasmiðurinn Fritz Mandl — sem kvæntur var Hedy Lamarr fyrr á árum — hefir veri ðfyrir rétti í Buenos Aires, þar sem hann er ,bú- settur. Kærði kona lians, Herta Schneider, greifafrú, Mandl fyrir líkamsárás og meiðing- ar, að hann liefði dregið liaria á hárinu um ibúð þeirra (sem er mjög stór)_ Mandl var sýknaðúr. Fræðslumálastjórnin hefh' fengið 50 eintök af Óðnum til ársins 1944 eftir Eggert Stefánsson á grammófón- plötum, sem ætlaðar eru til kennslu í skólum landsins. Eins og kunnugt er talaði Eggert Stefánsson söngvari óðinn til ársins 1944 inn á grammófónplötu vestur i Ameríku, þegar hann var þar siðast. Af þessari plötu voru aðeins gefin út 500 eintök, í stað þess að venjulega er liver upptaka franxleidd i þúsund- um ef ekki iriilljónuin ein- taka. Þessi grammófónplata kemur því til með að vei’ða sjaldgæf# Óðurinn til ársins 1914 er saminn í mikilli stemnidgu og upptakan er ágæt. Nokk- ur eintök af honum vei'ða seld fyrir jólin í Hljóðfæ.ra- verzlun Sigriðar Helgadóttur og má benda á þelta sem sér- stæða jólagjöf, sem mörgum mun þykja gaman að. Auk þess sem íslenzkir skólar hafa fengið Óðinn til notkunar við kennslu, fékk einnig Linguaphone í New Yorlc allmörg eintök, sem dreift var meðal amerískra háskóla. Oxfordháskólinn hefir einnig fengið eintak af Óðnum á grammófónplötu í sambandi við kennslu. Tóbaksdósir, sem Loðvík 15. átti á sinum tíma, voru tim daginn seldar á uppboði í Bretlandi fyrir 620 guineur ■-eða ca. 18.000 kr. BERGMAL Svarar hílstjóra. Fyrir nokkuru birti eg bréf frá atvinnubílstjóra — fólks- bílstjóra — sem taldi, að bif- reiðárstjórar væru miklum rangindum beittir, þar sem þeir réöu ekki á bva'öa tíma þeir nota benzínskammt sinn, þ. e. hvórt þeir aka um nætur e'5a daga og þeir megi alls ekki nota bílinn í eigin þágu, ef þeir eiga ekki næturvörö, hversu mikið sem vi'5 liggur. Nú hefir mér borizt bréf frá „Sig. t J.“, sem svarar bílstjóranum, en bréfiö er svo langt, aö eg get aöeins tekiö. aöalatriöin úr því. „Hver er alfrjáls?‘‘ Sig. J. segir m. a.: „.... í þessu sambandi langar mig til aö spyrja þenna bílstjóra, sem hneykslast svo jnjög á ]>vf, :aö, skorður skuli reistar viö .tak,- markalausum næturakstri, hvort hann þekki nokkura stétt hér á þessu landi, sem sé al- frjáls, geti gert allt, sem hana lystir ? Eru ekki hömUtf og tak- markanir í öllum áttum, á bíl- stjórum, kaupmönnum, verka- mönnuni, sjómönnum og þar fram eftir götunum? Misnotkun hjá sumum. Sannleikurinn er sá — og bíl- stjórinn játar þaö vaíalaust í hjarta sínu — að margir menn mundu ekki hugsa um annað en næturakstur, ef þeir mættu ráða á hvaöa tíma þeir aka. Þá er takstinn hærri og oft um lengri* „túra“ að ræða, en um daga, því flestir næturfarþeg- arnir eru fólk, sem er að koma a'f allskonar skemmtunum, venjúlega viö skál og lmgsar lítt um þaö, hvernig það ver fé sínu. En eg vil taka þaö frani, að-aðrir bílstjórar vilja síðyr en svo standa í miklurn nætur- akstrif því aö pilarnk getarwerý •i. . ‘in i iíi 'u;o'/,í.Gb'/ 6 iö ems og svinasfia eftir ema nótt, Jiegaf fylHlt:o'tiun‘) eHékið tímunum saman. Má finna þaö af lyktinni í sumum. Óþarft flakk um nætur. Nei, mér finnst sjálfsagtyaö þarfir bæjarbúa sé látnar sitja í fyrirrúmi í þessu efni — það veröi að sjá svo um, að benzíni sé ekki eytt í óþarfa flakk um nætur. Hitt er svo annað mál, að það getur verið mjög baga- legt, að bílstjórum skuli bann- að að nota bíla sína í eigin þarf- ir um nætur. En í því efni hlýt_ ur nauðsyn að brjóta lög og yf- irvöldin verða aö taka tillit til slíks, er sannanlegt reýnist. Lögreglan hafi bíla. 'Svo að endingu þetta. Mér finnst að lögreglan ætti að hafa á hendi einskonar bílamiölun aö næturlagi, liafi nokkura bíla til taks, sein hægt sé að ljá mönnum, sem nauðsynlega þurfa á bíl að halda, t. d. að Jfaraú apótek. Það er t. d. ekkert gainan ,^þ0veröa að ganga inn- an úr Kleppsholti eftir meðul- um og til b^ka aftur. En það er nú öðrum að kenna, að apótek gkuli ekki komin í úthverfin og læt eg hér staðar- numið.“

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.