Vísir - 26.06.1948, Blaðsíða 8

Vísir - 26.06.1948, Blaðsíða 8
JLESENDUR eru beSnir að athuga að smáauglýs- ingar eru á 6. síðu. Næturlæknir: Sími 5030. — Næturvörður: Lyfjabúðim Jðunn. — Sími 7911. Laugardaginn 26. júní 1948 Im aðallunái Prestafélagsins: Prestar lýsa aðdáun sinni á starfsemi S.I.B.S. Vilja melrs innflutning biblía. Aðalfundur Prestafélags Islands 1948 hófst í Háskóla- ikapellunni með morgunbæn- um, er sr. Friðrik A. Frið riksson prófastur annaðist. Síðan var fundurinn settur og lialdinn í hátíðasal Há- skólans. Formaður Ásmund- ur Guðmundsson prófessor flutii þá ávarp til fundar- manna og lauk þvi með þess- um orðum: „Heilir allir að guðsrikisstarfimi. Reynum að samstilla það svo straumi tímans, að við. getuni með ró horft á augnablikin og árin liða, unz hjört og fögur eilífð blasir við“. Þá var flutt ársskýrsla stjórnarinnar og reikningar félagsins samþykktir. I allshei’jarnefnd voru skipaðir prestarnir Helgi Konráðsson, Sigurbjörn Ein- arsson, Þorsteinn Jóhannes- son, Sigurður'Stefánsson og Björn Magnússon. Þá voru ræddar breytinga- tillögur félagsstjórnar við lög félagsins. Eftir framsögu sr. Bja rna Jónssonar vígsluhisk- ups um tillögurnar voru þær samþykktar að kalla óbreytt- ar og lögin í heild siðan sam- Jjykkt í einu hljóði. Þá voru alllangar umræður um samstarf presta og af- stöðu innbyrðis, að loknum ýtarlegum framsöguerindum sr. Áreliusar Níelssonar og sr. Þorsteins L. Jónssonar. Sr. Magnús Már Lárusson flutli fróðlegt erindi kirkju- sögulegs efnis el’ hann nefndi: „Hvar stöndum við?“ Þá fóru fram umræður um kristindómsfræðslu í hús- mæðraskólum og gagnfræða- skóluni, að lokinni framsögu sr. Friðriks J. Rafnars vigslu- biskups og sr. Benjamíns Kristjánssonar. Þá skyldi kjósa þrjá menn í stjórn Presta'félagsins. Kosnir voru sr. Árni Sigurðs- son, sr. Bjarni Jónsson vigslubiskup og sr. Björn Magnússon dósent. Aðrir stjórnarmenn eru próf. Ásm. Guðmundsson og sr. Svein- björn Högnason. í varastjórn voru kosnir sr. Sigurbjörn Einarsson dósent og sr. Hálf- dan Helgason prófastur. End. urskoðendur voru kosnir sr. Þorst. Briem og sr. Friðrik Ilallgrímsson, og til vara sr. Sigurbj. Árnason. í barna- verndarráð af hálfu Presta- ð félagsins voru kosnir sr. Jak- ob Jóirsson og til Vara sr. Jón Thorarensen. Þessar tvær ályktanir voru samþ. að lillögu Allsliei'jar- nefndar: I. „Funduirnn lýsir aðdáun sinni á starfi S. I. B. S. og hvetur presta landsins tií að styrkja eftir mætti i orði og verki vinnuheimilið í Reykja- lundi.“ II. „Fundurinn skorar á við- skiptanefnd að veita nægan gjaldeyri til innflutnings á hihlíum og öðrurn bókum og tímaritum, sem prestum er nauðsyn á.“ Loks var í fundarlok sr. Valdimar J. Eylands kvaddur með ávarpi formanns og honum afhent minningar- gjöf frá Prestafélaginu. Sr. Valdimar annaðist kvöldbæn- ir í fundarlok. | \ : ..^í; Mary ekkjudrottning í Englandi átti fyrir nokkuru 80 ára afmæli. Þessi mynd var tekin af drottningunni á af- mælisdegi hennar. Drottningin er vel ern og lætur mikið til sín taka innan konungsfjölskyldunnar. Ijengsta skip i heiwni. Bandaríkjamenn eru að iráðgera smíði risavaxins (flugslöðvarskips, sem verður 165.000 smálestir að stærð. Þetta skip, sem verður Jiriðja stærsta skip heims að Bmáleslatölu, verður lengsta skip, sem smíðað Iiefir ver- ið. Flugþiljur þess verða lOiiO fet á lengd og 230 á bréidd. Kostnaður við það verður 125 millj. dala og smiðatimiun &-4 ár. * Banaslys á Akureyri. Frá fréftaritara Visis. Akureyi’i, 20. júní. FRA STDRSTUKUÞfNGINU : Fjarlægja þarf ofdrykkju- menn úr bænum. Vínveitingar séu ekki leyfðar á veitingastöðum. Á nýafstöðnu Stórstúku-! mennings i opinberum veizl- þingi, sem haldið var í, um. f. Banna afhendingu Reykjavík var skorað á ríkis. stjórnina að Iáta áfengsmála- ráðunaut fá full laun. Þingið taldi ennfremur skyldu Alþingis að veita styrk til húsbyggingar fyrir Góð- templararegluna. Samt æskir þingið ekki eftir fjárveitingu til starfsemi Reglunnar, sem áfengis með niðursettu verði eða kostnaðarlaust, frá Áfengisverzlim ríkisins til is- lenzkia ríkisborgara. g. Banna hverskonar áfengis- neyzlu i opinberum skólum. h. Taka af með öllu heimild lögreglustjóra, að veita leyfi til áfengisneyzlu í félagsher- tengd við gróða ríkisins af Það hörmulega slys varð láfengissölu. hér á þjóðhátíðardaginn, að j Á þinginu voru m> a. eftir- bundin er, eða á nokkurn háttjjjergjum. i. Auka vald ogfjár- aldraður maður féll fram af bryggju og fannst örendur í sjónum. Maður þessi, Halldór Hann- esson að nafni, nær áttræður, liafði síðast sézt sitjandi á stöpli fremst á bryggjunni. Var hann óstyrkur og þvi úlitið, að liann liefði misst jafnvægið og íallið í sjóinn, er liann stóð upp af sæti sínu. Líkið var með áverka á höfði, svo að Halldór mun liafa slegizt í hryggjubrúnina og höggið orðið Iioiium að bana, en liann ekki drukknað. Þá hefir Steinn Guðmunds- son, fyrrum skipstjóri, orðið fyrir bifreið og fótbrotnað fyrir nokkuru. — Karl. [farandi tillögur samþykktar: I. Þingið skorar á rikis- stjórn og Alþingi — með lilið- sjón af þeim umræðuin, sem þar fóru fram á síðasta þingi og þeini tilmælum til ríkis- stjórnarinnar, að láta fara fram „gagngerða athugun" á þvi, hveniig drag'a megi úi áfengisnautn landsmanna, — að fylgja fast eftir m. a. eft- irfarandi atriðum: a. Lála lögin um héraðábönn taka gildi nú þegar. h. Leyfa elcki bruggun á áfengu öli i land- inu. c. Leyfa ekki innflutning á áfengu öh. d. Leyfa engu hóteli eða veitingaliúsi rétt- indi til viuveitinga. e. Banna vinveitingar á kostnað al- ráð áfengisvarnanefnda. j. Að löggæzlan í landinu fylgi betur eftir þeim álcvæðum áfengislaganna, sem m. a. hanna sölu á áfengi til ung- hnga, ölvun opinberra starfs- manna við störf sín, ölvun yfirmanna á skipum og öér- nin flutningatækjum; enn- fremur að áfengislögunum sé betur framfylgt i heild en vérið hefir. k. Að áfram verði unnið að þvi, að afstýra lej’iiivinsölu i bifreiðum, og ekki verði selt áfengi til þeirra, sem sekir kunna að finnast í því efni. II. Stói'stúluiþingið skorar á bæjarstjórn Reykjavíkur, að gera þegar fullnægjandí ráðstafanir til þess að fjar- lægja alla ofdrykkjumenn, sem hafast við á almannafæri Þýzkt skip með niður- suðutæki á síidveiðum. I g'ærmorgun kom þvzkí síldveiðiskip — 2000 smál. — íil Siglufjarðar. Skip þetta hafði meðferðis fjóra nótabáta og nauðsyn- leg veiðarfæri til síldveiða í sumar. Skipið er frá Kiel og heitir Aíice Frymann. Er það liúið niðursuðutækjum og er tilgángurinn með för skips- ins hingað að veiða sild til niðursuðu. Auk þess er það með túnnur og salt. Alice Frymann kom til Siglufjarðar til þess að taka vatn og fór þaðan aftur í gærkvöhli. Er það fyrsti „úti- fiskurinn“, sem til Siglu- fjarðar kemur. Ekki ér blaðinu kunnugt úm stærð áhafnar sldpsins, en hún er að sögn nokkrir tugir manna. Warren vara- forsetaefni. Earl Warren hefir veríS einróma kjörinn varaforseta- efni republikana í haust. Warren er ríkisstjóri í Kaliforníu og nýtur þar mik- illa vinsælda. Hann er af sænskum ættum. Breyting á stjórn Noregs. Kaare Fosteryoll, kirkju- málaráðherra Norðmanna, hefir sagt af sér embætti, að því er fiegnir hermdu í.gær. Ennfr. hefir Peder Holt endurreisnarráðherra, sem einkum hefir haft með hönd- um endurbyggingarmálefni Finnmerkur, nyrzta fylkis Noregs, sagt af sér störfum, enda endurreisnin langt komin. í bænum, og koma þeim fyrir á forsvaranlegum stööum, þar sem þeir gætu fengið heilbrigði sina á ný. Jafn- framt styður þingið hverja þá viðleitni, sem bæjarstjórn og áfengisvarnanefnd telur hezt til varnar drykkjuslarki á almannafæri. HI. Þingið felur fram- kvæmdanefnd sinni að standa vel á verði um allar breyting- ar a áfengislögunum, hverjar sem þær kunna að vera, og fylgjast sem bezt með þeim reglugerðum, ' sem settar kunna að verða samkvæmt þeim.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.