Vísir - 11.12.1948, Blaðsíða 4

Vísir - 11.12.1948, Blaðsíða 4
% V I S I R Laugardaginn líl. desemlicr 1948 ITÍSIR ÐAGBLAÐ Dtgefandi: BLAÐAOTGÁFAN VlSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinn Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgreiðsla: Hverfisgötu 12. Símar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprentsmiðjan h.f. Hlutleysi á „atomöld". Merkir sérfræðingar í liernáðarlist liéldu því fram, áðúr en styrjöld skall á árið 1914, að ef til hennar lcæmi, hlyti styrjöld að reynast skammvinn, veg'na þess að tækni- leg meiining væri á svo liáu stigi, að þjóðirnar myndu ekki handa eyðinguna út, nema skamman tíma. Raunin sannaði að þótt engin styrjöid hai’i orðið mannskæðari, léiddi tækn- in engan veginn til þess að hún yrði skemmri en aðrar styrjaldir, ef frá er talið 30 ára stríðið og aldarstríð Breta við Frakka á sinum tíma. Nú munu allir sérfræðingar horfnir frá þeirri kenningu, að aukin tækni leiði til skepunri styrjalda, en munu frekar hallast að gagnstæðri skoðun. Eftir að kjarnorkusprengjan kom til sögunnar, var margt um hana ritað í upphafi, og töldu súmir að kjarn- orkan hlyti að leiða til gereyðingar lieims. Nú hefir málið .skýrst fyi’ir mönnum, og ræða sérfræðingar það af meiri róscmi. Er talið að kjarnorkan þurfi ekki að leiða til skemmri styrjaldar, verði hún notuð í hernaði, en hins- vegar hljóti öll hernaðartækni að breytast frá því, sem hún er nú, og ef til vill eigi smáskæruhernaður franftíðina fyrir sér, en herfylkjaátölc hverfi með öllu. lTt í slíka sálma skal ekki farið, enda ekki á amiarra færi, en sérfræðinga. Fyrir nokkrum dögum birti Þjóðviljinn grein eftir hrézkan visindamann, sem blaðið taldi ágætasta sérfræð- ing Brcta í kjarnorkurannsóknum. I greininni var því haldið i'ram, að kjarnorkan gæti eldci komið að verulegum notum við eyðingarstarfsemi, ef varnir lands þcss, sem sótt yrði að; reyndust haganlegar. Sérfræðingurinn taldi að þar, sem lóftvarnir frá landi og í loíti, væru tryggar, myndu flugvélar ekki getað varpað farmi sínum örúgglega á þá staði sem ætlunin væri að sækja heini. Ekki væri lieldur imnt að skjóta kjarnorkuspréngjum yfir órahöf í árásar- skyni, með þeirri tækni, sem þjóðirnar búa enn yfir. Mætti þvi ætla að kjarnorkan hefði ekki úrslitaþýðingu í liern- aðí, nema því aðeins að landvarnir væru veikar, cða þjóð- iriiar byggju í nábýli, þannig að skjóta mætti kjarnbrku- sprengjum á svipaðan hátt og Þjóðverjar skutu sprengjum sínum á Bretland í síðustu styrjöld. Efist menn um að Island hafi liernaðarþýðingu, sökum þess að flugtækni fleygi fram, þannig að lendingarstöðva þurfi ekki lengur með í Nörður-Atlantshafi, mætti benda á að fjarlægðir geta haft verulega þýðingu fyrir stórþjóð- irnar, að því er orkueyðslu snertir, cn auk þess eru aðrir hagsmunir í húfi, sem ráðið geta úrslitum um líf eða dauða milljónahers. Leiddi hlutleysi Islands til þess, að landið yrði hernumið af stórveldi, sem ékki hefði yfirbúrði á höfunum og einnig í lofti, myndi það leiða til að þjóðin vrði étin út á gaddinn, meðan ætileg vara /fyrirfyndist í Jandinu, cn að lokum yrðu blóðug átök um landtöku, sem leitt gætu til tprtímingar þjóðarinnar að einliverju leyti eða öllu. Rökín, sem fram eru færð fyrir hlutleysi þjóðar- innar eru staðlausir stafir, sem pkkcrt er byggjandi á, |)ótt þau séu af hcilum huga fram sett og virðingarverðri ættjarðarást. Hér er hinsvegar of mikið í hú'fi, til þess að teflt verði í tvisýnu. Þjóðinni verður að skapa það öryggi, sem fyllst má fá, án þess að sjálfstæði hennar né tilveru sé stpfnt i voða. Alþjóðasamvinna er nú með öðrum liætti, en hún var fyrir stríð, og viðskipti þjóða, — smárra sem stórrá, -— miklu nánari á flestan vcg. Allt stefnir að því að heims- stjórn komist á, þótt emi sé hnötturinn áhrifasvæði tveggja íindstæðra afla. Það cr einnig eina lausn vandans, sem imnt er að greina og eiúá voh mannkynsins í l'ramtíðinni. Innan slíkra alþjóðasamtaka gefur hvert íand notið fulls .sjál'fs^pðis og frelsis, að öðru leyti en því að ofbeldisað- gerðuni.geta þau ekki beitt sín á milli. Meðan síik þróun er skammt á veg komin, vérður hver þjóð að treysta óryggi sitt, svo sem við verður komið, annaðhvort sjálf, cðn i samvinnu yið aðray, vinveittar stórþjciðir. Sagt frá af bersögli. Endurminningai Gunnars Olafs- sonar. Það ér venjulega bæði róðlegt og' skemmtilegt að esa endurminningar at- hafnamanna. Gunnar Ólafsson ræðis- maðúr og kaupmaður í Vest- mannaeyj’um hefir nýlega lokið við að skrá ýmsar end- urminxúngar sínar og eru þær að koma út þessa dag- ana á forlagi Guðjóns Ó. Guðjönssónar. A Gunnár langán feril margvislegra starfa að balci. Hann verðúr 85 ára í febrúarmánuði næst- komandi og þótt hann hafi vitanlega af miklu að taka, fjallar þessi bók mestmcgnis um þau ár, sem hann dvaldist í Vik í Mýrdal. Segir Gunnar svo um þetta í eftirmála sín. um með bókinni: „Þetla end- u r m i n ni ngaliraf 1, sem hér kemur fyrir almenningssjön- ir, er ef svo mætti segja, sín ögnin af liverju og langt frá því að geta kallazt ævisaga eða nokkuð þvi líkt.“ En þótt liér sé aðeins um endurminningahrafl að ræða, cins og höfundurinn kenist að orði, er þar þó tæpt á nörgu og ekki er Gunnar rag- ur við að segja skoðanir sín- ar á mönnum og málefnum. Fyrir það yerður bóldn hressilegri en ella og vafa- laúst sannari mynd af því, sem höfundur vill segja frá, en ef hann hefði kæft slcoð- anir sínar í silkiumbúðúm, eins og nú er tízka. Hefir jafnvel þótt fulldjúpt tekið í árinni í endurminningum, cins og' Gumiar segir sjálfur i eftirmálanum, en hann hefir ekki Viljað breyta stafkrók hvað þá meira. „Eg tók fram við útgefanda,“ segir Gunn- ai’, „að liann mætti engar breytingar gera á handritinu éða úrfcllingar aðrar en ])ar, sem um beinar málvillur væri að ræða, og svo lestrar- merkjum, sem sagt er, að fáir geti sett, svo að öðrum líki.“ Það er hressandi að lesa slíka bók sem Endurminn- ingar Gunnars Ólafssonar og vafalaust verður hún i nargra höndum, áður en var- ir. Og senniléga vilja peir.fá ,meira að heyra“ að lestri loknum. Rauða telpna- bókin komin út. Bókfelisúlgáfan fíefir nú séiit telpnajóiabók síríá á markaðinn, en það cr „Sigga Vigga“ úr flokki „Rauðu telpnabókarina“. Höfundur bókarinnar er sænsk skáldkona, Lisa Euren-Berner, og liefir hún getið sér mikinn og góðan orðstír fyrir þessa bók. „Sigga Vigga“ héfir komið út í mörgum útgáfum i Sví- þjóð á örskömmum tíniá og er það ærin sönnum fyrir því hve bókin þykir góð. Sagan segir frá fjörugri og kátri stúlku, skólaárum h'éúnar, skíðaferðúni, skemmtunum, ferðaævin- týrum í öðrum löndum og fyrstu ást liennar. Siðar mún BókfeHsúfgáfan senda fleiri Siggu-Viggu-boékur á markáðíiin. Tékknesku ráðherrarni r, sem staddir eru í Moskva gengu í gær á fund Stalins. JÖLABÓKÍN 1 © • er jor 'eftir Ármann Kr. Einarsson kemur í dag í ~3sajotdí 'okaverztun ar I das er taugarclaf dagur ársins. :ur 11. des. Sjávarföll. Árdegisflóð er kl. degisl'lóð kl. 13,41). 1,10 345. síð- Næturvarzla. Næturvörður er i l.yfjabúð- inni Iðunni, sími 7911. Nætur- iæknir er í Læknavarðstofunni, sínii 5030. Næturakstur annast Hreyfitl, sími 0033. Veðrið: Fyrir vestan Bretlandseyjar cr djúp lægð á hreyfingu A-eftir. Háþrýstisvæði yfir Grænlandi. Veðurhorfur fyrir Faxaflóa: Nórðaustan gola eða kaldi, hjart- yiðri. Mestur liiti í Reykjavik i gær' vár -ý-1.7 stig', en minnstur liili i nótt ~;-8.2 stig. Hetgidagslæknir á morgun er Friðrik Einars- son, Efstasundi 55, siihi 6565. í fyrradag kom upp eldur í félagslieiinili knattspyrnufélagsins Fram og tókst slökkvlliðinu að koma í veg fyrir, að skálinn lirynni til ösku. IvviknaÖi í út frá miðstöðvar- klefa og skemmdist liann áll- mikið. Leikfétag Iteykjavíkur ifefir sýnt leikritið Galdra- Loftur alls 11 sinnum í liaust við prýðilega aðsókn og frábæra dóma. Vegna brottfarar leikenda ^eru aðcins nokkrar sýningar eft- ’sr á þessu vinsæla teikriti. Messur á niorgun: Dómkirkjan. Messað ld. 11 síra Bjarni Jónsson (altarisganga). Ekki messað kl. 5. Nesprestakall. Mcssað í kapellu liáskólans kl. 2 e. h. — Aðalsafn- aðarfuhdur verður lialdinn eftir messu. Sr. Jón Thorarehsen. Hallgrímskirkja. Kl. 11 há- messa. Sr. Jakob Jónsson. Kl. 1,30 barnaguðsþjónusta, sr. .Takob Jónsson. Kl. 5 síðdegismessa. Sr. Sigurjón Árnason. Laugarnésprestakall. Messað kl. 2 c. h. Sr. Garðar Svavarsson. Barnaguðsþjónusta kl. 10 f. li. Fríkirkjan. Messa kl. 2. Sr. Árni Sigurðsson. Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sr. Árni Sigurðsson. ElliheimiliíS. Guðsþjónusta kl. 10 f. h. •Njarðvíkurkirkja. Mcssa kl. 2,30. Barnaskólinn í Ytri-Narð- yiktim. Messa kl. 5. — Sóknar- presturinn. Fullkomið simasamhund komst á þann des. við ísafjörð. Hafði laiids- sianalínaii slitnað niður víða i of- viðrinu 1. des. — BúLst er við að símásamband komist á við Stykk- isliólih og aðrar Snæfeilsne.si nú í siinastöðvar kvöltt; Fundur í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélag- anna verður haldinn í Sjálfstæð- ishúsinu í dag kl. 5 síðd. Árí'ðandi mál er á dagskrá. Framsöguræð- ur flytja þeir Ólafur Thors, form. flokksins og Bjarni BenedikLs- son utanríltisráðherra. Er nauð- synlegt að fulltrúarnir mæti vel. Brezku skipbrotsniennirnir af togaran- um Sargon fara fiugleiðis til Englands n.k. nnðvikudag. Þeir búa á Flugvallarhótelinu. Útvarpið í kvöld. Kl. 18,30 Döhskukéniisla. 19,00 Enskukennsla. 19,25 Tónleikar: Samsöngur (plötur). 19,45 Augl. 20,00 Fréttir. 20,30 Léikrit: „Ó- vænt heimsókn“ eftir .1. B. Priest- ley (Leikcndur: Brynjólfur Jó- liannessóh, Rcgíná Þórðardóttir, Hildur Kalman, Einar Pálsson, Róbert A'rnfinnsson, Guðrún Stephensen og Valur Gíslason. — Leikstjóri: Valur Gíslason). 22,20 Fréttir og veðurfr. 22,25 Danslög (plötur). 24,00 Dagskrárlok. Útvarpið h morgun: Kl. 13,00 Með togara á Hala- miðuln; samtöl og frásagnir á stálþræði (Slefán Jónssoh frétla- niaður). 14,00 Messa i Frikirkj- unní (sr. Árni Sigurðsson). 15,15 Ttvarp tit íslendinga erlendis: ðg erindi (Vilhj. S. Vil- hjálinssón ritstj.). 15,45 Miðdegis- tónléikar (plötur): a) Gellosón- atá í e-moll opp'.'38 eftir Brálims. h)‘,;Kijé liðsforingi", svíta eftir Prokofieff. 15,25 Veðurfr. 10,30 Skákþáttur (Guðni. Arnlaugsson). 18,25 Vcðurfr. 18,30 Barnatimi (Þorst. Ö. Stepheiisen o.fl.). 19,30 Tónleikar: Valsar cfti'r Chopiu (plötur). 19,45 Augl. 20,00 Fréttir. 20,20 Samteikur á fiðlu og píanó (Þórarinn Guðnuindsson og Fritz Weisshappel): Sónata i g-moll eftir Tartini. 20,35 „Blandaðir á- vextir“. 22,35 Danslög (plötur). 23,30 Dagskrárlok. ^'Fréttii

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.