Vísir - 09.06.1948, Side 4

Vísir - 09.06.1948, Side 4
4 V I S I R Miðvikudaginn 9. júni 1948 irfisiR DAGBLAÐ Otgefandi: BLAÐAOTGÁFAN YISIR H/P. Ritstjórar: Eristján Guðlaugsson, Herstemn Pálaswa. Skrifstofa: Félagsprentsmiðjunni. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm linnr). Félagsprentsmiðjan hjf. Lausasala 50 anrar. í dag er miðvikudagur 9. júni. Eru þá liðnir 159 dagar af árinu, en 207 eftir. Sólin kom upp kl. 3.11 í morgun, en gengur til viðar kl. 23.44 í kvöld. Sjávarföll. Árdegisflóð var í Reykjavík kl. „Nokkiar raddii". I ÓHANN HAFSTEIN, bæjarfulltrúi, sem mest berst fyr- ir því að hafa síldariðnaðinn nálægt miðbænum, sagði í útvarpsræðu á sjómannadaginn, áð „nokkrar raddii*“ hefði heyrst gm.það að Rpykjavík væri „of fía'Mil þé^s að hafgt jSÍldai’Ygr.lesmiðjiiiri í höfninni og i Örfirisey. . jj { Af því að bæjarfulltrúanum virðist ekki kunnugt um áþt almennings i þessum efnum, mætti skýra honum frá, að það eru ekki „nokkrar raddir“ sem álíta, að síldar- bræðslurnar eigi ekki að vera í höfninni. Það er megin hluti bæjarbúa sem vill ekki hafa þær þar. Hér er ekki um það að ræða, að hindra að þessi iðn- aður komist á fót. Heldur hitt, að koma vitinu fyrir þá menn, sem halda að slikur iðnaður geti ekki þrifist nema liann standi nokkra faðma frá miðbænum. Það er heldur kaldranalegt af þeim mönnum, sem stjórna bænum, að tála um það, að Reykjavík sé ekki of „fin“ til þess að liafa síklarbræðslurnar í höfninni, því allir viti að bærinn eigi sjávarútveginum þroska sinn að þakka. Reykvíkingum þykir vænt um bæinn sinn. Hann er að vísu ekki eins „fínn“ og skyldi, meðal annars vegna þess, að bæjarstjórninni hefir ekki enn tekizt að útrýma einni verstu plágunni — göturykinu. En hann er of „fínn“ til þess að hann sé fylltur með óþef — jafnvel þótt sá óþefur komi frá síldariðnaði. Einu sinni var talið eðlilegt að hafa kúabú í miðjum bænum til þess að bæjarbúar gæti fengið mjólk. Margir héldu því fram, að þetta væri nauðsyn og þess vegna væri ekkert við þvi að segja, þótt forarlyktin fyndist sums staðar í bænum. En að lokum urðu bæjarbúar.svo „fínir“, að þeir fluttu fjóshaugana úr bænum og liefir víst eng- inn orðið var við mjólkurskort af þeim sökum. Nú eru vist allir komnir á þá skoðun, að ekki sé nauðsynlegt að hafa mykjuhauga og forarlvkt í bænum, til þess að bæjarbúar geti fengið mjólk. ' Eins er það með sildariðnaðinn. Engin nauðsyn er að hafa verksmiðjurnar í hjarta bæjarins til þess að liægt sé að stailfrækja þenna atvinnurekstur. Utan við bæinn er nóg landrými fyrir síldarverksmiðjur, hversu miklar sem þær þurfa að vera. Mikill misskilningur er það hjá háttvirtum bæjarfulltrúum, ef þeir hyggja, að það sé skilyrði fyrir blómlegum síldariðnaði hér sunnanlands, að bæjarbúar verði að þola grútarlykt 5—6 mánuði ársins. Ef bæjarbúar eiga að kafna í slíkum óþef næstu árin, þá er hætt við að bæjarfulltrúarnir kafni í einhverju öðru en vinsældum kjósendanna. Á tréfótum. ' 4 ' JJÉR Á LANDI hefir á síðari árum risið upp nýtt vald — nofnda-valdið. Það er að drepa alla viðleitni og framtalc einstaklinganna vegna þess að þeir mega ekk- ert aðliafast nema spyrja nefndirnar um leyfi. Kvartan- ir manna beinast nú mest að störfum Viðskiptanefndar og Fjárliagsráðs. Þessar tvær nefndir eru valdamestar allra nefnda og fjöldi manna þarf margt til þeirra að sækja. En ef dæma skal eftir almannarómi, þá gengur margt á trófótum hjá þessum nefndum. Verzlun, iðnáð- ur og allskonar starfræksla fær ekkert að vita vikum og mánuðum saman um það, hvort þessar stéttir og aðrir aðilar fái nokkurn innflutning til þess að halda uppi starfrækslu sinni. öll afgreiðsla er mjög þunglamaleg. Viðskiptanefndin gefur lítil sem engin svör vegna þess að Fjárhagsráð gefur henni engin fyrirmæli. Þegar nefnd- in hefir viðtalstima byrja menn klukkan sex á morgn- ana að taka sér stöðu utan við dyrnar, til þess að komast í tölu þeirra gsdfusömu, sem ná tali af nefndinni í við- lalstíma liennar. Þegar viðtalið er fengið, fást lítil svör. Enginn virðist vita neitt eða hafa vald til að gera nokk- uð. Þetta er óþolandi ástand og niðurlægjandi fyrir alla aðila. Bgtri skipun verður að komast á þessi mál ef Jvél á að fara. Verður nánar rætt um þetta bráðlega. J 7.40, en siðdegisflóð verður kl {20.05. Nælurvarzla. Lyfsölu í nótt annast Ingólfs Apótek, simi 1330, næturlæknir er i Læknavarðstofunni, sími 5030. Næturakstur i nótt annast Hreyfill, simi 6633. Veðrið. Mcstnr.þiti í Reykjayik í^g^r var 11 stig. Sólskin. var _ 4V> klukkustund. .. . ... Veðúrlýsing: HáþrýstiÁaéði yfir Grænlandi, en grunn lægð sðúr af Reykjanesi á hægri hreyf- ingú vestúr eftir. Aildjúp lægð yfir BretlandseyjtiQi. Veðurhorfur fyrir Faxaflóa: Suðaustan kaldi og sums staðar stinningskaldi, dálítil rigning með köflum. Firmakeppninni lokið. Síðastl. laugardag lauk Firma- keppni Golfklúbbs íslands. Sig- urvegari varð umboðs- og heild- verzlun Kristjáns Ó. Skagfjörð, en fyrir liana lék Þorvaldur Ás- geirsson. Ben. G. Waage forseti Í.S.Í. hefir verið sæmd- ur riddarakrossi Dannebrogsorð- unnar. Var bonum afhent heið- ursmerkið á 25 ára afmæli „Det Danske Selskab“ í Reykjavík. Happdrætti Háskóla íslands. Á inorgun verður dregið í 6. flokki happdrættisins um 150600 íkrónur. í dag er siðasti söludag- ur og siðustu forvöð að endur- nýja. Menn ættu áð endurnýja í fyrra lagi, því ösin eykst, þegar á daginn líður. f tilefni af 450 ára afmælis Ásliildarmýrar- samþykktar fer fram vigsluhá- tíð minnismerkisins að Áshildar- mýri á Skeiðum sunnudáginn 20. júní. Ýms skcmmtiatriðL Héraðslæknir hefir auglýst, að þar sem kom- ið hefir í Ijós að gráfíkjur í cello- phan umbúðum, sem liér eru til söl i verzlunum, eru morandi í malvælamaur og því óhæfar til neyzlu, er sala á þeim algjörlega bönnuð. VISIR FYRIR 35 ÁRUM. „Bæjarvinnan hætt. Þessa dag- ana hefir bæjarvinnan öll hætt mjög snögglega. — Er nú búin götuiagning og holræsagerð, ■ er áætluð hafði verið og allt fé upp- étið, sem ætlað var til götuhreins- unar. — Líklega verður með nýrri fjárveitingu þrifinn mesti óþverr- inn, svo allt sökkvi ekki þar til næsta fjárhagsáætlun kemur til lijálpar. Nú er tækifæri fyrir menn, — í atvinnúleysinu — að skeggræða um hversu liyggilega bæ vorum er stjórnað. Götuvinna um bjarg- ræðLstiknátin ,og algei-L vinnujeysi þegárþaiisíar að.“‘ . Skipstjórinn á m.b. Metu, Emil Anderssen, var nýlega dæmdur í 22.500 kr. sekt fyrir landhelgisbrot. Auk þess var hann dæmdur í 2ja mánaða varðliald og afli og veiðarfæri hátsins gerð upptæk. — Skipstjóri þessi var í maí á s.l. ári dæmd- ur fyrir landlielgisbrot. Sveitarstjórnarmál, 1. hefti 15. árgangs er komið út. 1 þessu hefti er m. a. greint frá þihgi sænskra hreppsfélaga, byggingar og skipulagsmálasýn- ingunni i París 1947, ræðu Gunn- ars Thoroddsen við 1. umr. fjár- hagsáætlunar Rvikur árið 1948. Þá er grein um útsvarslagafrum- varpið og landsþing Sambands ísl. sveitarfélaga. Nokkrar mynd- ir eru í heftinu. Útvarpið í kvöld. 19.00 Barnatími (frú Katrin Mixa). 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Lög leikin á gitar og mandólín (plötur). 20.30 Útvarps- sagan: „Jane Eyre“ eftir Char- lotte BrBútii, IX (Ragnar Jóhann- esson skólastjóri). 21.00 Tónleik- ar: Fiðlusónata í A-dúr op. 9 eftir Carl Nielsen. 21.25 Erindi: Al- þjóða skátamótið í Frakklandi 1947 (Helgi S. Jónsson kaupmað- ur í Keflavík). 22.05 Danslög (plötur). 22.30 Veðurfregnir. Hretar flytja ut 1500 bíla á 5 dögum. Bíiaframleiðslu Breta hef- ir fleygt fram á þessu ári og hefir útflutningur þeirra á bílum og bifhjólum aldrei verið meiri. Á s. 1. fimm dögum voru fluttir út 1500 bílar og bifhjól og ér það mesti útflutningur á þessum tækjum á jafn skömmum tíma. Helztu kaupendurnir voru Finnar, Bandarikjamenn og Java- búar. ' Yfirlýsing í tilefni af frétt, er birtist i Vísi í fvrradag, viijum við taka það fram, að sámkomu- lag hefir aldrei náðzt milli prentmyndasmiða og at- vinnurekenda eins og fullyrt er. Væri þetta rétt hermt, hefði aldrei til verkfalls komið. Stjórn Prentmynda- smiðafélags Islands. Leiðinleg villa varð í uppliafi síðustu málsgreinar í bréfi Guð- jóns á Brekku í gær. Hún átti að liljóða svo: „Allir fuglavinir í grennd við tjörnina múnu nú framvegis liafa vakandi auga á óþokkum slíkum sem þessum, svo að fleiri fuglar hljóti ekki sömu örlög fyrir steinkasti.“ * - „fbúi við Sóleyjargötu“ hef- ir sent mér nokkur orð í til- éfni af því, að hann óttast um Hljómskálagarðinn. Hann seg- ir: „Mér varð skyndilega hugs- að til 17. júní nú ekki alls fyr- ir löngu. Tiiefnið var, að það var farið að grænka í Hljóm- skáiagarðinum og það mátti búast við því, að blóm færu að reka upp kollana. einhvern næstu daga. ■ I ....... Og það sem mér kom í íiug, þegar eg leit fyrstá vorgróðurinn, sem er óvenjulega seint á ferð- inni, var að ef að likum lætur, þá verður allur gróður troðinn niður eftir nokkra daga. Sumum finnst, að ekki sé hægt að halda 17. júní liátíðlegan nema með því að gefa nokkurum þúsundum Reykvík- inga kost á þvi að fagna lýðveld- inu með þvi að troða niður ný- græðinginn í Hljómskálagarðin- um og væri ekkert við því að segja, ef ekki tæki lengri tíma að græða það upp, sem niður er troðið, en tekur að traðka það niður. * Garðurinn. var sannkallaður griðastaður fjölda Reykvíkinga í fyrra, áður en lýðveldishátíð- in var haldin I honum, þótt ekki viðraði alltaf vel, en það var ekki fagurt um að litast í honum á eftir. Bréfarusl og flöskur voru um allt og gerði það þó ekki mikið til, þvi að hvort tveggja má flytja á brott, en gróðurinn rétti ekki við um langan tíma. * Bærinn ver- á ári hverju tals- verðu fé til að skrýða ýmsa bletti í bænum og meðal þeirra er Hljómskálagarðurinn. Þar er því miklu fé eytt til einskis á hverju vori og væri réttast að lireyfa ekki við garðinum, fyrr en eftir 17. júni, fyrst ætlunin er alltaf að nota hann til skemmtana. Það er Framh. á 7. síðu. Þjóðverjar voru komnir lengra í tækni við kolanám en nokkur önnur þjóð í byrj- un stríðsins. Þeir höfðu fund- ið upp vél, sem jók mjög hraðann við kolanám. Vél þessi gat brotið 800 smálestir kola á dag og var það miklu meiri hraði en svo, að aðrar vélar í námum Þjóðverja gætu fylgzt með. Bandaríkja- menn hafa mikinn áhuga á vél þessari og eru famir að gera athuganir á, livort ekki sé hægt að nota hana í Banda- ríkjunum. Kolanámuráð Bandaríkja- manna telur engan veginn víst að vélina megi nota i námum Bandaríkjanna eða aðhæfa hana aðferðum þeirra við námugröft. Þar em aðferðir við námugröft mis- munandi eftir því hverskon- ar kol á aö vinna og námum- ar auk þéss mjög mismun- andi. Eftir að Þjóðverjar fundu upp vél þessa gátu þeir unnið miklu meira af kolum úr jörðu, en þeir gátu flutt frá námunum eða notfært sér á annan hátt. Þvi ollu loftárás- ir bandamanna á flutninga- kerfi þeirra, sem lömuðu iðn- að Þjóðverja miklu fremur en árásirnar á iðnaðarhéruð- in sjálf. Fram til vetrarins 1944—45 voru Þjóðverjar sjálfum sér nógir með kol og fluttu auk þess kol til Sviss, Sviþjóðar, Finnlands og ^jJng- verjalands og til hemámsliða sinna í örðum löndum. Bandarísk sendincfnd I frá námuráði Bandarikjanna fór nýlega til Þýzkalands til þess að kynna sér aðferðir Þjóð- verja við kolavinnslu ög í áliti hennar segir, að Búnda- ríkjamenn geti mikið af þeim lært á þvi sviði. Hins þeim lært á því sviði.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.