Vísir - 13.04.1949, Blaðsíða 4

Vísir - 13.04.1949, Blaðsíða 4
‘A K I S I R Miðvikudaginn 13. april.1949 VÍSIR D A G B L A Ð Ctgefandi: BLAÐADTGAFAN VJSIR H/F. Ritstjórar: Kristján Guðlaugsson, Hersteinu Pálsson. Skrifstofa: Austurstræti 7. Afgréiðsla: Hverfisgötu 12. Simar 1660 (fimm línur). Lausasala 50 aurar. Félagsprenlsmiðjan h.f. Vilja afnema mörg fyrirtæki ríkisins. Létfa óarðbærum fyrirtækum at nkissfóði. Eipáskai ganga í garð. Flestir gerðu ráð fyrir að Alþingi yrði lakið, áður cn páskahelgin gengi í garð, en sú hefur ekki orðið raunin. Enn er unnið „kappsamlega“ að allri afgreiðslu mála, og sögur herma að fjárlög eigi enn íángt i land, eigi þau að verða afgreidd á viðunandi veg. Þingsetan gerist löng og ströng, en þingmenn munu teknir að þrá átthagana, cngu síður en gyðingalýðurinn í Babylon hér á árunum. Vissulega hefur reynt á þolrifin en nú fvrst hefjast þó erfiðleikarnir fyrjr alvöru. 1 sjálfu sér er ekki tiltölcumál, þótt verkfall tiltölulega fámenns hóps maiina, sem trúað hefur verið fyrir vöru- bíhun af náð stjórnar- og gjaldeyrisyfirvalda, standi nú yfir og fari harðnandi með degi hverjum. Það er heldur ekki tiltökumál, þótt jjessir menn heimti „lífstíðarábúð“ á bifreiðum sínum, úr því að þeir höfðu næga atvinnu á sinum tíma við akstur malar í flugvelli og aðra setuliðs- vinnu, en sitji nú auðum liöndum eða við spil á afgreiðslu- stöð bifreiðanna. Verkl'öll eru daglegur viðburður, sem enginn kip])ir sér lengur upþ við, þar sem allir eru inni- lega sammála um, að ríkissjþðíir og einstaklingar verði cndilega að fara á hausinn, að afstöðnum lystisemdum styrjaldaráranna. 1 nýju stjórnarskránni á að ákveða í eitt skipti fyrir öll, að atvinnuleysi megi ekki líðast í Jandinu og allir skuli hafa nóg að híta og brenna. Kinhverntíma var sagt af spökum manni, að ef Adam og Eva hefðu lagt tieyring á vöxtú á sínum tíma þyrfti enginn að gera neitt nú í dag. Ekki er að efa að mcnn lifa lerigi af vöxtum sparifjár styrjaldaráranna, þótt ekki verði skertur liöfuð- stóllinn. Iílæðskerar munu vera i þann veginn að hcfja verk- fall og trésmiðir mnu hafa auglýst hækkun á töxtum sín- um, algjörlega einhliða-. Vmsar stéttir manna Jiafa fengið grunnkaupshækkanir, hreinar eða óhreinar, að uridan- förnu, og nú gengur ný verðþenslubylgja um landið, fvrir fólkið til þess að lifa á. Kaupið hækkar og verðlagið hækkar og svo jafnast ])etta af sjálfu sér, sagði einhver fjármálasnillingurinn, scm reynst hafði trúr yfir miklu. Verðhólgan hjaðnar vafalaust eins og vetrarsnjórinn og hversvégna cru menn þá að gera sér rellu út af slíkum smámunum. Svo er það fiskurinn, hann nýtur friðunar í sjc'xium og ekki veitti af, að hann fengi sitt páskafrí eins og bil- stjórarnir og klæðskerarnir, rakararnir og allar þær stéttir, sem nöfnum tjáir að nefna. Hjá sumum verður fríið vafa- laust larigt, en hjá öðrum aðeins næstlengsta l'rí ársins, en allir verða vafalaust ánægðir með sitt hlutskipti. Síldar- gró'ðinn bíður á næsla leiti, — eftir fáa daga hræðir Hær- ingur síld og allar verksmiðjur, nýjar sem gamlar, gefa frá sér góða lykt yfir umhverfið. Þá verður ekki mikill vandi að lifa. Rikisverksmiðjurnar greiða það vcrð til sjómanna, scm af þeim verður krafist fyrir síldarmálið, en á bak við þær stendur ríkissjóðurinn fullur af fé, svo að út af flóir. Páskavikan var vika friðar og þagnar á dögum kaþólskunnar, en nú sækir allt í sama horfið á þesstun dögum vísinda og nýtízkutrúar á úttútnaðan gullguð, sem allir falla fram fyrir og tilbiðja. En þó er eins og einhver óljós gruniir, sem dylst Iiið innra með þjóðinni, og virðist telja henni trú um, að hún þarfnist hugarfarshreyt- ingar og meiri gát í daglegu líferni og hugrenningum.' Gullguðinn hefur ávallt verið háskasamlegur, þótt hann' geti dug’að mönnum vel um örfá ár. Hugarfarsbrcylingu og sára lífsreynslu þarf oft til að vekja menn af van- irúnni. Islen/.ka þjóðin þekkir þetta af eigin raun, en hún á eftir að kynnast því betur. Slíkt verður ekki umflúið, enda óskar almenningur enn ekki eftir því. Vonandi eign- ast menn nokkra áhyggjulausa l'rídaga, nú um páskana. Þeir verða ekki of margir áhyggjulausu dagarnir. Sig. Kristjánsson og Háll- grímur Benediktsson flytja í Sþ. till. til þingsályktunar um afnám ríkisfyrirtækja og undirbúning ráðstafana til lækkunar ríkisgjalda. Tillagan er þessi: „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að beita sér fvrir þeim ráðstöfunum, er liér fara á eftir, til samdráttar ríkisrekstri* og kckkunar á gjöldum ríkisins,. enda und- irbúi stjórnin Iagabreytirigar þar að hilandi eftir því sem með þarf: | 1. Að ríkisrekstur áæthmai- bifreiða verði lagður niður og cignir rikisins vegria þessarar slarfrækslu seldar. | 2. Að Landssmiðjan verði seld, ef viðunandi tilboð fæst. | 3. Að trésmiðja ríkisins i , Silfurtúni verði seld, ef við- I unandi tilboð fæst. | 4. Að afnumin verði öll | vöruskömmtun að undan- , skilinni skömmtun á bif- reiðagúmmíi. 5. Að viðtækjaverzlun rík- isins verði lögð niður og eign- ir hennar seldar. 6. Að verzlun rikisins méð tilbúinn ábui’ð verði lögð nið- Ul'. 7. Að seld verði tunnuverk- smiðja rikisins og eignir hennar. 8. Að fiskiðjuver í'íkisins i Reykjavik verði selt. í. Ac^ grænmetisverzlun ríkisins verði lögð niður. 10. Að lög mn orlof verði afnumin 11. Að lög uni jöfnunar- sjóð bæjar- og sveitarfélaga verði afnumin. 12. Að lög um búnaðar- skóla í Skálholli verði af- numin. 13. Að lög um vinnumiðlun vcrði afnumin. 14. Að lækkuð verði fram- lög lil ahnannatrygginga með breytingu á lögum þar að lúl- andi. 15. Að lækkaður verði kostnaður við fræðlusmál með breytingu á lögum um skólakcrfi og fræðsluskyldu, er stytti skólaskylduna um tvö ár.“ Greiriargerð cr m. a. á þessa leið: „Þingmenn virðast alveg sammála um ])að, að fjárhag- ur ríkissjóð sé í verulegri hættu. Ekki getur þó nema nokkur hluti þingmanna fall- izl á það, að þessi hætla stafi af ógætilega háum fjárlög- um. Vonlaust mun því, að meiri hluli fáist fvrir því í þinginu að lækka fjárlögin. Hins vegar hafa flestir þing- menn lýsl þeirri skoðun sinni, að ofþensía í margs konar áhættusömum rikis- rckstri sé orsök þeirrar hættu, sem yfir ríkissjóði vofir í fjárhagslegum efn- um....... Það er slaðreynd, að ríkið tapar áflega stórfé á þeim hlutum. sem gefa áberandi gróða i einkarekslri, og ])að cr einnig staðreynd, að rekst- ur ríkisins heldur hvergi FIMMTUGUR: Guðm. H. Guð- mundsson, hús- gagrasmíða- meistari. Fimmtugur er í dag mæl- ur iðnaðarmaður og góður borgari, Guðmundur Helgi Guðmundsson, húsgagna- smíðameistari, Háteigsuegi U. Guðmundur er að vexti og skapgerð einn af þessum traustu hornsteinum eða máttarsloðum, sem vand- ræðalaust er að leggja á tak- markalítil þyngsli án þess að likami cða sál láti á sjá eða bili, enda Iiafa mörg og margyísleg störf hlaðist á hann um dagana. Guðmundur er hrókur alls fagnaðar i sínum hóp, prýði- legur félagi og iðnaðarmað- ur, enda liafa iðnaðarmenn falið honum veigamikil trúnaðarstörf, sem hann hef- ir Ieyst af hendi með dugn- aði og lægni. Það er ekki meiningin að skrifa liér ævisögu Guð- mundar, hann á-eftir að lifa lengi, fjölskyldu sinni til gleði og gagns og iðnaðar- inannaStéttinni til sóma. Eg veit að margir stéttarbræð- ur lians, félagar og sam- verkamenn munu i dag heimsækja hann, færa hon- ,um lieillaóskir og þakklæti fyrir vel unnin störf, og sýna með því að þeir kunna að meta góðan dreng. II. Þ. niðri verðlagi. Það ætli út at fvrir sig að nægja til þess, ai' ríkið hætti að vasast í þess- um hlutum.......“ BERGMAL Þá er komið að því fríi, sem er það annað lengsta á ári hjá flestum mönnum hér á landi. Flestir þurfa nú ekki að vinna ærlegt handtak — geri þeir það þá nokkuru sinni — frá því í kvöld og j þar til á morgni sjötta dags j hér frá — þriðja páskadags. f * Það eru þó ekki allir þegnar þjóðfélagsins, sem þessarra | réttinda njóta. Sjómennirnir j standa við sína vinnu, þótt föstudagurinn langi gangi í garð. Og lögregluþjónar, slfjkkviliðsmenn og margir fleiri verða að standa sína- vakt, hvað sem allur almenningur gerir. Þessi störf fara ekki eftir dögum eða helgi þeirra — þau verður að vinna, hvað svo sem almanakið kallar daginn. F.n aðrir geta sofið út á hverjum degi og lagt saman nótt og dag aö þessu leyti, ef þeim býður svo við að horfa. Sennilega gera sumir það, en þó ekki allir. * Og ekki má gleyma hús- mæðrunum. Þær verða að vinna sín verk, hvort sem um hátíðir er að ræða eða virka daga. Þær verða að brasa og malla — og jafnvel enn meira en aðra daga, því að flestir vilja hafa eithvað betra en venjulega þessa miklu daga — ef pyngjan leyfir. * En svo fara sumir upp til fjalla. I’að eru stórir hópar, sem eru að fara héöan úr bænum um þessar munclir og ætla að sækja í sig þrótt og mátt í fjallaloftinu (sólskini, ef for- sjónin leyfir) eftir langar inni- setur, myrkur og leiðindi langs vetrar, sem nú er senn að kveöja. Vafalaust væru hópar skíðamannanna enn stærri en raun ber vitni, ef allir ættu heimangengt, sem langar upp til fjalla um bænadagana. Þeir eru vafalaust margir, sem koni- ast ekki og hefðu þeir þó ef til vill fulla þörf fyrir þaö að geta lyft sér þannig upp. En snúum okkur aftur að húsmæðrunum. Einhverju sinni — fyrir nokkurum ár- um — sagði eg frá eigin- manni, sem tók að sér mats- eld fyrir konu sína á hátíð- um, til þess að hún gæti þá hvílt sig og notið hátíðanna, þyrfti ekki að þræla þá, sem aðra daga. Um daginn frétti eg af öðrum manni, sem hafði tekið upp ])enna sama sið ])egar hann hafði lesið um eldasveininn i Bergmáli. Það vildi svo til, að eg kannaðist við þenna síðar nefnda mann, svo að eg spurði hann, er eg hitti hann einu sinni á förnum vegi, hvar hann liefði lært undirstöðuatriðin i mats- eldi. „Eg var í símavinnu í gamla daga,“ svaraði hann, ,,Ög var þá látinn spreyta mig á þessu nokkura daga, þegar eg hafði meitt mig smávegis. Eg þótti verðskulda nafnbótina „skítkokkur" í þá daga, en það er mesta furða hvað eg get núna. ýpurðu bara kpnuna.“ — Eg hét að gera það við tæki- færi. En hún Rannveig Schmidt var farin af landi burt, þeg- ar eg frétti um mann þann, svo að mér gafst ekki tæki- færi til að spyrja hana, hvort hann væri hjnn fullkomni eiginmaður, sem hún gat ein- hverju sinni um í útvarpinu. Hinsvegar þyk.ist eg viss um, að konan hans telji hann það — a. m. b. á stórhátíð- um.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.